Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 30
30 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992
Félag harmonikuunnenda
Dansleikur
verður annan í jólum,
26. desember í Lóni við Hrísalund,
frá kl. 22.00-03.00.
Stjórnin.
íf§t Iðjufélagar
Akureyri og nágrenni
Almennur félagsfundur verður í Alþýðuhúsinu 4.
hæð, þriðjudaginn 29. desember kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Uppsögn samninga.
2. Önnur mál.
Stjórn og trúnaðarráð Iðju.
Frostrásin FM 98,7
Útvarp á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri.
VERTU MEÐ...
10 Ijósatímar á dag í TOPP SÓL, 1 geisladiskur daglega gefinn til
hlustenda frá Radiónaust.
Jólahúfan, fylgstu meö á Frostrásinni og „I sporum jólasveinsins",
sem er jólaleikur Frostrásarinnar og Radiónausts.
Einnig bíómiðar, jólaöl og margt fleira.
Frostrásin, sími 27687.
Auglýsingasími 27691.
Myndsendir 27692.
Frostrásin - Gefandi stöð.
Frostrásin FM 98,7
Sími 27687* Útvarp með sál
Jóladagskrá
S.A.
Opið verður á skautasvæði Skáutafélags Akur-
eyrar yfir jól og áramót sem hér segir.
25. desember: Ekki opið en öllurn heimilt að fara
á svellið ef aðstæður leyfa.
26. desember: Opið fyrir almenning 13-16 og
20-22. Íshokkíæfing meistaraflokkur 17-19.
27. desember: Opið fyrir almenning 13-16. Jóla-
skemmtun 17-19. Jólaball 20-23.
28. desember: Opið fyrir almenning 13-16 og
20-22. Boðið upp á skautakennslu 13-14. List-
hlaupsæfing 17-18.
Íshokkí 10-12 ára 18-19.
29. desember: Opið fyrir almenning 13-16 og
20-22. Boðið upp á skautakennslu 13-14.
Íshokkí 9 ára og yngri 18-19.
30. desember: Opið fyrir almenning 13-16 og
20-22. Boðið upp á skautakennslu 13-14.
Íshokkí 10-12 ára 17-18.
Íshokkí 13-16 ára 18-19.
31. desember: Lokað.
1. janúar: Ekki opið en öllum heimilt að nýta sér
búningsaðstöðu og skautasvell í tilefni af 56 ára
afmæli félagsins.
POPP
Með hugann á himni
Það vakti þónokkuð mikla athygli ■
í haust er Ný dönsk af ýmsum
ástæðum ótilgreindum flutti sig
um set frá Steinari yfir til Skífunn-
ar. Hafði hljómsveitin um sumar-
ið átt nýtt lag á safnplötu Steina,
Bandalögum 5, lagið Steypireið,
gott lag sem lofaði góðu, þannig
að hin skyndilegu umskipti komu
á óvart. Hvort það var vegna
þessara umskipta eða einhvers
annars, þá virðist ýmislegt fleira
hafa einnig tekið breytingum hjá
hljómsveitinni og þá e.t.v. hvað
helst hugarfarið varðandi hvert
skuli stefna. Það er nefnilega til-
fellið með Himnasendingu, nýju
plötuna frá Ný dönsk, sem er sú
fimmta í röðinni, að hún lýsirtölu-
vert miklum metnaði í þá átt að
gera hlutina vel og þaö betur en
síðast.
[ umfjöllum sinni um síðustu
plötu Ný danskrar de luxe, var
Poppskrifari einmitt með þær
vangaveltur að nú væri tímabært
að breyta eitthvað til. De luxe
væri ágætisplata í anda hippa-
tímans, ytra sem innra, en ekki
yrði gengið lengra í þá átt án
þess að stöðnunar færi að gæta.
Þetta virðast þeir félagar í Ný
dönsk hafa verið meðvitaðir um
a.m.k. mestanpart, Þegar þeir
settust niður til að skapa efnið á
Himnasendingu. Sú ákvörðun að
taka plötuna upp í Surrey á Eng-
landi hefur líka margt að segja
um hljómgæði plötunnar, sem
eru betri en oftast áður. Ættu þeir
félagar að hafa lært nóg í ferðinni
svo önnur utanferð verði óþörf.
Þessar breytingar þýða þó ekki
að öllu hafi verið umsnúið og að
Himnasending sé endilega betri
en de luxe. Lög eins og llmur og
Elding t.d. bera óneitanlega keim
af hippatímabilinu, en lög á borð
við titillagið og Fluga, sem eru
nútímalegri, sjá til þess aftur á
móti að fjölbreytpin er' meiri. Tel-
ur Poppskrifari því að Himna-
sending sé nokkuð gott og já-
kvætt framhald af de luxe, en um
leið samt ekki mikið betra verk.
Fyrrnefndur metnaður skilar
vissulega miklu samanber titil-
lagið og Horfðu til himna, sem
eru í hópi bestu laga hljómsveit-
arinnar frá upphafi að mínu mati,
en hún á áreiðanlega eftir að
gera enn betur í framtíðinni.
Ur ýmsum áttum
Nú þegar árið er senn á enda
eru hin ýmsu popptímarit úti
í hinum stóra heimi farin að velta
fyrir sér og leggja mat á hvað
bitastæðast hafi komið út á því.
Eitt þeirra, breska mánaðarritið
VOX, sem þykir nokkuð vandað,
hefur t.d. birt sína niðurstöðu í
þessum efnum. Skiptir blaðið
bestu plötum ársins niður eftir
tónlistarstefnum, þannig að í
raun er um margfalt val að ræða.
Eru helstu niðurstöðurnar þær að
í dansgeiranum var hljómsveitin
Rested Development talin eiga
besta gripinn, í sveitatónlistinni
söngkonan Mary Carpenter með
plötuna Come On, Come on og í
blúsnum Robert Cray með I Was
Warned. Þrjár bestu rokkplöturn-
ar voru svo valdar Automatic For
The People með REM númer 1,
Copper Blue með Sugar sem sú
næstbesta og Drive með hinni
efnilegu PJ Harvay sem sú þriðja
besta.
Gömlu rokkjaxlarnir Jimmy
Page, fyrrum gítarleikari
Led Zeppelin og David Cover-
dale söngvari Whitesnake, sem
um nokkurt skeið hafa verið að
bauka eitthvað saman undir
nafninu Legends, hafa nú ákveð-
ið að breyta því. Munu þeir ein-
faldlega kalla sig Coverdale/
Page og er væntanleg plata frá
þeim næsta vor sem nú gengur
undir vinnuheitinu North And
South. Er útgáfudagur hennar
nánar tiltekið þann 1. mars í
Bandaríkjunum, en evrópska
útgáfan verður nokkrum vikum
síðar. Með þeim á plötunni verða
bassaleikarinn Ricky Phillips,
sem áður var í Bad English og
trommuleikarinn Danny Carmassi
sem komið hefur við sögu hjá
Heart og Montrose. Verður fróð-
legt að heyra hvernig útkoman
verður hjá þessum frægu köpp-
um.
Gamla Bítlabrynið Paul
McCartney boðaði til blaða-
mannafundar fyrir skömmu þar
sem hann boðaði mikil tíðindi og
stór á komandi ári ef að líkum
lætur. Þá munu líklega hann og
hinir eftirlifandi Bítlarnir, George
Harrison og Ringo Starr, koma
saman að nýju í tengslum við
nýja heimildarmynd sem á að
gera og það sem meira er e.t.v.
setjast niður og semja ný lög
saman með útgáfu í huga. Þarf
vart að orðlengja það að breska
pressan er nær á öðrum endan-
um vegna þessara tíðinda frá
McCartney og eru menn mjög
spenntir fyrir hvernig til muni tak-
ast ef af verður. McCartney
skýrði svo einnig frá því að hann
myndi fara í tónleikaferð í mars
til að fylgja eftir nýju plötunni
sinni, Off The Ground, sem koma
á út í febrúar. Sendi McCartney
síðast frá sér plötuna Flowers In
The Dirt árið 1989. Mun nýja
platan geyma tólf lög, þar af tvö
sem McCartney samdi í félagi
við vin sinn Elvis Costello.
Jólunum, sem nú eru rétt í
þann mund að skella á, fylgja
alltaf þónokkuð margar plötur
sem geyma sérstaklega efni
þeim tengdum. Eru þessar plötur
af ýmsu tagi með jafnt klassískri/
kórsöng sem poppi og rokki,
þannig að fjölþreytnin er mikil.
Ein plata, sem nú er endurútgefin
á geislaplötu, fimmtán árum eftir
að hún kom fyrst út, er platan
Jólastrengir frá Skífunni. Naut
hún á sínum tíma mikilla vin-
sælda, en það var Karl J. heitinn
Sighvatsson sem útsetti hana.
Geymir platan mörg sígild jólalög
í flutningi söngvara á borð við
Ruth Reginalds, Egil Ólafsson,
Vilhjálm Vilhjálmsson og fleiri.
ær stórfregnir hafa nú borist
frá Bandaríkjunum, svona
sem forskot á jólagleðina, að
Sykurmolarnir séu aldeilis farnir
að gera það gott á danslistum
þar í landi með lagið Leash Called
Love af plötunni sinni It’s It. Er
lagið nefnilega samkvæmt nýj-
asta hefti Billboard tímaritsins í
efsta sæti yfir danstónlist, sem er
hreint frábær árangur. Það er því
greinilegt að tónleikaferðin með
U2 sem Sykurmolarnir fóru í fyrr
í haust, ætlar að skila sér og vel
það. Verður spennandi að sjá
hvað þetta mun þýða fyrir hljóm-
sveitina í náinni framtíð, hvort
heimsfrægðin sé nú endanlega á
næsta leyti.