Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. ágúst 1992 - DAGUR - 5 Stefán Þór Sæmundsson $tSjH ÖÐRUVÍSI mér áður brá Eru íslenskir rithöfundar leiðinlegir? Félagi minn einn orðheppinn og myndrænn tók sig til að skrifaði heilmikla skáldsögu. Ég var svo lánsamur að fá að fylgjast með framvindu mála og lesa handritið og óhætt er að segja að ég hafi skemmt mér konunglega. Sagan er ekki lík neinni sögu sem ég hef lesið, án þess að vera yfirmáta framúrstefnuleg að efni eða byggingu, og hef ég þó sennilega lesið að minnsta kosti tvasr bæk- ur á viku í 23 ár, eða um það bil 2.392 bækur. Ég ætla ekki að greina nánar frá þessari skáldsögu hér en eins og gengur og gerist fór höfundurinn til útgefenda með sálina á þessum síðum og afhenti þeim. Það er ekki að fullu ljóst hver viðbrögðin verða. Mér skilst að forsvarsmaður hjá einu bókaforlagi hafi fitjað strax upp á nefið þegar félaginn mætti á fund hans og sagt að íslenskir höfundar væru svo leiðinlegir að útgáfa á bókum þeirra værir fyrirfram dauðadæmd. Ég brást ókvæða við þegar ég frétti þetta og hugðist hella úr skálum reiði minnar yfir menn og málleysingja en eftir að ég hafði velt málinu fyrir mér stundarkorn stóðu orðin föst í hálsi mér. Gömlu rithöfundarnir skemmtilegastir Eru íslenskar skáldsögur ef til vill dálítið leiðinlegar þegar öilu er á botninn hvolft? Ég fór að rifja upp hvaða bækur ég hefði lesið á síðustu vikum og mánuð- um. Sögur Sólveigar, Fógetavaldið, Svanurinn, Kjallar- inn, Á hjólum, Heykvísl og gúmmískór, Ofurefli og hvað þessar bækur heita allar saman. Nei, enginn þeirra var beinlínis skemmtileg, sumar heldur leiðigjarnar en nokkrar ágætlega skrifaðar. Það er samt ekki nóg að skrifa góðan stíl ef efnið er steingelt eða gjörsamlega laust við að vekja áhuga. Ég varð hálf vandræðalegur og félagi minn bað mig að nefna einhverjar íslenskar bækur sem ég hefði haft gaman af að lesa. Af bókum í nýlegri kantinum gat ég strax nefnt Bændabýti eftir Böðvar Guðmundsson, nú og Texta Megasar, Hernámsárin hans Jóns Hjalta og Tehús ágústmánans eftir Jóhann árelíuz. í þessari upp- talningu er þó aðeins ein skáldsaga. Minnið er sjálfsagt farið að bila. Ég reyndi að klóra í bakkann með því að segja honum að lesa eitthvað eftir Einar Kárason, Pétur Gunnarsson og Þórarin Eldjárn. Efst í huga voru þó þessir gömlu og góðu sem maður átti margar gleðistundir með, svo sem Halldór Laxness, Halldór Stefánsson, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Gestur Pálsson, Jón Trausti, Þorgils gjall- andi, Davíð Þorvaldsson og fleiri snillingar. Annað hvort er þetta argasta fortíðarfíkn eða þá að íslenskar skáldsögur hafi orðið leiðinlegri með árunum. Hvernig eiga íslenskar skáldsögur að vera? Þessa stundina er ég að þræla mér í gegnum Geirfinns- málið og get ekki betur séð en að sakborningarnir hafi flestir eða allir verið dæmdir saklausir og einhver mafía hafi staðið á bak við þetta allt saman. Guðmundur Andri Thorsson bíður síðan á náttborðinu og bind ég miklar vonir við hann. íslensk mafía kemur fyrir í skáldsögu félaga míns. Söguþráðurinn er dálítið ævintýralegur á köflum en sagan gæti þó verið sönn. Bókin hefur töluvert afþrey- ingargildi og mér skilst að það hafi staðið í a.m.k. ein- um útgefanda. „Hvernig eiga íslenskar skáldsögur að vera?“ spurði félagi minn. „Hver er formúlan? Mega þær ekki vera skemmtilegar og skrifaðar á skiljanlegu máli?“ Mig setti hljóðan. Ég gat ekki farið að hallmæla íslenskum rithöfundum eða stefnu bókaforlaga, ekki eftir að hafa hrærst í heimi bókmenntafræðinnar í háskólanum. Því skaut samt upp í kollinn á mér að íslenskar skáldsögur ættu ef til vill að vera fram úr hófi mærðarlegar, menningarlegar, samansafn af frumleg- um orðum og meitluðum setningum, innihaldssnauðar, niðurdrepandi. Nei, þetta gengur ekki upp. Ég veit ekki betur en að útgefendur hafi lagt áherslu á afþreyingarskáldsögur og krassandi ævisögur, sölulegar bækur. Ef til vill gilda önnur lögmál um íslenskar skáldsögur og ef til vill er þar með komin skýringin á því hvers vegna þær seljast ekki nema viðkomandi höfundur sé frægur eða virtur og þá ekki endilega í heimi bókmenntanna. Annars held ég að það sé hægt að selja mun meira af íslenskum skáldsögum með markvissri auglýsingaherferð. Reyfarar í vandaöri útgáfu Ég ætla ekki nánar út í þessa sálma. Það má vel vera að skáldsaga félaga míns verði einhvern tíma gefin út. Það má líka vel vera að það liggi óvenju illa á mér núna og að íslenskar skáldsögur nútímans séu þær skemmtileg- ustu í heiminum. Hugsanlega ætti ég að taka mér hvíld frá lestri og fara að glápa meira á sjónvarp og mynd- bönd eins og alsiða er. Bók er best vina og það er erfitt að fara í rúmið án hennar. Ef bækur eru flokkaðar gróft í fagurbókmennt- ir og afþreyingarbókmenntir þá hef ég haldið mig að mestu við fyrrnefnda flokkinn. Hinar eru þó nauðsyn- legar til upplyftingar en oft hef ég velt því fyrir mér hvers vegna það tíðkast hér á landi að gefa út reyfara í stóru broti, með harðri kápu og hlífðarkápu í fjórlit. Útgáfan þarf ekki að vera svona dýr og vönduð. Það skyldi þó aldrei vera að bókaþjóðin norður í hafi safni bókum af þeirri ástæðu einni að þær séu í vönduðu broti og fari vel í hillu, eða hvað? Kaupir fólk bækur af skyldurækni, gefur þær í jólagjöf sem stofuskraut? Ég skal ekki segja, en þrátt fyrir þetta nöldur ætla ég að halda áfram að lesa íslenskar skáldsögur jafnvel þótt margar þeirra séu hundleiðinlegar. 1 LENGRIOPNUNARTÍMI, AUKIN ÞJÓNUSTA ■ OPIÐ SUNNUDAGA KL. 13-17 HAGKAUP AKUREYRI . ■■■ . ’ J GLÆSILEG SUNNUDAGSSPRENGITILBOÐ Bjóðum upp á kaffi og kransakökur, íspinna fyrir börnin í tilefni dagsins \*c AFSLATTUR AF GASGRILLUM MEÐAN BIRGÐIR ENDAST KYNNINGAR OG TILBOÐ FRÁ • Sanitas • Kjarnafæöi • Bautabúri • Kristjánsbakaríi Verib velkomin í frábæra sunnudagsstemmningu hjá okkur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.