Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992 - ---------------- Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar árs og friðar þökkum við fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. ÁSBYRGIHF. Vörudreifing Akureyri - Sími 96-23280/96-11155 Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gleðilegs nýárs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Tölvufræöslan Furuvöllum 5 - Sími 27899 Sendum félagsmönnum og framsóknarmönnum um land allt bestu jóla~ og ngárskveðjur Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn Framsóknarfélags Akureyrar Borgarbíó óskar viðskiptavinum sfnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. BORGARBÍÓ Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin. slippstödin.. Mannlíf Framsóknarfélag Húsavíkur var stofnað 9. júlí 1932. Haldið var upp á 60 ára afmæli félags- ins fyrsta sunnudag í desember með kvöldverðarhátíð á Hótel Húsavík. Til fagnaðarins voru boðnir félagar og stuðnings- menn á Húsavík, auk þing- manna flokksins, kjördæmis- sambandsstjórn og formanna félaga í sýslunni. Fæstir gest- anna sáu sér fært að koma vegna slæmrar færðar á vegum, en formenn úr nær- sveitum mættu. Guðmundur Bjarnason, alþingismaður og frú Vigdís Gunnarsdóttir létu sig heldur ekki vanta. Sérstakur heiðursgestur á hátíðinni var Þórir Friðgeirsson, stofnfélagi. F>órir sat 12 ár í Þórir Friðgeirsson, stofnfélagi var heiðraður í afmælishófínu. Myndir: Víkurblaðið/Jóhannes Framsóknarfélag Húsavíkur 60 ára: Stoftifélagi heiðraður á afinælishátíð Bæjarstjórn Húsavíkur, hann sat einnig í stjórn Framsóknarfélags- ins og gegndi trúnaðarstörfum á þess vegum. Þórir ávarpaði sam- komuna og þakkaði þann heiður er honum var sýndur. Þormóður Jónsson flutti brot úr sögu félagsins, gerði grein fyrir stofnfundarfélögum og færði rök fyrir hvernig framsóknarhugsjón- in gengur í ættir og erfist. Einar Njálsson, veislustjóri las upp úr fundargerðum Félags ungra framsóknarmanna, sem starfaði með miklum blóma um árabil. Félögin hafa sameinast. Ósk Þorkelsdóttir söng gamanvísur. Ósk fór á kostum og rifjaði upp nokkra framsóknartexta frá fyrri árum. Sólveig Jónsdóttir kom fram ásamt unglingum og léku þau og sungu við hrifningu gesta. Guðmundur Bjarnason og Ind- riði Ketilsson ávörpuðu samkom- Bergþóra Bjarnadóttir og Ragnheiður Jónasdóttir. una. Hreiðar Karlsson flutti vísur sem „faxast“ hafa milli kaup- félagsmanna á Húsavík og í Unga fólkið syngur við undirleik Sólveigar Jónsdóttur. Skagafirði, og fleiri aðila, undan- farna mánuði. Var gerður góður rómur að. Finnur Kristjánsson kom mörgum veislugestum til að gráta af hlátri yfir óborganlegum sögum af tilsvörum Snorra Jóns- sonar frá Þverá í Laxárdal. Flest- ar sagnanna má finna í nýútkom- inni Arbók Þingeyinga sem Finn- ur ritstýrir. Natalia Chow frá Hong Kong heillaði alla er hlýddu á söng hennar, við undir- leik Helga Péturssonar. Matreiðslumeistarar á Hótel Húsavík stóðu sig með prýði við framreiðslu á Húsavíkurhangi- kjöti og meðlæti. Voru veislu- gestir hinir ánægðustu yfir góðum mat og menningarlegri skemmtan, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum ritstjóra Víkurblaðsins, Jóhannesar Sigurjónssonar. IM Félag íslenska prentiðnaðarins og Félag bókagerðarmanna: Hafa tekið höndum saman í bar- áttunni gegn atvinnuleysi Félag íslenska prentiðnaðarins og Félag bókagerðarmanna hafa tekið höndum saman í baráttu gegn atvinnuleysi í prentiðnaði og ásókn erlendra prentsmiðja á íslenska bóka- og blaðamarkaðinn. Til að vekja athygli á þeim bókum sem prentaðar eru á ís- landi hafa félögin látið útbúa auglýsingaspjöld til að hengja upp í bókabúðum. Jafnframt hef- ur náðst samvinna við allmarga útgefendur um að merkja bækur prentaðar á íslandi með sérstök- um límmiðum, sem á stendur: „Þessi bók er framleidd á ís- landi.“ Samhliða þessu hafa birst aug- lýsingar í blöðum þar sem III \ | Bækur og blöð | framleidd á íslandi skapa störf í landinu almenningur er hvattur til að kaupa íslenskar bækur til jóla- gjafa að þessu sinni og stuðla þannig að meiri atvinnu. Atvinnuleysi meðal bókagerð- armanna hefur aukist mikið á undanförnum misserum og er nú komið í 4,5% og stefnir í 10% á næstu mánuðum. FÍP og FBM hafa bent á að með upptöku virð- isaukaskatts á bækur muni draga enn frekar úr atvinnu bókagerð- armanna. FÍP mun veita sérstaka bóka- viðurkenningu í fyrsta sinn í byrj- un næsta árs. Viðurkenningin verður veitt fyrir bækur sem þykja skara fram úr hvað varðar útlit og vörugæði og eru prentað- ar á Islandi árið 1992 og koma hvers kyns bækur til greina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.