Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. desember 1992 - DAGUR - 5 Leikfélag Akureyrar: Útlenclingurinn frum- sýndur á sunnudag Nú styttist í frumsýningu hjá Leikfélagi Akureyrar og Ijóst að einhverjir verða með þand- ar taugar yfir jólin. Gaman- leikurinn Utlendingurinn eftir Larry Shue í þýðingu Böðvars Guðmundssonar verður frum- sýndur sunnudaginn 27. des- ember kl. 20.30 og næstu sýn- ingar verða á mánudag, þriðju- dag og miðvikudag á sama tíma. Aðalpersónan er Charlie, sem þjáist af feimni og minnimáttar- kennd. Hann hefur verið próf- arkalesari á hasarblöðum í 31 ár og finnst hann sjálfur vera ósköp leiðinlegur og litlaus persónu- leiki. Vinur hans býður honum í ferð með sér frá heimkynnum þeirra í Bretlandi til Suðurríkja Bandaríkjanna. Þar neyðist hann til að umgangast fólk og er hann vill flýja aftur heim verður það þrautalending vinar hans að segja Charlie dularfullan útlending sem ekkert skilji, því þá þarf Charlie ekki að halda uppi sam- ræðum. Charlie kemst því að mun fleiru en honum er ætlað og í gegnum ótrúlegustu uppákomur fá bæði hann og aðrir vanmáttug- ir uppreisn æru en illmennin fá makleg málagjöld. Peir sem eru þjóðfélagslega sinnaðir munu sjá í leiknum teng- ingar við útlendingahatur og öfgahreyfingar þó ekki sé það meginviðfangsefni verksins. Höfundurinn fékk hugmynd- ina að Útlendingnum á ferð sinni um Japan. Hann komst þá að því að þar gat hann hagað sér á hinn undarlegasta máta án þess að neinum þætti það skrítið, enda var hann útlendingur og þekkti hvorki tungumálið né siðvenjur í landinu. Leikstjóri er Sunna Borg, leik- myndahöfundur Hallmundur Kristinsson, búningahönnuður Freygerður Magnúsdóttir, ljósa- hönnuður Ingvar Björnsson, sýn- ingarstjóri Hreinn Skagfjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Anna G. Torfadóttir. Sjö leikarar fara með stór hlut- verk og eru þar á ferð bæði gamalkunnir leikarar hjá Leik- félagi Akureyrar og nýrri andlit. Þráinn Karlsson leikur Charlie en aðrir leikarar eru Sigurveig Jóns- dóttir, Aðalsteinn Bergdal, Bryndís Petra Bragadóttir, Jón Bjarni Guðmundsson, Sigurþór Albert Heimisson og Björn Karlsson. Auk þeirra birtast nokkrar dularfullar aukapersón- ur í gerfi Ku Klux Klan. Óhætt er að segja að Útlend- ingurinn Sé hin besta skemmtun enda hefur leikritið notið mikillar hylli. Ljósmyndari Dags brá sér á æfingu hjá Leikfélagi Akureyrar og festi nokkur tilþrif á filmu, en sjón er sem fyrri daginn sögu rík- ari. SS Opið í kvöld til kl. 23.00 Á morgun aðfangadag kl. 09.00-12.00 Lokað 28. desember Vörutalning Lagerinn Austursíðu 2 verður opinn mánu dag- inn 28. desember en lokað verður vegna vöru- talningar þriðjudaginn 29. desember og mið- vikudaginn 30. desember. Pantanir sem eiga að afgreiðast fyrir áramót þurfa að berast í síðasta lagi 28. desember. Gleðileg jól. Efnaverksmiðjan Sjöfn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.