Dagur - 18.08.1992, Page 14

Dagur - 18.08.1992, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 18. ágúst 1992 MlNNING Ý Helga Alice Jóhanns Fædd 26. september 1955 - Dáin 12. ágúst 1992 Enn og aftur á skömmum tíma erum við kennarar við Glerár- skóla kallaðir saman til að kveðja í hinsta sinn samkennara okkar í gegnum átta ár Helgu Alice Jóhanns. Helga Alice eða Alice eins og hún var kölluð daglega var fædd 26. september 1955. Hún ólst upp hér á Akureyri hjá afa sínum og ömmu, Jóhanni Angantýssyni og Hildi Pálsdóttur, og hér var starfsvettvangur hennar. Hún tók stúdentspróf frá Kennaraháskóla íslands vorið 1976 og árið eftir hóf hún störf við Glerárskóla þar sem hún sjálf hafði áður verið nemandi. Við skólann starfaði hún í átta ár. Samhliða kennslunni stofnaði hún Dansstúdio Alicar og hóf þar brautryðjendastarf í kennslu í erobikk hér í bæ. í Glerárskóla starfaði hún til vorsins 1985. Alice var mjög umhugað um alla heilsurækt og hvatti hún alla til dáða á sinn ljúfa en viljasterka hátt til að hugsa um heilsu sína, hreyfa sig og borða hollan mat. Henni var einstaklega lagið að laða fram í hverjum og einum jákvætt hugarfar og styrkja persónuleika meðbræðra og systra sinna. Áhugamál Alicar var hreyfi- þroski yngri barna og eftir að hún hóf nám í Kennaraháskóla íslands að nýju árið 1988 til að ná sér í tilskilinn réttindi sem kenn- ari, kom fram í verkefnum henn- ar staðgóð þekking og reynsla á því sviði. ÖIl verkefni hennar voru mjög góð og kom vel fram í þeim hversu mikil nákvæmnis- manneskja Alice var. Alice var mikill leiðtogi og kom það glöggt fram í því hversu vel henni fórst úr hendi stjórnun bekkja og stórra hópa. Hún gerði kröfur til nemenda sinna en var ekki ósanngjörn. Til sjálfrar sín gerði hún miklar kröfur því hún taldi að sá sem leiðbeindi börn- um þyrfti að sýna góða fyrir- mynd. Fyrir 9 árum kynntist Alice lífsförunauti sínum, Haraldi Pálssyni, og árið 1989 eignuðust þau svo dótturina Katrínu Mist. Haraldur hefur staðið eins og klettur við hlið hennar í strangri og erfiðri baráttu við hinn ill- kynja sjúkdóm sem sigraði að lokum. í þessari baráttu kom viljastyrkur Alicar best í ljós því hún gafst aldrei upp og hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Nú þegar við kveðjum Alice biðjum við Guð að styrkja Hadda og Katrínu í þeirra miklu sorg. Fyrrum samstarfsfólk og félagar í Glerárskóla. Nú hugur vor sleginn er harmi er horfin þú ert á braut. Pví lengi við bárum í barmi þá bið sem á endanum þraut. Pá bón að þú burtu ei færír og brosandi hjá okkur værir en lífið ei lengur við naut. Viðkynni þakka þér viljum og vináttu huga í senn. Sköpunarverkið ei skiljum og skaparans verkefni enn. Nóttin þig næri og hlífi í nýju og framandi lífi. Pig gleðji þar göfugir menn. Þegar við lítum til baka er svo ótrúlega stutt síðan við lékum okkur saman í sveitinni og hjá ömmu og afa í Stórholtinu. Helga Alice ólst upp hjá þeim frá fjögura ára aldri, en þar vorum við tíðir gestir. Við undum okkur við leiki, inni með dúkkur og barbí, og úti í parís, snú snú og boltaleikjum. Ofáar voru ferðir Helgu með ömmu og afa í sveit- ina og var þá jafnan gist eina nótt því ferðir voru ekki eins tíðar og nú er. Gjarnan gisti Helga fleiri nætur því lífið og störfin í sveit- inni voru henni hugleikin, hvort sem var í fjósi, fjárhúsi eða við önnur verkefni sem við krakk- arnir höfðum. Um fermingu áttum við með henni tvö heil sumur í sveitinni við leiki og störf. íþróttir og tón- list voru hennar helstu áhugamál á þessum árum og voru gítarinn og íþróttataskan fastir ferða- félagar. Helga hafði góða söng- rödd og söng um tíma með dans- hljómsveitum hér í bæ og víðar. Seinna átti kennsla hug hennar allan. Það undirstrikar árangur hennar í öllu sem hún tók sér fyr- ir hendur hversu áræðin, sam- viskusöm og dugleg hún var. Lét sér í léttu rúmi liggja álit annarra, fór sínar eigin leiðir, skipulagði hlutina vel og þoldi illa hálfkák. Helga var vinur vina sinna, en lét álit sitt í ljós ef henni mislíkaði eitthvað. Samhliða kennaranámi í kenn- araskólanum sótti hún tíma í Jassdansskóla Báru og flutti einnig með sér þá þekkingu hing- að til Akureyrar, og má þar með segja að hún hafi markað spor frumkvöðuis. Með kennslu í Glerárskóla hélt Helga námskeið í jassdansi, þangað til að hún hætti kennslunni og gaf sig alla í dansinn og byggði upp sitt eigið fyrirtæki með dyggri aðstoð manns síns. Síðustu misserin lagði hún stund á réttindanám við Kennaraháskólann. Um leið og við þökkum Helgu Alice fyrir árin, sem urðu alltof fá, viljum við votta Hadda, manni hennar, og Katrínu Mist litlu dóttur þeirra dýpstu samúð- ar og biðjum góðan guð að geyma þau um ókomin ár. Hjörtur, Hildur, Hannes, Kristín, Laufey, Guðrún, Sólveig og Snjólaug. „Hún Alice okkar er dáin.“ Þessi tilkynning skólasystur okkar og vinkonu nísti mig í hjartastað og við grétum báðar. - Það er erfitt að sætta sig við að ung kona í blóma lífsins skuli vera hrifin burt frá ungu barni sínu og eigin- manni. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir og hlutverki hennar því ekki lokið hér á jörð. Við skiljum ekki tilganginn en drúpum höfði í sorg. Kynni okkar Alice hófust í Kennaraskóla íslands, árið 1988. Þar var saman kominn hópur leiðbeinenda, er átti það sameig- inlegt að hafa kennt 6 ár eða lengur og vera nú sestur á skóla- bekk í KHÍ í réttindanám grunn- skólakennara. Við vorum víðs vegar að af landinu, öll fullorðið fólk af ýmsum stærðum og gerðum. Við erum misjafnlega af guði gerði. Alice fékk í vöggu- gjöf gott útlit og gáfur góðar. Hún var einstaklega glæsileg kona með óvenju falleg augu og litarraft. Hún hafði fallegan lík- ama, sem hún hugsaði vel um. Hún stundaði íþróttir og líkams- rækt og kenndi m.a. dans. En hún miklaðist ekki af útlitu sínu, eins og ein skólasystir okkar úr Kennó sagði: „Það var svo gott að sitja við hliðina á henni, þótt maður væri nú ekki með súper útlit.“ Alice var gáfuð og skynsöm kona og bera verkefni hennar úr Kennó þess glögg merki. Hún var afar listhneigð og hafði alveg ein- staklega fallega rithönd. Margs er að minnast á kveðjustund. Við minnumst þess þegar Alice, þessi hljóðláta og gefandi kona, fékk „strákana“ til að dansa can can á fyrsta skemmtikvöldinu, sem þessi misliti hópur hélt í KHÍ til að kynnast og blanda geði saman. Búningana galdraði Alice frá Akureyri og „strákarnir“ klæddust þeim að sjálfsögðu. Einn af prestunum okkar sagði að þeir væru nú „vanir að ganga í kjól“. Alice hafði ekki hátt um hlutina en framkvæmdi þá. Hún var góður leiðbeinandi. Eftir þetta var Alice sjálfkjörin, þegar eitthvað var um að vera í félags- lífinu. Hún var hugmyndarík, hafði kjark til að framkvæma og hreif aðra með sér. Hún var for- dómalaus. Hún reykti ekki sjálf en sat oft í reykstofu KHÍ til að njóta samvista og taka þátt í umræðum er þar fóru fram. Við vorum ekki aðeins skólasystur og vinir. Hún var líka nemandi minn á námskeiðum í leikrænni tján- ingu bæði í KHÍ og Kramhúsinu. Hún kenndi sjálf börnum leik- ræna tjáningu á Akureyri, heima- bæ sínum. Grannholda og veik- burða kom hún á kennaranám- skeið í Kramhúsinu í fyrravor. Líkamlegir kraftar voru ekki miklir en baráttuviljinn, þraut- seigjan og bjartsýnin var til stað- ar í ríkum mæli. Ég lærði mikið af henni sem skólasystur en enn þá meira sem nemanda. Eftir 6 ára sambúð fæddist Alice og Haraldi Pálssyni þ. 5/3 1989 dóttir, er hlaut nafnið Katrín Mist. Hún var óskabarn og augasteinn þeirra. Alice hélt ótrauð áfram kennaranáminu og hafði oft Katrínu litlu Mist með sér í tímum. Við kölluðum hana „barnið okkar“. Þegar Sigurður Konráðsson var að fræða okkur um máltöku barna hjalaði Katrín Mist hástöfum. Hennar innlegg átti vel við og gæddi kennsluna meira lífi. f bréfi með verkefni þ. 12/11 1990 segir Alice orðrétt: „Litli gimsteinninn minn stækkar og dafnar vel. Hún er alltaf að Danda (dansa) og gera ævi (æfingar).“ Þetta segir okkur hvað Alice hefur haft litlu stúlk- una sína mikið með sér; 20 mán- aða gömul er hún farin að dansa og æfa eins og mamma en Alice rak dansstudio á Akureyri. Alice gat ekki lokið kennara- náminu vegna veikindanna, er nú hafa lagt hana að velli. Lokarit- gerðin var ofarlega í huga hennar og löngunin að ljúka henni var sterk. Bækur og aðrar heimildir lét hún fylgja sér á þrautagöngu krabbameinsins af þeirri bjart- sýni, sem henni var svo eiginleg og í þeirri von að hún fyndi stund milli stríða til að ljúka lokarit- gerðinni og ná markinu, námslok og grunnskólakennari. En barátt- an fyrir lífinu leyfði ekki slíkt. Alice var góður kennari og næm fyrir mikilvægi mannlegra samskipta. Við skólafélagarnir í KHÍ kveðjum hana með virðingu og þökkum henni góða samfylgd. Við minnumst konu er var góð- um kostum gædd og vildi öllum gott gera. Okkur leið vel í návist hennar og lærðum margt af henni. Haraldi Pálssyni, manni hennar, og litlu dótturinni Katrínu Mist sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Sigríður Eyþórsdóttir. „Pað eru til mörg þúsund fjöll á íslandi og sum þeirra eru svo há svo há að vonin er alltaf að stíga. Pað eru til mörgþúsund vötn á íslandi og sum þeirra eru svo djúp svo djúp að vonin er alltaf að hníga. “ (Jóh. úr Kötlum: Landslag) Engu er líkara en váleg tíðindi eigi greiðari leið til okkar en margt það sem okkur kæmi betur að fregna. Á milli vonar og ótta fylgdumst við úr fjarlægð með erfiðri og langvinnri baráttu Helgu Alice við skæðan sjúkdóm þar sem hún virtist framan af ætla að hafa betur og „vonin var alltaf að stíga“. En slíkt er ranglæti heimsins að Helga Alice, sem í augum okkar var ímynd heil- brigðis og hreysti, skyldi falla frá af völdum þess háttar sjúkdóms, sem enn er læknavísindunum ofviða. í þeim glaðværa 40 manna hópi er útskrifaðist úr aðfararnámi Kennaraháskóla íslands vorið góða 1976 var Helga Alice eng- inn eftirbátur annarra. Hún var jafn glaðlynd og aðrir og jafnan var stutt í brosið en samt var hún nokkuð dul, sagði lítt af sjálfri sér. Hún var iðin, reglusöm og viljasterk með afbrigðum og áhugi hennar og hæfileikar á sviði íþrótta fór ekki fram hjá neinum en fáum árum eftir að hún lauk stúdentsprófi settist hún að í heimabæ sínum, Akureyri, og vann þar merkilegt brautryðjenda- starf á sviði nútíma heilsuræktar þar sem börnin voru ekki síst höfð í fyrirrúmi. Nú, þegar leiðir skilja alltof fljótt, minnumst við Helgu Alice með þakklæti fyrir margt. Eftir- lifandi eiginmanni hennar, ungri dóttur og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skólasystkini. Það sannast núna, einu sinni enn, að Guð kallar til sín þá sem búa yfir mætti honum til dýrðar. Hann vitjar með kalli sínu, ekki bara þeirra sem markvisst, með- vitað eða ei „misbjóða“ heilsu sinni heldur og líka þeim sem markvisst vilja bæta og viðhalda henni, dag eftir dag og ár eftir ár. Alice var eftir því sem ég best fékk séð, brautryðjandi til efling- ar heilbrigðum lifnaðarháttum á Akureyri. Hún þorði að koma með nýjungar í leikfimi og dansi og mátti oft glíma við keppi- nauta, sem viðhalda fornum hugsunarhætti og íhaldssemi, en hún lét aldrei bugast. Hún var í einu orði sagt góð manneskja. Alltaf gaf hún öðrum tíma og það lýsir henni vel að hún lagði á sig ferð til mín í Svíþjóð til þess að kynna sér það nýjasta á sviði lík- amsræktar. Hún var fastur gestur á öllum leiðbeinandanámskeið- unum sem haldin voru í Reykja- vík. Við hittumst fyrst á einu slíku í Kennaraháskólanum. Við dönsuðum saman og hlógum, og með okkur tókst sterk vinátta þó samverustundirnar væru ekki margar. Það var/er svo auðvelt að elska Alice, svo auðvelt að umgangast hana. Við töluðum um börnin okkar, líkamsrækt og megrun, um samkeppni drengi- lega og ódrengilega, um nýjungar í eróbikk og alltaf var Alice jákvæð, svo jákvæð, þroskuð og heiðarleg að mér fannst stundum að hún yrði að bíta meira frá sér. En auðvitað vitum við hvernig fólk sparkar í hundana sína. Dansstúdíó Alice hefur ávallt verið feti framar öðrum á Akur- eyri og þó svo að á móti hafi blás- ið þá var það ekki vegna skorts á dugnaði eða þekkingu, heldur frekar röð óhappa. Akureyringar mega vera stoltir af þeim hjónum og hve dugleg þau voru og trú sannfæringu sinni að jafnvel á Akureyri geti þrifist einkarekstur þar sem áræðni eigendanna er metin meira en ættir séra Jóns. Við kveðjum ekki Alice, aldrei, hún mun lifa og vera áfram hjá okkur, en mest mun hún fylgja óskasteininum sínum elsku litlu dóttur sinni og svo stoðinni sem eins og klettur á villtum sjó stóð við hlið hennar. Haddi minn, Guð blessi þig elsku vinur minn. Vonandi höfum við sem við hlið þér göngum og eftir lifum styrk til þess að „líta inn“, kyssa tárin, halda í þreyttar hendur og biðja með þér, að stjarna Alicar þinnar haldi áfram að skína skært. Þegar við svo á ný njótum nærgætni hennar, getum við öll dansað saman, hlegið og trúað áfram á jákvæðnina. Jónína Benediktsdóttir. Hugleiðing Ég þjáist afþungum harmi og þrautum, í huga mér sem brotsjór í mínum barmi, í biðstöðu, lífið er. Tárin falla með trega taumlaus er gráturinn. Lausnin er von allra vega veittu mér styrkinn þinn. Pú lausnari, yfir lífi mér leyfist að kalla á þig. Um stund þú styrki og hlífi og stöðugt verndi mig. Lát mig ei líða kvalir leiðumst á nýja braut. Pví dagarnir eru dalir og dögunin ómæld þraut. En vonin kemur með vori en vernd þína enginn sér. Hvatning í hverju spori er hvíslað í eyra mér. Því draumarnir eru dagar með dýrðlegum ilmi og söng. Og kvaki á kvikum lagar um kvöldin hljóðlát og löng. í austrí morgunsins eldur upp rennur dagur nýr. Suðandi sjávarins feldur og sunnan vindurinn hlýr. Vakna af vetrarins dvala vængina breiða mót sól. Því lífið er lindin svala sem lausnarinn fæddi og ól. Kristín Haraldsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.