Dagur - 06.02.1993, Side 15
Börnin okkar
„Var beðið þig
í síðasta þætti um börnin okkar var rætt við talkennara um
það hvernig hægt er að hjálpa börnum að ná tökum á mynd-
un málhljóða og orða, að læra að tala. En það er ekki nóg að
börnin okkar geti myndað hljóð og raðað þeim saman í orð.
Það að tjá sig á íslenskri tungu er svo margfalt meira en það.
Börnunum okkar er það ómetanlegur fjársjóður, á leið
þeirra í gegnum lífið, að hafa gott vald á móðurmáli sínu. Að
geta nýtt málið til að tjá sig og öðlast aukna þekkingu er
undirstaða framfara og hæfni í mannlegum samskiptum. Þess
vegna ættum við foreldrar að leggja okkar lóð á vogar-
skálarnar svo að börnunum megi takast að nýta tunguna
okkar, íslenskuna, sér til framdráttar í lífinu. Þannig að orðin
og stafirnir verði vinir þeirra en ekki óþægur ljár í þúfu.
Á hátíðisdögum í iífi íslensku
þjóðarinnar flytja forystumenn
hennar háttstemmdar ræður um
mikilvægi íslenskunnar og leita
svara við spurningum um framtíð
tungunnar og þróun. Spurning-
um eins og, hvort erlend áhrif
hafi aukist í tungutaki lands-
manna? Hvort æska landsins tjái
sig samkvæmt reglum ísiensku
málfræðinnar og stafsetningar-
innar? Eða, hvort málfar barna
og unglinga sé einn allsherjar
grautur málvilla, slanguryrða og
erlendra sletta og stafsetningar-
villurnar óteljandi í rituðum
texta? Fyrirsögn þessarar greinar
er dæmi um þá meðferð sem ís-
lenskan hlýtur hjá fjölda barna
og unglinga um þessar mundir.
Fleiri algengar setningar í þess-
um dúr hljóma á göngum skóla
og leikskóla: „Pað var fylgt mér í
skólann. Það var gefið mér
pening. Pað var barið mig.“ Um
er að ræða nýstárlega notkun þol-
myndar.
Skilur þú mig?
Að sögn þeirra sem umgangast
börn og unglinga daglangt veldur
málfátækt, takmarkaður orða-
forði og slæmur málskilningur
sífellt fleiri börnum og ungling-
um erfiðleikum. Það gefur auga
leið að það er ekki auðvelt að
fylgja leiðbeiningum kennarans
þegar orð hans eru óskiljanleg og
orð nemandans kennaranum
framandi. Því takmarkaðri sem
orðaforðinn og málskilningurinn
er því meira torf verða námsbæk-
urnar. f þessari grein er ekki ætl-
unin að fjalla um stöðu íslensk-
unnar vanda eða þróun tungunn-
ar. Heldur um þann vanda sem
börnin okkar standa frammi fyrir
ef málfar þeirra er svo fátæklegt,
orðaforði, málskilningur og mál-
tillfinning svo slæm að það veldur
þeim erfiðleikum í daglegum
tjáskiptum, allri þekkingarleit og
meðferð ritaðs máls. Getur virki-
lega verið að til séu á íslandi börn
sem svo illa eru á vegi stödd?
Að geta svarað fyrir sig
Auðugur orðaforði, ríkur mál-
skilningur og næm tilfinning fyrir
íslensku máli er ómetanleg undir-
staða alls náms og Ieikni í mann-
legum samskiptum. Börnin okk-
ar þurfa ekki aðeins á færni í
meðferð móðurmálsins að halda
til að geta náð góðum árangri í
bóklegu námi. Þau þurfa líka á
þessari leikni að halda í hvers
konar verklegu námi og starfi,
listum og íþróttum. Þau þurfa að
geta fylgt leiðbeiningum og skilið
þær til hlítar hvort sem þær eru
munnlegar eða skriflegar.
Frá morgni til kvölds krefst
daglegt líf okkar þess að við höf-
um þennan stórkostlega tjáninga-
miðil, málið, á valdi okkar. Get-
um áttað okkur á mismunandi
I skólum og leikskólum er markvisst unnið að auknum málþroska barnanna
okkar.
- Hvenær slökktir þú
síðast á útvarpi eða
sjónvarpi til að hlusta
á barnið þitt eða
lesa fyrir það sögu?
að útskýra fyrir mér?“
í barnahópnum.
Hver hefur tíma til að tala við mig?
blæbrigðum þess og nýtt okkur
fjölbreyttan orðaforða til að
koma hugsunum okkar í orð. Til
að láta í ljós skoðanir okkar og
rökstyðja þær, til að segja frá til-
finningum okkar, líðan og vilja.
Hver kennir börnunum
okkar íslensku?
Ef til vill hugsum við sem svo að
börnin okkar læri íslenska tungu
ómeðvitað og sjálfkrafa og allar
vangaveltur og áhyggjur um
kunnáttu þeirra á því sviði séu
því þarflausar.
En af því læra börnin málið að
það er fyrir þeim haft. í gegnum
tíðina hafa íslensk börn lært
tunguna af foreldrum sínum,
eldri systkinum, öfum sínum eða
ömmum. Þær stófelldu þjóðfé-
lagsbreytingar sem orðið hafa á
þessari öld og gjörbylt stöðu
heimilanna og fjölskyldnanna í
landinu hafa um leið haft gífurleg
áhrif á málumhverfi og málupp-
eldi íslenskrar æsku. Á fjölda
heimila í landinu er nú svo komið
að samverustundir barna, með
fullorðnu fólki innan veggja
heimilanna, eru einungis fáar
klukkustundir á dag. Nokkrar
klukkustundir síðdegis þegar
þreyta dagsins segir til sín og fjöl-
miðlarnir kalla á athygli. Teikni-
myndir fyrir yngri kynslóðina og
hver fréttatíminn af öðrum sem
fullorðna fólkið á heimilinu má
ekki missa af. Skömmu síðar
sigrar svefninn þreytt lítil
óskabörn sem hafa dvalið allan
daginn í stórum barnahópi.
Ymist í leikherbergi dagmömm-
unnar, á leikskólanum, leikvell-
inum eða í fjölmennri bekkjar-
deild grunnskólans. Þannig líða
dagarnir hver af öðrum og ef
börnin okkar læra málið, af því
að það er fyrir þeim haft, hver er
það þá sem hefur málið fyrir
börnunum okkar?
Litlu eyrun hlusta
Stærstan hluta dagsins er málið,
sem fyrir börnunum okkar er
haft, mál jafnaldra þeirra, hinna
barnanna í barnahópnum. Sem
sagt, börn eru í yfirgnæfandi
meirihluta í málumhverfi barna!
Það sem skiptir sköpum í málum-
hverfi barnanna okkar, stærstan
hluta dagsins, þegar þau eru
ýmist í gæslu dagmæðra, starfs-
fólks leikskóla eða skóla er
hæfni, kraftur, vilji og geta full-
orðna fólksins sem sér um barna-
hópinn. Þau eru mörg litlu eyrun
sem nema þessa einu fullorðnu
rödd. Hjá metnaðarfullum dag-
mæðrum, á leikskólum landsins
og í grunnskólunum er markvisst
unnið að auknum málþroska
barnanna okkar. Þegar þriggja
ára snáði er sóttur á leikskólann
sinn og syngur glaðlega í bílnum
á heimleiðinni „ísland er land
þitt“, gleðst foreldrið með barn-
inu yfir tökum þess á tungunni og
vel unnu starfi starfsfólksins á
leikskólanum. Á hverjum degi er
ákveðin stund dagsins hjá yngstu
börnunum í skólum landsins ætl-
uð markvissri málörvun. Þá fást
börnin við ýmis form íslenskrar
tungu; rím, þulur, kvæði, ljóð,
setningar, orð, samstöfur og
hljóðgreiningu undir leiðsögn
kennara. Starf þessara uppeldis-
stétta er ómetanlegt. En hvað
leggjum við foreldrar af mörkum
til að bæta málþroska barnanna
okkar?
Mamma má ég hjálpa þér
að elda kvöldmatinn?
Ef til vill skiptir mestu máli að
við gerum okkur ljóst hvar skór-
inn kreppir. Minnumst þess, að
það að hafa móðurmálið á valdi
sínu, er ekki meðfæddur eigin-
leiki heldur áunninn. Við þurfum
ekki að vera sérfræðingar í
íslenskri tungu til þess að geta
hjálpað börnunum okkar til auk-
ins málþroska. Það eru ótal leiðir
og ef til vill eru leiðirnar sem
gengnar kynslóðir fóru til að
miðla málinu milli kynslóða þær
eðlilegustu og bestu milli foreldra
og barna.
Förfeður okkar kenndu for-
eldrum okkar íslenska tungu án
nýtískulegra hjálpartækja. Börn-
in fylgdu foreldrum sínum til
verka og lærðu málið samhliða
handtökunum. Helsta dægra-
styttingin var að hlusta á sögur,
lesa og syngja með eldra fólki.
Börnin okkar hafa ef til vill ekki
tækifæri til að fylgja okkur til
verka en þau geta ótrúlega fljótt
lagt hönd á plóginn í eldhúsinu
og við önnur heimilisstörf. Að-
eins ef við gefum okkur tíma til
að leyfa þeim að vera með og ef
okkur tekst að gera þessar sam-
verustundir ánægjulegar. Krydda
þær með skemmtilegum samtöl-
um, læða að nýjum orðum, orð-
tökum, málsháttum og sögum af
æsku okkar. Á þann hátt nýtum
við stundirnar síðla dags ekki
aðeins til heimilisstarfa og mat-
reiðsíu heldur einnig til upp-
byggjandi og málörvandi sam-
skipta við börnin okkar. Er það
ekki vænlegri kostur heldur en að
senda börnin inn í herbergi til
leikja eða í sófann fyrir framan
sjónvarpið? Þau þurfa á sam-
skiptum við fullorðið fólk að
halda, samskiptum við okkur for-
eldra sína.
Hver hefur tíma
til að tala við mig?
Áttum okkur á því að mörg börn
í nútíma þjóðfélagi eru mjög
einmana. Þau eru allan daginn
hluti af stórum barnahópi. Þegar
heim kemur er mamma að fara á
fund og pabbi á æfingu og ungl-
ingurinn sem gætir barnsins er að
læra, vissara að trufla hann ekki.
Hver hefur tíma til að tala við
barnið, leyfa því að heyra ný orð,
orðasambönd, hugtök og orð-
tök? Til að hlusta á það segja frá
og þjálfa sig í samræðu- og frá-
sagnarlist? Hver hefur tima til að
lesa fyrir barnið og rökræða við
það um innihald bókanna? Hver
hefur tíma til að kenna barninu
að færa rök fyrir máli sínu,
standa á rétti sínum og beita orð-
um til að ná sínu fram?
Vissulega væri best ef við gæt-
um öll hugsað sem svo: „Þetta er
nú meiri vitleysan, auðvitað gef-
um við okkur tíma til að tala við
barnið okkar.“ En ef við gerum
það ekki, hvernig vegnar því
þá???
Næsti þáttur: Að læra að synda