Dagur - 21.08.1992, Side 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. ágúst 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF,
SÍMFAX: 96-27639
Hreinsanir í
Sjálístæöisílokknum
Alþingi kom saman síðastliðinn mánudag þótt miður ágúst-
mánuður sé óvenjulegur tími til þinghalds hér á landi. Þing-
ið var kallað saman nú vegna þess að fyrir liggur að fjalla
um stórt og erfitt mál, sem er samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið. Eins og gefur að skilja hefur sitt sýnst
hverjum um samninginn eins og ætíð þegar um jafn viða-
mikið mál er að ræða. Stjórnmálamenn og aðra landsmenn
greinir á um áhrif hans á efnahagslífið og í raun og veru
þjóðlífið allt og það sem alvarlegra er að löglærða menn
greinir á um hvort tiltekin samningsákvæði brjóti í bága við
stjórnarskrá íslenska lýðveldisins frá 1944.
Vegna þess hversu víðtækur EES-samningurinn er og
snertir marga þætti íslensks þjóðlífs hafa komið fram
ákveðnar kröfur um að hann verði borinn undir þjóðar-
atkvæði. Þrátt fyrir að landsmenn eigi fullan rétt til þess að
láta álit sitt í Ijós með atkvæðagreiðslu og hafa áhrif á hvort
við tengjumst Evrópska efnahagssvæðinu með þeim hætti
sem samningurinn kveður á um er ljóst að stjórnarflokkarn-
ir ætla að láta öll slík tilmæli sem vind um eyru þjóta. Einnig
er ljóst að ríkisstjórnin ætlar að hraða meðferð málsins á
Alþingi og freista þess að þagga niður þau sjónarmið að
samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrána.
Um afstöðu þingmanna Alþýðuflokksins þarf vart að
efast. Kratar hafa barist manna harðast fyrir aðild íslands
að Evrópska efnahagssvæðinu og forsvarsmenn flokksins
margsinnis ítrekað að þjóðaratkvæðagreiðsla komi ekki til
greina. Þingmenn hins ríkisstjórnarflokksins - Sjálfstæðis-
flokksins - greinir hinsvegar nokkuð á um samninginn og
hefur sá ágreiningur þegar valdið átökum innan þingflokks-
ins. í síðustu viku kom í ljós að forystumenn stjórnarflokk-
anna voru farnir að ræða breytingar á formennsku í þing-
nefndum. Eftir því sem lengra leið kom fram að fyrirhugaðar
hrókeringar formanna nefnda beindust fyrst og fremst að
formennsku í utanríkismálanefnd. Sitjandi formaður nefnd-
arinnar, Eyjólfur Konráð Jónsson, hafði lýst nokkrum efa-
semdum um viðkvæma þætti EES-samningsins og látið hafa
eftir sér á opinberum vettvangi að ýmis atriði þyrftu
nákvæmrar athugunar við.
Sú ákvörðun forsvarsmanna og meirihluta þingflokks
Sjálfstæðisflokksins að hafna formennsku Eyjólfs Konráðs
og jafnframt setu hans í utanríkismálanefnd sýnir ekkert
annað en berja á niður raddir og áhrif þeirra manna sem
ekki eru í einu og öllu sáttir við texta þess samnings sem
undirritaður hefur verið um aðild íslands að Evrópska efna-
hagssvæðinu með fyrirvara um samþykki Alþingis. í þessu
sambandi kom einnig til sterkt tilkall Björns Bjarnasonar til
setu í utanríkismálanefnd, en Björn náði ekki kjöri í hana á
síðasta þingi þrátt fyrir augljósan áhuga forsætisráðherra
og hluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Með tilkomu Björns Bjarnasonar í stað Eyjólfs Konráðs í
utanríkismálanefnd Alþingis hefur ákveðinni hindrun
vegna EES-samningsins verið rutt úr vegi. Björn er ötull
talsmaður Evrópuhyggjunnar og hefur látið í ljósi skoðanir
nm að EES-samningurinn sé hugsanlega aðeins áfangi á
lengri leið - leiðinni til inngöngu í sjálft Evrópubandalagið.
Að sjálfstæðismenn skuli beita hreinsunum vegna
umfjöllunar Alþingis um EES-samninginn sýnir hvað málið
er viðkvæmt og einnig að engin undanbrögð á að líða frá því
að veita gjörningnum brautargengi. ÞI
Hver kírkja a sma klukku
- ávarp flutt við árlega messu í Ábæjarkirkju 2. ágúst 1992
Um aldaraðir hefur kirkja staðið
á bakkanum við Ábæjará. Fróðir
menn telja að fyrst hafi kirkja
verið reist þar á elleftu öld.
Saga þessarar kirkju er óljós
og dauf vegna þess að kirkju-
sóknin er í „afskektinni". Þar
hefur líka verið mannfátt
löngum. Þó virðist að Ábæjar-
sókn hafi verið einskonar lénsríki
innan kirkjunnar með nokkurt
eigið sjálfræði. Til þess bendir
gamall samningur, sem bændur í
Ábæjarsókn gerðu við prestinn í
Goðdölum, að messa á Ábæ sex
messur á ári.
Á 18. öld voru sjö bæir í Ábæj-
arsókn: Merkigil, Miðhús, Ábær,
Tinnársel, Nýibær og vestan ár
Skatastaðir og Skuggabjörg. í
Móðuharðindunum 1785 skrifaði
Jón Sveinsson prestur í Goðdöl-
um bréf til biskups og kvartar um
að tekjur sínar hafi stórminnkað
því Ábæjarsókn sé öll komin í
eyði. En það stóð ekki lengi. Eft-
ir tvö eða þrjú ár voru jarðir í
Ábæjarsókn aftur komnar í
byggð, nema Skuggabjörg er þá
voru sameinuð Skatastöðum.
Það er fróðlegt að líta yfir
manntöl í Ábæjarsókn á liðinni
tíð. Árið 1703 voru 35 manns í
sókninni á sex býlum. Árið 1801
var tveimur fleira í sókninni eða
37 manns á fimm býlum. Árið
1845 hefur enn fjölgað og eru þá
44 á manntali á fimm býlum. Frá
1850 til 1880 að Nýibær fór í eyði
voru oftast um 40 manns í Ábæj-
arsókn á fjórum býlum. 1920
voru 26 manns heimilisfastir í
Ábæjarsókn á þremur býlum.
Á 19. öld bjó Guðmundur
Guðmundsson lengi á Ábæ, frá
1825 til 1873. Móðir hans var
Helga Sveinsdóttir. Hún var tví-
gift og átti Guðmund milli manna
með Guðmundi Jónssyni lausa-
manni og bónda á Bústöðum.
Seinni maður Helgu Sveinsdóttur
var Stefán Guðmundsson í Flata-
tungu, einn af meiriháttar bænd-
um í héraðinu. Á uppvaxtarárum
var Guðmundur Guðmundsson í
Flatatungu með móður sinni og
seinni manni hennar. Þegar Guð-
mundur komst á legg hóf hann
verferðir suður með sjó og réri
hjá nafna sínum Guðmundi Jóns-
syni dannebrogsmanni, bónda í
Skildinganesi og Lágafelli.
Guðmundur frá Flatatungu og
Valgerður dóttir Guðmundar á
Lágafelli felldu hugi saman, en
Guðmundur faðir Valgerðar vildi
ekki samþykkja þann ráðahag,
að líkindum vegna þess að Guð-
mundur að norðan var félaus.
Þetta mál endaði þannig, að
Guðmundur fór með Valgerði frá
Lágafelli að Flatatungu árið 1818
án vitundar föður hennar og í
fullkominni ósátt við hann. Sagt
er að Guðmundur á Lágafelli hafi
gert dóttur sína arflausa, en síðar
hafi komist á sættir milli þeirra
fyrir milligöngu Péturs prófasts á
Víðivöllum.
Valgerður var myndarkona og
vel gefin, en varð ekki gömul.
Afkomendur hennar og Guð-
mundar bjuggu á Ábæ til 1929.
Guðmundur á Ábæ var hraust-
menni að burðum, oft skjótráður
og hafði að orðtaki „strax eða
ekki“. Hann var búmaður góður,
hygginn og framsýnn og meiri
umbótamaður en flestir samtíð-
armenn hans. Hann hóf búskap
með lítil efni. Fyrstu búskaparár
Guðmundar á Ábæ var tíund
hans svipuð og Bólu-Hjálmars er
þá bjó á Nýjabæ, aðeins örfá
lausafjárhundruð, en honum
græddist fé þegar árin liðu og
varð þá vel efnaður.
Guðmundur byggði bæinn og
flutti heim timbur í nýja kirkju
laust eftir 1840. Á tíma Guð-
Björn Egilsson.
mundar á Ábæ var Sauðárkrókur
ekki til sem verslunarstaður. Þá
var Hofsós verslunarstaður við
Skagafjörð. Ýmsir bændur í inn-
héraðinu versluðu við Akureyri
og þótti þar meira úrval af
vörum. Guðmundur á Ábæ versl-
aði við Akureyri og kaupstaðar-
leið hans lá vetur og sumar yfir
Nýjabæjarfjall, sem er mikill
fjallvegur. Þar sem fjallið er hæst
heitir Miðás. Þar er hæðartala
merkt á korti og er þessi staður
tveimur metrum lægri yfir sjó en
Mælifellshnjúkur.
í Vísitasíubók Skagafjarðar-
prófastsdæmis er sagt frá Ábæ á
þessa leið: „Ár 1842 þann 24.
febrúar var prófastur í Skaga-
fjarðarsýslu Halldór Jónsson til
staðar að Ábæ til þess að yfirlíta
kirkjuna og tala við sóknarbænd-
ur um endurbyggingu hennar.
Viðstaddir voru presturinn til
Goðdala og Ábæjar séra Jón
Benediktsson og undirritaðir
bændur Ábæjarsóknar. Kirkjan
er á lengd 8V2 alin milli þilja í
fjórum stafgólfum - á breidd
fjórar álnir og níu þumlungar
milli stafa. Ónýtt fjalagólf í kór
og ekkert í framkirkju. Kirkjan
er undir súð, sum herbergi ýmist
eru ónýt og grautfúin. Kirkjan
yfirhöfuð er orðin lítt brúkanleg
og óhæfileg til sinnar ákvörðun-
ar.“
Við svo búið var ekki látið
standa. Það kom í hlut Guð-
mundar á Ábæ að sjá um endur-
byggingu kirkjunnar. Hann fékk
kirkjuviðinn á Akureyri og lét
flytja hann um vetur yfir Nýja-
bæjarfjall og menn drógu viðinn
á sleðum yfir fjallið. Kirkja Guð-
mundar á Ábæ stóð þar nær 80
ár. Um 1920 var hún búin að
enda sitt skeið eins og aðrar
kirkjur á undan henni. Þá var
rætt um að Ábæjarkirkju mætti
leggja af að skaðlausu, því fólkið á
þessum þremur bæjum í sókninni
gæti sótt kirkju að Goðdölum og/
eða Silfrastöðum. Af hálfu Ábæj-
arsafnaðar kom það ekki til mála
undir neinum kringumstæðum að
leggja kirkjuna niður og bygging
þeirrar kirkju sem nú stendur á
Ábæ var hafin sumarið 1921 og
lokið árið eftir. Og það var ekki
umtalsvert þó byggingarefni væri
flutt á klökkum frá Sauðárkróki,
en bílar komu ekki í Skagafjörð
fyrr en fjórum árum seinna,
1926. Afkomandi Guðmundar á
Ábæ, Ólafur Kristjánsson
smiður, sá um byggingu kirkj-
unnar. Árið 1920 voru fimm
bændur í Ábæjarsókn á þremur
jörðum. Á Merkigili Egill Stein-
grímsson og Finnbogi Bjarnason,
á Ábæ Hrólfur Þorsteinsson og
bræður hans tveir á Skatastöð-
um, Guðjón og Björn.
Ábæjarkirkja var vígð þann 6.
ágúst á 16. sumarhelgi 1922 að
viðstöddu fjölmenni. Prófastur-
inn séra Hálfdán Guðjónsson
vígði kirkjuna og þakkaði
söfnuðinum fyrir trúnað við sið
feðranna. Hann lét þess getið að
Austdælir hefðu ekki getað til
þess hugsað að jafna við jörðu
það altari sem feður þeirra og
mæður hefðu kropið fyrir í blíðu
og stríðu mann fram af manni.
Þeir hefðu viljað heyra hljóm
kirkjuklukkunnar kalla til tíða
enn sem fyrr. í gerðarbók prófasts
er skráð: „Kirkjuvígsla á Ábæ.
Ár 1922 sunnudaginn 6. ágúst fór
fram kirkjuvígsla á Ábæ í Skaga-
fj arðarprófastdæmi. Kirkj uvígsl-
una framkvæmdi prófastur
Hálfdán Guðjónsson á Sauðár-
króki. Við vígsluna aðstoðuðu
sóknarpresturinn séra Tryggvi H.
Kvaran og séra Lárus á Miklabæ.
Við athöfn þessa var staddur til-
tölulega mikill mannfjöldi, um
hálft annað hundrað manns.“ Þá
eru tilgreindar ritningargreinar
sem prófastur og sóknarprestur
lögðu út af.
Svo undarlega vill til að ég var
við þessa Ábæjarmessu. Ég var
þá á Mælifelli 17 ára gamall og
fór með séra Tryggva frameftir.
Þeir munu ekki vera margir á lífi
nú, sem þar voru. Það voru fleiri
fyrirmenn utan úr Krók en séra
Hálfdán. Ég man eftir Jóni
Björnssyni skólastjóra og föður
hans Birni Jónssyni hreppsstjóra
frá Veðramóti, sem þá var kom-
inn á áttræðisaldur. Veður var
milt og gott þennan dag, loft
skýjað. Jökulsá eystri er oftast
sundvatn yfir sumarið. Hestarnir
voru sundreknir norðan við kláf-
inn og þeir voru ekki hikandi að
fara út í ána, því hestar voru van-
ir vatnsföllum á þeirri tíð.
Ábæjarmessur eru sérstætt og
merkilegt fyrirbæri í skagfirskri
sögu á þessari öld. Þar hefur ver-
ið messað einu sinni á hverju
sumri í 70 ár og oftast á vígslu-
degi kirkjunnar. Til samanburðar
hafa mér stundum dottið í hug
krossferðir á fyrri öldum. Það er
eins og þeir sem koma til Ábæjar-
kirkju séu að verja sína Jerúsalem.
Þeir bera þó ekki sverð og bagal,
heldur fara með friði og góðum
hug. Á liðnum árum hafa Ábæj-
arkirkju borist margar góðar
gjafir, svo hún er ekki blásnauð
fremur en Strandarkirkja.
Halldór Laxness skrifaði bók
sem heitir íslandsklukkan. Bók
þessi hefst með þessum orðum:
„Sú var tfð, segir í bókum, að
íslenska þjóðin átti aðeins eina
sameign sem metin varð til fjár.
Það var klukka. Þessi klukka
hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á
Þingvöllum við Öxará fest við
bjálka uppí kverkinni. Henni var
hringt til dóma og á undan aftök-
um.“ Þessi klukka var tákn hins
veraldlega valds. En fleiri klukk-
ur eru til fjöldamargar. Það eru
kirkjuklukkur. Þær hafa aðra vís-
bendingu, önnur markmið en
klukka landsins í kverkinni á
Þingvöllum. Kirkjur standa vítt
og breitt um landið út við strönd
og inni í dal. Hver kirkja á sína
klukku og allar sem ein mega þær
kallast sameign þjóðarinnar.
Fyrir 70 árum hafði Ábæjar-
söfnuður það á valdi sínu, að enn
þann dag í dag er kirkjuklukku
hringt á Ábæ í Austurdal, þar
sem er svipmikið landslag og tign
býr í tindum.
Björn Egilsson frá Sveinsstöðum.