Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 15. september 1992 174. tölublað ............ .................................. ■ ■ l Verð kr. 12.900. Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 HERRADEILD Miklilax hf.: Mikil verðhækkun á laxi Staðan hjá Miklalaxi hf. í Fljótum hefur batnað með hækkuðu verði að sögn Reynis Pálssonar framkvæmdastjóra. Hann kveðst bjartsýnn á fram- Akureyri: Grunaður nauðg- ari saklaus Niðurstöður úr DNA-rann- sókn í tengslum við nauðgun- armálið á Akureyri eru nú komnar og þær sýna að maður- inn sem var grunaður um verkn- aðinn og handtekinn 27. júlí er ekki sekur og því laus allra mála. Að sögn Gunnars Jóhannsson- ar, fulltrúa hjá rannsóknarlög- reglunni, pössuðu sýni sem tekið var á vetttvangi og blóðsýni úr hinum grunaði ekki saman í DNA-prófi í Englandi og því hef- ur maðurinn verið hreinsaður af grun um að hafa nauðgað kon- unni 16. júlí sl. Gunnar sagði að þessar niðurstöður breyttu engu um rannsókn málsins, henni yrði haldið áfram sem fyrr. Spurst hefur að sá sem iögregl- an grunaði um verknaðinn og lét taka sýni úr ætli í skaðabótamál gegn lögreglunni. Gunnar hafði heyrt þetta en ekki fengið stað- fest og hann vissi ekki á hvaða forsendum hægt væri að höfða skaðabótamál. SS haldið, enda annar Miklilax hf. vart eftirspurn. Verð fyrir lax hefur hækkað um 50-60% frá því í ágúst en það var mjög lágt. Mest er flutt til Frakklands, sjóleiðina með Eim- skip, en Reynir sagði að „okur- verð“ væri á flutningum með Flugleiðum og því væri þessi leið farin. „Petta er allt annar heimur að vinna í miðað við það sem var,“ sagði Reynir um stöðu fyrirtækisins, en fortíðarvandinn væri nokkur. Reynir sagði að ekkert mál væri að selja laxinn, vandinn hefði verið hið lága markaðsverð. Hjá Miklalaxi hf. vinna að staðaldri fimmtán menn og þegar slátrað er einu sinni í viku koma tíu konur úr sveitinni til aðstoðar. Reynir kvað það því lykilatriði fyrir sveitarfélagið að vel gangi. sþ Á þessu ári eru 40 ár Iiðin síðan Kjarnaland var friðað til skógræktar. Á sunnudag var boðið til gönguferðar með kunnugum. Mynd. Golli Ríkisstjórn fjallar væntanlega um Slippstöðvarmálið í dag: Akureyrarbær tilbúinn að leggja fram allt að 35 miiljónir í hlutafé Gert er ráð fyrir að ríkisstjórn- in fjalli um endurfjármögnun Slippstöðvarinnar hf. á fundi sínum í dag. Á þeim fundi verður kynnt samþykkt bæjar- ráðs Akureyrar frá sl. fimmtu- degi þar sem bæjarráð lýsir sig m.a. reiðubúið til að beita sér fyrir því að bærinn leggi fram allt að 35 milljónir króna í hlutafé. í bókun bæjarráðs um málefni Norðurland: Loðnuveiði treg vegna brælu - tæpum 3 þúsund tonnum landað Nokkrir loðnubátar fengu afla fyrir sl. helgi og lönduðu m.a. á Siglufirði alls 2600 tonnum og 224 tonnum í Krossanesi auk þess sem bátar fóru til Bolung- arvíkur, Akraness og Grinda- vikur. Nánast stöðug bræla hefur verið á Ioðnumiðunum í um vikutíma. Þeir bátar sem lönduðu hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði voru Örninn, Keflvík- ingur, Hólmaborg, Gullver, ísleifur og Sjávarborg og héldu þeir allir út á miðin aftur, flestir vestur af Kolbeinsey, en bræla var á miðunum í gær. Á laugar- dag kom Guðmundur Ólafur frá Ólafsfirði til Iöndunar hjá Krossa- nesverksmiðj unni. Veðurstofan lofar norðan kalda og rigningu fyrri hluta morgundagsins á loðnumiðunum en flestir bátarnir voru á mánu- dag vestur af Kolbeinsey. Síðan verður áttin vestlægari með skúr- um og þá mun vind væntanlega lægja á loðnumiðunum. GG Slippstöðvarinnar hf. segir að með vísan til afstöðu fjármála- og iðnaðarráðherra 11. maí sl. og þeirra hugmynda sem fram hafi komið um samruna Slippstöðvar- innar hf. og Vélsmiðjunnar Odda hf. lýsi bæjarráð sig reiðubúið að beita sér fyrir að Akureyrarbær leggi fram allt að 35 milljónir króna í nýju hlutafé. Einnig lýsir bæjarráð sig reiðubúið að beita sér fyrir að Akureyrarbær og stofnanir hans taki upp viðræður við stjórnendur Slippstöðvarinnar hf. um kaup á nokkrum af eignum Vélsmiðjunnar Odda hf. (húsnæði bobbingadeildar og húsnæði norðan við plötusmiðju) samtals að verðmæti kr. 15.275.000. Pá kemur fram í samþykkt bæjar- ráðs að reynt verði að selja Gránufélagshúsið, sem er hluti af húseign Vélsmiðjunnar Odda hf., á næstu tveim árum. Reynist sölumöguleikar ekki fyrir hendi verði teknar upp viðræður milli Slippstöðvarinnar hf. og bæjar- sjóðs Akureyrar um leiðir til að losa Slippstöðina við þessa hús- eign. „Með framangreindum aðgerð- um telur bæjarráð sig hafa lagt fram sinn hlut til úrlausnar þessa mikilvæga máls og væntir þess að stjórnvöld leysi aðra þá þætti sem að málinu snúa. Bæjarráð lýsir sig fúst til viðræðna við stjórn- völd ef þess verður óskað,“ segir orðrétt í lok samþykktar bæjar- ráðs. Eftir endurskipulagningu á fjár- hag Slippstöðvarinnar er gert ráð fyrir að ríkið eigi 34% í fyrirtæk- inu, Akureyrarbær 35%, Kaup- félag Eyfirðinga 30% og nokkrir aðilar deili því eina prósenti sem eftir stendur. óþh Barátta við riðuveikina er að skila árangri: Aðeins eitt nýtt riðuveikitQfelii á landinu í ár Aðeins eitt nýtt riðutilfelli hef- ur komið upp á landinu það sem af er ári. Riðuveikin virð- ist því á undanhaldi en fullur vilji er til þess hjá riðunefnd- um og Sauðfjárveikivörnum að halda vörnum áfram til að draga úr líkum á að riðuveiki breiðist út að nýju. Búnaðarsamband Eyjafjarðar og Sauðfjárveikivarnir héldu fund í síðustu viku með riðu- nefndum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar kom fram hjá Sigurði Sig- urðssyni, dýralækni, að á árinu 1990 greindist riða í fé á 20 nýj- um bæjum á landinu öllu, á árinu 1991 komu fram 6 nýir riðubæir og það sem af er ári hefur riða aðeins fundist á einum nýjum bæ. Undanfarin ár hefur fé verið skorið niður skipulega eftir svæð- um og er þessum aðgerðum lokið. Nú er aðeins skorið niður á þeim bæjum þar sem riða kemur upp. Margir tugir hausa hafa borist til rannsókna á þessu ári vegna gruns um riðuveiki. Algengast er að finna ígerðir í höfði og bólgur í heila og heilahimnum eða æxli en slíkt getur valdið riðulegum einkennum en er mjög auðvelt að greina frá riðu með smásjárskoð- un. Hætt er við að riðutilfelli geti komið í ljós þegar fé er rekið ’til rétta og upp úr því. Vegna þess hve veikin er lengi að búa um sig og liggur lengi niðri, eða 2-10 ár, þarf að vera á varðbergi áfram. Fram kom á fyrrnefndum fundi að fullur vilji er til að halda vörn- um áfram og þá sérstaklega með því að halda verslun með sauðfé milli bæja í lágmarki. Sjálfsagt þykir að sækja um leyfi til riðu- nefnda fyrir öllum fjárkaupum, m.a. til þess að hafa á þeim ein- hverja skráningu. Pá er talin sér- stök ástæða til að vara við sölu nautgripa frá fyrrverandi riðu- bæjum en eins og flestir vita geta nautgripir sýkst af riðu. Fimmtíu þúsund nautgripir í Bretlandi hafa sýkst og nú nýlega kom riða upp í nautgrip í Danmörku. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, segir að fundarmenn hafi ver- ið sammála um nokkur atriði sem vert sé að beina til bænda nú þeg- ar smölun stendur sem hæst. í fyrsta lagi að láta vita um allar grunsamlegar kindur sem komi fyrir í smalamennsku og réttum. Ef kalla þurfi til dýralækni greiði Sauðfjárveikivarnir kostnaðinn. í öðru lagi þurfi að forðast að hýsa aðkomufé yfir nótt og draga úr samvistum fjár frá ólíkum bæjum. í þriðja lagi þurfi að lóga fé sem komi fyrir í fjarlægum sveitum í smalamennskum. Sveitarstjórnir eða riðunefndir fyrir þeirra hönd ræði saman og komi á reglum um förgun slíkra kinda. í fjórða lagi þurfi að gera grein fyrir kindum á sláturhúsi sem fargað hefur verið og útfylla sérstök eyðublöð eigi að fást bæt- ur fyrir kindurnar. Loks segir Ólafur æskilegt að draga eins og kostur er úr flutningi fjár milli rétta við fjallskil. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.