Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992 „Tæknimaður þessarar útsendingar var Bjöm Sigmundsson.“ Þeir eru örugg- lega fáir útvarpshlustendurnir sem kannast ekki við að hafa heyrt þessa setningu hljóma á eftir útvarpsefni af ýmsu tagi á undanförnum árum. Við fáum oft að kynnast fólkinu á bak við raddirnar í útvarpinu og andlitin á sjónvarpsskjánum því af einhverjum ástæðum, á það greiðan aðgang að sviðsljósinu. En fólkinu sem vinnur á bak við tjöldin hjá fjöhniðlunum eru sjaldan gerð skil og því má ekki gleyma að án þeirra yrði ekkert um útsendingar eða blöð. Hér á eftir mun- um við kynnast verðugum fulltrúa þeirra. Hann heitir Björn Sigmundsson, er fædd- ur 17. febrúar 1945 í húsi númer 47 við Brekkugötu á Akureyri. Björn er sonur Sig- mundar Björnssonar, sem nú er látinn en var oft kenndur við „kjötbúðina" og Sigrún- ar Gísladóttur frá Súðavík. Börn þeirra urðu tvö, en bróðir Björns þremur árum eldri er ívar „Fjallkóngur" í Hlíðarfjalli. Fram að fermingu Björns bjó fjölskyldan við Brekkugötuna en fluttist þá að Löngu- mýri 20 og bjuggu hjónin þar til ársins 1974 að húsið sprakk í loft upp og hvarf, eins og Björn orðar það. „Það varð gufusprenging í því þegar 4.800 lítra heitavatnsdunkur sprakk. Foreldrar mínir voru í fríi erlendis og ég átti að gæta hússins. Húsið sprakk rétt fyrir klukkan átta að morgni en kvöldið áður hafði ég ekið framhjá því og ætlaði að líta inn til að athuga hvort allt væri ekki í lagi. Þegar til kom, var ég ekki með lykla og ákvað að renna heim eftir þeim. Ég bjó úti í Þorpi og þegar þangað kom, nennti ég ekki til baka og ákvað að koma við morgun- inn eftir áður en ég færi í vinnu klukkan átta. Daginn eftir svaf ég yfir mig og fór því aldrei inn í húsið. Kannski hefur þetta bjargað mér því kunnugir segja að ef ég hefði farið inn í húsið, hefði ég heyrt að eitthvað væri að og líklega dvalið við til að reyna að gera eitthvað í málunum.1’ Mál þetta olli miklu fjaðrafoki því þrjár ketilsprengingar urðu í húsum á landinu á stuttum tíma. Á Akureyri greip um sig hálf- gert æði því mörg hús voru kynt með þess- um hætti og í fyrirsögn í Degi á þessum tíma sagði: „Akureyringar sofa á sprengjum.1' Rústum hússins við Löngumýri var rutt í burtu eftir sprenginguna og það endurbyggt frá grunni. Foreldrar Björns bjuggu því áfram á sama stað en í nýju húsi. Skrúfaði allt í sundur Bræðurnir gengu hefðbundinn menntaveg; fyrst í Barnaskóla íslands og nágrennis, þaðan fóru þeir í Gagnfræðaskólann og loks í rafeindavirkjun í Iðnskólanum. Aðspurð- ur um áhugann á faginu sagði Björn glott- andi þá sögu að frænka hans hafi ávallt sagt um hann sem barn, að það þyrfti að gefa honum í jólagjafir eitthvað sem hann gæti skrúfað í sundur. „Þetta passaði. Aðfanga- dagskvöld var yfirleitt ekki liðið þegar allt var komið í sundur hjá mér. En mér tókst samt alltaf að koma öllu saman aftur.“ Eftir nám fór hann í almenna verka- mannavinnu í bænum, vann m.a. hjá Prjónastofunni Heklu í tvö ár, því hann sagðist ekki hafa verið ákveðinn í því hvað hann ætlaði að gera. Leið Björns lá síðan til náms í Noregi þar sem hann fór í íþróttakennaraskóla einn vetur. „Eftir það var ég ákveðinn í að læra rafeindavirkjun í skóla í Horten og fara svo og læra á fiskileitartæki hjá Simrad. Ég veit hreinlega ekki hvers vegna ég gerði það ekki; ég kom bara heim og hætti við allt. Þar fór ég í verkamannavinnu sem ég stundaði til ársins 1966 að ég byrjaði að læra raf- eindavirkjun hjá Radíóviðgerðarstofu Stef- áns Hallgrímssonar sem nú heitir Hljómver." Byggðu sama skipið tvisvar Ég var 12 ár hjá Stefáni en starfaði ekki sem venjulegur viðgerðarmaður því öll árin vann ég í skipasmíðaiðnaðinum. Þar vann ég við uppsetningu, viðhald og viðgerð á fiskileitartækjum. Ég kunni ágætlega við þetta en hafði þó fullgilda ástæðu til að hætta. Þannig var að eitt sinn smíðaði Slipp- stöðin skipið Breka sem fór til Vestmanna- eyja. Sex mánuðum seinna kom skipið aftur í viðgerð og viðhald þar sem við unnum við að lagfæra ýmsa galla. Hins vegar kviknaði í skipinu þegar það var hér svo við þurftum að byggja allt skipið aftur; nákvæmlega eins og þá fannst mér komið nóg. Að byggja sama skipið tvisvar á rúmlega einu ári.“ Eiginkona Björns er Guðrún Bjarnadótt- ir og eiga þau þrjú börn, Sigmund 24 ára, Sigrúnu 20 ára og Önnu Elínu 16 ára. Aðspurður sagðist Björn vel hafa vitað af henni áður en hann fór til Noregs en leiðir þeirra Iágu þó ekki saman fyrr en eftir að hann kom heim. „Þá vissum við orðið vel hvort af öðru en hún dreif sig á Húsmæðra- skólann á ísafirði og skildi mig eftir. En hún kom til baka og þetta smá gerjaðist," sagði Björn og kímir. Þau giftu sig um hvítasunn- una, 29. maí 1971. Fékk frest til að setja niður kartöflur - Hvernig kom það til að þú fórst að vinna hjá Ríkisútvarpinu? „Á árunum sem ég var að vinna hjá Stef- áni hafði ég það sem aukavinnu að sjá um magnara og hátalarakerfi á hinum ýmsu samkomum, nánast um ailt Iandið. Þar á meðal var mjög oft haldið bindindismanna- móti í Vaglaskógi og við Björgvin Júníus- son, fyrrum starfsmaður útvarpsins, unnum mikið saman við að koma upp tæknibúnaði í skóginum. Þar kynntist ég honum og tækj- unum og urðu þetta mín fyrstu kynni af útvarpi.“ Samstarf Björns og Björgvins varð sífeilt meira þar til árið 1981, árið áður en Björg- vin lést, að hann bað Björn að koma til starfa sem aðstoðarmaður sinn hjá Ríkisút- varpinu. „Á þessum tíma var ég fastráðinn starfsmaður í Hlíðarfjalli og hafði verið í þrjú ár eftir að ég hætti hjá Stefáni Hall- grímssyni. Þegar Björgvin lést, var ákveðið að stofna deild Ríkisútvarpsins á Akureyri og ráða starfsmann. Starfið var auglýst og ég sótti um eftir miklar vangaveltur. Ég var svo ráðinn ásamt öðrum manni, Árna Jó- hannssyni; ég í fullt starf og Árni í hluta- starf.“ Piltarnir voru svo drifnir til Reykja- víkur í sumarbyrjun ’82 í starfsþjálfun. „Við áttum að mæta 1. júní en ég fékk frest til 6. því ég átti eftir að setja niður kartöflurnar," sagði Björn og hló. Björn segir að þurft hafi að byggja alla aðstöðuna á Akureyri upp frá grunni. „Annars var aðstaðan hér ekkert mikið verri en í Reykjavík á þeim dögum. Við vorum í litlu notalegu húsi við Norðurgöt- una. Þetta var gamalt reykhús og þegar sól- in skein og hitaði þakið, gaus upp þessi ilm- andi reykjarlykt sem kom úr timbrinu í þak- inu. Ég var lengi að venjast þessu og þetta fór alltaf dálítið í taugarnar á mér.“ Gott samstarf viö Jónas - Þú ert væntanlega búinn að vinna með litskrúðugum hópi fólks á undanförnum árum? „Já, svo sannarlega. Ég er búinn að kynn- ast mörgum, en efst í huga mínum standa kynnin af Jónasi Jónassyni. Við þekktumst ekkert þegar samstarf okkar hófst en Jónas var einn af þessum örfáum mönnum hjá útvarpinu þá, sem hafði prófað allt. Hann hafði verið plötusnúður, tæknimaður, leik- stjóri, leikhljóðastjóri og það var dálítið sniðugt að vinna með honum því ég var nýliði og var að prófa mig áfram. Oft hafði Jónas svarið við öllu og stundum kunni ég reyndar ekki að meta hann, en eftir á fann ég hvað ég lærði mikið af honum. Samstarf okkar var alltaf mjög gott.“ Björn hefur orðið vitni að ýmsu þar sem hann hefur setið „hinum megin við glerið,“ en hefur hann aldrei langað að leggja sitt til málanna? „Jú, mig langaði oft til þess í byrj- un en það kom fljótt í ljós að mér fannst mun skárra að sitja framan við glerið en inn- an við það. Mér finnst ég ekkert hafa að gera þar. En auðvitað hef ég oft ýmislegt til málanna að leggja í sambandi við vinnslu þátta og leiðbeini fólki varðandi það sem betur getur farið í útvarpi. Jónas var sérlega Iunkinn í þessu. Hann átti það til að læðast aftan að manni þegar þáttur var í vinnslu, en sagði aldrei neitt fyrr en eftirá. Þá mundi hann allt og fór í gegnum það í rólegheitum. Síðan kom það af sjálfu sér að ég fór að leiðbeina fólki í svipuðum takti.“ Fyrstu árin skemmtilegust - Hvernig hefur afmælisbarnið elst að þínu mati? „Afmælisbarnið hefur elst mjög vel. Þetta var mikið átak á þessum árum; að flytja full- komið hljóðver með fastráðnu fólki út fyrir Elliðaárnar. Það tók mörg ár að sanna að þetta væri hægt og í dag hafa tvær stöðvar bæst við á ísafirði og Egilsstöðum til stað- festingar því að svo er.“ Björn segir að fyrstu árin hafi verið skemmtilegri en þau síðari. „Þá hafði útvarpið úr meira fjármagni að moða og við gerðum miklu meira af því að fara á meðal fólksins. Nánast í hverri viku fórum við ein- hverjar ferðir út um allt. Þetta fannst mér meiriháttar skemmtilegur tími og er ekki eins ánægður með tímann í dag þegar nán- ast allt er unnið í gegnum síma.“ - Eru fjölmiðlamenn á einhvern hátt öðruvísi en aðrir, að mati Björns? „Nei langt í frá. Þeir hafa mjög mikinn áhuga á því sem þeir eru að gera, sérstak- lega þeir fréttamenn sem ég hef kynnst. Ég man eftir því fyrst þegar ég fór að kynnast fréttamennskunni sem slíkri að þá fór ég víða með Pálma Matthíassyni sem þá var hér fréttamaður. Mér fannst maðurinn oft óþægilega forvitinn. Stundum lá við að ég spyrði hann hvað honum kæmi þetta eigin- lega við en auðvitað var þetta ekkert annað en fréttamennska.“ Of mikið gert úr fréttum Blaðamaður Dags gerðist kvikindisleg áður en Björn kom til samtals við hana og leitaði til samstarfsmanna hans hjá Útvarpi Norðurlands. Umsögn þeirra var m.a. á þá leið að Björn væri afskaplega traustur og rólegur maður, mikill dundari og góður handverksmaður. Þeir sögðu hann líka oft gera mikið grín að fréttamönnum og að hann hefði mjög ákveðnar skoðanir á frétt- um og fréttamati. Þegar þetta var borið undir Björn, brosti hann bara út í annað. En er þetta rétt? „Varðandi fréttirnar finnst mér oft of mikið gert úr fréttum og að of mikill tími fari í þær í útsendingum. Ég rökstyð þetta þannig að þegar ég byrjaði hjá útvarpinu vann Jónas Jónasson sem dagskrárgerðarmaður. Hans áhugamál var að gera áheyrilega dagskrá fyrir fólk um allt land. Þetta fannst mér miklu meira og betra útvarpsefni en að vera að því, sem mér finnst stundum, að vera að búa til fréttir til þess eins að vera með Bjössi í flugmódelsmíðinni. Hann segir að cinföldustu vélarnar sé hægt að setja saman á tveimur kvöldstundum en þær stærri geta tekið tvo vetur í smíðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.