Dagur


Dagur - 06.02.1993, Qupperneq 8

Dagur - 06.02.1993, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 6. febrúar 1993 Líklega hefur stór hluti landsmanna einhverntíma áð í Staðarskála í Hrútafírði á leið sinni um hringveginn. Sumir eiga þar fasta stoppistöð árið um kring og þangað kemur líka fjöldi erlendra ferðamanna að sumrinu. Það eru bræðurnir Magnús og Eiríkur Gíslasynir og kona Magnúsar, Bára Guðmundsdóttir, sem eiga og reka Staðarskála. Ég kom við þar á dögunum, ekki til að fá mér hamborgara eins og oftast, heldur til að spjalla við Báru um daginn og veginn. Eigendur Staðarskála hafa smám saman verið að stækka við sig. Sá hluti hússins sem nú hýsir veitingasal og sælgætissölu er upp- haflega byggingin frá 1960. Síðan hefur ver- ið byggt við, m.a. eru 4 herbergi þar sem hægt er að fá gistingu. Og nú er enn verið að stækka, en eigendur Staðarskála hafa fest kaup á íbúðarhúsi og svínahúsi á næsta bæ við Stað, Staðarflöt. í svínahúsinu, sem auðvitað mun þá hvergi bera merki uppruna síns, verða 18 herbergi og veitingasalur. Petta húsnæði verður þó ekki tilbúið strax. Ýmsar fleiri hugmyndir og nýjungar eru í bígerð á Stað, en frá því verður ekki sagt hér og nú. Bára Guðmundsdóttir er hressileg kona á besta aldri, þótt hún láti að því liggja að hún sé enginn unglingur lengur. Það hefur verið í nógu að snúast hjá Báru, bæði á heimilinu og utan þess og hún hefur komið sjö börn- um á legg. Bára er að vestan, úr Ófeigsfirði á Ströndum frá samnefndum bæ. Þar býr „Já, við bjuggum í hluta af því fyrst. Tengdamóðir mín var þar og föðursystir hans Magnúsar. Við byggðum hitt 1965 og fluttum þá í það.“ Héðan væri hægt að hafa útgangspunkt - Er ekki mikið um að útlendingar leiti til ykkar? „Það er gríðarlega mikið spurt hérna. Hér er upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn. Það hefur verið stúlka í þessu nú tvö síðustu sumur. Ferðamálafélagið í sýslunni greiðir kostnað, stúlkan starfar hér að einum þriðja. Annars höfum við verið með vísi að þessu í nokkur ár. Við vorum með stúlkur í þessu, ég man ekki hvaða ár það var fyrst, en það eru nokkuð mörg ár síðan.“ - Eftir hvaða upplýsingum eru ferða- menn helst að leita? „Ég hugsa að fóik sé yfirleitt búið að fá Reykjum. Svo er hægt að hafa útgangs- punkt héðan á marga staði. Þú getur farið dagsferð á Vestfirði, eða vestur á Snæfells- nes og farið í Eyjaferðir og komið aftur að kvöldi, það er ekkert mál. Þú getur farið norður á Strandir og á Vatnsnes, upp Mið- fjörðinn og fram að Arnarvatni ef þú ert á svoleiðis bíl. Svo er hægt að fara í göngu- ferðir. Það er t.d. mjög skemmtilegur stað- ur hérna frammi í heiðinni, að okkur finnst. Það er hverasvæði og þar er hægt að baða sig í heitu vatni. Við komum þangað þegar við fórum að fara á sleðum. Þetta er svolítið langt. Við fórum á bíl eins langt og við kom- umst og löbbuðum svo. Við vorum fimm tíma fram og til baka.“ - Hér eru þá engar skipulagðar ferðir? „Nei, það er ekkert. Við höfum ekkert farið út í það að vera með slíkt og höfum heldur ekki tíma til þess. Það þurfa ein- hverjir aðrir að geta gert þetta.“ - Heldurðu að það sé engin þörf fyrir slíkt? „Ja kannski alveg eins og það að maður hélt að það væri ekki þörf fyrir þennan skála. Það getur alveg eins orðið þörf fyrir gönguferðir eða einhverjar aðrar ferðir. Á sumrin er nóg að gera, en það er þessi tími að vetrinum, ef hægt væri að gera eitthvað fyrir hann.“ Bára segir mér að til standi að færa þjóð- veg 1 þannig að hann verði rétt neðan við Staðarskála. Hún segir það þó litlu breyta fyrir þau, annað en að það þurfi að laga aðkomuna. Þau eru ekki að hugsa um að hætta rekstrinum neitt alveg á næstunni. „Við gátum ekki verið viss um það fyrir þrjátíu árum síðan að vegurinn yrði ennþá á sama stað eftir þrjátíu ár. Það hafa orðið gífurlegar breytingar í allri vegauppbygg- ingu þessi þrjátíu ár sem við höfum verið hérna. En staðsetning vegarins hefur ekkert breyst.“ íslenskur matur á norsku jólahlaðborði Ég sagði Báru að ég hefði heyrt að hún væri fjölhæf í matargerð. Hún skellihló og kvaðst nú ekki vita til þess. En ástæða þess að ég spyr er sú að ég frétti að Bára væri nýkomin úr Noregsferð, sem hún fór í boði norsks hótels. Þar kynnti hún íslenskan mat, ásamt Kristínu Einarsdóttur. Þær fóru út í lok nóvember og voru í viku. - Hvernig kom þessi Noregsferð til? „Það var í gegnum mann sem vann hérna í bókhaldinu hjá okkur. Hann var úti í Noregi í nokkur ár og kynntist manni sem er að vinna á þessu hóteli. Við höfum verið með jólahlaðborð allt frá ’86 og í tengslum við það var farið að spekúlera í þessu. Hann talaði við þennan mann og þá kom það til að okkur var boðið að koma. Þetta hótel, Hótel Leonkollen, er í Asker rétt hjá Oslo. Það var mjög gaman að þessari ferð.“ Enn meira að gera eftir að börnin fóru að heiman enginn lengur, nema að sumrinu. Foreldrar Báru fluttu til Bolungarvíkur árið 1965 og síðar suður til Kópavogs. Hún segist ekki hafa verið nein sveitakona í sér og yfirgaf heimasveitina til að vinna á símstöðinni á Brú. Þar vann hún í tvö ár, en fluttist svo að Stað árið 1960. Kvíarnar færðar út Við Bára tylltum okkur með kaffibollana við eitt borðið í veitingasalnum. Það var rólegt, Norðurleið rétt farin og ekki margir á ferðinni. Magnús færir okkur konfekt með kaffinu, „til að halda línunum í lagi“ og ég hefst handa við að svala forvitni minni. - Hvað hafið þið starfrækt skálann hérna lengi? „Við opnuðum hann í júní 1960. Áður var hérna bensínafgreiðsla og lítill skúr sem var búinn að vera hérna nokkurn tíma. Við byggðum svo við húsið 1972.“ - Var ekki nóg að gera hjá ykkur strax frá byrjun? „Jú, það var það fljótlega.“ - Þið eruð að fara að færa út kvíarnar, ekki satt? „Jú, við erum að fara að innrétta þetta hús þarna, sem er svínahús. Við ætlum að hafa þar gistingu, 18 herbergi með snyrti- aðstöðu. Svo kemur þarna lítið eldhús og veitingasalur. Það verður borðstofa og hægt að taka fólk í mat. Við getum þá tekið hópa, sem við höfum ekki aðstöðu til að taka hérna. Það er auðvitað æskilegt að geta það. Við vorum einu sinni alltaf með tvo til þrjá hópa á viku, en svo urðum við að hætta því vegna þess að við höfðum orðið ekki pláss til þess.“ - Tilheyrir sá bær Stað? „Nei, hann heitir Staðarflöt. Það er okkar hús sem heitir Staður og gamli bærinn þar sem kirkjan er. Við höfum notað gamla hús- ið fyrir starfsfólk.“ - Bjugguð þið í gamla húsinu til að byrja með? Bára og Kristín ásamt starfsfólki hótelsins. Þær eru á þjóðlegu nótunum, á íslenskum búningum. Á innfelldu myndinni er íslenska góðgætið á norska matseðlinum. upplýsingar um þetta svæði og sé þá að fá upplýsingar um aðra staði, lengra burtu. Þá helst um gististaði og tjaldsvæði.“ - Hvernig nýtist gistingin hjá ykkur? „Hún nýtist ágætlega á sumrin, en á vet- urna er þetta takmarkað. Þetta eru ein- göngu íslendingar. Útlendingar ferðast mikið í hópum og það eru skipulagðar gistingar.“ Bára segir að ferðamenn stoppi ekki í Hrútafirði, þeir sé bara á leið í gegn. Ég spyr hana hvort ekki sé eitthvað að skoða hér. „Það er nú t.d. byggðasafnið hérna á -viðtal við Báru Guðmunds- dóttur á Stað í Hrútafirði

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.