Dagur - 06.10.1992, Side 3
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 3
Fréttir
Gagnrýni á fyrirætlanir samgönguráðuneytis um
viðgerðir á Heklu í Póllandi:
Atvinnustefnan látin víkja
fvrir tímabundnum hagsmunum
Samgönguráðuneyti og utan-
ríkisráðuneyti sæta harðri
gagnrýni Málms, samtaka
fyrirtækja í málm- og skipaiðn-
aði, en samtökin teija að
stjórnvöld séu sinnulaus gagn-
vart slæmri stöðu málm- og
skipasmíða hér á landi. í nýrri
yfirlýsingu samtakanna er jafn-
framt lýst eftir samræmdri
atvinnustefnu stjórnvalda, sem
taki mið af hagsmunum allra
atvinnugreina, þar á meðal
iðnaðar.
Mótmæli við samgönguráðu-
neytið eru sett fram vegna
áforma þess um að semja við
pólskt fyrirtæki um viðgerðir á
strandferðaskipinu Heklu. Félag-
ið bendir á að lægsta innlenda til-
boðið sé aðgengilegt og við bætist
hagræði sem því fylgi að láta
vinna verkið innanlands. Þá megi
einnig benda á að ýmsir skattar
og gjöld renni til innlendra aðila
ef verkið verði unnið hér á landi
auk margvíslegra óbeinna áhrifa
á aðra atvinnustarfsemi. „Þegar
allt þetta er talið hníga gild rök
að því að eðlilegt sé að taka
lægsta innlenda tilboðinu. Með
ákvörðun ráðuneytisins telur
félagið að enn einu sinni hafi
samræmd atvinnustefna vikið fyr-
ir þröngum og tímabundnum
hagsmunum. Þetta er þeim mun
alvarlegra þegar í hlut á ríkisvald-
ið sem með réttu ætti að horfa á
málið með hliðsjón af ríkjandi
atvinnuástandi."
Samtökin segja einnig að utan-
ríkisráðuneytið virðist hafa
gleymt því síðustu vikur og mán-
uði að hér á Iandi þrífist inálm-
og skipaiðnaður, sem eigi í vök
að verjast. Með samkomulags-
drögum sem fyrir liggi milli
EFTA og Póllands, og ísland hafi
tekið þátt í að móta, verði ekki
annað séð en veita eigi Pólverj-
um undanþágu frá almennu
banni við ríkisstyrkjum, a.m.k.
næstu fimm árin. Þetta þýði að
pólskur skipaiðnaður muni áfram
eflast og með fullu samþykki
íslenskra stjórnvalda geta boðið
verð í smíði og hugsanlega einnig
viðgerðir skipa sem staðfastur
grunur leiki á að sé stórlega
niðurgreitt.
JÓH
Sauðárkrókur og Varmahlíð:
Þjófar og hrekkjalómar á ferðiimi
Mikill mannfjöldi streymdi í
Skagafjörðinn til að vera við
Laufskálarétt í Hjaltadal. Fór
allt vel fram að mestu leyti.
Lögreglan þurfti þó að hafa
afskipti af nokkrum ungmenn-
um sem gerðu sér leik að því
að stela númerum af bílum á
Sauðárkróki. Voru þau einnig
með „óskagfirskan“ landa í
fórum sínum og er það mál nú
til rannsóknar. Einnig var
brotist inn í Vélaval í Varma-
hlíð um helgina.
Aðkomin ungmenni sem komu
til að vera viðstödd stóðréttina
voru staðin að því að stela núm-
erum af bílum á Sauðárkróki sl.
laugardag. Þegar lögreglan hafði
afskipti af þeim kom í ljós að þau
voru með aðkeyptan landa undir
höndum og er það mál nú til
rannsóknar hjá réttum aðilum.
Brotist var inn í Vélaval í
Varmahlíð um helgina og stolið
þaðan 5000 krónum og ýmsu
smálegu, s.s. símtækjum o.fl.
Ekki er vitað nákvæmlega hve-
Ekkert hefur enn afráðist í
málefnum Meleyrar hf. á
Hvammstanga. Búið er að
greiða Landsbankanum upp
afurðalánin. Rannsóknarlög-
reglan vildi ekki tjá sig um
rannsókn vegna meintra veð-
svika fyrirtækisins.
Guðmundur Tr. Sigurðsson
framkvæmdastjóri Meleyrar hf.
sagði í samtali við blaðið að á
nær atburðurinn átti sér stað þar
sem þetta uppgötvaðist ekki fyrr
en á mánudagsmorgun. Málið er
í rannsókn. sþ
föstudag hefði Landsbankanum
verið greiddur upp síðasti hluti
afurðalánanna og fyrirtækið því
að mestu skuldlaust við bankann.
Nú er beðið eftir svari frá Spari-
sjóði V-Hún. um afurðalán og er
það væntanlegt fljótlega. Haft
var samband við RLR vegna
kæru Landsbankans um meint
veðsvik Meleyrar hf. og vörðust
menn allra fregna. sþ
Meleyri hf.:
Beðið eftir svari
- búið að greiða skuldir við Landsbankann
Fríður hópur sveina í trésmíðaiðn tók á móti prófskírteinum um sl. helgi. Á myndinni eru 13 þeirra 19 sem út-
skrifuðust. Mynd: Robyn
Akureyri:
Nítján útskrifast sem sveinar í trésmíði
Nítján piltar hafa þreytt
sveinspróf húsasmiða það sem
af er árinu á Akureyri. Fyrri
hópurinn þreytti prófið í janúar
og sá síðari í júní sl. Skírteini
voru afhent með viðhöfn um
sl. helgi á Fiðlaranum.
Að sögn Guðmundar Ómars
Guðmundssonar, formanns
Trésmiðafélags Akureyrar, kom-
ast færri í trésmíðanám en vilja.
Miklar sveiflur eru í byggingar-
iðnaðinum og því eðlilegt að
byggingameistarar safni ekki
lærlingum að sér.
„I ljósi þessa er hópurinn stór,
sem fékk skírteini um helgina.
Piltarnir eru af Norðurlandi auk
tveggja frá Egilsstöðum. Sveins-
próf húsasmiða er tekið á tveim-
ur stöðum þ.e. í Reykjavík og
Akureyri, þrátt fyrir að í reglu-
gerð sé gert ráð fyrir að prófið
fari aðeins fram í Reykjavík. Ein
prófnefnd er starfandi, en þar
sem norðanmenn eiga varamenn
í nefndinni þá hefur verið sæst á
að prófa hér á Akureyri einnig.
Áður fyrr voru prófskírteini send
viðkomandi í pósti, en nú í tví-
gang höfum við haft annan hátt
á. Við höfum gert okkur daga-
mun sem um helgina í Fiðlaran-
um, enda ærin ástæða til. Stórum
áfanga er náð eftir fjögurra ára
nám,“ sagði Guðmundur Ómar.
ój
Skrifstofu- og
ritaraskólinn
Síðustu dagar
innritunar.
Upplýsingar í síma 96-27661
eftir kl. 18.00.
Stjórnunarfélag
islands
Bílar til sölu!
Cherokee Laredo m/öllu, árg. '88.
Skoda Favorit, árg. '89.
Skoda Favorit, árg. '90.
Skoda 120 L, árg. '87.
Daihatsu Charade, árg. '86.
Chrysler Le Baron, árg. '88.
Góðir greiðsluskilmálar.
Skálafell
Draupnisgötu 4 • Sími 22255.
Bridgefélag Akureyrar
Bautamót
Bautamót, þriggja kvölda tvímenningur,
hefst þriðjudagskvöldið 6. október.
Verðlaun mótsins gefur veitingahúsið Bautinn.
Þátttaka tilkynnist Páli Jónssyni í síma 21695
(vinnusími: 25200) eða Hermanni Tómassyni í
síma 26196 (vinnusími: 11710) fyrir kl. 13.00
þfiðjudaginn 6. október.
Spilamennska hefst kl. 19.30 og eru spilarar
hvattir til að mæta stundvíslega.
Stjórn Bridgefélags Akureyrar.
TÍMANNA TÁKN!
Alþjóðleg þjónusta ó Akureyri.
Umboðsaðili DHL á Akureyri er Flugfélag Norðurlands.
DHL-Hraóflutningar hf. og Flugfélag
Norðurlands bjóða þér nú þjónustu sem
fœr hlutina til að ganga hratt fyrir sig.
Þú slappar af í þeirri vissu að sendingin
þín er nánast komin á leiðarenda um
leið og húnfór af stað.Hafðu samband
og kynntu þér ótrúlega fjölbreytta
þjónustu í hraðflutningum.Við náum í
hlutina til þín og sleppum ekki hendinni
af sendingunni fyrr en hún er komin í
réttar hendur.
Itrasta öryggi í alla staði.
Efþú þarft að senda skjöl/pappíra eða
stærri pakka með hraði frá Akureyri,
þá hafðu samband við
DHL-Hraðflutninga hf.
WORLDWIDE EXPRESS4
SÍMI68 98 22/FAX68 98 65
Sími Akureyri: 96-12100