Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 9 Akureyri 130 ára í dag: „Á slíkum tímamótum er hollt að meta árangurmn - sem náðst hefur á skömmum tíma í þjóðfélaginu“ segir Halldór Jónsson bæjarstjóri í dag er Akureyri 130 ára því með konunglegri tilskipun frá 29. ágúst 1862 fékk bærinn kaupstaðarréttindi. Af því tilefni ræddi Dagur við bæjar- stjórann, Halldór Jónsson. „Hundraðogþrjátíu ár eru nokkuð langur tími þegar aldur bæjarfélaga er mældur. Ég held að á slíkum tímamótum hefðu flestir gott af því að meta þær breytingar sem átt hafa sér stað á Akureyri og reyndar í samfélag- inu öllu á fáum áratugum. Þá á ég ekki síst við að fólk sem er á miðjurn aldri hefur yfirsýn yfir tímabil sem spannar ótrúlega miklar breytingar í sögu íslend- inga. Hér fór fram gríðarleg upp- bygging á árunum eftir seinni heimsstyrjöld þar sem mikið var fjárfest og þjóðfélagið var í raun fært til nútímalegra lifnaðarhátta á nijög skömmum tíma. A þessu þróunarskeiði voru mönnum auðvitað oft mislagðar hendur og margt hefði mátt betur fara; mistök eru hins vegar nokk- uð sem fylgir lífinu og vonandi höfum við lært af þeim. Við höf- um gengið í gegnum lærdómsríkt skeið með verðbólgu og háu verðlagi en væntanlega stefnum við nú inn í jafnvægi hvað það snertir sem er sambærilegt við viðskiptalönd okkar. Ég held að hollt sé að meta árangurinn sem engu að síður hefur náðst þrátt fyrir áföll sem okkur hafa hent. Nú er rétt að allir leggi sitt af mörkum við þróun og uppbyggingu svo við íslendingar verðuin ekki eftirbát- ar annarra þjóða enda eru margir kostir á íslandi sem gera okkur kleift að byggja hér gott þjóð- félag. Iðnaðarbær á hvörfum Mér finnst ráðamenn og fjölmiðl- ar einblína um of á hinar dökku hliðar í stað þess að horfa á ljósu hliðarnar í þjóðlífinu. Sem bæjarfélag verðum við að gera okkur ljóst hvar vandinn liggur og sjá síðan að við getum tekist á við suma erfiðleika en aðra ekki; margt af því sem Akureyri og aðrir bæir þurfa að takast á við þarf að leysa á landsvísu. Akureyri er gamall iðnaðarbær en bærinn þarf að ganga í gegn- um ákveðið aðlögunartímabil á meðan atvinnulífið er að breyt- ast. Hér hefur staða iðnaðar farið versnandi á undanförnum misser- um en á móti kemur að fisk- vinnsla og útgerð auka hlut sinn; það gerir gæfumuninn hvað atvinnulífið varðar. Halldór Jónsson. Sveitarfélög hafa annan tilgang en að fást við atvinnurekstur Undanfarið hefur harðnað á dalnum víða um land og við það hafa sveitarfélög fundið sig knúin til að taka aukinn þátt í atvinnu- lífi sem ég tel mjög óæskilegt þegar á heildina er litið. Slík afskipti eru hins vegar erfið við- fangs þegar atvinnuleysi vofir yfir og líf heilla byggðarlaga getur legið við. Staða þeirra fyrirtækja sem sveitarfélög hafa gerst aðilar að er á hinn bóginn slík að rekstrar- leg skilyrði eru einfaldlega ekki góð og þá er þátttaka sveitarfé- laga alls engin lausn. Sveitarfélög hafa auk þess annan tilgang en að fást við beinan atvinnurekstur. Ein af ástæðunum fyrir því að svo mörg fyrirtæki eru illa stödd er að þau hafa ekki náð að aðlaga sig breyttum aðstæðum sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Atvinnulífið þarf- rétt eins og fólkið í landinu - ákveðið árabil til að átta sig; þeir tímar eru liðnir að hægt sé að fá lánað fé án þess að komi að skuldadögum. Einnig spila ákvarðanir stjórnvalda á undan- förnum árum inn í rekstrarum- hverfið. Engin hættumerki Hvað fjárhag bæjarsjóðs varðar þá er hann traustur. Heildartekj- ur bæjarsjóðs eru 13-14 hundruð milljónir og við setjurn okkur stíf mörk hvað útgjaldahliðina snertir. Rúm 70% af tekjum bæjarsjóðs áttu að fara í rekstur en lögguskatturinn svokallaði setti nokkuð strik í reikninginn. Við setjum okkur það mark að greiða almenn langtímalán niður um 5% á ári. Um 400 milljónir fara í framkvæmdir á hverju ári. Rekstrarafkoma hitaveitunnar er góð og skuldir hennar stefna í að verða greiddar niður á næstu 15 árum og hitaveitan er því eng- inn baggi á bæjarsjóði. Ég sé eng- in hættumerki í stöðu bæjarsjóðs í dag. Björt framtíð Háskólans á Akureyri Akureyri er gamall skólabær og skólabær með framtíð enda hefur Háskólinn á Akureyri t.d. sann- að tilverurétt sinn. Töluverða baráttu þurfti til að koma skólan- um á fót og Akureyri mun halda áfram að styðja við bakið á Háskólanum á Akureyri. Háskólinn hefur þokkalega bjarta framtíð og verður að treysta á skilning stjórnvalda. Því hefur verið fleygt að Háskólinn á Akureyri sé dýr í rekstri en við slíkt mat verða menn að gefa sér réttar forsendur og athuga að öll byrjun krefst nokkurrar fjárfest- ingar.“ GT Björn Sigurbsson Húsavík, sími: 96-42200 VETRARAÆTLUN HÚSAVÍK-AKUREYRI-HÚSAVÍK frá 01.09. 92-15.06. 93 sun. mán. þri. mið. fim. föst. laug. Frá Húsavík 17.00 08.00 x 08.00 08.00 08.00 Frá Akureyri 19.00 15.30 x 15.30 15.30 15.30 x á þriðjudögum er sérstök vöruferð áætluð brottför frá Akureyri kl. 14.30. Upplýsingar á Akureyri Umferðamiðstöðin sími 24442, á Húsavík BSH hf. sími 42200. Ath. tengingu við ferðir Norðurleiðar til Reykjavíkur. Fasteignir á söluskrá SMÁRAHLÍÐ: 2ja herb. íbúð á 3. hæð, laus fljót- lega. VÍÐILUNDUR: 3ja herb. íbúð á 2. hæð, skipti í | stærra. SMÁRAHLÍÐ: 4ra herb. íbúð á 3. hæð, góð aðstaða fyrir börn. Laus 1. nóvember. GRUNDARGERÐI: Raðhús á tveimur hæðum 4 herb. og stofa 126,4 fm. EIKARLUNDUR: Einbýlishús með garðskála 5 herb. íbúð 154 fm og rúmgóður bílskúr 48 fm. REYNILUNDUR: Lítið einbýlishús 109,6 fm ásamt bíiskúr 32,8 fm. Falleg eign, laust strax, tilboð. VERSLUNARHÚSNÆÐI ca. 40 fm á 2. hæð í Sunnuhlíð 12, hagst. kjör. KRINGLUMÝRI: Einbýlishús 232 fm ásamt rúmgóð- um bílskúr, sjálfvirkur opnari, upphitað bílaplan. HAMARSTÍGUR: Rúmgóð 2ja herb. kjallaraíbúð í þríbýli, 84 fm hagstæð lán fylgja. ÞÓRUNNARSTRÆTI: 3ja herb. íbúð á 2. hæð með bílskúr 113,9 fm. Laus fljótlega. STAPASÍÐA: Einbýli m/bílskúr 5 herb. 114,8 fm + 54,6 fm. Góð eign. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Fax 27746. bi fasteignasalan B rekkugötu4 21820 Æ Jón Kr. Sólnet hrl. - sölumenn: Ágútta Ólaftdóttir og Inga Snonadóttir ÍF Sendum Akureyringum hamingjuóskir í tilefni 130 ára afmœlis Akureyrar Dalvíkurbœr *F~ Akureyringar ^ til hamingju með 130 ára afmœlið Grenivík ki ==£

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.