Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992 Ungir og upprennandi þverflautuleikarar. Ungir blásturshljóðfæraleikarar léku m.a. á mjög óvenjuleg hljóðfæri auk hefðbundinna hljóðfæra og uppskáru gott klapp. Stjórnandi þeirra er Christopher Thomton. Myndir: GG Vistmenn Hlíðar fjölmenntu er tónlistarfólkið flutti sína dagskrá og nutu hennar í hvívetna. Jólakvöldvaka í Hlíð: Nemendur Tónlistarskólans og vistmenn áttu saman ánægjulega kvöldstund Að frumkvæði Kiwanisklúbbs- ins Kaldbaks tóku nemendur Tónlistarskólans á Akureyri þátt í jólakvöldvöku sem hald- in var fyrir vistmenn á Hlíð, dvalarheimili aldraðra á Akur- eyri, fimmtudagskvöldið 17. desember sl. Par komu fram söngvarar, strengjaleikarar, blásturhljóð- færaleikar og píanóleikar og voru undirtektir áheyrenda mjög góðar. Tónlistarfólkið var á öll- um aldri en á það sammerkt að vera nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Til stóð að halda jólakvöld- vöku úti í Skjaldarvík á föstu- dagskvöldið en vegna veðurs féll hún niður. Veðurguðirnir hafa nú sett æði stórt strik í reikning þeirra sem standa fyrir samkomu- haldi vegna jólanna eins og t.d. jólakvöldvökum og aðventu- kvöldum í kirkjunum. GG Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði strengjasveit, en einleikarar með henni voru Gunnar Benediktsson á óbó og Arnbjörg Sigurðardóttir á þver- flautu. Þú fœrð gjafavöruna hjá okkun Ekta kínverskar silkislœður... kr. 1.160 Ekta kínversk dömunáttföt... kr. 4.700 Ekta kínverska sloppa......... kr. 4.800 Barnanáttföt................ kr. 990 Treflar..................... kr. 1.590 Amsterdam sófasett 3+2.......kr. 69.900 Reyrhúsgögn - Stakir stólar. Úrval af gjafavöru og bastkörfum. BicUki fíiiinn rar’i Kaupangi v/Mýrarveg. Sími 12025. VISA Jólagjafimar handa vélsleða- og útilífsfólkinu: Hjálmar m/gerðir ★ Hanskar ★ Lúffur ★ Moon Boots ★ Vatnsþétt kuldastígvél ★ Vélsleðagallar ★ Töskur ★ Brúsar ★ Olíur o.fl. o.fl. nestin Mannslíkaminn er skennnti- legt viðfangseftii - segir myndlistarmaðurinn Samúel Jóhannsson, sem nú sýnir á Teríunni og í húsakynnum Byggðastofnunar á vegum Menningarsamtaka Norðlendinga Samúel Jóhannsson við mynd sína Heimsóknin sem er til sýnis á Teríunni. Þegar gríman fellur stendur maðurinn nakinn eftir. Ekkert skýlir honum - hvorki útliti hans, hugsunum eða athöfn- um. Aðrar persónur eru faldar á bak við grímur er skapa leyndardóma og er áhorfand- anum látið eftir að ráða í hvað þar muni að baki búa. Þannig birtast myndir Samúels Jóhannssonar - sterkar myndir þar sem hver dráttur höfðar næstum æpandi til áhorfand- ans og hann kemst ekki hjá að veita þeim athygli hvort sem myndlistamaðurinn dregur þær með litum eða svörtum strikum á hvítan grunn. Samúel Jóhannsson sýnir nú 13 myndir á vegum MENOR, Menn- ingarsambands Norðlendinga, á Súlnabergi, Teríunni á Hótel KEA og í húsakynnum Byggða- stofnunar við Geislagötu. Á Teríunni eru átta myndir, akrýl- myndir og teikningar en fimm akrýlmyndir eru til sýnis í Byggðastofnun. Samúel er Akur- eyringur og hefur fengist við myndlist í mörg ár. Hann kvaðst hafa sinnt henni reglubundið frá árinu 1980 og á þeim tíma hefur hann haldið níu einkasýningar, bæði á Akureyri og í Reykjavík auk þess að tak þátt í mörgum samsýningum. í myndinni Heimsóknin, sem er til sýnis á Teríunni, hafa manneskjurnar kastað af sér grímunum og standa naktar, en óræður bakgrunnurinn getur nánast táknað allt umhverfi - allt frá mannfjölda til auðnar. í myndinni Hvenær sem er, sem einnig er til sýnis á Teríunni, dregur listamaðurinn fram áhrif augnabliksins - þess augnabliks sem getur verið á næsta leiti sé maðurinn á annað borð reiðubú- inn að kasta af sér grímunni og auk þess að láta umhverfið, sem er í bakgrunninum, ekki hafa áhrif á gerðir sínar. í flestum myndum Samúels Jóhannssonar er mannslíkaminn í fyrirrúmi þar sem listamaðurinn gerir ýmsar tilraunir með form og stíl. Samúel kvaðst hafa þörf fyrir að mála - túlka hugsanir sínar í rnyndverkinu. Er hann var spurð- ur hvað liggi að baki myndum hans nefndi hann fyrst og fremst sjálfan sig og þessa þörf sem hann kvað ekki láta sig í friði. Spurningunni um hvort myndir hans væru erótískar vildi hann ekki svara neitandi en bætti við að mannslíkaminn væri skemmti- legt viðfangsefni fyrir myndlistar- mann þar sem sífellt væri hægt að takast á við breytileg form. Samúel hyggur á sýningarhald í höfuðborginni á næsta ári og kvaðst hann ætla að sýna eitthvað af þeim myndverkum á þeirri sýningu, sem nú eru kynnt. Vel er til fundið af forsvarsmönnum Menningarsamtaka Norðlend- inga að nýta Teríuna til myndlist- arkynninga. Terían á sér langa hefð sem kaffihús í miðbæ Akur- eyrar og þangað liggur leið margra, bæði heimamanna og annarra er ferðast til bæjarins. ÞI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.