Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 3
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Eins og stendur eru horfur á að 1.200 tonn af þorskveiði- heimildum yfirstandandi veiði- árs hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa náist ekki á árinu og flytjast þær því yfir á næsta fiskveiðiár, sem hefst 1. sept- ember. Þá mun ekki takast að veiða upp í heimildir fyrir ýsu og á mörkunum er að grá- lúðukvótinn verði fylltur. Mið- að við þetta má gera ráð fyrir að veiðiheimildir ÚA verði á næsta fiskveiðiári um 21.500 tonn, þ.e. úthlutun ásamt með yfirfærslu á því sem ekki næst í ár, en það hefur aftur á móti lítið að segja ef ekki glæð- ist veiðin frá yfirstandandi fiskveiðiári, sérstaklega frá síðasta vetri. Eins og öllum ætti að vera kunnugt er skerðing á þorskveiði- heimildum nú milli ára um 22%. Þessar heimildir hjá Útgerðar- félagi Akureyringa minnka um 1.900 tonn og það kemur til við- bótar skerðingum sem verið hafa Sauðárkrókur: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Sambandi ísl. sveitarfé- laga, þar sem boðaö er til ráð- stefnu um menningarmál á landsbyggðinni, sem haldin verður á Flúðum í október nk. ■ Bæjaráð hefur samþykkt að óska eftir því' við Starfsmannafélag Sauðár- króks, að tekið verði upp hjá Sauðárkróksbæ starfsheitið uppeldisfulltrúi. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjarstjóra að endur- nýja samning við Rúnar Gfsla- son um skólaakstur. ■ Meirihluti skólanefndar samþykkti að að mæla með Braga Haraldssyni í starf húsvarðar við Gagnfræðaskól- ann en alls bárust 9 umsóknir um stöðuna. ■ Skólastjóri Gagnfræðaskól- ans hefur óskað eftir því við skólanefnd að ráðnir verði fjórir leiðbeinendur til starfa, vegna skorts á réttindakennur- um og hefur nefndin samþykkt þá ósk. ■ Umferðarnefnd hefur sam- þykkt að sett verði hraða- hindrun við Túngötu milli Fellstúns og Hólatúns, á móts við biðskýli skólabíls. Hraða- hindrunin skal vera þrenging. Nefndin samþykkti að fela tæknideild Sauðárkróksbæjar nánari útfærslu á framkvæmd í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar uin þrengingar. ■ Alls bárust 10 umsóknir um tveggja herbergja íbúð í Víði- mýri 10 sem húsnæðisnefnd auglýsti nýlega. ■ Hafnarstjórn hefur borist erindi frá Skipaafgreiðslu KS og Steinullarverksmiðjunni hf., þar sem óskað er eftir að kannað verði nú í sumar með lagningu á varanlegu slitlagi á hafnarsvæðið. Lýsa fyrirtækin sig tilbúin til viðræðna um samstarf við lausn málsins. Hafnarstjórn samþykkti að leitað verði heimildar hjá Hafnamálastofnun til að mal- bika á Norðurgarði allt að 3000 fermetra. Árbakur EA-308 nýjasti togari ÚA. á þessum heimildum allt frá árinu 1987. í nýútkomnu fréttabréfi Útgerðarfélags Akureyringa er rakin sú þróun sem verið hefur í veiðiheimildum félagsins á þessu árabili. Tekið skal fram að hér eru ekki komnar inn þær veiði- heimildir sem félagið keypti sjálft til að bæta sér upp skerðinguna. Árið 1988 fékk félagið úthlutað Ferðamannastraumurinn í ár er heldur minni en verið hefur. Um það eru þeir sem vinna við ferðaþjónustu yfirleitt sam- mála. Og þegar veðrið versn- aði hér á Norðurlandi datt umferðin niður. Ásbjörg Jóhannsdóttir hótel- stjóri Hótels Varmahlíðar segir nýtinguna hafa verið ágæta í sumar, en þó heldur lakari en í fyrra. íslendingar séu í meiri- hluta þeirra sem gista, en útlend- ingar séu oftast í skipulögðum hópum. Hótel Varmahlíð rekur sumarhótel í húsnæði grunnskól- ans, en gamla hótelið er opið allt Yngstu kennslu Undirbúningur fyrir starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri í vetur stendur nú sem hæst og innritun lýkur næstkomandi miðvikudag. Kennsla hefst um miðjan september. Fyrirhugað er að flytja forskólakennslu og hljóðfærakennslu yngri nem- enda út í grunnskólana eftir því sem tök eru á. Kennsla á fiðlu með Suzuki aðferð hefst á ný eftir nokkurt hlé og kennsla á hljóðfæri sem kennd eru við alþýðutónlist verður aukin. Skólastjóri Tónlistarskólans er Guðmundur Óli Gunnarsson og rekstrarstjóri Gunnar Frímanns- son. Nokkrar breytingar hafa 20.656 tonnum en árið eftir 19.206 tonnum. Á árinu 1990 voru svo heimildirnar komnar niður í 18.552 tonn og á fiskveiði- árinu sem nú er að Ijúka voru heimildir 14.637 tonn. Fyrir næsta ár ættu heimildir að verða 15.064 tonn ef félagið hefði ekki fjárfest í veiðiheimildum á síð- ustu árum. Félagið hefur keypt 5.164 tonn í veiðiheimildum og er úthlutunin á næsta fiskveiðiári árið. Telur Ásbjörg nægan grundvöll til þess, umferð sé það mikil allt árið. í Kaupfélagi Skag- firðinga í Varmahlíð fengust einnig þær fréttir að umferðin væri minni í sumar en undanfarið og hún hefði alveg dottið niður nú í vonda veðrinu. En annars hefur verið alveg nóg að gera að sögn Rúnars Gíslasonar bensín- afgreiðslumanns í KS í Varma- hlíð. Þorsteinn G. Húnfjörð sem rekur Blönduskálann á Blöndu- ósi tók undir það að ferðamanna- straumur væri heldur minni en í fyrra. Hins vegar hefði bensín- sala aukist hjá sér í sumar og taldi hann ástæðuna vera að fólk orðið á starfsliði skólans. Eftir- taldir kennarar hafa hætt störfum: Gordon Jack, Gunnar H. Jónsson, Ingvi Vaclav Alfreðs- son, Margrét Bóasdóttir, Michael Jacques og Pentti Niemi. Nýir kennarar eru Helga Bryndís Magnúsdóttir, Kristján Edelstein, Már Magnússon, Valva Gísla- dóttir og Örn Viðar Erlendsson. Þá koma Karl Petersen og Sveinn Sigurbjörnsson aftur til starfa eft- ir leyfi. Eins og sjá má er Örn Viðar Erlendsson, gítarkennari, kom- inn aftur í Tónlistarskólann og Hljómskólinn hefur verið lagður niður. Með Erni Viðari koma því 20.228 tonn en eykst, eins og áður segir, vegna heimilda sem ekki tekst að nýta í ár. Útgerðarfélag Akureyringa hefur varið 900 milljónum frá árinu 1990 til kaupa á skipum og veiðiheimildum og merki þessa sjást greinilega í reikningum félagsins. Bæði hafa afskriftir aukist verulega auk hækkunar fjármagnskostnaðar. Forstjóri félagsins hefur þó bent á að afkoma félagsins væri lakari ef ekki hefði verið farið út í kaup á aflaheimildum. Forsvarsmenn ÚA komast að þeirri niðurstöðu í fréttabréfi félagsins að 25% meiri kostnaður sé nú við að ná leyfilegum afla- heimildum en var áður. „í hnotskurn má því segja, að þessi auðlind okkar, fiskimiðin, sé um 25% verðminni en hún var fyrir fjórum árum. Getur svo hver sem er velt því fyrir sér hvort fært sé að gengi íslensku krónunnar hafi hækkað á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað. Þetta er ekkert einkamál ÚA, hluthafa þess og starfsfólks. heldur er hér um að ræða sameiginlegt vanda- mál þjóðarinnar sem stjórnvöld hljóta að þurfa að takast á við,“ segir í fréttabréfinu. JÓH vildi styrkja gott málefni. Sigríð- ur Torfadóttir í Staðarskála tjáði blaðinu að gistirýmið þar hefði verið fullnýtt í sumar og hefði nýting á því aukist. Hins vegar var hún sammála því að ferða- mannastraumurinn væri heldur minni. Veitingaskálinn á Brú skar sig úr að því leyti að þar hef- ur aðsókn verið mun meiri en áöur. Sérstaklega hefur aðsóknin verið góð í ágúst að sögn Rósu Hlynsdóttur. Hún sagði að veit- ingaskálinn á Brú væri að sækja á og hefði auglýst vel, það drægi fólk að. Hún taldi umferðina núna ekki vera litla m.v. árstíma. sþ flestir nemendur hans úr Hljóm- skólanum. Alþýðutónlist verður meira áberandi í starfi Tónlistarskólans en áður og verður kennt á rafgít- ar, rafbassa og hljómborð í sér- stakri alþýðutónlistardeild. Forskóladeildin mun eins og áður segir flytjast í auknum mæli útí grunnskólana og er tilgangur- inn m.a. sá að gera skóladag barnanna samfelldari, spara for- eldrum fyrirhöfn við að aka börn- unum í Tónlistarskólann og efla tónlist í grunnskólunum. Aðrar deildir Tónlistarskólans eru blásaradeild, gítardeild, píanódeild, strengjadeild, söng- deild og tónfræðadeild. SS Samdráttur í veiðiheimildum kemur niður á Útgerðarfélagi Akureyringa ekki síður en öðrum fiskvinnslufyrirtækjum: Nær milljarði hefur verið varið tO kaupa á skipum og varanlegum veiðiheimildum Mynd: ÞB Norðurland vestra: Ferðamaimastraumuriim heldur lakari í ár en í fyrra - telja starfsmenn nokkurra áninga- og gististaða Tónlistarskólinn á Akureyri: nemendurnir fá í grunnskólunum TEIKN-ARI OPNAR TEIKNISTOFU LISTAGILI GRAFISK HÖNNUN lujlýsiiigar réfsefni ^Bfceklingar Íerdi límbúðir $Sfcrautritun ölvuumbrot %Peggspjóld o.fl. SKILTAGERÐ ólvuskornir límstafir ílamerkingar luggaskre)>tingar o.fl. GRAFISK HONNUN & SKILTAGERÐ KAUPVANGSSTRÆTI 23 SÍMI 1 222 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.