Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 16
II Kodak ^ Express Gæöaframköllun FYRIR ÞA SEM GERA KROFUR ^ ^Peóíomyndir^ Skipagötu 16 - Sími 23520 Um 40 fengu atvinnuleysisbætur á Siglufirði 17. ágúst til 4. september: Eðli atvirmuleysis hér á landi að verða eins og í Evrópu - segir Kolbeinn Friðbjarnarson „Atvinnuleysi hér áður fyrr var tímabundið og staðbundið. Nú skiptir ekki máli hvar borið er niður, það er allsstaðar orð- ið varanlegt atvinnuleysi allt árið. Mér sýnist því að eðli atvinnuleysis sé að verða ann- að og líkara því sem þekkt er niður í Evrópu, þ.e. að fastur hluti atvinnubærra manna sé án atvinnu, með öllum þeim hörmungum sem því fylgir,“ sagði Kolbeinn Friðbjarnar- son, hjá Verkalýðsfélaginu Vöku á Sigiufirði. Fyrir tímabilið 17. ágúst til 4. september sl. fengu 38 greiddar atvinnuleysisbætur hjá Verkalýðs- félaginu Vöku á Siglufirði. Kol- beinn segir að í þessum hópi séu meðal annars sjómenn, vöru- flutningabílstjórar og verkafólk sem komið er yfir sextugt. Þá hafi fólk innan við tvítugt fengið greiddar bætur. Hann segir að fólk sem komið er yfir sextugt og missi þá atvinnuna eigi núorðið mjög erfitt með að fá vinnu á nýjan leik. „Petta á fyrst og fremst við um verkafólk," segir Kolbeinn. Kolbeinn segir að tala fólks á atvinnuleysisskrá hafi verið nokk- uð svipuð undanfarin misseri, á bilinu 30 til 60. „Þetta hefur verið svona frá árinu 1989 og ég sé ekki að það sé neitt að birta til í þess- um efnum. Það virðist vera orðið varanlegt atvinnuleysi og ef eitthvað er þyngist það í vetur, “ sagði Kolbeinn. Stundum er talað um eðlilegt eða náttúrulegt atvinnuleysi vegna tilfærslna fólks á milli starfa, en Kolbeinn segir að í sín- um huga sé atvinnuleysi aldrei eðlilegt. „Ég tel það frekar eðli- legt ástand þegar er umframeft- irspurn eftir fólki í vinnu. Frá því um 1970 til 1988 eða 1989 var atvinnuleysi nánast óþekkt hér á Siglufirði og frekar umframeft- irspurn eftir vinnuafli. Það var að mínu mati eðlilegt ástand,“ sagði Kolbeinn. óþh Blönduós: Boðuðu verkfaJIi frestað um viku - samningafundur fyrirhugaður á fimmtudag Verkalýðsfélag Austur-Hún- vetninga hefur frestað boðuðu verkfalli um viku en það átti að hefjast í gær. Eins og skýrt var frá tókust samningar á milli verkalýðsfélagsins og Sölufé- Iags Austur-Húnvetninga fyrir helgi og kom því ekki til verk- falls hjá sláturhúsinu og mjólk- ursamlaginu á Blönduósi. Að sögn Valdimars Guð- mannssonar, formanns Verka- lýðsfélags Austur-Húnvetninga, hefur verið boðaður fundur deilu- aðila næstkomandi fimmtudag en ekkert hefur miðað í samkomu- lagsátt hingað til. Eftir að samið var við Sölufélagið nær boðað verkfall meðal annars til rækju- vinnslunnar Særúnar, Húnfjörðs auk nokkurra smærri fyrirtækja. ÞI Súkkulaðiverksmiðjan Linda: Greiðslustöðvun í tvo mánuði - unnið að sölu fasteigna og öflunar nýs hlutajár Súkkulaðiverksmiðjan Linda á Akureyri fékk í gær greiðslu- stöðvun til 10. nóvember næst- komandi. Verksmiðjan hefur verið í greiðslustöðvun síðustu þrjár vikur. O VEÐRIÐ Áframhaldandi norðanátt, svalt og hætt við næturfrosti voru skilaboð Veðurstofunnar fyrir daginn í dag. Um 995 mb. lægð var um 200 km. norð- austur af Langanesi og um 1020 mb. hæð yfir Grænlandi. í dag er gert ráð fyrir norðan golu eða kalda með lítilsháttar rigningu og slyddu til fjalla á Noröur- og Austurlandi. Hiti á landinu verður á bilinu 4 til 12 stig yfir daginn en fer niður undir frostmark í nótt. Linda fékk greiðslustöðvun 20. ágúst síðastliðinn og þá til þriggja vikna. Á þessum tíma átti að kynna skuldhöfum aðgerðir sem ráðast á í til lausnar fjárhags- vanda fyrirtækisins og var það gert í síðustu viku. Engin athugasemd var gerð af hálfu skuldhafanna og því var málið lagt fyrir Héraðs- dóm Norðurlands eystra og veitti hann fyrirtækinu í gær greiðslu- stöðvun til tveggja mánaða. Sam- kvæmt upplýsingum blaðsins fel- ast væntanlegar aðgerðir í sölu fasteigna og öflun nýs hlutafjár. JÓH ,Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur' Tungurétt í Svarfaðardal. Norðan beljandi og úrkoma á gangnamenn í Fjörðum: Meðalfallþungi líklega minni en á síðasta hausti „Þessum göngum má lýsa meö því aö segja að það var slydda og kuldi á öllu leitarsvæðinu og snjór í fjöllum og eitthvað af fé hefur komið niður en ég er ekki viss um að fjárskaðar hafi orðið meiri hér eftir júní- hretið en þá kom í ljós,“ sagði Jón Stefánsson bóndi að Gönguskörðum í Skagafírði. Göngur gengu mjög vel á Tröllaskaga en gengið var á föstudag og laugardag og réttað í Tungurétt í Svarfaðardal um hádegið á laugardag. Veður var miklu skaplegra en það hafði ver- ið dagan þar á undan en að vísu rigndi nokkuð en ekki til veru- legra trafala. Fé var lítið komið niður, hélt sig mjög víða upp í snjórönd. Um þúsund fjár var í Tungurétt og er heldur að fjölga aftur eftir að allt sauðfé var skor- ið niður í Svarfaðar- og Skíðadal vegna riðuveiki. Sláturfé úr Svarfaðardal fjölgar mjög milli ára, er nú um þrefalt fleira en haustið 1991 en jöá var fyrst slátr- að að einhverju marki eftir niður- skurðinn. Gangnamenn úr Höfðahverfi hrepptu afleitt veður í Fjörðum, norðan beljandi og úrkoma allan tímann og skyggni lítið enda var talað um það í réttunum að heimtur væru mjög daprar og lömbin rýrari en í fyrra. Ekki fannst neitt fleira af dauðu fé eft- ir áhlaupið sem gerði seinni hluta júnímánaðar enda sáu gangna- menn lítið frá sér og fóru eins lít- ið um og þeir frekast máttu. Mjög vetrarlegt er nú orðið víða, t.d. er Leirdalur alhvítur og eins og um hávetur að litast inn á Þjófadal. Óli Valdimarsson sláturhús- stjóri segir að við fyrstu skoðun virðist svo sem meðalfallþungi verði minni en í fyrra en þá var hann mjög góður, 15,4 kg, og lík- ur á að hann fari allt niður í 14,5 kg- Fé virðist hafa farið einna verst í utanverðum Fnjóskadal og í Höfðahverfi á veðuráhlaupið í júní þar stærstan hlut að máli. Hins vegar telur Óli nokkuð snemmt að segja til um það því Kindakjöt: Salan langt imifram áætlun Sala kindakjöts dróst ekkert saman milli verðlagsáranna 1990/1991 og 1991/1992. Bæði árin seldust tæp 8.400 tonn. Þetta þýðir að birgðastaða kindakjöts er nú mun betri en hún var við síðustu verðlags- áramót, eða um 300 tonn nú í stað 1400 tonna 1. september í fyrra. Þetta er niðurstaða af bráða- birgðauppgjöri sem nú liggur fyrir. Um tíma voru horfur á að sala á kindakjöti drægist saman um 500 tonn milli ára en talið er að birgðalækkunina megi rekja til aukinnar sölu til verslana og þess að aðilár í kjötvinnslu hafi leitast við að birgja sig upp af kindakjöti áður en nýr búvöru- samningur gekk í gildi. Með þessari kerfisbreytingu sem varð um mánaðamótin féll verðábyrgð ríkissjóðs niður og framleiðsla og sala sauðfjár- afurða og mjólkurafurða verður framvegis á ábyrgð bænda og afurðastöðva. Liður í þessum breytingum er að birgðastaða kindakjöts væri að hámarki 500 tonn þegar verðábyrgðin félli niður og allt kindakjöt umfram það flutt út. Ljóst er því að ekki kemur til þessa. JÓH t.d. sé ekkert fé ennþá komið til slátrunar úr utanverðum Eyja- firði. Hæsti meðalþungi hjá Slát- urhúsi KEA var í fyrra úr Svarf- aðardal, en fyrstu lömbin koma ekki þaðan til slátrunar fyrr en á föstudag. GG Framhaldsskólinn á Húsavík: Fimm ára afmæli í dag í dag eru fímm ár liðin síðan Framhaldsskólinn á Húsavík var settur fyrsta sinn. Á þess- um árum hefur nemendum skólans fjölgað mikið og hratt, fyrsta árið voru þeir 44 en eru 188 í haust. í tilefni afmælisins verða haldnir tónleikar í sal barnaskól- ans í kvöld. Þar leikur Jónas Ingi- mundarson á píanó en allir bæjarbúar eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Jónas Ingimundarson mun koma í skólann, leika fyrir nemendur og spalla við þá um tónlist kl. 10 árdegis. Vegleg afmælisterta verður á borðum og ávörp flutt, að viðstöddum nemendum og kennurum, og einnig eru allir velunnarar skól- ans velkomnir. Öll gömul skólaspjöld sem til eru og tengjast sögu unglinga- fræðslu á Húsavík allt frá 1906 hafa verið hengd upp í göngum skólans. Þetta eru spjöld frá Lýð- skóla Benedikts Björnssonar, Gagnfræðaskóla Húsavíkur og Framhaldsskólanum á Húsavík. Fram fer samkeppni milli nem- enda skólans um hverjir geta fundið flesta frændur á spjöldun- um, þremenninga eða skyldari. Sá sem finnur flest ættmenni sigr- ar og hlýtur sæmdarheitið; Þing- eyingur Framhaldsskólans á Húsavík 1992-93. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.