Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 10

Dagur - 22.05.1993, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 Heilsupóstur Einar Guðmann Atvinnuleysi kostar sitt heilsufarslega - punktar úr ýmsum áttum Gamaldags sláttuvélar vist- vænni Nú fer sumarið að nálgast enn og aftur og það þýðir að senn þurfa menn að draga sláttuvél- amar fram í dagsljósið og sjá til þess að garóurinn vaxi manni ckki yfir höfuð. Sumar sláttu- vélar í dag eru orðnar ákaflega þægilegar en í Bandaríkjunum hefur sala á handvirku gamal- dags sláttuvélunum tvöfaldast frá því 1985. Þessar vélar hafa margt framyfir vélknúnu sláttu- vélarnar. Þær eru fyrir það fyrsta ódýrar, þarfnast lítils við- halds, valda hvorki hávaða né mengun og eru jafnvel taldar fara betur með lóðina. Auk þess em þær mun betri fyrir þig. Það að slá lóðina með óvélknúinni sláttuvél er góð hreyfing, sem getur jafnast á við það að spila einn tennisleik eða fara í einn þolfimitíma. Sjálfsagt er að gera nokkrar varúðarráðstafanir eins og áður, en það er að nota hanska og klæðast góðum skóm. Auk þess þarf vitanlega að sjá til þess að böm séu hvergi nærri. Atvinnuleysi veldur ekki aðeins peningaleysi Nú þegar viðvarandi atvinnu- leysisvofa gnæfir yfir okkur ís- lendinga þurfum við að gera ýmsar ráðstafanir til þess að koma því fólki til hjálpar sem er atvinnulaust eða í það minnsta hjálpa mönnum að hjálpa sér sjálfum. Aðrar þjóðir hafa meiri reynslu en við í því að fást við atvinnuleysi og fyrir liggja ýmsar tölfræðilegar upp- lýsingar um meira en þau fjár- málavandræði sem fjölskyldur þurfa að takast á við. I skýrslu sem birt var af stofnuninni Economic Policy Institute í Washington, D.C. er bent á að heilsufarslega kosti atvinnuleysi þjóðina mikið. Ef atvinnuleysi eykst um eitt pró- sent þýðir það að dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma aukast um 5.6%, dauðsföll af völdum hjartaslags um 3.1% og sjálfs- morð um 6.7%. Atvinnuleysi í Bandaríkjun- um fór úr 5.5% í 7.5% á milli 1990 og 1992 en talið er að það hafi haft eftirfarandi afleiðing- ar: 38.000 viðbótardauðsföll af völdum hjartasjúkdóma og hjartaslags, 1.500 sjálfsmorð, 63.000 ofbeldisglæpi og 224.000 auðgunarbrot. Men’s Fitness. May. 1993. Gf atvinnuleysi eykst um eitt prósent þýðir það að dauðsföll af völdum hjartasjúkdóma aukast um 5,6% og dauðsfóli af völdum hjartasiags um 3,1%. Vanti þig vinnu... Talandi um atvinnuleysi. Þú ert á leið í viðtal vegna atvinnuum- sóknar og vilt að sjálfsögðu leggja þig allan fram til þess að fá vinnuna. Niðurstaða ástr- alskrar rannsóknar sýndi fram á að starfsmannastjórar og for- stjórar ráða helst fólk sem er ákveðið og visst í sinni sök en ekki of harðfylgið þegar viðtal- ið fer fram. Þeir sem komu best út voru þeir sem voru með afslappaða og frjálslega framkomu, horfðu oft beint á viðmælandann og svöruðu spumingum ákveðinni og skýrri röddu. Þeir sem vom hins vegar of harðfylgnir vom þeir sem hölluðu sér framávið, störðu viðstöðulaust á viómæl- andann og hreyfðu sig snagg- aralega. Slík framkoma var álit- in stór mínus. Það að sitja stífur og fámáll og horfa sjaldan eða aldrei á viðmælandann var einnig talinn stór mínus. Sigurvegarar með alpha heilabylgjur Það er ýmislegt gert til þess að komast að því hver sé sigur- stranglegastur þegar íþróttir og keppni er annars vegar. Alls kyns spámennska og getgátur em það sem menn hafa haft til að styðjast við en nú þykjast menn hafa rekist á aðferð sem getur aukið líkumar vemlega á því að hægt sé að segja hver komi til með að sigra í ákveð- inni keppni. Breskir vísindamenn hafa komist að því að íþróttamenn sem eiga mikilli velgengni að fagna í keppni eiga það sameig- inlegt að alpha heilabylgjur eru ráðandi sé tekið heilalínurit rétt fyrir keppnina. Hvað segir þetta okkur? Alpha heilabylgjur em þær bylgjur sem myndast þegar heilinn er tiltölulega afslappað- ur og rólegur. Það borgar sig sem sagt ekki að hugsa of mik- ið um það sem er að gerast, heldur að tæma hugann og lifa sig inn í leikinn. Samkvæmt því sem íþróttasálfræðingurinn seg- ir sem stóð fyrir þessari rann- sókn, þá endar sennilega með því að þér tekst ekki að fram- kvæma það sem þú hugsar of mikið um að gera. VÍSNARÁTTUR Sigurbjöm bróðir Einars Kristjánssonar sem sagt var frá í síðasta þætti lést fyrir aldur fram. Boddi eins og hann var oftast nefndur, var með afbrigðum létt- ur hagyróingur og skopskynið með ólíkindum. Eftir hann liggja nokkrir bragir ortir og fluttir á samkomum í Kinn. Eg geymi mér þá til síðari tíma en hér koma nokkrar lausavísur hans ortar af gefnu tilefni. Jónas Friðmundsson hét mað- ur og bjó í Kinn. Hann var vöru- bílstjóri en á stundum óheppinn. Hann átti vörubíl af Austin gerð sem gekk alltaf undir nafninu Asta. Einu sinni sem oftar var hann á ferð en svo óheppilega vildi til að Jónas hvolfdi Astu of- an í skurð. Þá orti Sigurbjörn: Horfiia sviðsmynd hillir oft úr hugans iðukasti. Er með kviðinn upp í loft Asta við mér blasti. Sigurbjöm vann lengi sem staðarsmiður í Kristnesi. Vinnu- félagi hans einn, vífinn í meira lagi, sótti eitt sinn skíðalandsmót og hafði við orð að eitthvað ætl- aði hann aó líta til kvenna, svona í leiðinni. Þá orti Boddi: Gekk á fríðu fjöllin há, fegurð víða kenndi. I Varmahlíð sér einnig á einu skíði renndi. Kristján Benediktsson málari var góðvinur Bodda og sam- verkamaður um tíma. Ortu þeir oft hvor til annars. Kristján var og er enn í dag nokkuð djarfur í tali og urðu tilsvör hans og orð- far Bodda tilefni til vísnagerðar. Eitt sinn voru þeir samferða á götu á Akureyri og mættu konu nokkurri. Brosti hún glaðlega og að Kristjáni þótti tvíræðu brosi. Ekki þekkti Kristján konu þessa og því augljóst að einhver kunn- ingsskapur var með henni og Bodda. Af þessu tilefni orti Boddi: Á Byggðavegi björt ogfrjáls brosti hún eins og sólin. Brosið náði niður á háls og neðar bak við kjólinn. Nokkru síðar hittust þeir aftur félagar og sagðist Boddi þá hafa mætt téðri konu öðru sinni og þá enn brosleitari: Hún sem mér í huga bjó hitti mig er ég gekk um bæinn. Hún brosti nett og nærri hló og neðar en hún gerði um daginn. Til ónefndrar konu orti Boddi þessa fallegu vísu sem ég hneig- ist til að kalla að hætti Arthúrs Björgvins Bollasonar eymakon- fekt: Vorsins yngja öflin mig ómar klingja í lyngi. Eg vil syngja söng um þig er sæmir Þingeyingi. Oft bauð Kristján Bodda til sín í mat. I eitt af þeim skiptum þótti Kristjáni Boddi vera óvana- lega vel til fara og hafði Stjáni orð á því. Hvað Boddi þetta vera kirkjufötin sín. Engin sérstök kirkjuklæði átti Kristján hins vegar enda að mati Bodda knapplega talinn trúrækinn. Þá varð þetta til: Eins og Tyrki trúlaus nœr treður á myrkum götum. Um mig hann yrkir mjög - og hlær að mínum kirkjufötum. Þeir Boddi og Stjáni upplifóu tíma stuttu tískunnar í klæða- burði kvenna og þótti mikið til um og þó sérstaklega Stjána. Þótti honum stundum ekki nógu langt gengið í þeim efnum. Bodda þótti hann hins vegar nokkuð glannafenginn í þessu tilliti. Gekk það jafnvel svo langt að Stjáni laut að jörðu til að sjá betur. Um þessa áráttu Stjána orti Boddi: Efá strœti hann stúlku sá stutt sem lætur pilsin ná oft áfætur Jjóra þá fer - og gætir upp á ská. Árni Jónsson Látum nú skilið við Bodda í bili og snúum okkur að Símoni Dalaskáldi. Þessi var ort af gefnu tilefni: Sonur Hjálmars efég er allan tálma greiðir. Skulu álmahlynir hér heljar skálma leiðir. Og um konu sína: Margrét lengi mundsterk er mjög að þrengir trega er mig hengja ofan á sér ætlaði drengilega. Ur sjóróðri: Birtings mela essi á orku vel með knáa. Stóra seli sækjumfrá sjós á hvelið bláa. Sólin gljá á hveli há húmi frá sér ryður. Hélugráar grundir á geislum stráir niður. Græna foldu gyllir sól gengin Ijóns í merki. Máttar voldugt hún er hjól heims í sigurverki. Að lokum ein ástarvísa eftir Símon: Horfi ég stundum hugsandi harma bundinn dróma. Þar sem undir Esjunni ungu sprundin Ijóma. Skarða-Gísli yrkir um Þor- grím tröll: Það á að hýða Þorgrím tröll þungt og gríðarlega svo húðin níðist afhonum öll auðs fyrir hlíðar meydóms- spjöll. Um Tómas Sæmundsson yrk- ir Gísli: Landið hló með dýjadans döfnuðu frjóvar náðir er Fjölnir dó og faðir hans - fari þeir óvel báðir. Einn erfallinn vinur vor virðar allir dá hann lífs til hallar lukkuspor leiddi kallið á hann.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.