Dagur - 06.10.1992, Side 11
Þriðjudagur 6. október 1992 - DAGUR - 11
HÉR & ÞAR
Ellefu ára snillingur
í háskóla
David Noor var fimm mánaða
þegar hann lærði að tala, þriggja
ára þegar hann byrjaði að lesa og
fimm ára þegar hann samdi sín
fyrstu tölvuforrit. Þessi undra-
drengur hefur að mestu sleppt
hefðbundinni skólagöngu enda
nægði honum að taka aðeins
Fyrir framan tölvuskjáinn. Fimm
ára samdi hann fyrstu forrit sín.
prófin. Hann er nú á leiðinni í
háskóla, aðeins 11 ára gamall.
„Þegar hann var fjögurra ára
keypti ég notaða tölvu og ætlaði
stráknum að leika sér í henni. En
hann fór strax að fást við forrit og
áður en langt um leið var hann
byrjaður að skrifa sín eigin,“ seg-
ir Jackie, móðir undrabarnsins.
Orðspor drengsins barst til
tölvufyrirtækis sem sendi honum
mikið af bókum og forritum til að
glíma við. Jackie segir að þessar
bækur hafi ekki verið skiljanlegar
nema sérfræðingum á tölvusvið-
inu en þær voru ekki hindrun fyr-
ir David Noor.
Skólastjórnendur ríkisháskól-
ans í Oregon í Bandaríkjunum
segja David yngsta nemandann
sem þar hafi sest á skólabekk. Og
einkakennari hans er ekki í vafa
um hæfileikana. „Heimurinn á
eflaust eftir að heyra meira um
David Noor í framtíðinni."
David fyrir utan nýja skóiann
sinn og á innfelldu myndinni með
móður sinni Jackie. „Hann er
enn lítill strákur.“
Polarisumboðið og
Hjólbarðaþjónustan
Hvannavöllum 14 b, Akureyri,
verður lokað vegna flutninga
frá og með miðvikudeginum 7. október.
Opnum í nýju, glæsilegu
húsnæði að Undirhlíð 2,
fimmtudaginn 15. október.
Polarisumboðið
Hjólbarðaþjónustan
Undirhlíð 2, sími 22840, Akureyri.
(Við hringtorgið, austan Hörgárbrautar gegnt Veganesti.)
Tátur á toppnum:
Ameríski draumurinn
í hnotskum
Bandaríkjamenn eru ekki með
neinn kvennalista og því þykir
það tiltökumál þar og fréttaefni
að kona hafi náð útnefningu
bandaríkjaforseta í virðulegasta
yfirlæknisembætti í Bandaríkjun-
um „Surgeon General.“ Ekki er
það þó einber karlremba sem fær
fréttamenn til að finnast þetta
fréttnæmt því Dr. Antonia
Novello tilheyrir auk þess þeim
minnihlutahóp sem er af spænsk-
um ættum.
„Ég lét mig aldrei dreyma um
að ná svona langt,“ trúði Antonia
bandaríska fréttaritaranum fyrir.
„Ég er virkilega þakklát fyrir að
vera borgari í þessu dásamlega
landi,“ sagði læknirinn við
útnefninguna.
Georg bandaríkjaforseti lýsti
yfir: „Líf dr. Novello er undra-
verð ofursaga - dýrðlegt dæmi
um ameríska drauminn.“
Dr. Antonia Novello fæddist á
Puerto Rico með mikinn fæðing-
argalla sem gleymdist að lagfæra
með skurðaðgerð. Pegar það var
gert var hún orðin átján ára. „Ég
komst af með því að hlæja að
sjálfri mér.“
Þegar hún innritaðist í háskól-
ann í Michigan tók hún strax eftir
Dr. Antonía Novello.
verðlaunum sem veitt voru
„Nemanda ársins“. „Ég ákvað að
vinna þau verðlaun,“ sagði
Antonia - sem hún og gerði.
Þegar hún klifraði upp met-
orðastigann áttu margir erfitt
með að lúta vilja yfirmanns af
spænskum ættum. Einu sinni bað
einhver óbreyttur læknir hana
um að vera ekki fyrir; „ég sagði:
’fyrirgefðu, en hér ræð ég’ og þá
svaraði sá: ’Ó, ég vissi ekki að
Puerto Ricanir væru meðal
yfirmanna.’“
Dr. Novello gefur okkur þessi
ráð: „Lítið á björtu hliðarnar. Ef
þið haldið að ekki sé hægt að ná
takmarkinu - þá tekst það heldur
ekki.“
Skóútsöl umarkaðu r
M. H. Lyngdal Sunnuhlíð
íslenskir kuldaskór
íslenskir götuskór
ECCO kuldaskór
ECCO götuskór
Karlmanna- götuskór
spariskór
kuldaskór
vinnuskór
Kven- götuskór
spariskór
kuldaskór
kuldastígvél
Mikil verðlækkun
M. H. Lyngdal (Sunnuhlíð)
Sími 26399