Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 15. september 1992 - DAGUR - 13 Gigtarfélag íslands safnar fé í vísindasjóð - talið að um 50 þúsund Islendingar séu með gigt í tilefni Norræna gigtarársins hyggst Gigtarfélag íslands safna fé í vísindasjóð félagsins til að efla gigtarrannsóknir hérlendis. Sendir hafa verið gíróseðlar inn á velflest heimili í landinu og þess farið á leit við landsmenn að þeir styðji við bakið á Gigtarfélaginu við framgang' þessa þjóðþrifa- máls. En eina raunhæfa leiðin til að koma í veg fyrir gigt er að gigtarrannsóknir verði verulega efldar. „Aðstæður á íslandi til gigtar- rannsókna eru af ýmsum ástæð- um taldar ákjósanlegar. Við höf- um sérstöðu vegna fámennis sem auðveldar faralds- og erfðafræði- legar rannsóknir á gigtarsjúk- dómum. Það auðveldar einnig gigtarrannsóknir hér á landi að ættartölur eru sæmilega skráðar, ættfræðiáhugi almennur og einnig er fólk mjög skilningsríkt hvað rannsóknir varðar og samstarfs- vilji í þeim efnum er góður. Af þessum ástæðum er það álit margra að hérlendir vísindamenn hafi góða möguleika á að taka frumkvæði á alþjóðlegum vett- vangi á vissum rannsóknarsvið- um við lausn gigtargátunnar. Til þess að það megi verða þarf að koma hér á fót öflugum vísinda- sjóði,“ segir í frétt frá Gigtar- félagi íslands. „Aætlað er að a.m.k. 50 þús- und íslendingar séu með gigt og að það myndi spara þjóðarbúinu a.m.k. 10 milljarða ef hún yrði fyrirbyggð. Auk þess myndi stór hópur manna losna við ómældar þjáningar. Það er því til mikils að vinna að efla gigtarrannsóknir en til þess að það megi verða þarf þjóðin að gefa sjálfri sér öflugan vísindasjóð til styrktar slíkum rannsóknum. Gigtarfélag íslands heitir á landsmenn að taka þátt í þeirri uppbyggingu með því að greiða heimsenda gíróseðla. Með því að styrkja vísindasjóð Gigtar- félagsins sýnir fólk fyrirhyggju, það stuðlar að því að komið verði í veg fyrir þjáningar og tekur þátt í því að spara þjóðarbúinu veru- lega fjármuni í framtíðinni,“ seg- ir ennfremur í frétt Gigtarfélags- ins. -Jk* níiBiaiaísiaw I ^^!:■;;■i;■■;;■;;■;;^■;;■;;■■;;■:;■;;^■!;^;;^i;■■ ■ MENNTASKOLINN A AKUREYRI Frá Menntaskólanum á Akureyri Vegna misritunar á símanúmeri skólans skal tekið fram að símanúmer Menntaskól- anSáAku Y S11433 Dans - Dans Nú koma allir að dansa use JmQ i y\\p fiffkvað |yrir alla. B a riaad a ns a r, yrvgsf 3]a am. C\'óvn\i\ darvsamiks S a m kvaam i s d a n s a t\ Rock — Tjuff. •Hip -Hopy j'mmkald og byrjuu. Scruamskeið í suðum amerískum döusum. ^Allat4 nanan upplýsinc^av í síma 2ÓÓ24 milli kl. 13 O0 18. Síðusfu iuu^ifuuai^dagai*. SiguTjcTg D.S. D.J7. Tónleíkar Jónas Ingimundarson píanóleik- ari heldur tónleika á Breiðumýri miðvikudaginn 16. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Skólamelstari. i/§\°c Tónlistarskóli Eyjafjarðar Innritun fer fram í grunnskólunum á starfs- svæði skólans dagana 15.-17. sept. kl. 10.00-12.00. Hver nemandi þarf að greiða staðfestingargjald kr. 3.000. Kennsla hefst mánudaginn 21. sept. Skólastjóri. GLERÁRSKÚLI : Til foreldra nemenda í Glerárskóla Glerárskóli boðar til kynningafunda með foreldrum barna í 5., 6., 8., 9. og 10. bekk þriðjudaginn 15. september. Miðvikudaginn 16. septembereru fundir með foreldrum barna í 12., 3., 4. og 7. bekk. Fund- irnir byrja bæði kvöldin klukkan 20.00. Fundarefni er m.a. kynning á námsefni, útivist o.fl. Nemendur 10. bekkjar verða með kaffisölu á fundunum til styrktar ferðasjóði sínum. Skólastjóri. Fulltrúakjör Samkvæmt lögum Verkalýðsfélagsins Einingar fara kosningar fulltrúa félagsins á 37. þing Alþýðusam- bands íslands fram að viðháfðri allsherjaratkvæða- greiðslu í samræmi við reglugerð A.S.Í. um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 20 fulltrúa á þingið, sem haldið verður á Akureyri, dagana 23. og 27. nóvember nk. Framboðslistar, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfull- trúa í samræmi við framanskráð og jafnmarga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins að Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en ki. 12 á hádegi fimmtudag- inn 1. október nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 14. september 1992. Verkalýðsfélagið Eining. Faöir okkar, JÓN LAXDAL, frá Meðalheimi, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju, miðvikudaginn 16. september kl. 13.30. Guðný Laxdal, Oddný Laxdal, Þorgerður Laxdal, Hlaðgerður Laxdal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.