Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 19

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 19 Akureyringar fagna fyrir 30 árum. Starfsstúlkur í Lindu að setja vökva á appeisínubelgi. Þessi drykkur er löngu horfinn af markaðinum. Hátíð á Ráðhústorgi 1962, annað hvort 17. júní eða í kringum afmælið 29. ágúst. Akureyri 100 ára Árið 1962, á aldarafmæli Akur- eyrarkaupstaðar, var Gunnar Rúnar Ólafsson, Ijósmyndari úr Hafnarfirði, fenginn til að taka myndir á Akureyri. Gunnar tók aragrúa ljósmynda af húsum, fyrirtækjum, fólki og mannfagn- aði. Þessar Ijósmyndir eru ein- stakar heimildir um verklag og tækjabúnað í hinum mikla iðnað- arbæ sem Akureyri var og sýna einnig hvernig bílarnir voru á þessum tíma, fatatískan og hvernig bærinn leit út. Gunnar fór t.a.m. inn í öll helstu fyrir- tækin og tók myndir af fólki við störf. Myndirnar eru í vörslu Minjasafnins á Akureyri og Dag- ur fékk góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar þeirra í tilefni af 130 ára afmæli kaupstaðarins. Það kemur berlega í ljós, þegar myndirnar eru skoðaðar, að margt hefur breyst á 30 árum. SS Ljósmyndir: Minjasafnið á Akureyri/ Gunnar Rúnar Ólafsson. Ósköp er Brekkan tómleg. Þarna má sjá grísabólið upp af Rauðumýri, spennistöðin er á sínum stað og Lundur langt uppi í sveit. Málningarframleiðsla í Sjöfn 1962. Yæntanlega hefur tækjabúnaðurinn breyst töluvert síðan. Jóhann Sigvaldason, kennari, að störfum í Barnaskóla Akureyrar 1962. Sannkallaðar glæsikerrur á BSO. Eitthvað fyrir bílaáhugamenn. Eflaust þekkja einhverjir börnin á myndinni en þau eru nú komin hátt í fertugt. Punktarfrá 100 ára afmælinu ■ Jón G. Sólnes, forseti bæjarstjórnar, opnaði sýningu í Öddeyrarskólanum á mál- verkunt úr listasafni Ásgríms Jónssonar. Aðgangur var kr. 10 fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn. É Iðnsýning var opnuð í Amaro-húsinu. Þarvoru sýnd- ar framleiðsluvörur 28 iðnfyr- irtækja á Akureyri en bærinn var þá í blóma sem iðnaðar- bær. Aðgangur kr. 15 fyrir fullorðna. ■ Aðalhátíðin sett 29. ágúst. Elliheimili Akureyrar vígt. Lúðrasvcit Akureyrar lék á Ráðhústorgi. Karlakórar bæjarins sungu. Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi flutti hátíðarræðu. Guðmundur Frí- mann skáld las upp. Ávörp fluttu Ásgeir Ásgeirsson, for- seti íslands, forsætisráðherra, félagsmálaráðherra og full- trúar vinabæja. ■ Bæjakeppni í knattspyrnu var háð 26. ágúst en þann dag var íþróttavallarbyggingin tek- in í notkun. Lið Akureyrar mætti úrvalsliði Reykjavíkur sem var skipað 7 leikmönnum úr Frant, 2 úr KR og 2 úr Val. Þrátt fyrir þcnnan stjörnufans sigruðu Akureyringar 3:0. ■ Skúli Ágústsson skoraði tvö mörk í leiknum og Stein- gríntur Björnsson eitt. Skemmtileg er svohljóðandi lýsing úr Degi frá leiknum: „í heild lék Akureyrarliðið betur núna en við K.R. fyrra sunnu- dag, að undanteknum Þor- móði, en hann var afar mis- tækur í þessum leik, staðsetn- ingar fráleitar. Skúli lék rnjög vel sívinnandi og uppbyggj- andi og rak þó endahnútinn á tvisvar, eflaust bczti maður vallarins. Steingrímur átti einnig góðan leik, þótt markið reyndist honurn of lítið, hann átti 5 skot á ntark, en var óheppinn og alltaf „hárná- kvæmt“ framhjá eða yfir. Guðni og Jakob voru sívinn- andi og réðu mikið yfir miðju vallarins. Sigurður nokkuð grófur í sínunt leik.“ ■ Lúðrasveit Akureyrar lék í nýjum og fögrum einkennis- búningum og var mjög áber- andi á hátíðinni sem stóð frá 26. ágúst til 2. september. ■ Útihátíð á Ráðhústorgi 29. ágúst: Lúðrasveit Akureyrar. Karlakórinn Geysir. Leikþátt- ur eftir Einar Kristjánsson. Danssýning barna. Tvísöngur Ingibjargar Steingrímsdóttur og Jóhanns Konráðssonar við undirleik Guðrúnar Kristins- dóttur. Dansar frá 1862 og 1962 sýndir. Smárakvartett- inn. Gamanvísur. Almennur dans á götum bæjarins. Flug- eldasýning kl. 24. Dagskrárlok eftir aðstæðum. Ólafsfirðingar óska ibúum Akureyrar til hamingju með 130 óra afmœli bœjarins rm Ólafefjö Sc rður 4<l Siglfirðingar óska Akureyri til hamingju með 130 óra afmœlið Sigluflörður k ---

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.