Dagur - 22.05.1993, Side 12

Dagur - 22.05.1993, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 IVIÁLVERK MÁNAÐARINS Haraldur Ingi Haraldsson Sendiherramir - eftir Hans Holbein yngri í þessu málverki sem málaó var 1533 eru nýir straumar í „portret- túr“ ríkjandi. Gott orð á íslensku yfir portrettúr er vandfundið en þar er átt vió myndir sem fjalla um ákveðió fólk, lýsa því eða hugmyndum sem kristallast vegna þcirra. Allt þangað til á 15. öld höfðu málarar reitt sig á fatnað eða fjöl- skyldumerki til að auðkenna ein- staklinga eða stöðu þeirra. Ahugi á og eftirspum eftir því að myndir líktust fyrirmyndum sínum var hverfandi. Portrett vegsömuóu ávallt kirkjuna og hennar heilögu tákn. Einstaklingamir voru auka- atriði. Til dæmis mátti ímynda sér ríkan velgjörðarmann kirkjunnar sem léti gera af sér og konu sinni málverk krjúpandi til hlióar við krossfestingu Krists í hópi annarra syrgjenda. A fimmtándu öld tóku þessi vióhorf að breytast. Endurreisnin lagði allt annað mat á gildi og ábyrgó einstaklingsins í samfélag- inu en áður hafði verið. Listamenn heilluðust af nýjum möguleikum sem þeir sáu í fjölbreytileika mannsandlitsins. A sextándu öld hafði svo „portrettið“ þroskast og þróast í að verða viáfangsefni í sjálfu sér. Sú mikla innihaldsbreyting hafði orð- ið að viófangsefnið var ekki leng- ur maóurinn andspænis guði held- ur hafói samfélagið leyst guð af hólmi. Aróðursgildi myndlistarinnar, sem kirkjan hafði löngum notað sér, var nú í þjónustu ríkisins. Hans Holbein yngri Holbein var fæddur í Augusburg 1497 eða 8 cm settist fyrst aó í Basel, þar sem hann komst fljótlega í samband við hóp áhrifaríkra húm- anista undir andlegri forustu De- siderius Erasmus, sem var mikill hugsuður og ráðgjafi prinsa og biskupa. 1526 forðaði Hans Hol- bein sér frá Basel og túarbragða- deilum sem þar geisuðu. Hann hélt til London klyfjaður meó- mælum hinna húmanisku vina sinna. „Listin er aó frjósa í hel í þess- um heimshluta,“ skrifaói Erasmus í kynningarbréfi til vinar síns í London „og þessi maður er á leið til London til að komast yfir engla í þeirri borg.“ Hans Holbein vann í London- borg til dauðadags 1543 en þá varð plágan svarta honum að fjör- tjóni. „Englarnir“ sem hann nældi sér í voru ærið mismunandi og fóru eftir því hvort hið pólitíska lukku- hjól snérist honum í vil eða í móti. Sem dæmi um verkefni frá æðstu stöðum er portrett af Önnu frá Cleves, sem seinna varð brúóur Hinriks 8., er átti fleiri konur en aðrir menn, eins og frægt er orðið. Holbein fékk þetta verkefni vegna hermihæfileika sinna. Hinrik var ánægður með kvenkostinn á myndinni en líkaði stórilla þegar á hólminn var komið. Málverkið En víkjum að málverkinu sem hér er til umræðu. Því hefur af seinni- tíma mönnum verið gefið nafnið „Sendiherrarnir" en langt er því frá aö sú nafngift hafi átakalaust verið samþykkt af listsagnfræð- ingum. Myndin sýnir tvo menn standa fyrir framan ríkulegt veggklæði. Sá til vinstri skartar öllum þeim glæsilega klæðnaði sem háttsettur aðalsmaður gat leyft sér, loð- bryddaðri kápu, skartgripum, vel- snyrtu hári og skeggi. Klæðnaður félaga hans er öllu látlausari en þó má augljóslega sjá á efnismiklum, útflúruðum kuflinum að hér er merkismaður á ferð. Uppstillingin er afar merkileg að því leyti að á milli þeirra í miðpunkti myndar- innar er stórt borð með tveimur plötum, þar sem er á hrúgað hin- um aðskiljanlegustu tækjum og tólum. Þeir standa á hellulögðu gólfi með fínlegu munstri. Þetta er sérkennilegt verk og næstum of- hlaðið í allri sinni nákvæmni og væri nóg að gert þó ekki væri furðuleg klessa fyrir miðri mynd, sem ómögulegt er í fljótu bragði að yrkja nokkurt vit í. Hverjir voru sendiherrarnir? Miklar deilur hafa staðið um það hverjir það.eru sem málverkið er af og margir nefndir í því sam- bandi. Almennt var haldið að mennimir væri breskir í þjónustu Hinriks 8. Myndin gefur tilefni til ýmissa túlkunarmöguleika og er í reynd nokkurskonar „róló“ fyrir fræðinga. Því er nefnilega svo far- ið að allir hlutir, skartgripir, bæk- ur og svo framvegis sem Holbein málar í myndinni eru svo smá- smugulega nákvæmir í allri út- færslu að ekki aðeins er hægt að lesa texta bókanna og nöfn landa og borga á hnöttunum, heldur má og geta sér til hvaða hlutir þetta akkúrat voru og í eigu hverra. Á milli mannanna er saman komið glæsilegt safn vísinda, stærðfræði- og guðfræðitákna, sem varpa eiga ljósi á hvaða menn þetta voru og fyrir hvaða hugmyndir þeir stóðu. Það er of langt mál að rekja það hér hvemig menn rýndu í málverkið og komust að réttri nið- urstöðu. Það nægir að nefna sem dæmi að ættarsetur mannsins til vinstri er merkt á landakortshnött- inn við hlið lútunnar og er í Frakklandi. Hér er kominn franski aðalsmaðurinn de Dinteville 29 ára að aldri í sendiför fyrir Frakkakonung í London. Félagi hans er Georg de Selve og þá er komin skýring á því hvers vegna klæðaburður hans er mun látlaus- ari. De Selve var útnefndur biskup af Lavaur aóeins 18 ára gamall og þegar hér er komið sögu er hann ekki orðin nógu gamall til að taka við embættinu, hann ber því rík- mannleg en látlaus klæði biskups- efnis. Hættuleg sendiför Hvert var erindi þessara manna sem svo mikið lögðu á sig bæði fjárhagslega og hugmyndalega til að þessi „lesmynd“ mætti bera hróður þeirra? Er það vitað? Já, svo sannarlega. Hið stórpólit- íska mál samtímans var fyrirhug- aður skilnaður Hinriks 8. við hina spánsku konu sína Katarinu af Ar- agon. Páfmn bannaði það, Hinrik var ákveóinn og Frakkakonungur var Hinriki leynilega hliðhollur enda átti hann skuld að gjalda. Hinrik hafði leikið stórt hlutverk við að bjarga Francois úr klóm Spánarkonungs, sem hafði haft þann fyrnefnda á valdi sínu. Hinn vestræni heimur valt á hnífsegg. Það var þetta jafnvægi og pukur Frakkakonungs, sem mæddi á sendiherrunum. Það er meira að segja dagsetn- ingu aó finna. Á tímatalsskífu uppá borðinu má lesa 11. apríl 1533 . Dagurinn sem Hinrik 8. setti sem úrslitadægur fyrir páfa- stól til að fara að vilja sínum. Dauðinn er nálægur Á miðri mynd, neðarlega, er und- arleg klessa. Ef lesandinn tekur blaðsíðuna og heldur henni fyrir framan sig þannig að hann horfir næstum því í jaðar blaðsíðunnar sem greinin er prentuð á tekur klessan á sig mynd og sést aö í forgrunni er höfuðkúpa. Þessi aðferð svokölluð „ana- morphia“ er dæmi um hversu for- fallnir fjarvíddarteikningar rann- sakendur þessa tíma menn voru. En með henni má teikna hvað sem er þannig að hió raunverulega form þess sé einungis sýnilegt frá einum sjónpunkti eins og í þessu tilfelli. Miðaldamenn voru þjakaðir af plágum og stríði. Dauðinn var ætíð nálægur og ofarlega í huga manna, næla sem de Dinteville ber í hatti sínum er einnig haus- kúpa og þannig hafa bæði málari og fyrirmynd verið sammála um að sjaldan sé góð vísa of oft kveð- in. Þetta er síðasta greinin í þess- um greinaflokki. Eg vona að les- endur hafi haft bæði gagn og gam- an af.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.