Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992 Skipulagsmál Háskólans á Akureyri um aldamót: Hugmynd um háskóla- svæði undir einu þaki - reist verði í áföngum „Vetrarborg“ með styrka ímynd eða dreifður „Bæjarskóli“? Teikningin sýnir mögulegt yfirbyggt rými á milli gamla Iðnskólans og nýrrar byggingar vestan við hann (4-5 hæðir). Rýmið gæti nýst sem inngangur, mót- taka, kaffistofa og vistrými fyrir allar deildir skólans þannig að aukin tengsl yrðu á milli nemenda. Innan skamnts verður kynnt skýrsla þróunarncfndar Háskólans á Akureyri. Menntamálaráðherra skipaði nefndina vorið 1991 og var henni ætlað að meta stöðu háskól- ans og gera tillögur að þróun hans næstu árin. M.a. eiga þróunartil- lögurnar að fela í sér spá um þörf fyrir húsnæði og aðra aðstöðu. Dagur ræddi við einn nefndar- mannanna, Halldór Jóhannsson landslagsarkitekt, og Loga Einars- son arkitekt en í tengslum við setu Halldórs í nefndinni hafa þeir unn- ið frumhugmyndir um möguleika á þróun byggingarsvæðis háskólans í framtíðinni. Samkvæmt aðalskipulagi Akureyr- ar eru einkum tveir möguleikar á staðsetningu háskólasvæðis að sögn Halldórs Jóhannssonar. Annar er sá að framtíðaruppbygging verði skipu- lögð sunnan Verkmenntaskólans á Akureyri. Hinn möguleikinn er að í kringum núverandi aðalaðsetur rísi háskólasvæði sem markast af Þórunn- arstræti, Byggðavegi, Þingvallastræti og Hrafnagilsstræti. Þá gætu bygging- ar sem fyrir eru, s.s. Húsmæðraskól- inn, tengst uppbyggingu. Að sögn Halldórs er mikill kostur við núverandi staðsetningu háskólans nálægð við aðra skóla, íþróttahöllina, sundlaugina og miðbæinn auk þess sem mikið er af hentugu húsnæði á Brekkunni sem gæti komið til greina sem leiguhúsnæði fyrir námsmenn. Halldór og Logi segja að tvær meginstefnur séu færar þegar leggja á grunninn að framtíðarskipulagi hús- næðismála við Háskólann á Akureyri. „Vetrarborg“ Samkvæmt fyrri kostinum er stefnan tekin á að byggja eiginlegt háskóla- svæði þar sem tekið verði mið af aðstæðum á norðlægum slóðum. Kennsluhúsnæði, lestraraðstaða og rými fyrir félagslíf í háskólanum yrði samkvæmt þessu samtengt undir einu þaki eða í góðu skjóli frá veðrum og vindum. Með þessu yrði tryggð almenn vellíðan allra sem erindi eiga í skólann og öll starfsemi í tengslum við skólann færi fram á einu svæði. Einnig er inni í myndinni að fram- tíðaruppbygging stúdentabyggðar færi fram á sama svæði en að öðru leyti myndu bílastæði, göngustíganet og ekki síst almenningssamgöngur stuðla að því að auðvelt væri að kom- ast að háskólasvæðinu fyrir þá sem byggju fjarri því. Samkvæmt könnun sem gerð var meðal nemenda í Háskólanum á Akureyri eru nemendur hlynntir því að háskólasamfélagið sé á einum stað. Að sögn Halldórs er ímynd skóla mun styrkari ef hann er heild- stæður og deildir hans í tengslum hver við aðra. Samskipti milli deilda myndu blómstra og skólasókn nemenda í mismunandi áföngum yrði áreynslulaus. Fyrirkomulagið hefur verið nefnt Vetrarborg en meðal annarra kosta þess er mikið hagræði í rekstri og nýt- ingu húsnæðis, sem og utanhússrýmis auk þess sem starfsmannahald verður hagkvæmara á þennan hátt. Kostnað- ur við einangrun og viðhald verður auk þess óhjákvæmilega minni. Hins vegar kemur meiri kostnaður við tengirými. „Bæjarskóli“ Hinn kosturinn er svokallaður Bæjar- skóli en í því felst að deildir skólans eru hver í sínu húsnæði; ýmist dreifð- ar um bæinn eða á nokkurn veginn afmörkuðu svæði sem óhjákvæmilega verður að vera stærra en háskóla- svæði samkvæmt fyrri kostinum. Blöndun nemenda við samfélagið utan skólans verður meiri en sam- gangur á milli nemenda og deilda er takmarkaður. Háskólinn ber því síð- ur merki samfélags og ímynd hans verður veikari að sögn Halldórs og Loga. Neikvæðra áhrifa veðurfars á skólasókn og nám mun gæta í aukn- um mæli. Rekstrarleg hagkvæmni samkvæmt fyrri kostinum tapast við slíka dreif- ingu en kostnaðarauki við uppbygg- ingu skólans verður minni við hvern áfanga þar sem síður þarf að ráðast í umfangsmiklar byggingarfram- ikvæmdir. Háskólasvæði í áföngum Halldór og Logi aðhyllast eindregið að Háskólinn á Akureyri verði byggður upp sem Vetrarborg í fram- tíðinni og benda á að fyrirkomulagið hafi gefist vel í Háskólanum í Tromsö, Edmonton í Kanada og við uppbyggingu Verkmenntaskólans á Akureyri sem þykir hafa mjög þægi- legar vistarverur að sögn Halldórs. Þeir benda á að við þróun slíks háskólasvæðis megi byggja smám saman út frá þeim byggingum sem fyrir eru og því séu engar brýr brenndar að baki. Hagkvæmast sé að slíkt háskólasvæði rísi í áföngum enda sé ekki raunhæft að vænta þess að fullbúin glæsibygging rísi í einu vetfangi. Mat sitt miða þeir við þró- un húsnæðismála skólans hingað til, yfirlýsingar ráðamanna og það fé sem ætla má að verði til ráðstöfunar á næstu árum. Halldór leggur áherslu á að ímynd Háskólans á Akureyri verði mun styrkari ef smám saman rísi háskóla- svæði sem eykur veg og virðingu háskólans meðal bæjarbúa sem og út á við. Líklegra sé að nemendur velji sér námsbraut innan Háskólans á Akureyri ef aðstaða er góð. Vannýttir möguleikar Halldór og Logi gera ráð fyrir að smám saman muni Háskólinn á Akureyri þróast úr Bæjarskóla í Vetrarborg sem smám saman yrði byggð upp í samræmi við áætlun og eftir því sem fé fengist til. Þeir benda á að fyrst um sinn sé raunhæfast að deildir skólans séu dreifðar og starf- semi hans fari fram í tilfallandi hús- næði víðs vegar um bæinn. I þessu sambandi benda þeir á ýmsa vannýtta möguleika í frambæri- legu húsnæði á Akureyri. Þar má nefna fyrirlestrasal í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, tvo sali Borgar- bíós, Sjallann, KA-heimilið og Iþróttahöllina en þetta húsnæði stendur autt stóran hluta dagsins eða vikunnar og mætti því leigja aðstöð- una til kennslu. Auk þess nefna þeir til sögunnar vannýtt húsnæði í bæn- um sem þyrfti að bæta og breyta til að nota mætti það til kennslu ef það fengist keypt eða leigt eins og þegar hefur verið gert varðandi sjávar- útvegsdeild háskólans sem er til húsa í Glerárgötu 36. Styrkari ímynd í nýbyggingum í ljósi þess að slík yfirtaka eldra húsnæðis er mjög óhagkvæm á marg- an hátt mæla Halldór og Logi þó ekki með því sem framtíðarlausn. M.a. nefna þeir að kostnaður við breyting- ar sé gjarnan vanmetinn og slagi oft upp í kostnað við nýbyggingar að teknu tilliti til þess að nýjar reglur gera auknar kröfur um eldvarnir, öryggisbúnað og aðgengi fatlaðra. Einnig benda arkitektarnir á að yfirleitt sé niðurstaðan mun skemmtilegri þegar byggt er í sam- ræmi við fyrirhugaða notkun hús- næðis en þegar tjaslað er í tilfallandi húsakost sem byggður er til annarra nota. Auk þess verði heildarímynd skóla mun styrkari ef húsnæði er hannað sem kennsluhúsnæði í tengsl- um við námsaðstöðu, afþreyingar- rými og aðstöðu starfsfólks. Gera megi ráð fyrir að á móti nýbyggingar- kostnaði komi sparnaður í starfs- mannahaldi og rekstri. Halldór segir ekki æskilegt að stofnun eins og háskólinn keppi við atvinnulífið um húsnæði sem er í boði enda henti það oft betur sem skrifstofuhúsnæði eða fyrir atvinnu- starfsemi. Skynsamlegra sé að stuðl- að sé að því að háskólinn fái veitt fé til nýbygginga. Auknar fjárfestingar í byggingariðnaði yrðu lyftistöng fyr- ir Akureyrarbæ í heild. Yöxtur háskólans hagsmunamál fyrir allt Eyjafjarðarsvæðið Vonast er til að nemendafjöldi við Háskólann á Akureyri verði um 800- 1000 í kringum aldamót en nú eru um 180 nemendur við háskólann. Störf við skólann yrðu væntanlega hátt í 200 og því er ljóst að margfeld- isáhrif af staðsetningu skólans yrðu á við það sem álver í Eyjafirði hefði gefið af sér að sögn Halldórs Jóhannssonar. Halldór bendir á að vöxtur og viðgangur háskólans sé því ekki síður hagsmunamál fyrir íbúa á öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Því er lagt til að skipulögð verði eins konar Vetrarborg, þ.e. háskóla- svæði í kringum núverandi aðal- aðsetur H.A. Möguleikana má sjá á meðfylgjandi skýringarmyndum Loga Einarssonar. Hugmyndirnar fela í sér að hægt verði að bæta við núverandi húsnæði háskólans, gamla iðnskólahúsið, í mörgum litlum áföngum þannig að hver þeirra kæm- ist sem fyrst í gagnið. Byggja mætti einn áfanga á 2ja-3ja ára fresti þann- ig að byggingarkostnaður þyrfti ekki að vaxa fjárveitingarvaldinu í aug- um. Áfangarnir yrðu síðan tengdir hver öðrum með björtum göngum, yfirbyggðum glerrýmum og vistar- verum sem notaðar væru af nemend- um úr ýmsuni deildum. Til greina kæmi að nýir áfangar tengdust smám saman gamla húsmæðraskólanum. Kennsluhúsnæði mót Þórunnar- stræti yrði hæst (3-4 hæðir); götu- myndin myndi styrkjast og Hús- mæðraskólatún nýttist mun betur sem grænt útivistarsvæði. Lægra yrði byggt mót íbúðarbyggð við Þing- vallastræti og Byggðaveg (2 hæðir) en þar væri möguleiki á að stúdenta- garðar risu í framhaldi af skólahús- næði og bókasafni. Inni í húsaskeifunni yrði skjólgóð- ur lundur, opinn fyrir sunnansól, en þar yrði félagsmiðstöð háskólans sem gæti tengst hinum byggingum skólans neðanjarðar. Aðstaða yrði fyrir dansleiki auk stórra fyrirlestra og tónleika líkt og í Háskólabíói. GT Hugsanlegar byggingar 1 Kennslurými 2 Skrifstofur 3 Fyrirlestrarsalur 4 Féiagsmiðsttíd 5 Bókasafn 6 StCdentagardar 7 ffirbyggt rými / Byggja mætti í litlum áföngum við núverandi húsnæði á svæðinu. Myndir: Logi Einarsson og Halldór Jóhannsson F 3 E F f tilefni 130 ðra afmœlis Akureyringar Akureyrarbœjar Til hnminnii i mpð rlnninn sendir Sparísjóður Glœsibœjarhrepps 1II 1 IVJI 1 III I^JVJ 1 1 Iwv UU^II II 1 Akureyringum öllum ómaðaróskir Sparisjóður Akureyrar og A Sparisjóður Amarneshrepps, sími 24340 jLjrj Glæsibæjarhrepps jJSPARISJÓÐIRNIR Brekkugötu 9 • Sími 21590. -fyrirþigogþína L Jl 1 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.