Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 22

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 22
22 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992 Áríð 1922 var farið að ræða stofnun karlakórs á Akureyri, og þær vangaveltur urðu síðan að veruleika síðustu daga nóvembermánaðar en þó er almcnnt litið á 1. desember sem stofndag þessa kariakórs sem fékk nafnið Geysir. Kór- inn átti þá „undanfara“ sem var tvöfaldur kvartett sem hér hafði starfað um hríð og gekk almennt undir nafninu Prent- smiðjukvartettinn. í honum voru Gunnar Magnússon og Bjarni Hóseasson í 1. tenór, Zophonias Árnason og Þor- steinn Thorlacíus í 2. tenór, Sigurður O. Björnsson og Þor- steinn Þorsteinsson frá Skipa- lóni í 1. bassa og Axei Friðriks- son og Jón Steingrímsson í 2. bassa. Þessi tvöfaldi kvartett gekk allur til liðs við hinn nýja karlakór en það var þó fyrst og fremst fyrir forgöngu Þorsteins í Lóni sem kórinn var stofnað- ur enda hefur hann verið nefndur faðir Geysis og var alla sína ævi driffjöðurin í kórnum, gjaldkeri hans fyrstu árin og síðan formaður lengi vel, en formaður fyrstu árin var sr. Friðrik Rafnar. Félags- heimili kórsins heitir Lón eftir Skipalóni, fæðingarbæ Þor- steins, honum til heiðurs. Fyrsta veturinn sem kórinn starfaði mun Benedikt Elfar hafa æft kórinn, en hann stjórnaði Geysir á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930. „Þegar firðirnir blána“ - Geysir sjötugur og Gamlir-Geysisfélagar tvítugir „Syngjum kátir, horskir sveinar“. Fremri röð: Ámi Kristjánsson, Ólafur Vagnsson, Bjarni Jóhannesson, Gísli Konráðsson, Stefán Einarsson og Svavar Hjaltalín. Aftari röð: Ingólfur Krstinsson, Haraldur Helgason, Guð- mundur Þorsteinsson, Guðmundur Gunnarsson, Ámi Jóhannesson, Reynir Valtýsson og Sigurður Svanbergsson. aldrei samsöng því hann flutti úr bænum áður en til þess kæmi. Hjá kaupfélaginu á Grenivík var þá starfsmaður Ingimundur Árnason og var leitað eftir því við hann að taka við kórnum og því jafnframt lofað að útvega honum vinnu á Akureyri. Það gekk eftir, Ingimundur fékk starf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og tók við söngstjórastarfinu og átti eftir að sinna því í 30 ár. Söngstjóri varð þá sonur hans, Árni, og hann kom svo aftur til starfa er stofnaður var kór eldri félaga Geysis árið 1972, „Gamlir-Geys- isfélagar“. Síðan hafa stjórnað kórnum m.a. Jan Kisa, Philip Jenkins, Sigurður Demetz Franzson, Michael John Clarke og Ragnar Björnsson. Guðmundur Gunnarsson, sem gerðist félagi í Geysi 1932, segir Ingimund hafa verið ógleyman- legan mann. Hann hafi ekki bara verið góður og skemmtilegur söngstjóri, heldur einnig og ekki síður góður félagi þegar komið var saman á góðri stund þegar guðaveigar lífguðu sálaryl, þá var oft glatt á hjalla, suneið og hlegið dátt. Ingimundur Arnason var eldheitur áhugamaður um eflingu söng- og tónlistar. Hann átti frumkvæðið að stofnun Heklu, sambands norðlenskra karlakóra og einnig þegar Geysir festi kaup á Lóni, nú Dynheimum. Með1 kaupum á því húsi sá Ingimundur möguleika á bættri aðstöðu til tónlistarkennslu á Akureyri auk fasts samastaðar fyrir kórinn. Fljótlega eftir það er Tónlistar- skóli Akureyrar stofnaður og var starfræktur í húsnæðinu fyrstu árin. Ingimundur Árnason var oft gagnrýndur fyrir það að túlka ekki lög nákvæmlega eins og nót- urnar sögðu til um. Hann hikaði ekki við að fara eigin leiðir í þeim efnum og breyta til þannig að ljóð og lag féllu betur saman. Sem dæmi um það má nefna lag Björgvins Guðmundssonar A Finnafjallsins auðn, en þar lét hann kórinn syngja stakató á ein- um stað þó það væri ekki í laginu frá hendi höfundar. Hinu öra skapi Ingimundar Árnasonar og leiftrandi fjöri er nokkuð vel lýst í eftirfarandi frá- sögn frá söngæfingu: Verið er að æfa Hæ, tröllum á meðan við tór- um og komið þar í laginu sem syngja á undurblítt „Sú litla, já hún var lagleg o.s.frv.“ Stöðvar Ingimundur þá sönginn, þykir of mikill drungi yfir honum og segir: „Haldið þið að þið eigið að slefa þessu svona út úr ykkur“ og líkir eftir sönglaginu á áhrifaríkan hátt, „reynið þið að vera svolítið glaðir og kókett, eða hafið þið aldrei verið skotnir í kven- manni?“ Aftur er byrjað og fram- farir litlar að mati söngstjórans. Slær hann þá af um leið og hann stekkur í loft upp og slöngv- ar framan í mannskapinn: „Eruð þið allir náttúrulausir, helvítis aumingjarnir ykkar?“ Skapið lagaðist og árangurinn lét ekki á sér standa. Geysir kom fljótlega fram eftir stofnun en það var á konsert með nemendum Benedikts Elfars og söng kórinn þar a.m.k. 4 lög en fyrsti sjálfstæði konsertinn var svo rúmu ári seinna. Fyrsta söngferðin til Húsavíkur Fyrsta söngferð kórsins var til Húsavíkur og var farið sjóleið- ina, en Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður skaut dalli undir kórfélaga. Geysisfélagar hrepptu slæmt veður á leiðinni og þegar komið var til Húsavíkur voru nokkrir félagar óstöðugir á fótun- um vegna sjóveiki. Þar á meðal var stórtemplarinn Stefán Ágúst, og var farið með hann til læknis. Læknirinn hellti þegar í fullt staup af koníaki og hvolfdi því í Stefán og mun það vera eina skiptið sem hann smakkaði áfengi um ævidagana. Geysis- félagar hafa gegnum tíðina ekki verið fráhverfir því að fá sér í staupinu þegar tilefni gáfust til þess, enda eru karlakóramenn kannski þekktari en margir aðrir fyrir að skemmta sér vel á góðri stund. Geysir söng á Alþingishátíð- inni 1930 og var farið með varð- skipi til Reykjavíkur og þaðan með bíl til Þingvalla. Fjórum árum seinna er svo aftur farið suður, en þá með bíl á fyrsta söngmót Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Það var ein fyrsta ferð sem farin var með bíl frá Akureyri til Reykjavíkur. Á 50 ára afmæli kórsins sem haldið var 2. desember 1972 sagði Gísli Konráðsson m.a. er rifjaðir voru upp minnisstæðir atburðir áratugsins 1942-1952: „Sem nú tvítugsafmælisveislunni lýkur með því að kjólklæddur Geysismaður rennir reiðhjóli niður á Tanga snemma morguns og kemur til baka með myndar- lega hákarlsbeitu hangandi á stýrinu, hverja hann fer með heim til formanns, þar sem lang- þreyttir menn af dansi, söng og drykkju bíða í ofvæni þess að gera sér gott af hákarlinum og má segja að fullorðinsár eða mann- dómsár afmælisbarnsins hefjist þar. Eigi er þó svo að sjá að skemmtanafíkn Geysismanna hafi verið fullnægt með hinu veg- Iega afmælishófi í september 1942 því ársfagnaður var haldinn 30. nóvember og áramótafagnað- ur á gamlárskvöld.“ Árið 1943 kaupir kórinn hús- eign Frímúrarareglunnar sem skýrt var Lón. Ýmsar fjáröfl- unarleiðir voru í sambandi við húsakaupin, en þar ber hæst sýn- ingar á sjónleiknum Alt Heidel- berg, sem sýndur var 16 sinnum veturinn 1945 við mikla hrifningu. Árið 1945 varð Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi fimmtugur og heimsótti Geysir hann með söng úti fyrir húsi hans í birtu frá kyndlum nemenda M.A., sem heiðruðu skáldið með blysför. Davíð Stefánsson skipaði vegleg- an sess á söguspjöldum kórsins en hann veitti oftlega ómetanlega hjálp með ræðuhöldum og söng- ljóðagerð. Til Noregs 1952 Fyrsta utanferð Geysis og jafn- framt hápunkturinn í starfsem- inni var utanför kórsins til Noregs 1952. Farið var með strandferðaskipinu Heklu og var safnað farþegum í skipið til að fylla það, en auk þess fóru eigin- konur flestra kórmanna með. Siglt var til Þrándheims þar sem fyrsti samsöngur ferðarinnar var haldinn. Um þennan samsöng í Þrándheimi segir m.a.: „Óvenju mikil og góð stemmning ríkti og verður það minnisstætt að í lok lagsins Nár fjordene bláner, sem Hjónin Gísli Konráðsson og Sólveig Axelsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.