Dagur - 04.07.1992, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. júlí 1992
Fréttir
Könnun á vinnumarkaði:
Landbúnaður og iðnaður
uppistaða í atvinnu-
lífi í dreiíbýli
Alls starfa 31,7% eða tæpur
þriðjungur íbúa í dreifbýli við
landbúnað en aðeins 1,3% íbúa
í kaupstöðum á landsbyggðinni
og 0,6% fólks á höfuðborgar-
svæðinu. Af bændafólki eru
6,7% karlar en rúm 4% konur.
Iðnaður og þá er fiskiðnaður
talinn með kemur næst á eftir
landbúnaðinum hvað atvinnu-
þátttöku fólks í dreifbýli varð-
ar en um 17% þess starfa við
þá atvinnugrein. Um 10%
fólks sem telst til dreifbýlis-
byggða hefur framfæri af físk-
veiðum og verslun og ýmis við-
gerðarþjónusta skapar einnig
nokkra atvinnu í sveitum og
kauptúnum eða fyrir um 9,5%
íbúa þeirra. Þátttaka dreifbýl-
isfólks í öðrum atvinnugrein-
um er minni og einskorðast að
mestu við samgöngur, skóla-
mál, heilbrigðismál og aðra
opinbera þjónustu.
Þessar upplýsingar koma fram
í niðurstöðum þriðju vinnumark-
aðskönnunar Hagstofunnar, sem
kom út um síðastliðin mánaða-
mót. Vinnumarkaðskönnunin
var gerð í apríl síðastliðnum og
var úrtak í könnuninni 4,042 ein-
staklingar er valdir voru af
handahófi úr þjóðskrá. Alls svör-
uðu 3,699 einstaklingar, sem er
um 94% endaleg svörun. í
könnuninni kom meðal annars
fram að atvinnuþátttaka karla er
87,1% og athygli vekur að
atvinnuþátttaka kvenna er orðin
74,5%. Atvinnuleysi reyndist
vera mest í yngri aldurshópum og
mældist mest 5,3% atvinnuleysi
hjá fólki á aldrinum 20 til 29 ára.
Atvinnuleysi fólks á aldrinum 16
til 19 ára var heldur minna eða
4,5%. Hjá aldurshópnum frá 30
til 39 ára kom fram 3,2%
atvinnuleysi en innan við 2% hjá
þeim sem orðnir eru 40 ára og
eldri. Fólk á aldrinum 16 til 29
ára er nær fjórðungur af öllu
vinnuafli á landinu en tæpur
helmingur atvinnulausra er á
þessum aldri.
I könnuninni kemur einnig
fram að rúm 21% karla voru í
stjórnunarstörfum en aðeins
7,7% kvenna. Konurnar koma
þó betur út þegar um sérfræði-
störf var að ræða því 11,2%
þeirra unnu sem sérfræðingar á
móti 10,6% karla. Konur höfðu
einnig vinninginn þegar um tækni-
og aðstoðarfólk var að ræða og
Akureyri:
Stoftiaður miirn-
ingarsjóður um
Ama Bjamarson
Stofnaður hefur verið sjóður til
minningar um Árna Bjarnarson,
bókaútgefanda á Akureyri, en
hann lést mánudaginn 29. júní sl.
Ákveðið hefur verið að verja
sjóðnum til fjármögnunar verk-
efna fyrir Náttúrulækningafélag-
ið á Akureyri, en Árni starfaði
alla tíð af krafti að málefnum
félagsins og var ötull liðsmaður
þess. Reikningur fyrir minningar-
sjóðinn hefur verið opnaður í
aðalútibúi Landsbanka íslands á
Akureyri og er númer hans
266702.
einnig í öllum afgreiðslu- og1
skrifstofustörfum. Iðnaður og
vélgæsla reyndust hins vegar vera
dæmigerð karlastörf þar sem inn-
an við 2% kvenna sinntu slíkum
störfum. Konur höfðu aftur vinn-
|inginn þegar um ófaglært starfsfólk
var að ræða en 20,8% þeirra
reyndust ófaglærðar en aðeins
13,5% karla. Atvinnuskipting
reyndist svipuð á milli karla og
kvenna eftir því hvort um þétt-
býli eða dreifbýli var að ræða en
athygli vekur þó að hlutfall ófag-
lærðs fólks er hæst í kaupstöðum
á landsbyggðinni eða 23,3% á
móti 12,9% fólks á höfuðborgar-
svæðinu. ÞI
Halldór Kristinsson, sýslumaður tekur fyrstu skóflustunguna að nýrri álmu við Dvalarheimili aldraðra, Hvamm, á
HÚSaVÍk. Mynd: IM
Dvalarheimilið Hvammur á Húsavík:
Framkvæmdir haftiar við stóran áfanga
- sýslumaður tók fyrstu skóflustunguna
Halldór Kristinsson, sýslumað-
ur og framkvæmdastjóri hér-
aðsnefnda í báðum Þingeyjar-
sýslum, tók fyrstu skóflustungu
fyrir viðbyggingu við Hvamm,
dvalarheimili aldraðra, síðdeg-
is á fímmtudaginn. Samið var
við lægst bjóðanda, Jónas
Gestsson byggingameistara á
Húsavík um byggingaráfang-
ann við að gera húsið fokhelt
og frágengið utan. Átta tilboö
bárust í verkið og nam tilboð
Jónasar 55,6 milljónum, sem
er 80% af kostnaðaráætlun.
Viðstaddir athöfnina voru
íbúar á Hvammi, starfsfólk,
tæknimenn, byggingamenn og
fleiri. Egill Olgeirsson, formaður
Dvalarheimilis aldraðra sf. í Þing-
eyjarsýslum ávarpaði viðstadda
og sagði m.a.: „Undirbúningur
og aðdragandi að þessu máli hef-
ur verið all nokkur, en endanleg
ákvörðun um að þessi viðbygging
yrði næsta verkefni félagsins var
tekin á aðalfundi félagsins, sem
haldinn var á Raufarhöfn í ágúst
á síðasta ári, þegar félagið vígði 4
íbúða þjónustuhús þar, og hélt
upp á 15 ára afmæli sitt og að 10
ár voru liðin frá því að rekstur
hófst á vegum félagsins, þ.e. frá
því að starfsemi hófst í
Hvammi.“
Vinnustofa arkitekta hf. í
Reykjavík teiknaði húsið, en
Tækniþjónustan hf. á Húsavík
annast verkfræðiteikningu. Þessi
fyrirtæki hafa unnið fyrir félagið
frá upphafi við fyrri framkvæmd-
ír.
Þær framkvæmdir sem nú eru
að hefjast eru við hina fyrstu af
þremur íbúðarálmum, hver
þeirra er þriggja hæða og verða
þær tengdar saman með tveggja
hæða tengibyggingu. Heildar-
rúmmál nýju bygginganna er
15000 rm og heildarflatarmál um
4800 fm.
Áætlað er að skipta viðbygg-
ingunni upp í þrjá byggingar-
áfanga. Framkvæmdir við fyrsta
áfangann voru að hefjast og er
hann um 6000 rm og 1900 fm. í
þessum fyrsta áfanga verða 16
íbúðir, það er 7 hjónaíbúðir og 9
einstaklingsíbúðir, vistrými fyrir
samtals 23 íbúa. Auk þess eru í
þessum áfanga sameiginlegt
þjónusturými, samkomusalur
fyrir 120 manns, skrifstofa og
fundaraðstaða og nýr aðalinn-
gangur í Hvamm. Áætlað er að
framkvæmdir taki um tvö ár og
áfanginn verði tekinn í notkun
vorið 1994. Á fjárhagsáætlun
félagsins á þessu ári er gert ráð
fyrir 50 milljónum til fram-
kvæmdanna.
Alls er gert ráð fyrir 27 ein-
staklingsíbúðum og 25 hjóna-
íbúðum, eða vistrými fyrir 77
íbúa í hinum þremur nýju íbúð-
arálmum. Hluti íbúðanna verður
dvalarheimili til viðbótar við
Hvamm, en að minnsta kosti
íbúðirnar á efstu hæð verða svo
nefndar „búseturéttaríbúðir",
verndaðar þjónustuíbúðir fyrir
aldraða, þar sem íbúarnir leggja
fram fé, til kaupa á búseturétti.
. hálfleik á leik Þórs og KR í 1. dcildinni í knattspyrnu á Akureyrarvelli sl.
fímmtudagskvöld, komu á völlinn 28 þjóðdansarar frá Færeyjum og döns-
uðu fyrir vallargesti í leikhléi. Vakti þessi uppákoma verðskuldaða athygli.
Mynd: GT
Egill sagði m.a. í ávarpi sínu:
„Að Dvalarheimili aldraðra sf. í
Þingeyjarsýslu standa 12 sveitar-
félög, og hefur sú samvinna geng-
ið í alla staði mjög vel, en félagið
var stofnað 1976, og þá hófst
uppbygging við Hvamm - heimili
aldraðra á Húsavík.
í dag njóta milli 100-110 aldr-
aðir þjónustu á vegum félagsins,
það er íbúar í Hvammi um 50, í
dagvist þar milli 10 og 20, við
Hvamm eru 15 búseturéttaríbúð-
ir fyrir 25 íbúa. í Mörk á Kópa-
skeri er allt að 10 aldraðir i
dagvist, og sama er í Vík á Rauf-
arhöfn, sem er 4 íbúða þjónustu-
hús fyrir aldraða, og þar eru allt
að 10 einstaklingar í dagvist.
Við þetta tækifæri vil ég skýra
frá því að nýlega barst félaginu
stórgjöf, sem var arfur frá heið-
urshjónunum Haraldi Stefáns-
syni og Arnheiði Jónsdóttur,
Breiðumýri í Reykjadal. Þau arf-
leiddu félagið að eigum sínum,
sem eru innstæður á bankabók-
um að upphæð um fjórar milljón-
ir króna.
Gjöf þessi sýnir mikinn og góð-
an hug þeirra til stofnunarinnar
Nýtt dagheimili á Akureyri:
Tvö tilboð
í raflagnir
Ekkert tilboð barst í alla verk-
þætti breytinga við Brekku-
götu 34, sem Akureyrarbær
hefur fest kaup á fyrir dagvist-
arheimili.
Til þess að gera húsið þannig
úr garði að það henti fyrir dag-
vistarheimili, þarf að leggja í
kostnað vegna raflagna, dúka-
lagna, málningarvinnu og pípu-
lagna auk lítils háttar trévinnu.
Heildarkostnaður við breyting-
arnar var áætlaður tæpar 2,4
milljónir króna.
Aðeins bárust tvö tilboð og
voru þau bæði í raflagnirnar.
Raflagnaverkstæði Tómasar
bauð 487 þúsund og Valur Bald-
vinsson, rafvirkjameistari, 482
þúsund krónur. Kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á rúm 506 þúsund
krónur.
Stefnt er að því að taka þetta
nýja barnaheimili í notkun í byrj-
un september nk. óþh
og uppbyggingu öldrunarmála í
héraðinu.
Trúnaðarráðið þakkar þessa
höfðinglegu gjöf, og vill koma á
framfæri þakklæti til allra þeirra
fjölmörgu sem styrkt hafa félagið
með framlögum í gegnum árin.“
Er Halldór Kristinsson, sýslu-
maður, hafði byrjað að grafa fyr-
ir húsinu óskaði hann starfsemi
Hvamms, íbúum hússins og starfs-
fólki velfarnaðar í framtíðinni.
IM
Dýrarfld íslands
- nýr þáttur í
helgarblaði Dags
Nýr þáttur hefur göngu sína í
helgarblaðinu í dag. Hann ber
yfírskriftina Dýraríki íslands. í
þættinum mun umsjónarmað-
urinn, séra Sigurður Ægisson í
Bolungarvík, kynna ýmsar
dýrategundir hér á landi.
Fyrsta þáttaröðin fjallar um
fugla í náttúru íslands en síðar
verða kynntar hinu ýmsu tegund-
ir sjávarspendýra hér við land
o.fl.
Þættir sr. Sigurðar Ægissonar
verða aðra hverja viku í helgar-
blaðinu. Við bjóðum hann vel-
kominn til starfa og vonum að
lesendur hafi bæði gagn og gam-
an af.
Ágætt verð hjá
í Þýskalandi
Síðastliðinn miðvikudag og
fímmtudag voru seld 109 tonn
úr Skagfírðingi SK í Þýska-
landi og fékkst ágætt verð fyrir
aflann.
Uppistaða í afla Skagfirðings
var karfi og var heildarsöluverðið
14,4 milljónir króna, meðalverð
108 krónur lVrir kílóið.
Sigurfari OF seldi í Hull í gær,
en Landssamband íslenskra út-
vegsmanna hafði ekki fengið
upplýsingar um þá sölu í gær.
óþh