Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 15. september 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Virðisaukaskattur á innanlandsflug: Myndi bitna sérstaMega á íbúum landsbyggðarinnar - flugfélögin Flugleiðir, Flugfélag Norður- lands og íslandsflug hafa leitað eftir fundi með samgönguráð- herra og fjármálaráðherra vegna hugmynda um að leggja virðisaukaskatt á innanlands- flug. Forsvarsmenn flugfélag- anna hyggjast kynna ráðherr- unum málefni innanlandsflugs- ins og þau áhrif sem álagning virðisaukaskatts myndi hafa á rekstur félaganna. I fréttatilkynningu frá tlugfé- lögunum þremur segir að virðis- aukaskattur á innanlandsflug óska eftir fundi með myndi valda fyrirtækjum í grein- inni stórskaða og verða ríkissjóði skammgóður vermir vegna sam- dráttar sem fyrirsjáanlega yrði í farþegafjölda. Þá myndi skatt- lagning á aðrar greinar ferða- þjónustu hafa margfeldisáhrif og auka enn á vanda innanlands- flugsins. A síðasta ári var um 200 millj- óna króna halli á rekstri innan- landsflugs og áðurnefnd flugfélög töpuðu öll á innanlandsfluginu. Utlitið er enn verra í ár, segir í tilkynningunni. Orðrétt segir: ráðherrum „Hvergi á Vesturlöndum er innanlandsflug jafn mikilvægur þáttur í samgöngum og á Islandi. Innanlandsflugið er fyrst og fremst þjónusta við landsbyggð- ina og tryggir íbúum þar greiða leið til stofnana opinberrar stjórnsýslu, heilbrigðisstofnana og þjónustufyrirtækja. Þessi skattlagning myndi að mestu koma niður á íbúum þar.“ Virðisaukaskattur á innan- landsflug gæti þýtt 10% kostnað- arauka og tvöföldun á tapi, segir í tilkynningunni. SS Stjórn Sambands íslenskra hitavéitna: Mótmælir hugmyndum um virðisaukaskatt á heitt vatn - hitaveitureikningur heimilanna myndi hækka um 600 milljónir Stjórn Sambands íslenskra hita- veitna mótmælir hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að leggja virðisaukaskatt á heitt vatn. Ef þetta verður gert þýðir það að verið er að leggja verulegan viðbótarskatt á heimilin. Landsmenn borga um 4,3 millj- arða króna á ári fyrir upphitun með heitu vatni og við 14% VSK eykst sá reikningur um 600 millj- ónir. Það verður að meðaltali 8 þúsund krónur á hvert heimili á hitaveitusvæði. Þessar tölur segja þó ekki alla söguna því mikill munur er á húshitunarkostnaði eftir búsetu, þrefaldur munur er ekki óalgengur. Því mun reikingurinn hjá sum- um fjölskyldum hækka um 15 þúsund krónur á ári á meðan aðr- ir þurfa að borga 5 þúsund krón- um meira. Virðisaukaskatturinn mundi því enn auka á aðstöðu- mun eftir búsetu. VSK á heita vatnið þýðir einnig meiri útgjöld sveitarfélaga þar sem þau kaupa 10-15% af hitaorku hitaveitna, eða aukin skattheimta á sveitar- félögin upp á 60-90 milljónir króna á ári. -KK Framkvæmdastjórn íþróttasambands íslands: Mótmælir hugmyndum um virðis aukaskatt á íþróttastarfsemi Framkvæmdastjórn íþrótta- sambands íslands mótmælir harðlega þeim hugmyndum að leggja virðisaukaskatt á aðgangseyri að íþróttamann- virkjum, svæðum, kappleikj- um og eða mótum, líkamsrækt- arstöðvum og aðra íþrótta- starfsemi, eins og segir í álykt- un stjórnarinnar. Ennfremur segir í ályktuninni: Að langmestum hluta til er íþróttastarfsemin í landinu sjálf- boðavinna og íþróttamenn og iðkendur áhugafólk. Þær litlu tekjur sem íþróttahreyfingin afl- ar m.a. með aðgangseyri að íþróttakeppni eru ekki til að skila hagnaði, heldur til að standa að hluta til undir lágmarksþjónustu fyrir iðkendurna sjálfa. Einkum þó æskufólk, enda er það viður- kennt að íþróttir efla heilbrigði, reglusemi, vellíðan og félags- þroska þeirra sem þær stunda. í því er mikil og kaldhæðnisleg þverstæða og þversögn, ef ríkis- valdið hyggst gera þessa frjálsu forvarnar og uppbyggjandi starf- semi að féþúfu fyrir ríkissjóð í stað þess að efla hana. Skattur á aðgangseyri mun draga úr aðsókn áhorfenda og ástundun íþrótta og kalla á bók- haldsvinnu og skýrslugerð sem Samráðsfundur Kvennalistakvenna: Mótmælir hugmyndum um skerðingu fæðingarorlofs Samráðsfundur Kvennalista- kvenna úr öllum kjördæmum landsins haldinn í Reykjavík á laugardag, mótmælir harðlega hugmyndum sem uppi eru inn- an ríkisstjórnarinnar um skerðingu fæðingarorlofs. Frá því að núverandi ríkis- stjórn komst til valda hefur stefna hennar birst í hverri árás- inni á fætur annarri á fjölskyldur í landinu, einkum þó þær sem verst standa að vígi. Niðurskurð- ur á opinberri þjónustu bitnar sem fyrr harðast á konum sem enn axla að mestu ábyrgð á umönnun barna, sjúkra og aldr- aðra í okkar þjóðfélagi. Þó tekur nú steininn úr er ríkisstjórninni hugkvæmist að gera nýburamæður og ungabörn sérstaklega að fórnarlömbum stefnu sinnar. Kvennalistinn mun beita sér af alefli gegn hugmynd- um af þessu tagi og skorar á kon- ur að hrinda þessari árás á grund- vallarréttindi íslenskra kvenna. mun hafa aukinn og áður óþekkt- an kostnað í för með sér. Virðisaukaskattur á íþrótta- starfsemi er óheillaspor og fram- kvæmdastjórn ÍSÍ skorar á alþingi íslendinga að hrinda þess- ari aðför á hendur íslenskri íþróttahreyfingu. -KK Til sölu v/brottflutnings bifreiðaverkstæði í fullum rekstri. Sérgrein: Mótor- stillingar. Ennfremur er til sölu húseignin Kringlumýri 9, sem er 160 m2 einbýlishús með bílskúr. Upplýsingar í símum 96-22109 á vinnutíma og 96-26363 utan vinnutíma. Jósep Zophoníasson. TONLISTARSKOLINN Á AKUREYRI Skólasetning Tónlistarskólinn á Akureyri veröur settur í Safnaöarheimili Akureyrarkirkju þriðjudag- inn 15. september kl. 18.00. Kennsla hefst miðvikudaginn 16. septem- ber. Enn er hægt að bæta við nemendum í for- skóla og á málmblásturshljóðfæri. Innritun fer fram í skrifstofu skólans kl. 10-13 og 14-16 eða í síma 21788. Guðmundur Óli Gunnarsson Skólastjóri. r \ Opíð mánudaga tíl föstudaga frá kl. 12.00-18.30 Laugardaga frá kl. 10.00-16.00 Sunnudaga frá kl. 13.00-17.00 Nettó allra hagur Ódýr markaður Óseyri 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.