Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 15. september 1992 - DAGUR - 5 Fra formlegri opnun söluskrifstofunnar á Akurcyri. F.v. Anna Guðmundsdóttir, sölustjóri, þa vinningshafarmr Ingibjörg Tryggvadóttir og Björk Viðarsdóttir og starfsstúlkurnar Sigríður Sigtryggsdóttir, Guðlaug Ringsted og Sigríður Hjartardóttir. Mynd: Golli Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn: Opnar söluskrifstofu á Akureyri Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur opnað söluskrifstofu á Akureyri. Til þessa hefur Ferðaskrifstofa Akureyrar haft með höndum umboð Úrvals- Útsýnar í bænum en nú hefur fyrirtækið hafið sjálfstæða starfsemi. Söluskrifstofa Úrvals-Útsýnar hefur verið tengd móðurtölvu ferðaskrifstofunnar og getur starfsfólk því gefið nákvæmar upplýsingar úm ferðamöguleika í viðurvist viðskiptavina. Úrval- Útsýn vill sérstaklega,, þakka Gísla Jónssyni, framkvæmda- stjóra Ferðaskrifstofu Akureyrar, fyrir góða samvinnu undanfarin ár en breytingar þær sem nú eru kynntar, voru framkvæmdar í nánu samstarfi við hann. Starfsfólk FA mun starfa áfram hjá Úrval-Útsýn og afgreiðslustjóri söluskrifstofunnar á Akureyri er Anna Guðmunds- dóttir. í tilefni af formlegri opnun söluskrifstofunnar á Akureyri dró fyrirtækið út nöfn tveggja farþega sem bókað höfðu ferð til Edinborgar beint frá Akureyri. Þær Björk Viðarsdóttir, Helga- magrastræti 40 og Ingibjörg Tryggvadóttir, Hafnarstræti 88, voru þær heppnu og fengu and- virði Edinborgarferðarinnar endurgreitt að fullu. Einnig afhenti Anna Guð- mundsdóttir forsvarsmanni Félags eldri borgara, Aðalsteini Óskars- syni, ferðavinning fyrir tvo til Kanaríeyja með Urvali-Útsýn en vinninginn hefur félagið til frjálsrar ráðstöfunar. Þess skal að lokum getið að Úrval-Útsýn mun greiða Akur- eyrarbæ aðstöðugjald af þeirri starfsemi ferðaskrifstofunnar sem fram fer á Akureyri. (Úr fréttatilkynningu) Safnaðarheimili Akureyrarkirkju: „Mömmumorgnar“ heíjast að nýju tátiljur og legghlífar í marsmánuði 1991 var hleypt af stokkunum nýstárlegri starfsemi í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. Þar var um að ræða eins konar opið hús á miðvikudags- morgnum þar sem foreldrar gátu komið með börn sín og dvalið með þeim í safnaðarheimilinu í tvo tíma. Fyrirfram var gert ráð fyrir að það yrðu einkanlega mæðurnar sem nýttu sér þctta og kom það á daginn. Starfsemin hlaut því nafnið „mömmumorgn- ar“. Fyrirhugað er að „mömmu- morgnarnir" hefjist að nýju í þessari viku eftir sumarhlé og verði á dagskrá á miðvikudögum frá kl. 10.00-12.00 flestar vikur í vetur. Ekkert aldurstakmark er, og má sem dæmi nefna að síðast- liðinn vetur komu börn frá 3ja vikna aldri og upp í 11 ára með mömmu sinni eða jafnvel ömmu. Gert er ráð fyrir að öðru hverju verði fengnir sérfræðingar til að fjalla um ýmislegt er varðar börn, barnauppeldi, heintilið og fjölskylduna. Þess á milli verða „frjálsir tímar“. I safnaðarheimilinu er ágæt leikaðstaða fyrir börnin og tals- vert af leikföngum, þannig að börnunum ætti ekki að leiðast. Eins og síðastliðinn vetur leggur Akureyrarkirkja til aðstöðuna, kaffi og te fyrir foreldrana og djús handa börnunum en skipu- „Möinmumorgnar“ eru ætlaðir börnum á öllum aldri og foreldrum þeirra. Mynd: Golli lag og framkvæmd starfseminnar er alfarið í höndum foreldra barnanna. Fyrsti „mömmumorgunn“ vetr- arins verður sem sagt í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju á morg- un kl. 10.00-12.00 og eru foreldr- ar á Akureyri hvattir til að mæta með börn sín og taka þátt í starf- inu. Úrval af íþrótta- skóm Já! Ekki öðruvísi... Eins og flestir vita, stendur yfir áskrift- arherferð og kynning á blaðinu okkar á Norðurlandi, svo nú er blaðinu dreift í stórauknu upplagi. Við á auglýsingadeild viljum vekja athygli á þessu. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 11.00 daginn fyrir útgáfudag, nema í helgar- blaðið, skilafrestur í það blað er til kl. 14.00 á fimmtudögum. auglýsingadeild sími 24222. Opið frá kl. 08.00-17.00 virka daga nema föstudaga frá kl. 08.00-16.00. Einnig er opið í hádeginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.