Dagur - 05.01.1993, Side 1

Dagur - 05.01.1993, Side 1
76. árgangur Akureyri, þriðjudagur 5. janúar 1993 1. tölubiað HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Þrír Grímsey- ingar fæddust á síðasta árí Á síðasta ári fæddust þrír Grímseyingar, tvær stúlkur og einn drengur, en samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar fjölgaði íbúum í Grímsey um 5 milli áranna 1991 og 1992. Grímseyingarnir þrír fæddust í apríl, maí og desember á sl. ári. Þorlákur Sigurðsson, oddviti í Grímsey, sagðist vera ánægður með þessa fólksfjölgun í eynni. „Héðan er enginn fólksflótti,“ sagði hann. óþh Siglufjörður: Neyðarblys olli tjóni Það óhapp varð á Siglufirði skömmu eftir miðnætti á nýársnótt að neyðarblys braut rúðu í húsi við Suðurgötu og hlaust nokkur eldur af. Að sögn lögreglunnar á Siglu- firði náði húsráðandi að slökkva eldinn með handslökkvitæki, en ljóst er að töluvert tjón varð á innbúi. Lögreglan segir að sem betur fer hafi enginn verið í stofu hússins þar sem neyðarblysið lenti. óþh Akureyri: Þqár Hkams- árásir kærðar til lögreglu Þrjár líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Akureyri eft- ir áramótin. Að sögn lögreglu voru tvær líkamsárásanna í Sjallanum á Akureyri á nýársnótt og ein í Kjallaranum (í kjallara Sjallans). í öllum þessum tilfellum reyndust ekki vera alvarleg meiðsl á þeim sem fyrir líkams- árásunum urðu. óþh HrútaQörður: BMysálaugardag Um miðjan dag á laugardag rákust tveir fólksbílar saman á Norðurlandsvegi milli Þór- oddsstaða og Reykja í Hrúta- firði. Tveir voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur og þrír á sjúkrahúsið á Hvammstanga. í kjölfarið á þessum atburði ók jeppi aftan á vörubfl, en engin slys urðu þar á fólki. Slysið átti sér stað um kl. 15.30 laugardaginn 2. jan. Voru öku- maður og farþegi í annarri bif- reiðinni fluttir til Reykjavíkur með þyrlu. Alls voru fimm manns í bílunum og voru hinir þrír fluttir á sjúkrahúsið á Hvammstanga. Meðan verið var að sinna slysinu ók jeppi aftan á kyrrstæðan vörubíl í bílalest sem myndaðist vegna slyssins. Kona með tvö börn var í jeppanum, en enginn meiddist. Bíllinn skemmdist nokkuð. sþ Gamlárskvöld við Eyjafjörð: Fæld hross um allar sveitir Aðeins ein brenna var á Akureyri á gamlárskvöld, á Bárufellsklöppum. Fjöldi fólks lagði leið sína að brennunni og þar á meðal voru þessir tveir ungu menn sem hér eru að bjástra við eldfæri. Mynd: Robyn Bændur og hesteigendur um Eyjafjörð leita nú hrossa, sem ruku fæld úr heimahögum vegna sprenginga og Ijósadýrð- ar á gamlárskvöld. Þannig fundu Höfðhverflngar nokkur útigangshrossa sinna við Svert- ingsstaði í Eyjafjarðarsveit og björgunarleiðangur þurfti að gera út á Garðsárdal til að bjarga 33 hrossum úr sjálf- heldu og koma þeim til byggða. Að sögn Einars Benediktsson- ar í Hjarðarhaga lágu hross hans við opið. Á miðnætti fældust hrossin í sprengjugnýnum, ruku á hvað sem fyrir varð, og stefndu til fjalls. Orri Óttarsson frá Garðsá fann hrossin á nýársdag innan við Stífluhól þar sem þau voru í sjálfheldu upp undir fjallsegg. Vegalengdin sem hross- in ruku er um 14 kílómetrar. Fæðingar á Norðurlandi árið 1992: Drengir í miklum meiriWuta Á árinu 1992 fæddust 44 færri börn á fímm sjúkrastofnunum á Norðurlandi, á Akureyri, Sigluilrði, Húsavík, Sauðár- króki og Blönduósi, en árið 1991. A síðasta ári fæddust samtals 567 börn en 611 árið 1991. Athyglisvert er að á Iiðnu ári fæddust mun fleiri drengir en stúlkur. Drengirnir voru 316 en stúlkurnar 251. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fæddust 424 börn á síð- asta ári í 423 fæðingum. Verulega hallaði á kvenþjóðina, stúlkurnar voru 193 talsins en drengirnir 231. Árið 1991 fæddust 444 börn á FSA, þar af voru níu tvíbura- fæðingar. í gær höfðu þrjú börn fæðst á FSA frá áramótum. Fæðingum fækkaði talsvert á Siglufirði á síðasta ári miðað við fyrra ár. í fyrra fæddust 11 börn á sjúkrahúsinu þar, 6 stúlkur og 5 drengir, en 16 árið áður. Ekkert barn hefur fæðst á Siglufirði það sem af er árinu 1993. Á Sjúkrahúsi Húsavíkur fædd- ust 47 börn árið 1992, 26 drengir og 21 stúlka. Árið 1991 fæddust hins vegar 50 börn á Húsavík, 24 drengir og 26 stúlkur. Fyrsta barn ársins 1993 á Húsavík, tæplega 18 marka stúlka, fæddist kl. 6.25 í Stórskenund bifreið eftir veltu Bifreið af gerðinni Toyota er mikið skemmd eftir veltu skammt frá Möðruvöllum í Hörgárdal síðdegis í gær. Bifreiðinni var ekið í átt til Akureyrar og skipti engum tog- um að ökumaður, sem var einn í bifreiðinni, missti stjórn á henni í hálku. Ökumaður slapp án telj- andi meiðsla. óþh gærmorgun. Foreldrar hennar eru Sóley M. Hafsteinsdóttir og Óðinn Magnússon, en þau eru nýflutt til Húsavíkur. Þessi fyrsti Húsvíkingur ársins er annað barn þeirra hjóna. Á sjúkrahúsinu á Blönduósi fæddust 22 börn, 14 drengir og 8 stúlkur. Árið 1991 fæddust 42 börn. Ekkert barn hefur fæðst á nýju ári. Á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki fæddust 63 börn í 62 fæðingum, 40 drengir og 23 stúlkur. Árið 1991 fæddust þar 61 barn. í gær hafði ekkert barn fæðst á Sauðár- króki það sem af er árinu. óþh/IM/sþ Búgreinafélögin: Krefjast annars virðis- aukaskattsþreps Annað virðisaukaskattsþrep á matvæli er krafa félaga eggja- framleiðenda, kjúklinga- bænda, kúabænda, hrossa- bænda og svínabænda en félagasamtök þessara búgreina efndu til blaðamannafundar í gær þar sem fjallað var um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skerða endurgreiðsiur virðis- aukaskatts af framleiðsluvör- um þeirra um tæp 65%. Ljóst er að viðkomandi búgreinar geta ekki tekið á sig þá skerð- ingu og því munu þessar aðgerðir leiða til hækkunar viðkomandi vörutegunda. Gert er ráð fyrir að kjúklingar hækki um allt að 15%, egg um 11% og nautakjöt um 14% á næstunni vegna framangreindra ráðstafana. Á fundinum var saga þessarar skattlagningar rakin - frá því hann var tekinn upp í formi sölu- skatts á árinu 1988 og í daglegu tali nefndur matarskattur. Áhrif lækkaðra endurgreiðslna vegna virðisaukaskatts á framangreind- ar búgreinar eru nú þau, að skatt- ur er í upphafi var 12% virðis- aukaksattsþrep nemur nú um 21,2% virðisaukaskatti. í máli Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, á fund- inum kom fram að Stéttarsam- bandið hafi varað við þessum skatti og talið að endurgreiðslur myndu rýrna og yrðu teknar af eins og nú hafi orðið raunin. Bjarni Stefánsson, framkvæmda- stjóri Félags eggjabænda, sagði að heildarskerðingin væri nú á bilinu 200 til 250 milljónir króna, sem búvöruframleiðendum og neytendum væri ætlað að taka á sig. Með þessum ráðstöfunum væri verið að mismuna búgrein- um auk þess að hækka verð á neysluvörum til neytenda. ÞI „Strax í birtingu á laugardaginn héldum við Þröstur Sigurðsson og Freyr Áskelsson inn á Garðs- árdalinn tíl að freista þess að bjarga hrossunum. Er að var komið var ljóst að okkur skorti búnað og hjálparmenn. Félagar úr Hjálparsveitinni Dalbjörgu voru nú kallaðir til. Við þurftum að höggva okkur slóð upp fjalls- hlíðina að hrossunum, sem var erfitt verk. Eitt hrossanna, tveggja vetra trippi, hafði hrapað og var illa skorið á höfði. Hross- unum náðum við ekki niður í dal- botn fyrr en undir kvöld. Vel gekk að reka hrossin út Garðsár- dalinn og ekki þurfti að lóga slas- aða trippinu. Það komst undir læknishendur og verður að vera í sjúkrastíu næsta mánuðinn," sagði Einar Benediktsson að Hjarðarhaga í Eyjafjarðarsveit. ______________________ó[ Akureyri: Borðhníftir í miðbænum Á nýársnótt kom til átaka í göngugötunni á Akureyri milli tveggja manna frá Grænhöfða- eyjum, sem báðir voru töluvert ölvaðir. Annar mannanna ógnaði hin- um með borðhnífi. Lögreglan handtók manninn og afvopnaði og færði í fangageymslu. Hinn maðurinn hlaut smávægilega áverka. óþh Ólafsijörður: Hálfdán tekur við í vikunni Hálfdán Kristjánsson, nýráð- inn bæjarstjóri í Ólafsfírði, tekur við störfum í vikunni. Hann mun sitja fyrsta bæjar- stjórnarfund sinn næstkom- andi þriðjudag þegar er reglu- legur fundur bæjarstjórnar. Á fundinum á þriðjudaginn í næstu viku verður væntanlega tekin fyrir beiðni Sigurðar Björnssonar, bæjarfulltrúa, um lausn frá störfum. Sem kunnugt er óskaði hann eftir lausn í síð- asta mánuði í framhaldi af sam- kckomulagi sem orðið hafði milli flokkanna í bæjarstjórn um bók- un til að ljúka svokölluðu Fisk- marsmáli. Þessi bókun mun þá að líkindum einnig koma fram á fundinum á þriðjudag og hún þá ljúka þessu máli sem hefur verið svo fyrirferðarmikið í umræðum í bæjarstjórn Ólafsfjarðar síðustu tvö árin. JÓH

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.