Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Jólainnkaupin geta verið þreytandi, Lögreglan: Bflarútafvegnaslag- veðurs og vatnsaga Fimm bflar fuku út af veginum við Hámundarstaði á Árskógs- strönd í gær og fleiri voru þar í vandræðum vegna mikils slag- veðurs og vatnsaga sem varð þess valdandi að þar varð veg- urinn fljúgandi háll. Gámabíll á leið frá Dalvík til Akureyrar lenti þversum á vegin- um í einni rokunni og teppti umferð um stund. Sunnanrokið og rigningin hefur víða valdið vandræðum í umferðinni og orsakað nokkra minni háttar árekstra á Akureyri auk þess sem lögreglan hafði mikið að gera við að losa bíla sem voru orðnir fastir í umferðarminni götum. Allharður árekstur varð á Ólafs- firði sem rekja má til hálku. Töluvert tjón varð á bílunum en ökuþórarnir sluppu með skrekk- inn. GG Viðræður um sölu á Strikinu til Skagastrandar: Stefiit að niðurstöðu miffijóla Guðjón Steindórsson, útibús- stjóri Islandsbanka hf. á Akur- eyri, segist vænta þess að á milli jóla og nýárs fáist niður- staða í viðræðum bankans við Skagstrending hf. á Skaga- strönd um kaup Skagstrend- ings á skóverksmiðjunni Strik- inu á Akureyri. íslandsbanki hf. gekk inn í til- boð Skagstrendings hf. í skóverk- smiðjunna og fljótlega hófust viðræður bankans við Skag- strending. Guðjón Steindórsson segir að viðræður standi enn yfir en tíðarfarið hafi tafið málið © VEÐRIÐ Áfram verður suðvestan hvassviðri og lítilsháttar rign- ing á NV-landi í dag en suð- vestan strekkingur og bjart veður austan til. Fer að kólna er líður á kvöldið. Á aðfanga- dag og jóladag verður vestlæg átt og léttskýjað á Norðurlandi og vægt frost en á annan dag jóla verður hæg sunnan átt og hiti 1-6 stig. og nýárs töluvert auk þess sem það hafi frestast vegna heimkomu nýs skips Skagstrendings, en það er einmitt væntanlegt til Skaga- strandar í dag. óþh Á siötta hundrao manns bíður eftir fari Allt flug til og frá Norðurlandi lá niðri í gær vegna mikils hvassviðris í háloftunum og ekki líkur á flugi er blaðið fór í prentun. Um 100 manns biðu eftir fari suður í gær með Flug- leiðum og Iiðlega 250 norður eða sem svarar farþegum í 5 Fokker-vélar. 300 farþegar bíða eftir fari í dag norður og er áætlað að fljúga 7 ferðir, en í gær voru vaxandi líkur á að farþegaþota yrði notuð til að flýta fyrir. 300 manns eru bókaðir með Flugfélagi Norður- lands á viðkomustaði félagsins í dag og á morgun, þar af 4 til Kulusuq á Grænlandi. GG Skagaströnd: Tekið á móti nvja frystitogaranum í dag „Við byrjum á því að borða skötu á hádegi og svo förum við niður á bryggju kl. 14 þar sem verður stutt athöfn og síð- an gefst fólki kostur að skoða skipið,“ sagði Sveinn Ingólfs- son, framkvæmdastjóri Skag- strendings hf. á Skagaströnd en fyrirtækið tekur á móti nýj- um frystitogara í dag. Sveinn segir að ætlunin sé að hafa skipið til sýnis milli kl. 13 og 15 á annan í jólum en á þriðja í jólum verður hafist handa við að undirbúa skipið fyrir fyrsta túr og farið út þá um kvöldið. Þessi túr verður aðeins milli jóla og nýárs og fyrst og fremst hugsaður fyrir stillingar á tækjum. Sveinn segir að smíði skipsins hafi tekið 21 mánuð en 4-5 ár eru síðan undirbúningur að þessu verkefni byrjaði. Hann segir að í áætlunum fyrirtækisins hafi auð- Töluverður fjöldi sjómanna er á hafi úti um jól fjarri ættingj- um og fleiri starfsstéttir sinna skyldum sínum yfír jólahátíð- ina. Þar á meðal eru starfs- menn ratsjárstöðvarinnar á Gunnólfsvíkurfjalli. Sigmar Ólafsson, starfsmaður á Gunnólfsvíkurfjalli, sagði í samtali við Dag að jólin væru eins og aðrir dagar. Menn þyrftu að sinna ákveðnum verkum í rat- sjárstöðinni jafnt um jól sem vitað ekki verið gert ráð fyrir svo litlu fiskiríi þegar skipið yrði tek- ið í notkun. „En við erum búnir að safna í sarpinn lengi og erum Verslunareigendur við Hafnar- stræti á Akureyri og viðskipta- vinir hafa kvartað yfír snjó og krapa á göngugötunni, sem ekki á að vera vandamál þar sem snjóbræðslukerfi er undir hellunum. Hitaveita Akureyr- ar þurfti hins vegar að loka tímabundið fyrir vatnið en það er nú komið á aftur. aðra daga. „Jólin fara í rauninni framhjá mönnum hér,“ sagði Sigmar, sem er búsettur á Þórshöfn. Hann sagðist ekki verða á vakt um jólin og gæti því verið í faðmi fjölskyldunnar. En félagar hans verða uppi á Gunn- ólfsvíkurfjalli og vinna þau verk sem þar þarf að vinna. Sigmar sagði að borðaður yrði góður matur og menn myndu hlusta á jólamessu á aðfangadagskvöld. óþh I með traustan fjárhag þannig að við eigum að standa af okkur nokkur mögur ár,“ sagði Sveinn | ilngólfsson. JÓH Að sögn Guðmundar Guð- laugssonar verkfræðings hjá Akureyrarbæ gerðist það fyrir rúmri viku að Hitaveita Akureyr- ar missti úr dælu frammi á Laugalandi og þurfti því á öllu vatni að halda til að húshitun væri viðunandi. Vatnið var þá tekið af snjóbræðslukerfinu. Fyrst safnaðist mikill snjór fyr- ir í göngugötunni og síðan gerðu hálka og krapi vegfarendum lífið leitt. Vatnið er komið á kerfið að nýju en það tekur nokkurn tíma að bræða snjóinn þannig að Guð- mundur sagðist reikna með því að nú í morgunsárið yrði snjó mokað úr götunni til að gera hana greiðfærari. SS Næsta blað kemur út þriðju- daginn 29. desember. Auglýs- endur sem vilja koma auglýs- ingum í það blað eru vinsam- legast beðnir að skila inn handritum í síðasta lagi kl. 11.00 mánudaginn 28. des- ember. Hlusta á útvarpsmessuna á Gumiólfsvikurijalli Akureyri: Göngugatan illfær á aðalverslimartíma Söluhæstu bækur á Norðurlandi: Þorgrímur ókrýndur konungur Þær bækur sem seljast best á Norðurlandi fyrir þessi jól eru barna- og unglingabækur Þorgríms Þráinssonar, ævi- minningar Þorsteins E. Jóns- sonar flugkappa og ævisaga Sigurðar Þorsteinssonar skip- stjóra. Þessar bækur eru nokkuð tryggar í efstu sætun- um hjá flestum bókabúðum sem taka þátt í gerð metsölu- listans. Listinn er unninn eftir upp- lýsingum frá Bókabúð Jónasar, Bókaversluni.nni Eddu, Bókvali og Möppudýrinu á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðár- króki og Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík. Loka- staðan er sem hér segir (sviga- tölur tákna stöðuna sl. fimmtu- dag): 1. (1) Bak við bláu augun - Þorgrímur Þráinsson. 2. (4) Dansað i háloftunum - Þorsteinn E. Jónsson. 3. (2) Lalli Ijósastaur - Þor- grímur Þráinsson. 4. (3) Alltaf til í slaginn - Friðrik Erlingsson skráði. 5. (-) Lífsganga Lydiu - Helga Guðrún Johnson skráði. 6. (7) Fyrstu athuganir Berts - J acobsson/Olsson. 7. (-) Seld - Muhsen/Crofts. 8. (9) Öldin okkar - minn- isverð tíðindi 1986-90. 9. (-) íslenskir auðmenn -Jón- as Sigurgeirsson/Pálmi Jónasson. 10. (-) Úr óvæntri átt - Sidney Sheldon. 11. (10) Raddir í garðinum - Thor Vilhjálmsson. 12. (5) Rósumál - Jónína Leós- dóttir skráði. Síðasttöldu bækurnar komu í einum hnapp og skammt á eftir eru bækurnar Hjá Báru, Þór- unn Maggý og Betri helmingur- inn. Lífsganga Lydiu, Seld og Úr óvæntri átt koma aftur inn á lista en Þórarinn Eldjárn og Einar Kárason eru dottnir út. Bóksalar voru sammála um að salan hefði tekið góðan kipp en mætti þó vera meiri og sumir voru orðnir ansi þreyttir á veðr- inu og vildu kenna því um að salan væri minni en ella. SS Söluhæstu íslensku hljómplöturnar: Iitlar breytingar á toppnum Þessi síðasti plötusölulisti fyr- ir jól hefur ekki tekið mikluni breytingum frá því í síðustu viku. Enn sem fyrr er plata Sálarinnar söluhæsta platan. Plata Sigrúnar Hjálmtýsdótt- ur, þar sem hún syngur óperuperlur við undirleik Ffl- harmoníuhljómsveitarinnar í Litháen og Sinfónuhljóm- sveitar íslands, er ný á lista og hefur að sögn plötusala rokselst síðustu daga. Einnig laumast aftur inn á lista ný plata Egils Ólafssonar og safnplatan Reif í fótinn. Sem fyrr voru upplýsingar um plötusölu fengnar hjá Hljómveri, Hljómdeild KEA, Radíóvinnustofunni Kaupangi og Tónabúðinni á Akureyri og Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki. Plötusölulisti vikunnar lítur annars þannig út (röð á lista í síðustu viku innan sviga): 1.(1) Sálin hans Jóns míns - Þessi þungu högg. 2. (3) Ný dönsk - Himnasend- ing. 3. (2) KK-band - Bein leið. 4. (4) Jet black Joe - Jet black Joe. 5. (5) Bubbi Morthens - Von. 6. (6) Grimm sjúkheit - safn- plata. 7. (7) Minningar2-safnplata. 8. ( ) Sigrún Hjálmtýsdóttir - óperuplata. 9. ( ) Egill Ólafsson - Blátt, bíátt. 10.() Reif í fótinn - safnplata. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.