Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 1
Akureyrarkaupstaður 130 ára í dag Forsíðumyndin sýnir Akureyri eins og hún var þegar gamli slippurinn var og hét. Myndin er sennilega tekin á tímabilinu 1948-50. Þessi gamla, litaða ljósmynd er í einkaeign en eigandinn vissi ekki hver tók hana enda er hún ómerkt. Bláa húsið næst okkur er Verkamannaskýlið. Þar sátu verkamenn löngum fyrr á árum og biðu eftir því að fá vinnu. Oft var þar glatt á hjalla en líka hart deilt um pólitík og fleira. Heimild- armaður Dags, sem var polli á þessum árum, fór stundum innan úr Búðargili með afa sínum og fylgdist með körlunum sem höfðu oft hátt og þá var pollinn ansi smeykur. Hann segir að Jón „prestur“ hafi ráðið þarna ríkjum. Fyrir ofan Verkamannaskýlið er Smiðjan og á horninu fyrir framan ísbúðina, sem við þekkj- um í dag, stóðu trillusjómenn með handkerrur sínar og seldu fisk. Þá voru engir milliliðir. Tvö skip eru uppi til viðgerðar í gamla slippnum. Hann var aflagður skömmu eftir að þessi mynd er tekin. Spilhúsið sést vel á myndinni en það var rifið nú í sumar. Til vinstri við kirkjuna stendur húsið Stóru-Vellir, sem þurfti að víkja og var rifið fyrir löngu. Norðan við Hótel KEA er hið sögufræga hús Caroline Rest. Þar voru hesthús og gistiheimili. Á brekkubrúninni fyrir miðju er hið nýbyggða íþróttahús við Laugargötu. Það þótti mikil og góð bygging á þessum tíma, 1945-50. Efst til hægri má sjá að verið er að byggja hús við Gilsbakkaveg og má kannski nota þau til að tímasetja myndina frekar. Dagur fagnar 130 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar í blaðinu í dag og birtir viðtal við bæjar- stjórann, afmælisdagskrána, svipmyndir frá liðnum árum og annað efni sem tengist sögu bæjar- ins, fyrir ufan hefðbundna helgarblaðsþætti og fréttir. Blaðið óskar bæjarbúum til hamingju með daginn. SS 386SL INTEL 386sx 20MHz örqjörvi 2MB vinnsluminni stækkanlegt í 8 á móðurborði. 1 ,44 Mb 3,5" diskadrif. Pláss er fyrir 2 drif. 1 raStengi, 1 samhliðatengi og 1 tengi fyrir mús. 41ausar tenairaufar. 14" SUPER VGA lággeisla litaskjár (1024*768). 102 hnappa lyklaborð. MS-DOS 5.0 stýrikerfi Windows 3.0a og mús. Q-BASIC túlkur. 52MB Quantum harður diskur. Staögreiásluverð meá vsk: Kr. 94.900,- LVUTÆKI Furuvöllum 5 Sími: 26100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.