Dagur - 17.11.1992, Síða 14

Dagur - 17.11.1992, Síða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 17. nóvember 1992 Minning Elísabet Jakobsdóttir Fædd 18. desember 1912 - Dáin 6. nóvember 1992 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 3.426.168.- dL. 4af5^ 7 104.396.- 3. 4a(5 127 9.925,- 4. 3af 5 4.993 589.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 11.784.460.- UPPl.ÝSINGAR:SlMSVARl91-681511 LUKKULINA991002 Elísabet Jakobsdóttir er látin. Þessi hægláta kona sem ætíð lét svo lítið fyrir sér fara, en bjó yfir einurð og festu sem enginn setti sig viljandi gegn. Sjálfri sér ósk- aði hún einskis, en alla studdi hún með ráðum og dáð. Engan vildi hún ómaka sjálfrar sín vegna, en var alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd. Og hún kvaddi jafn hljóðlega og hún hafði lifað. Elísabet Sumarrós Jakobsdótt- ir fæddist að Kleifargerði á Skaga 18. desember 1912, dóttir hjón- anna Jakobs Björnssonar bónda þar og Önnu Jónasdóttur. Hún ólst upp í foreldrahúsum ásamt bræðrum sínum Ólafi og Jóni en kjörin voru kröpp líkt og hjá allri alþýðu manna á þessum tíma. Skólaganga var stutt, nokkrir vetur í farskóla, enda mest þörf á að geta lagt búinu lið. Elísabet fór ung að heiman í kaupamennsku og vann við sveita- störf, framan af í Húnavatnssýsl- um en til Eyjafjarðar fluttist hún 1936. Þar gerðist hún kaupakona að Möðrufelli og kynntist Árna Jóhannessyni frá Brunná, sem þá var vinnumaður á Grund. Þessi kynni leiddu til hjúskapar árið eftir, þau giftu sig 7.12. 1937 og fluttu heimili sitt til Akureyrar þar sem þau bjuggu allan sinn aldur. Þau eignuðust 7 börn; Gunnar f. 1.3. ’38, flutningabíl- stjóri á Akureyri, kvæntur Svövu Engilbertsdóttur; Björgvin, f. 25.10. ’39, sjómaður, drukknaði liðlega tvítugur 30.07. 1960; Guðmundur, f. 23.12. ’44, stýri- maður í Keflavík, kvæntur Sig- ríði Kristjánsdóttur; Guðlaug, f. 03.04 ’46, sjúkrahússtarfsmaður á Akureyri, hennar maki Haukur Jónsson; Anna Bryndís, f. 27.08. ’47, verkakona á Akureyri, gift Árna Elíassyni; Jakob, f. 4.5. ’49, stýrimaður á Akureyri, kvæntur Jónu Jónasdóttur og Edda, f. 3.2. ’52, röntgentæknir, búsett í Lúxembourg, gift Reidar Kolsöe. Elísabet starfaði alla tíð utan heimilis svo vinnudagurinn var iðulega langur. Árni lést árið 1958 og þá þurfti hún ein að axla byrðar heimilisins. Það fóru erfið ár í hönd, en alltaf tókst henni að sigrast á erfiðleikunum; vilja- styrkur hennar og skapfesta, ákveðni og þolgæði unnu loka- sigurinn. Elísabet var mikil fjölskyldu- manneskja og undi sér best í faðmi hennar. Á slíkum stundum naut hún sín best, full af glensi og gleði, fagnaði velgengni og sigr- um fjölskyldunnar sem sínum eigin og lék á als oddi. Árvisst kaffiboð hennar á jóladag var hápunktur slíkra fjölskyldufagn- aða. Minningarnar um Elísabetu eru margar, en fyrir mér stendur hjálpsemi hennar og greiðvikni ávallt fremst fyrir sjónum. Það er mitt lán að hafa kynnst jafn hjartahlýrri manneskju og fylgt henni nokkur spor á lífsleiðinni. Guð blessi minningu hennar. Haukur Jónsson. MATVÖRUVERSLUN Á BREKKUNNI Til sölu er matvöruverslun á Akureyri í full- um rekstri. Hún er í eigin húsnæði, sem er 179 fm hæð og 309 fm kjallari og mjög vel búin nýjum innréttingum og tækjum. Húsnæðið getur fylgt eða tryggur leigusamningur. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Endurskoðun og reikningsskil hf., Lilju Steinþórsdóttur, löggiltum endurskoðanda, sími 96-23811. Greiðsluáskorun Sýslumaðurinn á Akureyri skorar hér með á gjald- endur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti fyrir júlí og ágúst 1992 er féll í gjalddaga 5. október sl., svo og gjaldföllnum og ógreiddum virðisauka- skattshækkunum, svo og staðgreiðslu og trygginga- gjaldi fyrir september og október 1992 er féll í ein- daga 15. október og 15. nóvember sl. að gera skil nú þegar og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn- ingu áskorunar þessarar. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir van- goldnum eftirstöðvum gjaldanna að þeim tíma liðnum, samkvæmt heimild í 9. tl. 1. mgr. 1. gr., sbr. og 8. gr. laga nr. 90/1989 um aðför. Akureyri 16. nóvember 1992. Sýslumaðurinn á Akureyri. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 90 ára afmælinu, 10. nóvember síðastliðinn. Guö blessi ykkur öll. MARÍA SIGURJÓNSDÓTTIR. Innilegar þakkir til ykkar allra sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, þann 8. nóvember. Guö blessi ykkur öll. DÝRLEIF ANDRÉSDÓTTIR, Leirhöfn. Fædd 26. desember 1916 - Dáin 23. september 1992 Mig langar til aö festa á blað fáeinar línur vegna andláts tengdamóður minnar, Ingibjarg- ar Tryggvadóttur. Góð húsmóðir og búkona er nú lögð til hinstu hvíldar. Strax og kynni okkar Ingibjargar hóf- ust veitti ég því athygli að búið og heimilið var hennar starfsvett- vangur og hagur hennar nánustu, eiginmanns og barna, var henni efst í huga. Og margar voru ferð- irnar hennar út í fjós að líta eftir skepnunum ef eitthvað bjátaði á. Ingibjörg var uppalin í Gröf í Kaupangssveit. í sveitinni varði hún líka vinnudegi sínum; fyrst sem kaupakona á sveitabúum á unglingsárunum, seinna sem búkona við hlið eiginmanns síns á Grýtubakka í Höfðahverfi og seinast og lengst í Garðsvík á Svalbarðsströnd. Þar komst ég í kynni við Ingibjörgu og fjöl- skyldu hennar, þegar ég kvæntist einni dóttur þeirra hjóna, Mar- gréti. Ég fann fljótt að ég sem tengdasonur var kominn undir verndarvæng Boggu og hún tók mér sem einu af börnunum. Mér er skýr í minni dagurinn sem við Margrét opinberuðum trúlofun okkar. Bogga dekkaði borðið í stofunni með silfurborð- búnaði og kertaljósum fyrir okk- ur tvö, hjónaleysin. Það var hennar aðferð til að láta í ljós blessun sína. Þegar ég síðar var að fara til Noregs, nýtrúlofaður, rétti hún mér skókassa, fullan af prjóna- leistum og -vettlingum. Ég, sem missti móður mína 10 ára gamall, fann hvað það var gott að eiga góða tengdamóður. Sú tilfinning varð enn sterkari síðar, meðan ég bjó hjá fjölskyldunni. Ég man hve ég dáðist oft að jafnaðargeði Boggu en hún var einstaklega dagfarsprúð kona. Því miður fór heilsu hennar hrak- andi fljótlega eftir að þau hjónin yfirgáfu sveitina. Samt fann ég aldrei á henni að hún væri bitur yfir því að vera orðin heilsulaus svo langt fyrir aldur fram. Sumarið 1990 kvaddi ég Boggu í síðasta sinn. Blessuð sé minning tengda- móður minnar. Leif Rörtveit. ■4' Kristbjörg Stefánsdóttir U tanúar 1932 - Dáin 8. nóvember 1992 Fædd 22 Með nokkrum fátæklegum orð- um langar okkur til að minnast Kristbjargar, móðursystur okkar, sem lést langt um aldur fram eftir erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm sem læknavísindin hafa ekki enn unnið sigur á. Hún háði þessa baráttu af sama viljastyrkn- um og lífskraftinum sem ein- kenndi líf hennar alla tíð. Á þessari stundu minnumst við hennar frá bernsku okkar er Didda, eins og hún var alltaf kölluð, kom norður í Fnjóskadal í fríum sínum, með Hólmfríði dóttur sína, góða skapið og glettnina, tilbúin að grípa inn í tilfallandi störf hvar sem hún fór. Við munum eftir yndislegum síðsumardögum þar sem Didda og Óli voru mætt í heimsóknir, „alvöru“ berjamó og náttúru- skoðun á æskuslóðum hennar. Sömuleiðis minnumst við heim- sóknar þeirra nú síðastliðið sum- ar sem var nánast sem lítið ævin- týr. Síðast en ekki síst munum við er leiðir okkar lágu suður til Reykjavíkur til lengri eða skemmri dvalar og dyr þeirra Á heimili þeirra var ákaflega gott að koma og allt veitt af einstak- lega mikilli rausn. Við munum varðveita þessar minningar og minnast með þökk og virðingu konunnar, sem auk þess að skila ríflegu dagsverki, gaf samferðafólki sinu svo ríku- lega af sjálfri sér. Víst er að við hin mættum margt af henni læra; örlæti, bjartsýni, trú á lífið og ekki síst æðruleysi. Við sendum fjölskyldu hennar, sem sýnt hefur af sér ótrúlega þrautseigju og dugnað í veikind- um hennar, þeim Ólafi, Hólm- fríði, Guðmundi og ungu ömmu- börnunum tveimur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur um leið og við þökkum Diddu samfylgd- ina. Okkur langar að kveðja hana með þessu fallega ljóði úr Smalavísum Þorsteins Valde- marssonar: Vor mitt, það er blæösp, sem ber við lága sól, blæösp í maí undir sinufölvum hól, blaðsmá og ung, og hvert blað sem gull á lit, bært fyrir logni með undarlegum þyt. Vor mitt, það er blæösp, og það var á sínum stað veturinn langa, þar sem fönnin settist að, ósýnilegt, unz í allrí sinni dýrð aftur það birtist sem hríslan, geislum skírð. Systkinin í Sólvangi.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.