Dagur


Dagur - 18.08.1992, Qupperneq 16

Dagur - 18.08.1992, Qupperneq 16
■ ■ Kodak N Express Gæóaframköllun FYRIR ÞA SEM GERA KROFUR ^ GPedí6myndir‘ Skipagötu 16 - Sími 23520 Atvinnuástandið á landinu: Aldrei mælst meira atvinnu- leysi í júlímánuði - atvinnuleysisdögum flölgar á höfuðborgar- svæðinu en fækkkar á landsbyggðinni Knattspyrnulið Tindastóls hefur endurheimt sæti sitt í 2. deild og hefur nú þegar unnið þá þriðju. Hér sjást þeir fagna eftir sigurleik helgarinnar gegn Völsungi. Mynd: sþ Húnaþing: Þrjú umferðaróhöpp um helgina - bflvelta, árekstur og ekið á tvö hross Laugarbakka í Miðfirði. Öku- I júlímánuði sl. voru skráðir 81 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu og skiptist skráð atvinnuleysi þannig milli kynja að 46 þúsund atvinnuleysisdag- ar voru skráðir hjá konum en 35 þúsund hjá körlum. Skráð- um atvinnuleysisdögum hefur samkvæmt þessu fjölgað á ný, eftir nokkra fækkun í maí og júní miðað við mánuðina á undan. Þetta kemur fram í yfirliti um atvinnuástandið frá Raufarhöfn: Loðnuaflieykur mönnum bjartsýni Þrjú skip lönduðu loðnu á Raufarhöfn síðastliðinn laug- ardag. Svanur RE kom með 670 tonn, Bergur VE með 530 tonn og Guðmundur Olafur ÓF var með um 600 tonn. Fyrr í vikunni lönduðu þrjú skip um 2.000 tonnum af loðnu hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Raufarhöfn. Loðnan þykir falleg og hið besta hráefni. Raufarhafnarbúar kætast yfir þessum feng enda munu vera komin um 11.000 tonn af ioðnu til Raufarhafnar á haustvertíð. Það eru mikil umskipti frá síðustu haustvertíð en á sama tíma í fyrra voru veið- ar ekki hafnar og á allri haust- vertíðinni komu aðeins um 5.000 tonn af loðnu til Raufarhafnar. „Þetta er meira en tvöföldun frá síðustu haustvertíð og eykur mönnum bjartsýni. Við vonumst til að loðnan vegi eitthvaö upp á móti þorskskerðingunni," sagði Guðmundur Guðmundsson, sveit- arstjóri Raufarhafnarhrepps, í samtali við Dag í gær. SS Sem komið hefur fram í Degi keypti Snorri Snorrason, útgerðarmaður og skipstjóri frá Dalvík, nýverið togarann Þórhall Daníelsson SF 71 frái Höfn í Hornarfirði af útgerð- arfyrirtækinu Borgarey hf. Togarinn hefur nú fengið nafn- ið Baldur EA 71. © VEÐRIÐ Veðurstofa íslands gerir ráð fyrir svipuðu veðri í dag um allt Norðurland og var í gær þ.e. léttskýjuðu, hætta er þó á síðdegisskúrum. Á morg- un verður hæg austan- eða suðaustanátt og úrkomu- laust. Hitinp verður um 14 gráður. vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins. Aukningin nemur fimm þús- und dögum frá júnímánuði sl. en 44 þúsund dögum ef miðað er við júlímánuð í fyrra. Júlímánuður var fjórði mánuðurinn á þessu ári þar sem skráðir atvinnuleysisdag- ar hafa farið yfir 80 þúsund en sjö fyrstu mánuði ársins hafa alls ver- ið skráðir 550 þúsund atvinnu- leysisdagar á landinu öllu. Til samanburðar voru á sama tíma- bili í fyrra skráðir 293 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu. Fjöldi skráðra atvinnuleysis- daga í júlí sl. svarar til þess að 3700 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um en það jafngildir 2,7% af áætluðum mannafia á vinnu- markaði í mánuðinum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í júlímánuði hér á landi en mest mældist atvinnu- leysi áður í júlímánuði árið 1969 1,7% eða einu prósentustigi minna en nú. Það vekur athygli að á höfuð- borgarsvæðinu fjölgar skráðum atvinnuleysisdögum um tæp sex þúsund en fækkar á sama tíma á landsbyggðinni um tæpt eitt þúsund. Enda er nú svo komið að heita má að atvinnustigið sé nán- ast það sama á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni eða 2,6% á móti 2,8%. Þetta er mjög óvenjuleg þró- un miðað við árstíma því atvinnuleysi hefur jafnan mælst hálfu minna á höfuðborgarsvæð- inu heldur en á landsbyggðinni á þessum tíma árs. Síðasta virka dag júlímánaðar sl. voru yfir 3600 manns á atvinnuleysisskrá á landinu og gefur sú staðreynd ekki til kynna að atvinnustigið fari batnandi. -KK „Togarinn hefur verið í klöss- un að undanförnu í Slippstöðinni hf. á Akureyri. í gær var skipið sett fram og þá með nýju nafni. Landhelgisgæslan gaf eftir Bald- urs nafnið og samkomulag var gert. Gæslan fær nú einkaleyfi á Þrjú umferðaróhöpp urðu í Húnaþingi um helgina. Á laug- ardagskvöld var ekið á tvö hross þannig að aflífa varð annað. Á sunnudag valt bfll í Miðfírði og slasaðist ökumað- urinn, einnig varð árekstur á Gljúfurárbrú en engin slys á fólki. Á laugardagskvöldið um kl. 23 var ekið á tvö hross á Skaga- strandarvegi á móts við Neðri- Lækjardal, er verið var að reka hóp af hrossum. Varð að aflífa annað hrossið og hitt var sært. Bifreiðin var nokkuð skemmd og þurfti að flytja hana á brott með vörubíl. Á sunnudagsmorgun um níu- leytið valt bíll við veginn að nafninu Þór. Hins vegar heldur togarinn Þór sínu nafni meðan skipið er í minni eigu. Allir eru ánægðir. Baldur heldur nú til veiða og til að byrja með verður Ari Albertsson frá Ólafsfirði skipstjóri,“ sagði Snorri Sorrason frá Dalvík. ój maður var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri nokkuð slasaður en ekki í lífs- hættu. Bíllinn er ónýtur. Um kl. 20 á sunnudagskvöld Undirbúningur fyrir leik KA og Vals í Mjólkurbikarkeppn- inni í knattspyrnu er nú hafínn fyrir alvöru enda geta bæði leikmenn og áhangendur leyft sér það eftir sætan sigur á IA um helgina. Stemmningin í búðum KA er mikil; skipu- lagðar hafa verið hópferðir til Reykjavíkur land- og flugleiðis ásamt ýmsu öðru. Mikill áhugi er á leiknum á Akureyri og greinilegt að KA áhangendur munu flykkjast til Reykjavíkur um næstu helgi. Raunhæft þykir að áætla að um 600-800 KÁ-menn muni mæta á völlinn til að hvetja sína menn en Nýlega var gengið frá ráðningu Mögnu F. Birnir í afleysinga- stöðu hjúkrunarforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Staðan er veitt til níu mánaða en Ólína Torfadóttir hefur leyfi í þann tíma. Magna er fædd árið 1954, hún hefur hjúkrunarpróf frá Hjúkrunarskóla íslands, hef- rákust saman jeppi og fólksbíll við austurenda brúarinnar yfir Gljúfurá. Enginn slys urðu á fólki. Bílarnir voru nokkuð skemmdir en þó í ökufæru ástandi. sþ þeir hafa ákveðið að hittast á Kringlukránni í Reykjavík, bæði kvöldið fyrir leik og í um klukku- stund fyrir leikinn sjálfan. Hópferðir hafa verið skipu- lagðar til Reykjavikur. Á sunnu- dagsmorguninn verður farið með rútum og undir hádegi í leiguflugi með FN. Farið verður til Akureyrar strax að leik loknum. Þá er vitað um fjölda manns sem ætla á einkabílum suður. Þeir sem hyggjast notfæra sér skipulagðar hópferðir geta fengið nánari upplýsingar í félagsheimili KA og eru þeir jafnframt beðnir um að skrá sig hið fyrsta á sama stað. VG ur starfað við sjúkrahús bæði á Akureyri og í Svíþjóð og hefur nýlokið framhaldsnámi í stjórnun í Bandaríkjunum. í sumar var líka gengið frá ráðningu Haralds Haukssonar í fasta stöðu sérfræðings á hand- læknisdeild en Haraldur hefur verið í afleysingum á deildinni í nokkur ár. VG Þórhallur Daníelsson verður Baldur EA 71: „Landhelgisgæslan fær einkaleyfi á nafhinu Þór“ - segir Snorri Snorrason, skipstjóri og útgerðarmaður Bikarstemmningin hafin: Áhangendur safinst saman fyrir leik - búist við miklum fjölda til Reykjavíkur Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Magna Bimir hjúkrunar- forstjóri í 9 mánudi

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.