Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992 Gistiheimilið Engimýri Heimafólk - Ferðamenn Hvernig væri að fara í helgarkaffi á sunnudag á kr. 500 og ef til vill á hestbak eða upp að Hraunsvatni með silungastöngina í leiðinni? Góðar viðtökur, fagurt umhverfi. Gistiheimilið Engimýri í Öxnadal Finhi/lichnc ■Uh■ ■ iput J II Samskonar hús og er uppsteypt no. 72 við Huldugil. Stærð húsa: 139.3 fm og bílgeymsla 40,8 fm. 124.4 fm og bílgeymsla 36,2 fm. Selst fokhelt, tilbúið undir málningu og innréttingar, eða eftir óskum kaupanda. LeitiÖ upplýsinga á staönum eða í síma 22351 hjá Guölaugi. Guðlaugur Arason, húsasmíðameistari. Heimir Guðlaugsson. Hefur þú áhuga á að eignast einbýlishús á raðhúsaverði, á rólegum og fallegum stað? Getum boðið til sölu 4ra eða 5 herbergja hús á lóð no. 74 við Huldugil, samskonar hús og er uppsteypt no. 72 við Huldugil. Laxdalshús er elsta húsið á Akureyri, byggt 1795. Á Akureyri var ekki föst byggð fyrr en um miðja 18. öld. Örlítið sögubrot: Frá Gásum til Akureyrar A 130 ára afmæli Akureyrar- kaupstaðar er ekki úr vegi að rifja upp sögu staðarins, án þess þó að fara alveg aftur til Helga magra og Þórunnar hyrnu, enda eru þau víðs fjarri á afmælisdaginn. í afmælis- blaði sem Dagur gaf út á 125 ára afmælinu 1987 var bernsku- ára bæjarins getið og verður það gert aftur hér í stórum dráttum. Nafnið Akureyri birtist fyrst í Ljósvetningasögu á 13. öld sem örnefni í landi bóndabýlis, en ekki eru menn á einu máli um það hvort hér sé um Akureyri við Eyjafjörð að ræða. Sumir telja þessa Akureyri hafa verið að finna í Ljósavatnsskarði. Fullvíst er hins vegar talið að átt hafi verið við Akureyri í Eyja- firði haustið 1580 þegar séra F>or- steinn Illugason í Múla bar fram kæru vegna þess að hafa verið sleginn á Akureyri þá um sumar- ið. Öefjords Handelssted Þegar einokunarversluninni var komið á fót hér á landi 1602 fengu kaupmenn á Helsingjaeyri einkaleyfi til verslunar í „Akker- öen“ eða „Öefjords Handels- sted“ eins og staðurinn var oftast nefndur allt þar til hann fékk kaupstaðarréttindi 1862. Upphaf verslunar við Eyja- fjörð er reyndar að Gásum nokkru utar í firðinum. Þar var höfuðverslunarstaður Norður- lands og eins helsta siglingahöfn landsins fram yfir árið 1400. Gásahöfn spilltist smám saman af framburði Hörgár og hefur versl- un þá færst innar í fjörðinn þar sem Oddeyri og Akureyri mynda ákjósanlega höfn. Á Gásum eru ■ Landnemarnir Helgi magri og Þór- unn hyrna veröa fjarri góðu gamni á afmælisdaginn. enn minjar um þennan forna verslunarstað og eru þær friðlýst- ar. Oddeyrar er getið um svipað leyti og Akureyrar, m.a. í Glúmssögu og Ljósvetningasögu. Líkur benda til að Oddeyri hafi verið þingstaður og segir Flateyj- arbók frá atburði sem átti sér stað á Oddeyrarþingi 1303. Einn- ig má geta að Oddeyrardóntur var kveðinn upp 1551 um eignir Jóns biskups Arasonar og sona hans. Föst byggð um miðja 18. öld Kaupstaðurinn Akureyri er byggður á löndum fornra stór- býla, en þau helstu eru Kjarni, Naust og Stóra-Eyrarland. Norð- >an Glerár er byggðin á löndum jarðanna Syðra-Krossaness og Bandagerðis. Fyrstu bæjarmörk sem skráðar heimildir segja frá eru frá 1818. Að sunnan voru þau við Kóngsvörðu á Krókeyri og að norðan við Grástein, utan við kaupstaðarhúsin í Eyrarlands- brekku. Vegalengdin er aðeins um 900 metrar. Takmörk að austan voru fjörðurinn og brekku- brúnin að vestan. Ekki var föst byggð á Akureyri fyrr en um miðja 18. öld. Dansk- ur kaupmaður hafði þar vetur- setu 1718 en þetta var fyrst og fremst verslunarstaður. Fyrst ein- okunarverslunin danska, síðan selstöðuverslun, þá sjálfstæð kaupmannastétt og loks sam- vinnuverslun. En verslunarsaga Akureyrar verður ekki rakin frekar. Akureyri og fimm aðrir versl- unarstaðir fengu kaupstaðarrétt- indi 1786 en misstu þau aftur, nema Reykjavík sem hefur hald- ið kaupstaðarréttindum frá þess- um tíma. Frá 1836 voru Akureyri og hinir staðirnir fjórir kallaðir löggiltir verslunarstaðir. Friðrik konungur sjöundi veitti Akureyri kaupstaðarréttindi 29. ágúst 1862. Þrátt fyrir sjálfstæðis- yfirlýsinguna var Akureyri enn danskur bær og sú vafasama nafnbót loddi lengi við kaupstað- inn. Þó var einokunarversluninni aflétt 1787. Danska var hið viður- kennda verslunarmál og íbúarn- ir, sem voru 286 í árslok 1862, notuðu flestir danska tungu í daglegri umgengni. Um leið og Akureyri fékk kaupstaðarréttindi var bærinn fráskilinn Hrafnagilshreppi en það var hins vegar ekki fyrr en 1886 að Oddeyrin sameinaðist Akureyri og voru íbúar þá orðnir 388. SS Kl ■ •■ í I 1 ip Búnaðarbanki íslands Hamingjuóskir f tilefni 130 ára sendir öllum Akureyringum árnaðaróskir í tilefni dagsins afmœlis Akureyrarkaupstaðar BÚNAÐARBANKI Hofsós - yy ÍSLANDS Hofshreppur ^ * * ^ I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.