Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 24

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 24
Stofnfundur Sambands sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi vestra: Heimili og varnarþing verður á Hvammstanga I gær var haldinn á Hvamms- tanga stofnfundur Sambands sveitarfélaga í Norðurlands- kjördæmi vestra um leið og sambærilegt samband var stofnað fyrir sveitarfélög í Þórshöfn: Búið að upplýsa skemmdarverk -einn tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri Lögreglunni á Þórshöfn tókst að upplýsa skemmdarverk á bílum sem framin voru fyrir nokkru. A Akureyri var einn tekinn grunaður um að aka undir áhrifum áfengis. Sagt var frá því í Degi um miðja síðustu viku að tíu bílar hefðu verið skemmdir á Þórshöfn og reynt að brjótast inn í þá. Búið er að upplýsa málið og í ljós kom að tveir utanbæjarpiltar 14 og 15 ára voru þar að verki. Á fimmtudagskvöld var einn ökumaður tekinn á Akureyri grunaður um ölvun við akstur. Af öðrum stöðum á Norður- landi eystra var lítið að frétta og voru menn helst á því að veðrið hefði þar áhrif á. KR Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjar- sýslum. Björn Sigurbjörnsson frá Sauðárkróki, formaður undir- búningsnefndar, setti fundinn og síðan var samþykkt eftir margar breytingartillögur að heimili sam- takanna og varnarþing yrði á Hvammstanga. Lýst var yfir stofnun SSNV. Samkvæmt tillög- um undirbúningsnefndar að lög- um eiga sæti á ársþingi SSNV fjórir fulltrúar fyrir sveitarfélag sem hefur 2.500 íbúa og fleiri, þrír fulltrúar fyrir sveitarfélag sem hefur 1.000-2.499 íbúa, tveir fulltrúar fyrir sveitarfélag sem hefur 500-999 íbúa og einn full- trúi fyrir sveitarfélag sem hefur 499 íbúa og færri. Framvegis verða ársþing SSNV haldin á sama tíma, þ.e. um mán- aðamótin ágúst-september. Sam- kvæmt lögum sem samþykkja átti í gær verður ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir SSNV. Tillögur undirbúningsnefndar um verkefni á fyrsta starfsári gera ráð fyrir að m.a. verði hagsmuna sveitarfélaganna gagnvart ríkis- valdinu gætt í samráði við Sam- band íslenskra sveitarfélaga. Einnig á að taka þátt í umræðum um skiptingu á fjármunum til opinberra framkvæmda í kjör- dæminu og unnið verður að stefnumótun um staðsetningu á opinberum stofnunum í kjör- dæminu. GT Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda á Laugum í Reykjadal. Sjá fréttir bls. 2 og 4. Mynd: ÞI Hvammstangi: Stofnfundur Eyþings - sambands sveitarfélaga í EyjaQarðarsýslu og Þingeyjarsýslum Á aukaþingi Fjórðungssam- bands Norðlendinga sl. vor var kjörin undirbúningsnefnd til stofnunar sambands sveitarfé- laga á Norðurlandi eystra. í gærmorgun var stofnfundur sambandsins, Eyþings, haldinn á Hvammstanga. Akureyri haustið 1994: Þing Sambands sveitarfélaga Á fundi sínum 14. ágúst síðast- liðinn samþykkti stjórn Sam- bands íslenskra sveitarfélaga að næsta landsþing samtak- anna verði haldið á Akureyri haustið 1994. Landsþing eru aðeins haldin einu sinni á hverju kjörtímabili og verður þetta í fyrsta skipti sem slíkur fundur er haldinn utan höfuð- borgarsvæðisins, að sögn Sig- ríðar Stefánsdóttur, forseta Ostakarið á Húsavíkurhöfða: Vatnið virðist virka vel Fyrr í sumar var sagt frá tilraun psoriasissjúklinga á Húsavík sem fólgin var í því að baða sig O HELGARVEÐRIÐ Fyrir suðaustan og austan land er víðáttumikið lægðar- svæði sem þokast norðaustur og 1022 millibara hæð er yfir Grænlandi. Búast má við áframhaldandi norðaustanátt um allt land, víða stinnings- kalda eða allhvössum vindi norðan- og vestanlands en hægari á Suðaustur- og Aust- urlandi. Væntanlega verður rigning á láglendi en slydda til fjalla. Hiti verður á bilinu 3-10 stig, hlýjast að deginum syðra. Á sunnudag má búast við að fari að létta til sunnan og vest- anlands en áfram verður rign- ing og strekkingur norðan og austanlands. úr steinefnaríku borholuvatni í gömlu ostakari á Húsavíkur- höfða. Nú er Ijóst að vatnið virðist virka vel og psoriasis- sjúklingar á Húsavík ánægðir með árangurinn. Við upphaf tilraunarinnar voru þrír sjúklingar settir í læknis- skoðun og myndaðir í bak og fyrir. Búið er að taka myndir aftur og er sjáanlegur munur. „Fyrstu tuttugu dagana notuð- um við eingöngu vatnið og eftir það voru teknar af okkur myndir," sagði Jón Ásberg Salomonsson einn þeirra þriggja sem taka þátt í tilrauninni og kvaðst hann ánægður með árang- urinn. „Síðan höfum við verið að prófa fleira t.d. Þeistareykjaleir og sérstakan psoriasislampa. Það þýðir ekki annað en að prófa allt.“ Jón Ásberg sagði óljóst með framhaldið því varla væri hægt að nota ostakarið í vetur nema að byggja yfir það. KR bæjarstjórnar Akureyrar. Vænta má að fulltrúar sveitar- félaga á landsþinginu verði um 600 talsins en Akureyri hefur þegar unnið sér orðstír sem ráð- stefnubær; í fyrra var haldið um 700 manna Lionsþing í bænum og í október næstkomandi eru vænt- anlegir um 800 fulltrúar á þing Alþýðusambands íslands. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður haldið í byrj- un september 1994 á Akureyri í kjölfar sveitarstjórnakosninga um vorið en venja er að nýkjörn- ir sveitarstjórnarfulltrúar komi saman á haustin og kjósi meðal annars 10 manna stjórn. GT Þegar kjörnefnd hafði sam- þykkt kjörbréf kom í Ijós að 39 fulltrúar sveitarfélaga voru mætt- ir eða 83% af þeim sem rétt eiga til setu. Formaður kjörnefndar var kjörin Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Því næst mælti Einar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, fyrir frum- varpi til laga Eyþings og öðluðust þau gildi þegar er stofnfundur hafði samþykkt þau. Samkvæmt lögunum er Eyþing „landshluta- samtök sveitarfélaga á Norðaust- urlandi frá Ólafsfirði að vestan til Sauðaneshrepss að austan að báðum meðtöldum" og er stofn- að með tilvísun til sveitarstjórn- arlaga. Samkvæmt lögum Eyþings er heimilt að ráða framkvæmda- stjóra en ekki verður það gert fyrst um sinn enda er ætlunin að Eyþing verði umsvifaminna en Fjórðungssamband Norðlend- inga sem Iagt verður niður síð- degis í dag. Þetta má m.a. sjá af því að heimili og varnarþingi Eyþings er ætlað að vera hjá for- manni Eyþings hverju sinni. Ólíkt eðli Eyþings og Fjórð- ungsþings má einnig sjá á því að sveitarfélögin greiða sjálf kostn- að aðalfundarfulltrúa. Samkvæmt lagafrumvarpi eiga rétt til setu á aðalfundi einn full- trúi fyrir sveitarfélög fyrir 300 íbúa eða færri, tveir fulltrúar fyr- ir sveitarfélög með 301-1.500 íbúa, þrír fyrir sveitarfélög með allt að 2.500 íbúum og fjórir fyrir sveitarfélög með allt að 5.000 íbúum. Eftir það bætist einn full- trúi við fyrir hverja 5.000 íbúa. Töluverðar umræður urðu um fjölda fulltrúa. „Ákveðin byggða- stefna er í því fólgin að tryggja rétt minni sveitarfélaga þótt ekki þurfi það að gerast á kostnað hinna stærri," sagði Einar Njáls- son varðandi fjölda fulltrúa á aðalfundi miðað við íbúafjölda í sveitarfélögum. Samkvæmt breytingartillögu Jónasar Vigfússonar í Hrísey var gert ráð fyrir að aðalfundir Eyþings yrðu opnir íbúum á starfssvæði sambandsins. Nokk- uð var rætt um hvort alþingis- menn í Norðurlandskjördæmi eystra ættu að eiga rétt til áheyrn- ar eingöngu eða hvort þeir skyldu hafa málfrelsi og tillögurétt, enda mundu menn Fjórðungsþing á Sauðárkróki, en bent var á að þar hefðu það verið alþingismenn úr Norðurlandskjördæmi vestra sem hefðu verið málglaðastir. GT Fyrsta holan í Hólsgerði gaf yfir 60 gráðu heitt vatn Fyrsta rannsóknarholan sem boruð er á þessu hausti í landi Hólsgerðis í Eyjafjarðarsveit gefur af sér 5 sekúndulítra af 61 gráðu heitu vatni. Fjórar rannsóknarholur höfðu verið boraðar á svæðinu í fyrrasum- ar og í vor fór fram viðnáms- mæling og að fengnum niður- stöðum úr henni mælti Orku- stofnun með að bora fjórar rannsóknarholur til viðbótar. Fyrsta holan sem nú var boruð gaf þetta vatnsmagn af sér á inn- an við 50 metra dýpi og þykir hún auka enn á bjartsýni á fyrirætlan- ir um hitaveitu fyrir fremsta hluta sveitarfélagsins. „Þetta er mjög áhugavert og þarna virðist vera hiti á stóru svæði. En þetta er erfitt svæði að leita á,“ sagði Pétur Þór Jónas- son, sveitarstjóri Eyjafjarðar- sveitar í samtali við blaðið í gær. Sveitarfélagið stendur ásamt níu bændum að heitavatnsleitinni í Hólsgerði og aðspurður um fram- haldið segist Pétur Þór fastlega reikna með að boraðar verði nokkrar holur í þessari lotu til að afmarka það svæði endanlega sem hiti er í. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.