Dagur - 17.11.1992, Page 2

Dagur - 17.11.1992, Page 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Fréttir Fjölmenni í Grenjaðarstaðakirkju við innsetningu nýs prests: Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson mun þjóna fjórum sóknum Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson, sem vígður var til Grenjaðar- staðarprestakalls í Þingeyjar- prófastdæmi í Dómkirkjunni 25. október sl. var settur inn í embætti í Grenjaðarstaðar- kirkju sl. sunnudag af prófast- inum sr. Erni Friðrikssyni á Skútustöðum í Mývatnssveit. Sr. Þórir Jökull tekur við af sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni, sem ráðinn hefur verið sem skóla- meistari Skálholtsskóla, sem starfræktur verður með nýju sniði, þ.e. mun skiptast í þrjú svið, guðfræðisvið, fræðslusvið og kirkjutónlistarsvið. Þórir Jök- ull útskrifaðist frá Samvinnu- skólanum 1985 og starfaði síðan hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, en vorið 1986 hóf hann starf sem fréttamaður við Svæðisút- varp Norðurlands og var þar til haustsins 1987 er hann hóf nám við guðfræðideild Háskóla íslands, en jafnhliða náminu starfaði hann hjá Ríkisútvarpinu. Sr. Þórir Jökull mun þjóna fjór- um sóknum; Grenjaðarstaðar- sókn, Einarsstaðasókn, Nessókn og Þverársókn í Laxárdal. Þver- ársókn er ein fámennasta sókn landsins, íbúar þar liðlega einn tugur manna. Fyrsta embættis- verkið var að skíra Hafdísi Davíðsdóttur, dóttir Hönnu Dóru Hermannsdóttur frá Stað- arhóli í Aðaldal og Davíðs Haf- steinssonar en þau búa á Akur- eyri. Nú eru þjónandi prestar í öll- um prestaköllum Þingeyjarpró- fastdæmis og lengst af hefur svo verið nema helst Staðarfells- prestakalli, sem nú hefur verið sameinað Hálsprestakalli, en síð- ustu misserin var prestakallinu þjónað af sr. Birni Jónssyni, fyrr- um sóknarpresti á Húsavík. Við sameininguna fékk prestakallið nafnið Ljósavatnsprestakall og telur sr. Orn Friðriksson að það brjóti í bága við lög sem segi að prestakall skuli kenna við þann stað sem presturinn býr á. „Kirkjur og kirkjugarðar eru í alveg ótrúlega góðu lagi í þessu prófastdæmi og þar sem einhvers er ábótavant stendur til að lag- færa það. Fyrir nokkrum áratug- um gagnrýndi danskur maður hart íslensku kirkjuna og taldi andlegt líf hennar vera lélegt þar sem ytri búnaður kirknanna væri lélegur. Ef það er mælikvarðinn sýnir það að söfnuðirnir hafa áhuga fyrir sínum kirkjum og andlegt líf fólks í Þingeyjarsýsl- Sr. Þórir Jökull Þorsteinsson ásamt prófastinum, sr. Emi Friðrikssyni, á tröppum Grenjaðarstaðakirkju Mynd: gg um er í góðu meðallagi,“ segir sr. Örn Friðriksson. „Það hefur verið sagt um suma íslendinga að þeir líti að kirkjuna eins og brunaliðið, gott að hafa það en helst aldrei að nota það. Ég er einnig nokkuð hræddur við þá stefnu sem gengur út á það að stefna fólki nánast allar stundir í kirkjuna, en með því fengist lítill hópur sem væri mjög virkur en mundi fæla marga aðra frá.“ GG Hvammstangi: Dg(U]gy Árleg ókeypis þjónustuskoðun allra Isuzu-bíla 23.-27. nóvember. 60 ATRIÐI SKOÐUÐ Þjónustuskpðun Isuzu á sér ekki hliðstæðu hérlendis. Árlega koma hingað til lands fulltrúar verksmiðjanna og skoða alla Isuzu-bíla sem komið er með. Um 60 atriði eru skoðuð og fá eigendur lista yfir ástand bílsins að lokinni skoðun. ÞAÐ ER ÓKEYPIS ALLT Skoðunin er ókeypis. Á meðan eigendur þiggja veitingar er skipt um olíu og olíusíu, einnig þeim að kostnaðarlausu. SKOÐUNIN FER FRAM hjá Þórshamri hf., Tryggvabraut 3-5, Akureyri, sími 96-22700. PANTIÐ TIMA STRAX! þÓRSHAMRNF. Við Tryggvabraut • Akureyri • Sími 22700. j@utyœD(Ki 7U Uðs oiðftý HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 Vörur seldar af lager þrotabús - ólíklegt að bústjóri samþykki allsherjarveðsetningu Fyrir nokkru síðan var seld matvara af vörulager þrotabús Vöruhúss Hvammstanga, sem nýlega varö gjaldþrota. Að sögn Ásgeirs Björnssonar hér- aðsdómslögmanns sem er bústjóri þrotabúsins var sett svokallað allsherjarveð á eign- ina fyrir um ári síðan, en hann telur ólíklegt að hann sam- þykki það. Allsherjarveðið var útbúið fyr- ir um ári síðan og tekur það til allra tækja, húsbúnaðar og vöru- lagers vegna sj álfskuldarábyrgð- ar ákveðinna einstaklinga. As- geir sagðist álíta að veðsetningin stangist á við veðlögin og því ógild og muni hann væntanlega synja henni. Hann kvaðst ekki hafa fengið formlega tilkynningu um veðið, en hann hefði séð Ijós- rit af því. Salan á matvörunni fór fram 6. nóv. sl., en að sögn Ásgeirs var um að ræða matvöru sem ella hefði skemmst. Ásgeir segir meginregluna þá að sala megi ekki brjóta í bága við veð- setningu, en í þessu tilfelli verði veðið ekki viðurkennt, en fari svo muni kröfur taka til andvirði sölunnar. sþ Mabrögð báta fyrstu tíu mánuði ársins: Milljón tonn komin á land Fyrstu tíu mánuði ársins bárust á Iand 1.019.260 tonn frá bátaflota landsmanna. Á sama tíma í fyrra var aflinn 467.728 tonn. Af aflaskýrslu Fiskifélags íslands má sjá að þessi mikli munur milli ára er fólginn í loðnuveiðunum í haust og byrjun vetrar. í byrjun nóvember voru 704.859 tonn af loðnu komin á Listvinafélag Akureyrarkirkju: Jakob Tryggvason útnefndur heiðursfélagi land, en á sama tíma í fyrra voru tonnin 200.124 tonn. Veruleg aukning hefur einnig orðið í síld- veiðum þ.e. 88.947 tonn á móti 26.362 tonnum í fyrra. Sé litið til einstakra fiskteg- unda þá kemur í ljós að þorsk-, ýsu- og ufsaafli er mun minni en árið áður, þ.e. þorskur 101.9091 tonn/113.580, ýsa 18.091 tonn/ 23.195 og ufsi 18.808 tonn/ 25.960. Grálúðu- og skarkola- veiðin dróst einnig saman, en steinbítur hefur veiðst í svipuð- um mæli. Mestur afli hafði borist til Austfjarðahafna í byrjun nóvem- ber, þ.e. 338.414 tonn. Norður- landshafnirnar höfðu tekið á móti 225.603 tonnum. ój Jakob Tryggvason, fyrrverandi organisti Akureyrarkirkju, var útnefndur heiðursfélagi List- vinafélags Akureyrarkirkju á aðalfundi þess sl. sunnudag. í heiðursskjaii er Jakobi þakk- að áratuga starf hans í þágu kirkjutónlistar við Akureyrar- Jakob Tryggvason. kirkju, en þar var hann organisti og kórstjórnandi í áratugi. Jakob stóð að stofnun Kirkjukórs Akureyrarkirkju, sem nú heitir Kór Akureyrarkirkju, árið 1945 og hann var á sínum tíma mikill baráttumaður fyrir því að orgel kirkjunnar var keypt, en það hef- ur fram að þessu verið langstærsta orgel landsins. Á aðalfundi Listvinafélagsins, sem var fyrsti aðalfundur þess, var rætt um starf fyrsta starfsárið og það sem í vændum er. Fram kom að dagana 2. til 9. maí verði efnt til kirkjulistaviku í Akureyr- arkirkju með fjölbreyttri dag- skrá. Þrír af stjórnarmönnum List- vinafélagsins voru endurkjörnir; Björn Steinar Sólbergsson, Jón Árnason og Valgerður Valgarðs- dóttir. Hrefna Harðardóttir og Signý Pálsdóttir gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, en í þeirra stað voru kjörnar Björg Þórhallsdóttir og Þórey Aðalsteinsdóttir. í varastjórn eru Gunnborg Krist- insson og Ragnheiður Þórsdóttir. óþh Heilsugæslustöðin á Akureyri: Kláðamaur hrjáði átta sjúklinga Skýrsla um smitsjúkdóma frá Heilsugæslustöðinni á Akur- eyri er á svipuðum nótum í byrjun nóvember sem í allt haust. Mest ber á kvefi og háls- bólgu. Inflúensu hefur ekki orðið vart enn sem komið er í haust. Á skrá heilsugæslustöðvarinnar fyrir október eru átta vegna lungna- bólgu. Vegna kvefs og hálsbólgu leituðu 612 sjúklingar til lækna heilsugæslustöðvarinnar. Fjögur hlaupabólutilfelli greindust í mánuðinum og einn reyndist með rauða hunda. Magaveiki kom við nokkuð marga. Sjötíu og sex eru á skrá og einn sjúklingur var með matareitrun. Átta þurftu að leita sér lækninga vegna kláðamaurs. ój

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.