Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 29.08.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 29. ágúst 1992 Fréttir Sauðárkrókur: Byggingarkostnaður félagslegra Mða lækkí um 5,4% Eins og fram kom í Degi nýlega fór Húsnæðisstofnun ríkisins fram á að byggingar- kostnaður félagslegs húsnæðis á Sauðárkróki verði lækkaður um 5.4% til að veitt verði framkvæmdalán. Heimamenn eru óánægðir með vinnubrögð Húsnæðisstofnunar, en hafa nú beygt sig undir vilja hennar og lækkað kostnaðinn um umbeðin prósent. Málið er þar með í höfn. erfiðlega gekk að fá svör Húsnæðisstofnunar um kostnaðarviðmið Gísli Gíslason deildarstjóri Fé- lagsíbúðadeildar Húsnæðisstofn- unar sagði í samtali við blaðið að húsnæði af þessari gerð hefði allt- af verið skilgreint sem fjölbýlis- hús hjá Húsnæðisstofnu og skv. íslenskum staðli og það væri aðil- um á Sauðárkróki kunnugt um. Það að heimamönnum hefði ver- ið tjáð að matið myndi lenda mitt á milli 100 og 82% sagðist Gísli ekki kannast við, en kvaðst ekki ábyrgjast hvað einstakir starfs- Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og íslands. I því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferða- styrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1993 skulu send- ar stjórn Menningarsjóðs fslands og Finnlands fyrir 30. september nk. Áritun á íslandi, Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands. 27. ágúst 1992. Skrifstofiitækni „xám st;m nýtist4 Innritun og upplýsingar í síma 27899. Opið föstudaga 09.00 til 18.00. Opið laugardag og sunnudag frá 13.00 til 17.00. Hringið og fáið sendan bækling um Skrif- stofutækninámið. Tölvtdræðslan Alaireyri Furuvöllum 5, II. hæð, Akureyri. Sími 27899. menn stofnunarinnar kynnu að hafa sagt óformlega. „Hins vegar verður maður að viðurkenna það að þetta er ekki eiginlegt fjölbýl- ishús í þeirri merkingu, ekkert sambýli eða neitt svoleiðis. Það má vel segja sem svo að það sé eðlilegt að þessi hús liggi ein- hvers staðar á milli fjölbýlishúsa og raðhúsa," sagði Gísli. Varð- andi þá gagnrýni að stofnunin tæki ekki tillit til aðstæðna, t.d. hækkaðs steypuverðs, sagði Gísli að reiknað væri meðaltal yfir landið og miðað við hámarks- verð. Þegar framkvæmdalánum var úthlutað í maí sl. var bæði nýr kostnaðargrundvöllur og ný stærðarmörk. Þegar félagslega Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda: Ríkið er að hirða þá verðlækkun sem neytendum var ætluð - hætta á að hluti sauðfjárbænda verði gjaldþrota Framleiðsla á því kindakjöti sem markaður er nú fyrir er ekki til skiptanna fyrir jafn marga og eru handhafar greiðslu- marks í dag. Ef ekki verður breyting á blasir sú hætta við að hluti þeirra sem nú stunda sauðfjárrækt sem aðalatvinnu verði gjaldþrota og sauðfjár- ræktin verði í auknum mæli stunduð sem hliðarstarf. Hið erfiða ástand sem nú ríkir almennt í atvinnulífi þjóðar- innar veldur því að þetta vandamál er erfiðara viðfangs. Þetta kom meðal annars fram í framsöguræðu Hauks Halldórs- sonar, formanns Stéttarsam- bands bænda á aðalfundi sam- takanna á fímmtudag. Haukur Halldórsson sagöi að greiðslumark sem sauðfjárbænd- ur fengu úthlutað í mars síðast- liðnum hafi aðeins geta orðið 91,8% af þeim fullvirðisrétti sem þeir hafi haft. Mismun þess megi fyrst og fremst rekja til þess að virkur fullvirðisréttur hafi verið 9,300 tonn en greiðslumark verð- lagsársins 1992 til 1993 sé aðeins 8,600 tonn. Búast megi við að ^ ^ ^ ^ jjj greiðslumark þarnæsta verðlags- árs verði aðeins 8,150 tonn ef fyrirsjáanlegur samdráttur í | kindakjötssölu verði að veruleika. , Nýtt greiðslumark verði síðan ákveðið árlega í samræmi við sölu kjötafurða á hverjum tíma. Varðandi nýjan búvörusamn- ing um mjólkurframleiðsluna sagði Haukur Halldórsson meðal annars að samhliða þeim samn- ingi sé stefnt að því að gerður ! verði samningur milli samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði og ríkisins um aðgerðir til hag- ræðingar innan mjólkuriðnaðar- ins. Með samningum og breyttu starfsumhverfi landbúnaðarins geta komið fram ný sóknarfæri sem styrkt geti stöðu mjólkur- framleiðslunnar og einnig sauð- fjárræktarinnar þegar til lengri tíma sé litið. Haukur Halldórsson sagði að ef hugmyndir um innflutning búvara komi til framkvæmda á næstu árum í tengslum við fjöl- þjóðasamninga hljóti það að verða krafa íslenskra bænda að þeir búi við sem líkust starfsskilyrði og aðrir bændur sem þeir eigi þá í samkeppni við. Þær kröfur eigi meðal annars við um alla skatt- lagningu hins opinbera á land- búnað í hverju formi sem verði. Haukur benti á að með þeim niðurskurði ríkisútgjalda sem nú sé boðaður sé verið að eyðileggja ávinninginn af því hagræðingar- og endurskipulagningarstarfi sem nú eigi sér stað innan landbúnað- arins og ríkið sé að hirða til sín þá lækkun vöruverðs sem neyt- endum hafi verið ætluð. ÞI húsnæðið á Sauðárkróki var tek- ið til athugunar kom í ljós að það var yfir kostnaðargrundvellinum, en innan stærðarmarkanna að sögn Gísla. Hann sagði að tekist hefði að lækka kostnaðinn um umbeðin prósent og því væri mál- ið í höfn. Stofnunin hefði gefið svar og fljótlega yrði gengið frá samningum. Jón Karlsson for- maður Húsnæðisnefndar Sauðár- króks staðfesti að bréf þessa efnis hefði borist frá Húsnæðisstofnun. sþ Kæra Leifturs á hendur ÍR: IR-ingar hafa verið sýknaðir af kæru Leiftursmanna en dómur dómstóls Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur var birtur í gær. Málsatvik voru þau að ÍR- ingar voru með tvö nöfn leikmanna sem voru í banni í 2. deildinni í knattspyrnu á leikskýrslu, undir liðsstjórn, í leik liðsins gegn Leiftri 25. júlí sl. í niðurstöðu dómsins segir m.a. að óumdeilt sé að nöfnin hafi verið á skýrslunni en hins vegar sé sannað að leik- mennirnir höfðu engin afskipti af leiknum og dvöldu uppi í áhorfendastæðum meðan á leik stóð og í leikhléi. Þorsteinn Þorvaldsson, for- maður knattspyrnudeildar Leifturs, sagðist telja allar lík- ur á að dómi KRR yrði áfrýjað til dómstóls KSÍ. -KK Knattspyrna, 4. flokkur: Völsungur og Fram í úrslita- leik á Akureyri Fjórði flokkur Völsungs stóð sig best allra í þeim hluta úrslita íslandsmótsins sem fram fóru á Húsavík um síðustu helgi. Völsungur mætir Fram í úrslitaleik. Úrshtaleikurinn um íslands- meistaratitilinn fer fram á Akureyrarvelli á sunnudag og hefst klukkan 15.30. Ástæða er til þess að hvetja fólk til þess að mæta og horfa á tvö bestu lið landsins í fjórða aldursflokki spila. SV Bridgefélag Akureyrar: Sumarbriddsi að ljúka vetrarstarf félagsins að heQast í sumar hefur Brigdefélags Akureyrar staðið fyrir sumar- briddsi að Jaðri, þar sem spil- arar hafa komið saman á þriðju- dagskvöldum og gripið í spil. Nú eru aðeins tvö spilakvöld eftir að Jaðri en hefðubundið vetrarstarf félagsins hefst í Hamri þann 15. september nk. í vikunni fór fram mót að Jaðri, þar sem spilurum var skipt í tvo riðla, norður/suður og aust- ur/vestur og urðu úrslit þessi: Norður/suður: 1. Marinó Steinarsson/ Sverrir Haraldsson 2. Sigurbjörn Haraldsson/ Jakob Kristinsson 3. Soffía Guðmundsdóttir/ Ragnhildur Gunnarsdóttir Austur/vestur: 1. Magnús Magnússon/ Sigurbjörn Þorgeirsson 2. Anton Haraldsson/ Kristján Guðjónsson 3. Ragnheiður Haraldsdóttir/ Ólína Sigurjónsdóttir stig 254 253 232 270 240 228

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.