Dagur - 17.11.1992, Page 1

Dagur - 17.11.1992, Page 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 17. nóvember 1992 219. tölublað HERRADEILD Verð frá kr. 9.900,- ,, Gránufec'ags® «Uol Akureyri • Simi 23599 Samherji hf.: Baldvin Þorsteinsson EA10 afhentur eigendum í morgun - togarinn kemur til heimahafnar á Akureyri nk. föstudag Baldvin Þorsteinsson EA 10, nýr togari Samherja hf. á Akureyri, var afhentur eigend- um í morgun í Flekkefjord í Noregi. Togarinn heldur af Hólanes hf.: Beðið skýrslu rekstrarráðgjafa - atvinna fimmtíu manns í biðstöðu Málefni Hólaness hf. eru í bið- stöðu og uppsagnir tæplega fimmtíu starfsmanna því í fullu gildi. Að sögn Magnúsar B. Jónssonar sveitarstjóra Höfða- hrepps er rekstarráðgjafi að meta stöðuna og er niðurstöðu að vænta um næstu mánaðar- mót. Eins og menn muna sagði Hólanes hf. upp um 50 starfs- mönnum frá og með 1. okt. sl. eftir að Skagstrendingur hf. áhvað að selja togarann Arnar. Magnús B. Jónsson segir hrepp- inn og fyrirtækin tvö vera að athuga um hugsanlega samvinnu og þessir aðilar hafa ráðið til sín rekstrarráðgjafa sem nú sé að meta stöðuna og er nú beðið skýrslu frá honum. Kvaðst Magn- ús vonast til að það yrði ekki síð- ar en upp úr næstu mánaðarmót- um. Málin væru í bið og ekkert um þau að segja fyrr en sú skýrsla liggur fyrir. sþ stað til Islands í dag. „Skrokkur togarans var smíð- aður í Póllandi. Skipið er 65,70 metra langt og 12,60 metra breitt. Simek skipasmíðastöðin í Flekkefjord tók við skrokknum og nú er togarinn fullbúinn. Hann reiknast 1500 brúttólestir. Þorsteinn Vilhelmsson verður skipstjóri, Arngrímur Brynjólfs- son 1. stýrimaður, Hákon Þröst- ur Guðmundsson 2. stýrimaður og Baldvin Loftsson yfirvélstjóri. Skrokkur Baldvins Þorsteinsson- ar EA er sérstyrktur fyrir veiðar í ís. Ráðgert er að togarinn verði í heimahöfn á Akureyri nk. föstu- dag,“ sagði Þorsteinn Már Bald- vinsson, framkvæmdastjóri Sam- herja hf. ój Það var líf og tjör á skautasvellinu á Akureyri sl. föstudagskvöld en þá stóð skautafélagið fyrir diskóteki á svellinu. Mynd: Benni Enn reynt að ná breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um efnahagsaðgerðir: „Við viimum ekki undir hótunum“ - segir Kári Arnór Kárason, formaður Alþýðusambands Norðurlands Samkvæmt ákvörðun Yfirfast- eignamatsnefndar ríkisins mun fasteignamat á Akureyri og Sauðárkróki hækka um 12% 1. desember nk. Sama hækkun verður hjá Kjalarneshreppi, Egilsstöðum og Selfossi. Þessi hækkun byggir á niðurstöðum af sölukönnunum á kaupsamn- ingum fasteigna á undanförn- um 13 árum. Meðaltalshækk- un fasteignamats yfir landið verður 3,5% á íbúðarhúsum og íbúðarhúsalóðum, en af at- vinnu húsnæði aðeins um 1%. Þessi hækkun hefur ekki áhrif á fasteignagjöld í áðurnefndum byggðarlögum því fasteigna- gjöldin eru lögð á eftir álagning- arstofni sem er óháður staðsetn- ingu fasteignar. Þessi hækkun kann hugsanlega að hafa áhrif á eignarskattinn, þó aðeins hjá þeim sem eiga skuldlitlar eða skuldlausar eignir. Sölukannnan- ir í öðrum kaupstöðum á Fasteignamat á Akureyri og Sauðárkróki hækkar um 12%: Verulegur samdráttur í sölu fasteigna á þessu ári Kári Arnór Kárason, formað- ur Alþýðusambands Norður- lands, segir að þrátt fyrir að miðstjórn Alþýðusambandsins vilji reyna til þrautar að ná samkomulagi við alla hlutað- eigandi aðila til þess að freista þess að ná breiðri samstöðu um efnahagsaðgerðir, hafi verkalýðshreyfingin ekki hvik- að frá þeirri kröfu að til umtalsverða vaxtalækkana verði að koma. „Ég túlka niðurstöðu mið- stjórnarfundarins sl. sunnudag á þann veg að við getum ekki átt aðild að samningum um eitt eða neitt nema að í þeim felist veru- legar vaxtalækkanir og fallið verði frá þeim gríðarlegu skatta- millifærslum frá atvinnulífinu yfir á launafólk sem verið er að tala um. Ég er ekki tilbúinn að sam- þykkja tilflutning af þessu tagi. Með því er ekki verið að útiloka að eitthvað verði hreyft við1 skattakerfinu, en menn eru þá að tala um allt aðrar tölur en nefnd- ar hafa verið. Við höfum lagt áherslu á að ef menn vilja færa til skatta, þá yrði að færa þá yfir á þá hópa sem hefðu efni á að borga hærri skatta," sagði Kári Arnór. Hann sagði ekki geta liðið þau vinnubrögð forsætisráðherra að stilla verkalýðshreyfingunni upp við vegg; annað hvort gangi hún að ákveðnum kostum eða ríkis- stjórnin leggi sjálf fram tillögur að aðgerðum sem yrðu enn harð- ari en ella. „Við vinnum ekki undir hótunum. Menn verða skoða tillögurnar eins og þær eru. Hafi þeir ekki trú á þeim, þá gagnrýna þeir þær og reyna að ná betri niðurstöðu. Menn hafa stillt málum þannig upp að þetta sé spurning um samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar og án hennar sé málið búið. Málið er það að um þetta er engin sam- staða innan ríkisstjórnarflokk- anna og heldur ekki í röðum atvinnurekenda. Og á Alþingi er líka mikil ósamstaða um málið. Ég tel að þrátt fyrir allt sé verka- lýðshreyfingin samstæðasti hóp- urinn af þeim sem að málinu koma. Mér finnst ekki mjög geðslegt að taka þátt í vinnu þar sem hver höndin er á móti ann- arri og menn vilja fá verkalýðs- hreyfinguna inn til að fá synda- kvittun. Ég vil ekki láta nota verkalýðshreyfinguna á þann hátt,“ sagði Kári Arnór. óþh Norðurlandi þ.e. Blönduósi, Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Húsavík gáfu ekki tilefni til hækkanna umfram landsmeðal- tal. Eftir á að fyrna þær fasteignir sem hækka um 12% þannig að S raunveruleg hækkun einbýlishúss úr steinsteypu gæti verið á bilinu 10,5% til 11%. Þessi hækkun nú segir ekkert um það hver þróun þessara mála verður í framtíðinni, því hér er aðeins verið að færa fasteignamat til raunvirðis. Matsverð íbúða og íbúðar- húsalóða í 4 sveitarfélögum hækkar um 7%, en þau eru: Höfn í Hornafirði, Eyrarbakki, Stokkseyri og Hveragerði. „Það hefur verið töluvert miklu rólegra á fasteigna- markaðnum hér allt þetta ár en í fyrra, en í Reykjavík er talað um 40% minni sölu og mér þætti ekki óeðlilegt að það sama væri uppi á teningnum hér þó ekki sé haldin nein skrá yfir málið. Mest sala er í eignum á bilinu 7 til 8 milljónir króna og þá er bæði um að ræða fjölbýlishúsaíbúðir og minni rað- húsaíbúðir og einnig er nokkur eftirspurn eftir sérhæðum í þess- um verðflokki. Mjög lítil sala er í dýrari eignum. Ég held líka að þetta svartsýnistal í þjóðfélaginu hafi þau áhrif að fóík heldur að sér höndum varðandi fasteigna- viðskipti. Það vantar bjartsýnina og þar hafa fjölmiðlar spilað stórt i hlutverk," segir Tryggvi Pálsson hjá fasteignasölunni Fasteigna- torgið. GG AfLi smábáta: Þorskaflinn meiri en í fyrra Afli smábáta er heldur meiri það sem af er ári sé litið til sama tíma í fyrra. í byrjun nóvember voru 43.266 tonn komin á land á landinu öllu á móti 41.732 tonnum. Uppistaða smábátaveiðinnar er þorskur. Þorskaflinn á tíu fyrstu mánuðum ársins er meiri en á sama tíma fyrir ári, þ.e. 31.652 tonn á móti 29.561 tonni. Minna hefur veiðst af öðrum tegundum þá sérstaklega ufsa og steinbít. í ár eru komin á land 3196 tonn af ufsa á móti 4007 tonnum 1. nóvember 1991. Tonnafjöldinn í steinbít er 1569 tonn á móti 2265 tonnum. Sé litið til Norðurlands þá er smábáta- veiðin til muna lélegri í ár en oft áður. 6628 tonn voru komin á land í byrjun nóvember á móti 7655 tonnum á sama tíma í fyrra. Smábátar af Vesturlandi hafa afl- að best það sem af er ári. 10.380 tonn hafa komið til löndunar þar af 7258 tonn þorskur. ój Lögreglan: Róleg helgi á Akureyri Rólegt var hjá lögreglunni á Akureyri um helgina. Engin alvarleg óhöpp urðu í umferð- inni og ölvun var með minna móti miðað við venjulega helgi. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri var rólegt um helgina. Tveir voru teknir fyrir ölvun við akstur og þrír árekstrar voru tilkynntir til lögreglu. Engin slys urðu á mönnum og aðeins minniháttar skemmdir á ökutækjum. Nokkuð mannmargt var á skemmtistöðum bæjarins um helgina en að sögn lögreglu var ölvun minni en gera mátti ráð fyrir - einkum á laugardagskvöld. ÞI

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.