Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 15.09.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 15. september 1992 Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Frostagata 3 b, b- og c-hl., Akureyri, þingl. eigandi B.M. bílamálun hf., gerðarbeiðendur Iðnlánasjóður og Alm. verkfræðistofan hf., 18. sept- ember 1992 kl. 13.30. Goðabyggð 7, Akureyri, þingl. eig- andi Jóna Vignisdóttir, gerðarbeið- endur Lífeyrissjóður málm- og skipasmiöa, Vátryggingafélag íslands hf. og innheimtumaður ríkissjóðs v/bifreiðagjöld, 18. sept- ember 1992 kl. 15.00. Hafnarstræti 23, e.h., suðurendi, Akureyri, þingl. eigendur Ragnar Þór Björnsson og Kamilla Ragnars- dóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingar- félag Islands hf„ 18. september 1992 kl. 13.45. Hafnarstræti 86 a, neðsta hæð, Akureyri, þingl. eigandi Gylfi Garð- arsson, gerðarbeiðandi Líftrygg- ingafélagið Andvaka, 18. septem- ber 1992 kl. 14.00. Minning cjLDagrún U Fædd 7. i m Jónsdóttir Harder Fædd 7. febrúar 1945 - Dáin 21. ágúst 1992 Þann 21. ágúst sl. lést á St. Markuskrankenhaus í Frankfurt, Dagrún Jónsdóttir Harder. Dag- rún hafði þá um nokkurra mán- aða skeið barist hetjulega fyrir lífi sínu. Þeirri baráttu lauk þó með ósigri hennar. Síðastliðin 25 ár bjó Dagrún ásamt manni sínum, Jens Uwe Harder í Þýskalandi. Hjá þeim sannreyndum við að viskan um hjartarúmið og húsrúmið á við rök að styðjast. Það var einstak- lega gott að koma til þeirra og ekkert virtist þeim Dagrúnu og Uwe finnast eðlilegra og sjálf- sagðara en að við hefðum á heim- ili þeirra alla okkar hentisemi og í svo langan tíma sem við óskuð- um. Alltaf leitaðist Dagrún við að mæta þörfum allra gesta sinna og uppfylla óskir þeirra. Einn úr hópnum varð veikur meðan á dvölinni stóð og fékk hann meiri umhyggju og betri aðhlynningu en hann átti að venjast undir sömu kringumstæðum. Yngsti gesturinn hafði áhuga á dýralíf- inu í garðinum. Dagrúnu fannst jafn eðlilegt að krjúpa með barn- inu í garðinum og stunda með því dýralífsrannsóknir, eins og það var sjálfsagt að leiðbeina og sinna fullorðna fólkinu hvað varðaði áhugamál þess. Þannig var að koma til Dagrúnar. Dagrún hafði ljúfa kímnigáfu og það var notalegt að hlæja með henni. Hún hafði auga fyrir því sem var spaugilegt, sérstak- lega því sem sprottið var af til- gerð og sýndarmennsku. Þetta tvennt var henni sjálfri mjög fjarri. Hún var hrein og bein. Þó var það ekki svo að hún gleypti fólk í fyrsta skipti sem hún hitti það. Fjarri því. Það tók tíma að kynnast henni, en það var vel þess virði að vinna sig inn fyrir veggi feimni, sem hún reisti stundum í kringum sig. Það var ríkur maður sem átti rúm í hjarta hennar. í biblíunni stendur: „Sjá ég geri alla hluti nýja.“ Dagrún er loks laus við þjáningar þessa heims og er farin að takast á við verkefni á nýjum stað. Fjölskyld- urnar Vökulandi, Kommu og Punkti biðja herini blessunar í nýjum heimkynnum um leið og þær votta Uwe samúð sína. Stefán, Vaka, Ingibjörg Ösp og Gunnur Ýr. Keilusíða 7 h, Akureyri, þingl. eig- andi Marta E. Jóhannsdóttir, gerð- arbeiðendur Ríkisútvarpið og Hús- IvVIKMYNDARYNI næðisstofnun ríkisins, 18. septem- ---------- Jón Hjaltason FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐÁHVERN VINNINGSHAFA 1. SalS , 0 2.614.689,- 2.4^ W 6 75.649,- 3. 4af5 203 3.857,- 4. 3af5 5.498 332,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.676.890.- upplýsingar:Símsvari91 -681511 lukkulIna991002 Hlutavelta til styrktar Þór Þeir Elvar Magnússon og Vilhclm Einarsson héldu nýlega hlutaveltu til styrktar íþróttafélaginu Þór á Akureyri. Alls söfnuðu þessir hörðu Þórsarar 2.430.- krónum. MyndiGom ber 1992 kl. 15.15. Brekkugata 25, miðhæð, Akureyri, þingl. eigendur Stefán Þorsteinsson og Anna Björnsdóttir, gerðarbeið- andi P. Samúelsson hf„ 18. sept- ember 1992 kl. 13.30. Hjarðarslóð 6 d, Dalvík, þingl. eig- andi Sævar F. Ingason, gerðarbeið- andi Húsnæðisstofnun ríkisins, 18. september 1992 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Akureyri 14. september 1992. Harður nagli frá írlandi Borgarbió svnir: Slagsmálahundana (Gladiator). Aðalhlutverk: Jaines Marshall og Cuba (iooding. Columbia Pictures 1992. Eg hef víst nefnt það einhverntíma áður að íþróttamyndir frá Holly- wood einkennast af heldur leiðin- legri hugmyndafræði sem er í jafn mikilli andstöðu við sannan íþróttaanda og eldur og vatn. svart og hvítt. I forgrunni eru íþrótta- mennirnir. sumir áberandi góðir í sálinni. aðrir ferlega vondir og ófyrirleitnir. Hinir síðarnefndu svífast einskis til að hafa sigur og um tíma eru góðu gæjarnir fórnariömb þeirra en umbreytast um síðir í ósigrandi hefnendur. í iaun er enginn eðlismunur á þess- ari sögu og hinni sem snýst um glæpi: morð og önnur ódæði. Sviðið er eitthvað öðruvísi en annað er það nú ekki. I raun á íþróttabíóið eftir að rífa sig laust svo um munar frá þessari venju- legu hasarmynda-formúlu - Slags- málahundarnir er fjarri því að ríða þar á vaðið. Hún er venjuleg að allri uppbyggingu. Góðir gæjar takast á við verulega vonda. glæpireru framdir. níðst á vinum og vandamönnum og góðirgæjar reyttir til reiði. Sviðið er hnefaleikahringurinn þar sem ungir piltar eru látnir reyna með sér við aðstæður sem engin íþróttayfirvöld myndu samþykkja. Inn í þessa undir- heima hnefaleikanna gengur Tommy (James Marshall) nauð- ugur. Hann er hvítur á hörund og af írsku hergi brotinn sem leiðir hugann að annarri goðsögn sem fest hefur rætur í Hollywood. nefnilega þeirri að írar séu miklir áflogahundar og hörkutól. og það töluvert umfrain aðra menn. Tommy verður bráðlega leiksopp- ur vondu mannanna. í og með vegna hæfileika sinna en þó mest vegna hörundslitar. Stjórnendur undirheima-boxins (sem eru hvít- ir) byrja að láta sig dreyma um að nú sé loksins kominn fram á sjón- arsviðið hvítur hnefaleikari sem jafnað geti um negrana. Tommy er þó ekki reiðubúinn að gerast „hvíta vönin" og bætir ekki úr skák þegar liann kynnist hinum þeldökka Lincoln (Cuba Gooding) Cuba Cooding og James Marshall cftir gófia þrckæflngu. sem á að verða helsti keppinautur hans í hringnum. Slagsmálahundarnir er ekki annað en gróf hasarmynd. ágætis skemmtun þó en ansi mikið fyrirsjáanleg. Að vísu lá við að ég tapaði veðmáli þegarég vogaði mér i hálfleik að spá af nokkurri djúpúðgi um niðurlag myndarinn- ar sem varð auðvitað jafn hrátt og auðsætt og undanfarinn hafði ver- ið. James Marshall fór í gcgnum sína rullu með sama lagi og Eastwood túlkar Harry hinn óhreina en þvf iiiiður l'ékk C'uba Gooding alls ekki það olnhoga- rými sem hann á skilið. Mér segir svo hugur um að þar fari verulega góður leikari og er vonandi að hann verði ekki látinn gjalda litar- háttar í framtíðinni. Frá Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar Umsóknir um félagslegar eignaríbúðir og félagslegar kaupleiguíbúðir Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar auglýsir eftir umsóknum í félagslegar eignaríbúðir. Athygli umsækjenda er vakin á því að umsóknar- frestur verður opinn allan ársins hring. Umsóknir eru gildar þar til húsnæðisnefnd hefur svarað umsækj- endum skriflega. Réttur til að kaupa félagslega eignaríbúð er bundinn við þá sem uppfylla eftirtalin skilyrði: a. Eiga ekki íbúð fyrir eða samsvarandi eign í öðru formi. b. Hafa haft í meðaltekjur síðustu þrjú árin 1989, 1990 og 1991 áður en úthlutun fer fram eigi hærri fjárhæð en 1.509.472 kr. fyrir einstakling og 137.523 kr. fyrir hvert barn innan 16 ára. Viðmiðunarreglur hjóna eru 25% hærri en hjá einstaklingum eða 1.886.840 kr. Tekju- mörk þessi eru ákvörðuð hjá húsnæðismálastjórn í upphafi hvers árs. c. Greiðslugeta umsækjenda er metin hjá húsnæðisnefnd sveitarfélags og við úthlutun er við það miðað að við- komandi fái ekki dýrari íbúð en greiðslumat segir til um. d. Eiga lögheimili á Akureyri þegar úthlutun fer fram. Heimilt er að víkja frá ákvæði a-liðar þegar um er að ræða umsækjendur sem búa við ófullnægjandi húsnæðisað- stæður. Ennfremur er heimilt að víkja frá a- og b-liðum þegar umsækjendur hafa orðið fyrir meiri háttar röskun á högum og hafa vegna fráfalls maka eða af öðrum ástæð- um lækkað svo í tekjum að þeir geta ekki haldið íbúðum sínum. Umsóknum um lán samkvæmt þessari málsgrein skal fylgja umsögn félagsmálaráðs í hverju sveitarfélagi eða viðkomandi sveitarstjórn. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofunni, Skipagötu 12, 3. hæð, sími 25311. Opnunartími skrifstofunnar er mánudaga til föstu- daga kl. 10-12 og 13-16.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.