Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 15. september 1992 Fréttir Af togurum: LitUl afli og veður vond Að undanförnu hafa togarar fengið afla austur við Langa- nes. Aflinn sem hefur borist er blandaður, þorskur og ufsi. III veður hafa gert togaramönn- um erfitt fyrir. Hrímbakur EA landaði fyrir helgi síðastur Akureyrartogara. Aflinn var 83 tonn mest þorskur. Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögu deildarstjóra Tölvu- deildar Akureyrarbæjar um kaup á IBM AS/400 móður- tölvu ásamt endurnýjun á not- endahugbúnaði samtals að fjárhæð kr. 6.760.000. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að veita KA einfalda bæjar- ábyrgð til tryggingar láni sem félagið á kost á hjá Ferða- málasjóði að upphæð krónur 20 milljónir til 15 ára. ■ Samband íslenskra sveitar- félaga hefur óskað eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að fram fari athugun á því hvort möguleiki sé á að halda landsþing sambandsins á Akurcyri í september 1994. Bæjarráð vísaði erindinu til atvinnumálanefndar á fundi sínum 10. september sl. ■ Bæjarráð hefur samþykkt tillögur svokallaðs „stýrihóps um úttekt á rekstri Akureyrar- bæjar“ um starfsmannamál bæjarins. í tillögunum kemur fram: a) Lagt er tii að teknar verði upp tölvutækar tímaskráning- ar á vinnu starfsmanna bæjar- ins og boðið upp á sveigjanleg- an vinnutíma, þar sem unnt er koma siíku við. Stefnt skal að því að þessi háttur geti komið til framkvæmda að einhverju leyti frá og meö næstu áramót- um. b) Lagt er til að frá og með næstu áramótum verði aflagð- ur akstur með starfsmcnn að og frá vinnu nema kjarasamn- ingar kveði á um annað. c) Lagt er til að vinnutími bæjarstarfsmanna við sam- bærileg störf verði samræmdur frá og með næstu áramótum. d) Bæjarstjóra verði falið að láta vinna að framgangi þessa máls. ■ Kári Agnarsson f.h. Bíla- vals hefur sótt urn leyfi til bygginganefndar til að reka tíílasölu á eignarlóð Sverris Arngrímssonar. Hafnarstjörn frestaði á síöasta fundi sínum að gefa umsögn um þetta erindi. ■ Hafnarstjórn hcfur sam- þykkt að leita heimildar bygg- inganefndar til að fá að rífa „Guðmundarhús'% útgerðar- stöð Guðmundar Jörundsson- ar og Strandgötu 59, áhalda- hús hafnarinnar. ■ Á fundi bæjarráðs 10. sept- ember sl. var lögð fram tillaga að viðauka við samning um samstarf Akureyrarbæjar og Skautafélags Akureyrar dags. 6. apríl 1990. Viðaukinn kveð- ur á um greiðslu á styrk bæjar- sjóðs til byggingar búningsað- stöðu við skautasvæði félagsins á árunum 1993-1995. Styrk- upphæðin er kr. 3.105.375. Bæjarráð samþykkti tillöguna. Togarinn er nú að veiðum á Hólnum norður af Grímsey. Stefán Aspar, skipstjóri, sagði um miðjan dag í gær, að veðrið væri að ganga niður, en um afla- brögð væri ekki mikið að segja. „Það er erfitt að vera togaraskip- stjóri á tímum sem þessum og raunar leiðinlegt að vera til sjós þegar lítið fiskast.“ Um helgina köstuðu togarar á Strandagrunni án árangur og svo var einnig víðar fyrir Norður- landi. Flestir togarar Útgerðar- félags Akureyringa hf. eru úti á „Nýja torgi“ að karfaveiðum. Dagur fékk engar fréttir þaðan þar sem ekki náðist til togaranna í síma. Nýja torgið er á djúpslóð suður af grálúðumiðunum, þ.e. langleiðina út á Dohrnbanka. Víðir EA, togari Samherja hf., er að karfaveiðum í flottroll djúpt úti fyrir Suðurlandi. Gísli Arnbergsson, skipstjóri, sagði allan kraft vanta í veiðarnar á þeim slóðum. Hjalteyri EA kom til hafnar á Akureyri í gær vegna bilunar. Togarinn var búinn að vera að veiðum í hálfan mánuð þegar rafall í spili gaf sig. Ráðgert er að togarinn fari aftur til veiða nk. fimmtudag að viðgerð lokinni. „Rauðinúpur Í>H kemur til löndunar í dag eftir viku veiði- ferð. Aflinn er þorskur að mestu, 90 tonn. Togarar fengu afla á Digranesflaki, út af Vopnafirði, á sunnudaginn, en nú er búið að loka veiðisvæðinu. Fiskurinn stóðst ekki mælingar eftirlits- manna og af fréttum frá togurum virðist sem ekkert sé að hafa þessa stundina. Loðna er fyrir öllu Norðurlandi og togaramenn vænta þess að þorskur komi í kjölfarið,“ sagði Haraldur Jónsson, útgerðarstjóri hjá Jökli hf. á Raufarhöfn. ój Lögreglan á Húsavík: Ódrukknir, speimtirökumeim á skoðuðum bflum Það er eins gott fyrir Húsvík- inga að aka um ódrukknir með bílbeltin spennt og á skoðuð- um bílum, samkvæmt venju, þessa vikuna. Lögreglan á Húsavík er með klippurnar á lofti þessa dagana og á sunnudagskvöld klippti hún númeraplötur af fimm bílum sem dregist hafði að færa til skoðun- Nú stendur yfir Norræn um- ferðarátaksvika sem Húsavíkur- lögreglan ætlar að taka þátt í. Þar er lögð aðaláhersla á að fylgjast með að ökumenn séu ódrukknir undir stýri bifreiða sinna og að þeir aki með bílbeltin spennt. Hyggst lögreglan sekta óspennta ökumenn er hún gómar í vik- unni. Að sögn lögreglu var helgin róleg og tíðindalaus í sýslunni. IM Frá skátaþinginu, sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Mynd: Gollí Lögreglan: Róleg helgi við Ejjaflörð Rólegt var hjá lögreglu á Eyjafjarðsrsvæðinu um helg- ina. Sex fengu gistingu í fanga- geymslum á Akureyri og skjóls- húsi var skotið yfir tvo að lokn- um dansleik í Olafsfirði. Sex manns gistu í fangageymsl- um lögreglunnar á Akureyri um helgina en annars var mjög rólegt í bænum og lögreglu bárust ekki tilkynningar um innbrot eða óhöpp í umferðinni. Dansleikur var haldinn í Ólafsfirði á laugar- dagskvöld og þurftu tveir menn að fá gistingu f fangageymslum að honum loknum. Þá var réttar- dansleikur í Svarfaðardal á laug- ardagskvöld og fór þar allt hið besta fram. ÞI Skátaþing á Akureyri 1992: Tillaga um kennsluátak í umhverfismálum Skátaþing haldið á Akureyri dagana 12. til 13. september sl. samþykkti að skátahreyfingin beiti sér fyrir og láti fram- kvæma í samvinnu við fræðslu- yfirvöld, kynningu á umhverf- isvernd, með því að leggja til námsefni til bóklegrar og verk- legrar kennslu. Leitast verði við að sníða námsefnið að þörfum ákveðins árgangs í skólastarfi og að það henti til námskeiðskennslu í 1-2 skóla- daga. I greinargerð segir: „Skáta- hreyfingin hefur frá öndverðu beitt sér fyrir fræðslu í umhverfis- málum og haft forystu á því sviði. Nú eru umhverfismál nærtækari en áður og meira í brennidepli. Ríður á að skátahreyfingin haldi vöku sinni og forystu í þessum málum og láti að sér kveða. Um framkvæmd er lagt til að stjórn Bandalags íslenskra skáta fái kunnáttumenn úr röðum skáta ásamt öðrum sérfræðingum, til að setja saman námsefni og gera tillögur að kennsluháttum. Þá þykir rétt að sníða efnið þannig að henti til kennslu í skólabúð- um. Flutningsmenn telja að mikið efni varðandi umhverfismál sé þegar til og má þar nefna „Græna bakpokann“. Þeir telja að mikil- vægt sé að skátar styrki ímynd sína á þessu sviði og taki frum- kvæði sem ella kunni að falla í hlut annarra samtaka.“ ój Sexmannanefnd ákveður kjötverð: Nautgnpakjöt lækkar um 13% að meðal- tafi vegna offramleiðslunnar - grundvallarverð sauðíjárafurða lækkar um 1% Sexmannanefnd ákvaö fyrir helgina nýtt verð á sauðfjár- afurðum og nautgripakjöti. Grundvallarverð til bænda á kindakjöti og nautgripakjöti lækkar en lækkunin á naut- gripakjöti er mun meiri. Nýr búvörusamningur kveður á um 4% hagræðingarkröfu á sauð- fjárbændur og nú hefur náðst samkomulag um að hliðstæð hagræðing komi til fram- kvæmda hjá sláturleyfishöfum. Grundvallarverð á sauðfjár- afurðum til bænda lækkar um 1%. Frá og með 1. september færðust niðurgreiðslur á sauðfjár- afurðum til neytenda af heild- sölustigi í beinar greiðslur til framleiðenda. Við þetta lækkuðu niðurgreiðslur lítillega en bændur hafa lagt mikla áherslu á að þessi breyting leiði ekki til hækkunar á verði kindakjöts til neytenda. Með hagræðingu sem nást á fram hjá sláturleyfishöfum er séð til þess að heildsöluverð á kinda- kjöti verði óbreytt og smásölu- verð þurfi ekki að hækka. Breytingarnar á verðlagi naut- gripakjöts eru stórvægilegri. Meðaltalslækkun frá gildandi verðlagi er 13% en framleiðend- ur höfðu sjálfir farið fram á þessa verðlækkun vegna birgðastöðu. Þetta þýðir að grundvailarverð nautgripakjöts hefur lækkað um samtals 18% að meðaltali síðustu 12 mánuði. Lækkunin kemur þannig fram að eftir því sem kjötgæðin eru lakari, þeim mun meiri er lækk- unin. Fyrsti flokkur ungneyta- kjöts lækkar um 4% frá gildandi verði en lökustu flokkar vinnslu- kjöts um allt að 30%. Fyrsta flokks ungneytakjöt mun eftir verðbreytingu kosta 317,03 kr/ kg, þ.e. lækkun um 15% frá verðinu 1. september í fyrra. Algengasti flokkur vinnslukjöts mun taka 20% verðlækkun frá því sem var 1. september í fyrra og kostar kílóið af þessu kjöti 262,58 kr. Grundvallarverð á kindakjöti eftir verðlækkun verður 217,63 kr/kg í algengasta flokki dilka- kjöts en verð algengasta vinnslu- kjöts verður 139,28 kr/kg. Slátur munu kosta 285,03 kr. Verðákvörðun sexmanna- nefndar gildir í sauðfjárafurðum til næsta hausts en hvað varðar nautgripakjötið gildir hún til næstu þriggja mánaða. JÓH íslandsbanki: Stjómendamót á Akureyri Fundur stjórnenda íslands- banka eða stjórnendamót eins og það nefnist innan bankans hófst á Akureyri í gærmorgun og lýkur síðdegis í dag. Fund- inn sækja um 50 manns, æðstu stjórnendur bankans og for- stöðumenn deilda auk forstöðu- manna útibúa um allt land. Slík mót stjórnenda bankans eru haldin tvisvar til þrisvar á ári og lögð áhersla á koma saman fjærri hinum daglega erli og hafa yfirbragð þeirra létt og ánægjulegt. Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, sagði í samtali við Dag að á fundum sem þessum væri fjallað um þau mál er vinna ætti að í næstu framtíð og einnig væru lögð drög að áætlunum fyrir næsta ár. Að fundinum loknum væri síðan unnið frekar úr þeim hugmyndum er til umræðu væru og lyki áætlanagerð um áramót. Á þessum fundi yrði sérstaklega Tjallað um nýja starfsmanna- stefnu bankans og svonefnd starfs- mannaviðtöl sem verða nýbreytni í tengslum starfsmanna og yfir- manna þeirra. Þá yrði einnig fjallað um nýtinguna á útibúaneti bankans - lagt mat á þá reynslu er fengin væri og rætt um hvort tilefni séu til einhverra breytinga. Auk framangreindra atriða verð- ur rætt um leiðir til að lækka reksturskostnað bankans og einnig hvað gera megi í framtíðinni til að komast hjá verulegum af- skriftum útlána. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.