Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 23. desember 1992
Verslun með
vandaðar vörur
5% staðgreiðsluafsláttur
3% aukaafsláttur af þvottavélum til jóla
Kaffivélar frá kr. 2.640
Straujárn frá kr. 2.990
Braun hrærivél kr. 9.000
Philips hrærivél kr. 14.800 .
1961-1992 Litg
a6*kr.
Oseyri 6 • Næg bílastæði
Ingvi R. Jóhannsson rafvirkjameistari
Símar 26383 & 24223
Bridgefélag
Akureyrar
íslandsbankamót
Hið árlega jólamót íslandsbanka og Bridgefélags
Akureyrar fer fram í Verkmenntaskólanum
sunnudaginn 27. desember.
Spilaður verður Mitchell tvímenningur. Mótið hefst
kl. 10.00 og þarf skráningu að vera lokið 15 mínútum
fyrr. íslandsbanki gefur vegleg verðlaun sem afhent
verða í mótslok.
Þátttökutilkynningar berist til Páls Jónssonar (hs.
21695, vs: 25200) eða Hermanns Tómassonar í síma
26196. Þátttökugjald er kr. 1000 á spilara.
Takið effir!
IMilli jóla og nýórs koma út tvö blöð,
þriðjudaginn 29. og miðvikudaginn 30.
desember.
Skilafrestur auglýsinga í þriðjudagsblaðið
er til kl. 11.00 mönudaginn 28. desember
en fyrir miðvikudagsblaðið er skilafrestur
auglýsinga til kl. 11.00 þriðjudaginn 29.
desember.
♦ Fyrsta blað ö nýju öri kemur út þriðjudag-
inn 5. janúar.
auglýsingadeild,
sfmi 24222.
Jólastenuniimg í Lundarseli
Á morgun ganga jólin í garð.
„Loksins, ioksins," segja börnin,
sem hafa beðið eftir hátíðinni
miklu með óþreyju, enda jólin
öðru fremur þeirra hátíð.
Síðustu daga hafa margir tekið
forskot á sæluna og haldið „Litlu
jólin“ hátíðleg. Jólasveinarnir
hafa haft í mörg horn að líta og
staðið vakt allan sólarhringinn. Á
nóttunni fara þeir um allt og setja
eitthvað fallegt í skóinn hjá börn-
unum en á daginn fara þeir í
heimsóknir í skóla, sjúkrastofn-
anir, fyrirtæki, verslanir og aðra
þá staði, þar sem nærveru þeirra
er óskað.
í liðinni viku heimsóttu þeir
félagar Hurðaskellir og Kjöt-
krókur börnin í leikskólanum
Lundarseli á Akureyri. Þar skein
einlægni, gleði - og á stundum
undrun - úr hverju andliti og
félögunum tveimur var vel
fagnað. Þeir sungu og sprelluðu
með börnunum og færðu þeim
loks gjafir að skilnaði áður en
þeir héldu áfram för sinni um
mannheima. Á meðfylgjandi
myndum er gerð tilraun til að
festa stemmninguna á filmu.
Sögufélag Skagfirðinga:
SkagÐrzkar æviskrár VI.
og Skagfirðingabók
Út er komið VI. bindi Skag-
fírzkra æviskráa sem Sögufélag
Skagfirðinga gefur út. Sömu-
leiðis rit félagsins, Skagfirð-
ingabók, en það er 21. árgang-
ur ritsins.
Skagfirzkar æviskrár eru í
bókaflokknum Skagfirzk fræði.
VI. bindið fjallar um tímabilið
1850-1890. Aðalhöfundur
Guðmundur Sigurður Jóhanns
er
son, en Hjalti Pálsson sá um
útgáfuna. Bókin er 432 bls. að
stærð og er útgáfan styrkt af ýms-
um aðilum, m.a. Sauðárkróksbæ
og sveitarsjóðum hreppanna í
Skagafirði.
í 21. árg. Skagfirðingabókar,
riti Sögufélagsins, eru sjö þættir
eftir jafnmarga höfunda. Þættirn-
ir eru eftirtaldir: Björn Þorkels-
son á Sveinsstöðum eftir Björn
Egilsson, Við hljóma Stafnsréttar
eftir Magnús H. Gíslason, Um
legsteina í Hóladómkirkju eftir
Sigurjón P. ísaksson, Vöð á Hér-
aðsvötnum eftir Stefán Jónsson,
Þjóðsagan um Mannskaðahól
eftir Axel Þorsteinsson, Gangna-
minning eftir Þorbjörn Kristins-
son og Minningarbrot úr Stíflu
eftir Pál Sigurðsson. Ritið er 232
bls. og myndskreytt. sþ