Dagur - 06.02.1993, Síða 19

Dagur - 06.02.1993, Síða 19
Sakamálaþraut Laugardagur 6. febrúar 1993 - DAGUR - 19 Verið á undan Carter lögregluforingja að leysa þrautina. Ykkur til aðstoðar eru teikningar með mikilvægum vísbendingum... Morðið á sjöundu hæð - eftir Francis Clarke Graham undirforingi var úrillur í dag. Konan hans hafði brennt ristaða brauðið, hann hafði misst af lestinni sem hann var vanur að taka í vinnuna og nú hvarf hann næstum því í reykjar- mekki frá stórum, hvítum sportbíl sem brunaði framhjá honum og skildi eftir blett á nýþvegnu buxunum hans. Hann reyndi samt að þvinga fram bros og fylgdi Carter lögregluforingja inn um glerdyr lúxus-íbúðarblokkarinnar og að lyftunni sem flutti þá upp á sjöundu hæð. Evert Evans húsvörður kom til dyra í íbúð númer 704 og vísaði þeim inn í stofuna. Þar var allt í óreiðu; borði hafði verið velt við, standlampi lá í gólfinu og púðar lágu út um allt. En á miðju gólfinu lá lík af gullfallegri ungri konu „Hún heitir Lilian Vyner,“ útskýrði Evans. „Þið þekkið hana er það ekki - þetta er ein fremsta fyrir- sætan okkar. Jason Langley sem býr hinum megin við ganginn hringdi til mín í inn- anhús sím- ann fyrir um það bil tuttugu mínútum og sagði mér að hræðileg slagsmál væru í gangi í þessari íbúð.“ Höfuð-lykillinn Þegar ég kom upp svaraði enginn þegar ég bankaði svo þess vegna hringdi ég í ykkur. Svo kom ég aftur með höfuð-lykilinn og fann íbúð- ina mannlausa fyrir utan lík konunnar.“ Graham undirforingi dró nú upp minnisbókina sína og spurði Evans hvort hann vissi eitthvað um stúlk- una. Svo virtist sem hún hafi verið trúlofuð fast- eignasala að nafni Peter Dobson. „Hann á glænýjan sportbíl,“ sagði Evans. „Eg sá hann meira að segja þegar ég gekk í gegnum anddyrið. Þið hljótið að hafa rekist á hann.“ Undirforinginn brosti um leið og hann og Carter lögregluforingi bönkuðu á dymar hjá Langley. Snyrtilegur ungur maður bauð þeim inn en hann hafði verið að snæða morg- unverð. „Við skulum sjá... klukkan Lausn á sakamálaþraut: •punjs BQpgpp L’ujucj qijoa b3o|iuioj3 IQJliq UOSqOQ qb jiqAc] ujos pipj) qij3a BjBi) qb jnjKji| ui|py\ jbjsojj njo jæcj ji:3oc| nui -jpjsjnjsB|qjn bjj ^qsqXoj tojojo BpuVu uin|iq lunfXu b jb|3a jEjioq uo iuui ->!>|0|q QE UUIUIOIj/ál QIJ3A BJBq JS|30S UUBJJ !JSB§D|UIBSUnj3 BS J3 uosqoQ er níu núna svo ég hef hringt í Evans fyrir um hálftíma síðan. Auðvitað þekkti ég Lilian en ég kærði mig bara ekki um að blanda mér í rifrildin hennar. Langley strauk vel rakaðan vanga sinn en hélt svo áfram að snæða harðsoðna eggið sitt. Hann sagðist ekki hafa farið út úr íbúðinni sinni þennan morgun. Úrslit gærkvöldsins Lögreglumennimir tveir voru á leiðinni út úr íbúðinni þegar Graham undirforingi snéri sér snögglega við. „Mitt var ekki komið í morgun þegar ég fór,‘,‘ sagði hann í afsökunar- tón og tók morgun- blað ' Langley af borði í gang- inum. „Væri Jþér sama þótt 'ég liti aðeins á knattspyrnu- ' úrslit gær- kvöldsins? „Og þá,“ sagði Carter lögregluforingi hugsandi, „eigum við bara Dob- sön eftir.“ Hann fundu þeir á ríkulega búinni skrif- stofu hans í miðborginni. „Er Lilian... dáin?“ stundi Dobson og lét sig falla niður í stól. „En ég var í íbúðinni hjá henni í morgun!" „Já, og þú varst næstum því búinn að aka okkur niður þegar þú fórst,“ sagði Graham argur. „Ég var búinn að aka meira en hundrað kíló- metra til þess eins að hitta hana,“ sagði Dobson rólega. „Hún hringdi til mín um klukkan sjö í morgun og bað mig að koma strax en þegar ég kom svaraði enginn í íbúðinni hjá henni. Ég var ekki meira en tvær mínútur inni í húsinu og því miður... ég hef greinilega misst af ykkur þegar ég fór.“ Lögreglumennimir báru saman bækur sínar fyrir utan skrifstofu Dobson. „Jæja, Graham,“ sagði Carter lögregluforingi, „þú veist auðvitað hver það er sem helst ligg- ur undir grun...?“ Hver er sá grunaði? RAUTTLjÓS^ ||U^FERÐAR RAUTT LjÓSB Bókhald - launauppgjör - VSK uppgjör - skattaframtöl TÖLVÍS sf Kaupangi viö Mýrarveg. Páll Sigurjónsson - Lára Kristinsdóttir. Sími 21777- Fax 12177. RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Laust starf Starf umdæmisstjóra Rafmagnsveitna ríkisins á Norðurlandi eystra er laust til umsóknar. Krafist er menntunar á sviöi rafmagnsverkfræöi eöa rafmagnstæknifræði. Ráöiö veröur í stööuna frá 1. júlí 1993. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík, sími 605500. Umsóknir berist til Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- vegi 118, Reykjavík, fyrir 1. mars 1993. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS, Laugavegi 118 105 Reykjavík. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGID LÉTTIR SlolnaA 5 nóv 1928 P O Bo» 348 - 602 Akuieyn Þú færð allan pappír á einum stað D/VG S P R» E Isl "T" Strandgötu 3 I • Akureyri • tr 24222 & 24166 Eiginmaður minn, STEFÁN ÁSGEIRSSON, frá Gautsstöðum, lést á Seli, 4. febrúar. ída Þórarinsdóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.