Dagur - 06.10.1992, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 6. október 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON,
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25689
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Þegar samráð og
samstöðu skortir
Sú efnahagskreppa, sem nú gengur yfir íslensk-
an þjóðarbúskap, verður alvarlegri með hverjum
deginum sem líður. Daglega berast fregnir af
fjöldauppsögnum í fyrirtækjum og gjaldþrotum
eða verulegum rekstrarerfiðleikum fyrirtækja
um land allt. Þegar er ljóst að veturinn sem í
hönd fer mun reynast mörgum afar erfiður og
fátt gefur tilefni til bjartsýni. Aðsteðjandi erfið-
leikar eru svo alvarlegir að ekkert nema sameig-
inlegt átak þjóðarinnar allrar getur leitt til þess
að úr rætist. Ríkisstjórn, stjórnarandstaða,
sveitarstjórnir, forsvarsmenn fyrirtækja og
verkalýðsfélaga og síðast en ekki síst
almenningur; allir þessir aðilar þurfa að leita
sameiginlegra lausna á þeim vandamálum sem
hvarvetna blasa við. Því miður bendir þó fátt til
þess að slík þjóðarsamstaða geti skapast hér á
landi. Meginskýringin á því eru einstrengings-
leg og hrokakennd vinnubrögð ríkisstjórnarinn-
ar það sem af er kjörtímabili hennar.
Ríkisstjórnin hefur kosið að hafa ekkert sam-
ráð við stjórnarandstöðu um mótun framtíðar-
stefnu í mikilsverðustu málaflokkum. Nægir í
því sambandi að nefna að fulltrúar stjórnar-
andstöðunnar eiga ekki aðild að nefnd um
endurskoðun fiskveiðistefnunnar. Sú nefnd er
jafnan kölluð „tvíhöfða nefndin" því hún er klof-
in í tvennt í afstöðu sinni til veigamestu atriða
sjávarútvegsstefnunnar. Starf nefndarinnar er
fyrir vikið að mestu unnið fyrir gýg og fullkomin
óvissa blasir við. í ríkisfjármálum er hið sama
uppi á teningunum. Þar deila stjórnarflokkarnir
um leiðir að settu marki og hringla með virðis-
aukaskattinn. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir stríði
við sveitarfélögin og stjórnarandstöðuna í þeim
efnum, sem svo mörgum öðrum. Forsvarsmenn
í atvinnulífinu og verkalýðsleiðtogar eru sömu-
leiðis margir hverjir mjög ósáttir við stjórnar-
stefnuna og þær leiðir sem ríkisstjórnin hefur
kosið að fara til að minnka ríkissjóðshallann.
Skoðanakannanir sýna ennfremur að ríkisstjórn-
in nýtur síminnkandi trausts almennings og nú
er svo komið að hún á mun fleiri andstæðinga en
stuðningsmenn.
Hér ber allt að sama brunni. Ef íslensku þjóð-
inni á að takast að vinna sig út úr þeim vanda
sem að henni steðjar, verða allir að leggjast á
eitt. Ekkert bendir hins vegar til þess að slík
þjóðarsamstaða sé svo mikið sem í sjónmáli.
Jafnframt er ljóst að með óbreyttri stjórnar-
stefnu verður þjóðarsamstaða um mikilvægustu
mál aldrei annað en fjarlægur draumur. BB.
Fokdreifar
Veflagigt - síþreyta
Árið 1992 er Norrænt gigtarár. Gigt er samheiti yfir
sjúkdóma sem talið er að einn af hverjum fimm íslend-
ingum muni fá um ævina. Þá eru 20% öryrkja gigtar-
sjúklingar. Flestir hafa heyrt um einstaka tegundir
gigtar, svo sem slitgigt, beinþynningu og liðagigt, en
gigtarsjúkdómar greinast í yfír hundrað undirflokka.
Þar má nefna iktsýki, rauða úlfa, fjölvöðvabólgu,
æðabólgur, hryggikt (hrygggigt), barnaliðagigt, þvag-
sýrugigt og vöðva- og vefjagigt. í tímariti Gigtarfélags
íslands (2. tbl. 1992), sérútgáfu í tilefni Norræna gigtar-
ársins, er fjallað um nokkra flokka gigtsjúkdóma og
m.a. vefjagigt, sem virðist vera síþreytusjúkdómur
ungra kvenna. Vefjagigt veitir ef til vill svör við áður
ósvöruðum gátum og Dagur birtir hér grein Árna Jóns
Geirssonar úr tímaritinu og reynslusögu danskrar konu
sem haldin er vefjagigt.
Nýr sjúkdómur?
Á undanförnum árum hafa lækn-
ar smám saman verið að gera sér
betur grein fyrir sjúkdómi sem
einkennist af stöðugri þreytu og
verkjum. Þessi sjúkdómur hefur
ýmist verið nefndur vefjagigt
(fibromyalgia) eða síþreytufár
(chronic fatigue syndrome).
Sennilega er hér um sama sjúk-
dóm að ræða þó svo að honum
hafi verið gefin tvö nöfn. Ein-
kenni sjúkdómsins, sem hér eftir
verður nefndur vefjagigt, hafa
verið þekkt í meira en heila öld
og gengið undir ýmsum sjúk-
dómsheitum en það var fyrst fyrir
u.þ.b. 10 árum að sjúkdómnum
var lýst nákvæmlega og rann-
sóknir á honum hófust.
Einkenni
Vefjagigt er fyrst og fremst sjúk-
dómur ungra kvenna en einungis
fimmti hver sjúklingur er karl-
maður. Flestir þeirra eru á aldr-
inum 20 til 50 ára. Langvinnir
verkir eru aðaleinkenni vefjagigt-
ar og byrja þeir oftast, eða virð-
ast verstir, í mjóbaki og í axlar-
grind. Verkirnir eru þó dreifðir
og finnast líka framan á brjóst-
kassa, um olnboga, yfir þjó-
hnöppum og við hné; langvinnur
höfuðverkur er líka mjög algeng-
ur. Almennur stirðleiki, sem oft
er verstur á morgnana, er til
staðar hjá flestum sjúklinga og
geta þeir verið svo stirðir að þeir
eiga erfitt með að komast fram úr
rúminu.
Svefntruflanir eru algengar
þannig að sjúklingarnir eiga erfitt
með að sofa og vakna oft upp eða
sofa laust. Við rannsóknir á
svefnháttum þeirra sem eru með
vefjagigt kemur í ljós að truflun
verður á svokölluðu 3. og 4.
svefnstigi sem er eiginlegur hvíld-
arsvefn. Afleiðingin er að fólkið
vaknar þreytt og sumir kvarta
yfir því að þeir séu þreyttari að
morgni en þegar þeir fóru í rúmið
kvöldið áður. Óeðlileg þreyta er
eitt aðaleinkenni sjúkdómsins og
lýsa sjúklingar henni sem algeru
magnleysi. Þreytan er oft svo
mikil að sjúklingum vaxa hlutir í
augum og þeir hætta því oft þátt-
töku í ýmsum athöfnum hins dag-
lega lífs.
Ýmis önnur einkenni fylgja
þessum sjúkdómi en þau eru þó
ekki eins algeng og þau sem
nefnd eru hér að framan. Þannig
kvarta margir um „órólegan
ristil“ og kviðverki, náladofa og
bjúg á höndum, kvíða, væga dep-
urð og einbeitingarskort.
Greining - rannsóknir
Greining sjúkdómsins byggist á
frásögn sjúklingsins og læknis-
skoðun. Líkamsskoðun leiðir í
ljós að liðir eru ekki bólgnir, eng-
an stirðleika er að finna í hrygg
og liðum og vöðvakraftur og skyn
eru eðlileg. Dreifð eymsli í
vöðvafestum á ákveðnum stöð-
um í hnakka, herðum, um oln-
boga, í þjóhnöppum og yfir læris-
hnútum eru einkennandi fyrir
sjúkdóminn. Útiloka þarf sjúk-
dóma með svipuð einkenni eins
og iktsýki, fjölvöðvabólgu og
vanstarfsemi á skjaldkirtli. Yfir-
leitt eru allar blóðrannsóknir
eðlilegar, vöðvarit og vöðvasýni
sem og röntgenmyndir og beina-
skönn.
Orsakir
Orsakir vefjagigtar eru óþekktar.
Þó er ljóst að stundum byrjar
sjúkdómurinn í kjölfar vírussýk-
ingar. Þannig er vel þekkt að svo-
nefnd Akureyrarveiki sem gekk í
faraldri á árunum 1948-1949 olli
vefjagigt eða síþreytu. í sumum
tilvikum virðist sjúkdómsástand-
ið byrja með svefntruflunum en
hægt er að framkalla vefjagigt
Jytte Kristensen er 34 ára og býr
í Langá á Jótlandi, móðir Jens
sem er 10 ára og Jespers sem er
14 ára. í fjögur ár hefur hún verið
sjúkraskrifuð en það var ekki fyrr
en nýlega að sjúkdómsböli því
sem hún hefur lifað við var gefið
nafn: Vefjagigt.
- Ég er þreytt, undirlögð af
dauðans þreytu, mig svimar, hef
sjóntruflanir, er með stöðugan
höfuðverk og ætíð þrungin innri
spennu. Það er eins og líkaminn
titri að innan. Og ég get aldrei
sofið heilan blund. Ég þarf að
sjálfsögðu að fara á fætur til að
koma börnunum í skólann en ég
hef ekki úthald alla daga til að
vera á fótum. Ég drattast um og
reyni að gera það sem ég get - og
allt er í hægagangi.
- Reyndar finnst mér ég aldrei
njóta nokkurs dags. Ég fer svolít-
ið í gönguferðir, sveima um með
afþurrkunarklút og spjalla við
börnin mín. En það sem viðvíkur
börnunum er erfitt því ég hef t.d.
ekki úthald í að leika fótbolta
eða tennis við þau og sá yngsti
getur ekki alveg skilið að ég bara
get ekki allt. Hann vildi m.a. að
ég léki við hann badminton en ég
gat ekki einu sinni lyft spaðan-
um. Maður upplifir hvern ósigur-
inn af öðrum.
- Ég hef reynt öll möguleg
störf: Unnið á dagheimili, í versl-
un og verksmiðju, verið í þjón-
ustu aldraðra og dagmamma. En
ég hef orðið að hætta fljótt því að
ég hef svo lítið úthald. Um tíma
með því að trufla svefn kerfis-
bundið. í öðrum tilvikum má
rekja upphaf sjúkdómsins til
langvarandi andlegs álags og
streitu, erfiðrar meðgöngu eða
fæðingar. Þá má stundum rekja
orsök vefjagigtar til slysa, m.a. í
umferðinni, sérstaklega háls-
hnykkja.
Medferð og horfur
Hefðbundin meðferð við vefja-
gigt byggir á því að lækna svefn-
t.ruflanir. Til þess eru yfirleitt
notuð geðdeyfðarlyf í litlum
skömmtum en þau bæta svefn og
rjúfa vítahring verkja og svefn-
truflana. Alhliða líkamsþjálfun
hjálpar einnig mörgum. Árangur
þessarar meðferðar er þó ekki
betri en svo að einungis um helm-
ingur sjúklinganna fær bót.
Bólgueyðandi gigtarlyf, verkjalyf
og venjuleg svefnlyf virðast lítið
gagn gera.
Batahorfur eru góðar að því
leyti að vefjaskemmdir eiga sér
ekki stað en vefjagigt er ólík
mörgum öðrum gigtsjúkdómum
þar sem liðbrjósk og bein geta
skemmst. Aftur á móti geta ein-
kenni verið langvinn og erfitt að
meðhöndla þau.
Um þessar mundir er unnið að
rannsóknum á vefjagigt á Land-
spítalanum þar sem reynt er að
komast nær orsökum sjúkdóms-
ins og ný meðferðarform eru
reynd.
Vert er að geta þess að Gigtar-
félag íslands hefur nýlega gefið
út fræðslurit um vefjagigt sem
hver sem vill getur fengið sent
ókeypis.
Árni Jón Geirsson.
Höfundur er sérfræðingur í lyflækningum
og gigtsjúkdómum á Gigtardeild Land-
spítalans.
var ég send á endurhæfingardeild
í Árósum. En það tekur eina
klukkustund að komast þangað
og þá er ég svo útkeyrð og undir-
lögð af verkjum að ég get ekki
meir. í fyrsta sinn sem ég kom
þangað datt ég um koll og það
varð að aka mér heim, segir Jytte
Kristensen, sem að auki er með
of sveigjanlega liði, astma og
berkjubólgu.
Hún er sannfærð um að ör-
orkubætur væru eina rétta lausn-
in en hún er í sömu stöðu og allir
aðrir sjúklingar með vefjagigt:
Gigtsjúkdómurinn vefjagigt gef-
ur ei rétt til örorkubóta.
- Ég hef reynt allt: Bylgju-
meðferð, nálastungur, heilun,
nudd, sjúkraþjálfun og hómópata-
lækningar. Ég hef líklega eytt
tuttugu þúsund dönskum krónum
á síðustu 10 árum í þess háttar en
ég finn engan mun á mér. Ég á
einstakan mann en yfirleitt er
það erfitt fyrir annað fólk að
skilja að maður sé veikur. Við
heyrum fjölmargar særandi
athugasemdir, einnig frá
læknum. Þeir líta á mann sem
ímyndunarveikan. Við erum
felmtri slegin yfir því að læknar
almennt skuli ekki kynna sér
sjúkdóminn.
Ég fer ekki mikið út en ég er
þó í hópi með vefjagigtarsjúkl-
ingum. Og við njótum þess að
vera saman. Við erum orðin
u.þ.b. 25 í hópnum og hittumst
einu sinni í mánuði - nokkur
okkar hafa oft símasamband.
Jytte Kristensen frá Danmörku:
Tilvera mín er í hægagangi