Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 25

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 25 Árbók Þingeyinga: „Töluvert merkflegt heimfldarrit“ - segir Finnur Kristjánsson, ritstjóri - 34. bókin komin út Árbók Þingeyinga 1991 er komin út. Þetta er 34. bindi. Frumkvöðlar að útgáfu bókar- innar í upphafi voru Jóhann Skaptason sýslumaður og frú Sigríður Víðis og hefur bókin verið jgefín út árlega síðan 1958. Arbókin er eitt útbreidd- asta átthagarit á landinu og er hún prentuð í 1450 eintökum, að sögn Finns Kristjánssonar sem ritstýrt hefur bókinni í 13 ár. Ritstjórar Árbókarinnar voru lengst af Bjartmar Guð- mundsson og síðar Sigurjón Jóhannesson, og hafa þeir öðr- um fremur mótað ritið. Árbókin er gefin út af Suður- Pingeyjarsýslu, Norður-Ping- eyjarsýslu og Húsavíkurbæ. í rit- nefnd eiga sæti einn fulltrúi frá hverjum aðila: Helga Helgadótt- ir, Garði, Jóhann Hermannsson, Húsavík og Pórhallur Bragason, Landamótsseli. Um 500 greinar á 34 árum Finnur giskar á að um 500 greinar megi finna í bókunum 34, þar sem um 15 greinar séu í hverri bók. Fimm bókanna eru uppseld- ar en aðrar eru til sölu hjá Finni í Safnahúsinu. Nýir áskrifendur fá bækurnar á afar vægu verði, þær elstu á 300 kr. eintakið. „Höfuðefnið er allskonar fróð- leikur, aðallega um málefni Ping- eyinga. Efni ritsins skiptist í tvennt; greinar og annað efni og annála hreppanna. Einnig er get- ið allra þeirra er látist hafa á árinu. Árbókin er orðin töluvert merkilegt heimildarrit, þegar lit- ið er til annálanna. Þessi fróð- leikur geymist þarna á einum stað, og ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvað af honum hefði orðið, ef Árbókin kæmi ekki til. Árbókin heldur sínum hlut nokkuð vel, þrátt fyrir öll þau glanstímarit sem út eru gefin,“ segir Finnur. Hann segir að töluvert efni berist í bókina, en einnig reyni hann að fá kunn- uga menn til að skrifa um tiltekin efni. „Það er afar góð samvinna við Norður-Pingeyinga og í raun gengur mér betur að fá efni í bókina úr Norðursýslunni en Suðursýslunni,“ segir Finnur. Af ferðum til Húsavíkur og Vesturheims Forsíðu nýútkominnar Árbókar prýðir ljósmynd af Laxárvirkjun sem tekin er af Jóni Jóhannes- syni. Ef gluggað er í efnisyfirlit kennir ýmsra grasa samkvæmt venju. Má þar nefna: Grein um Jón í Möðrudal, eftir Þóru Pór- oddsdóttur frá Pórshöfn. Ljóð sem nefnist Fjólan og hrakninga- saga er eftir Hallgrím Pétursson frá Árhvammi. Grein um Stöng og önnur eyðibýli við norðanvert Mývatn, eftir Eystein Tryggva- son og grein sem nefnist Horft til baka og er eftir Þórólf Jónsson frá Auðnum. Grein um kvenfé- lagið Hringinn í Mývatnssveit. Ljóð eftir Jón Stefánsson frá Mýrarkoti. Grein um harða lífs- baráttu á Hólsfjöllum eftir Ragn- ar Pór Kjartansson. Minningar- orð um Sigríði Víðis Jónsdóttur eftir Finn Kristjánsson og minn- ingarorð um Hjördísi Tryggva- dóttur Kvaran eftir Sigurjón Jóhannesson. Grein eftir Porkel Skúlason um Fellselsfeðga og ljóð eftir þá. Frásögn eftir Pál H. Jónsson. Öxarfjarðarbragur 1944 eftir Steingrím Baldursson. Hug- leiðing um eyðibýli eftir Sigurð Gunnarsson. Frásögn Þorgils gjallanda af Húsavíkurferð, og frásögn eftir Gunni Sigdísi Gunn- arsdóttur af Vesturheimsferð. Kasthvammsbær í Laxárdal og Júlli, frásagnir eftir Yngva M. Gunnarsson og sagnir af Jóhanni Bessasyni eftir Jóhann Skapta- son, fréttir úr héraði og fleira. Alls er bókin 278 síður. Ekki líkur Kristi Finnur veitti góðfúslega leyfi sitt til birtingar á broti af efni sem Garðar Jakobsson tók saman og fjallar um gamansemi, blót og snilliyrði Snorra Jónssonar hreppstjóra á Pverá í Laxárdal: „Snorri bjó sín fyrstu búskaparár á Öndólfsstöðum í Reykjadal. Kom þá séra Hallgrímur biskup Finnur Kristjúnsson. ÁRBÓK WNGEYINGA 1991 Forsíða Árbókar Þingeyinga 1991. og vísiteraði á Einarsstöðum. Snorri var við biskupsmessuna, og þegar þar er komið í guðs- þjónustu að biskup sté í stólinn tekur barn að gráta, segir þá biskup: „Er ekki meðhjálpari Þakkir frá starfsfólki bæklunar- deildar FSA Pann 21. desember sl. var bækl- unardeild FSA fært sjónvarp að gjöf. Var það gefið í minningu Júlíu Stefánsdóttur, er lést 29. janúar 1971, af foreldrum hennar, systkinum og fjölskyld- um þeirra. Færum við, starfsfólk bæklun- ardeildar, þeim hugheilar þakkir fyrir höfðinglega gjöf. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Myndin er af Hringskonum sem gáfu kolaofn, búnað í elhús o.fl. í þinghúsið að Skútustöðum 1904. P ' ™ M Wíi, . vi"j Ífe-** ml -' W Lii Wjt íf 5 *;i a 1 fjslfvj • | j § p I iH viðlátinn?“ Jú, hann gefur sig fram. „Hjálpið þér konunni og barninu út, svo við getum haldið áfram guðsþjónustunni." Segir þá Snorri stundarhátt við sessu- naut sinn: „Hann er ekki líkur Kristi þessi, því hann sagði „leyf- ið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki“ en þessi segir, farið út með konuna og barnið.“ Þá ekki á roðið Löngu seinna þegar Snorri var orðinn bóndi á Pverá, kom Þór- hallur biskup í Þverá og gisti þar. Um morguninn þegar biskup kom á fætur og kemur út að viðra sig, sér hann að kýrnar höfðu brotist inn í skemmu og voru farnar að úða í sig saltfiski, sem þar var geymdur. Gerir hann nú viðvart um skaðann og gengur síðan út aftur og er þá Snorri far- inn að verka óhreinindin af fiskinum. Pórhallur hefur orð á því að kýrnar hafi farið illa með matinn, en Snorri tók því rólega og sagði: „Læt ég það allt vera, meira drulluðu þær í fyrra og þá ekki á roðið." Síðan söðlaði Snorri hest sinn og hugðist fylgja biskupnum yfir Laxá. En hann þurfti svo margt að tala við biskupinn að hann gætti ekki að fyrr en hann var staddur við túnhliðið í Reykja- hlíð. Varð þá Snorra að orði: „Nú þykist ég aldeilis vera búinn að reka hafurinn úr túninu.““ IM Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. Norðurtanga 3 - Sími 26662 - Akureyri Jólatré Sjálfsbjargar og íþróttafélags fatlaðra veröur haldið mánudaginn 28. desember kl. 15.30 í félagssalnum Bjargi. Allir velkorrmir. Skemmtinefndin. ■ r ■ m ■■ gm m jr jr Jolagjofin ■ ar Mýjung á íslandi Þetta er ekki straujárn en straujar allt. Komdu og kynntu þér þetta undratæki. Við verðum við verslunina Amaro í dag, 23. desember. Jólatilboð, ótrúlegt en satt, kr. 3.990.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.