Dagur - 22.05.1993, Síða 18

Dagur - 22.05.1993, Síða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 22. maí 1993 Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina ( Vatnsberi 'N \tlTÆs (20. jan.-18. feb.) J Þú færb ruglingslegar upplýs- ingar sem þú þarft ab sann- reyna ef þú ætlar a& forðast áhyggjur. Einhverjar breyting- ar eru fyrirsjáanlegar í lífi þínu. f«#ljón 'Á \lV'V\ (23. júlí-22. ágúst) J Nú er kjörið a& endurnýja göm- ul kynni annab hvort beint eöa skriflega. Þetta yrði vel þegið og gæti leitt til skemmtilegrar kvöldstundar í heimahúsi. f>*^Fiskar 'N (19. feb.-20. mars) J (Meyja (23. ágúst-22. sept.) J Þú veröur var vi& skort á áhuga og verður ergilegur þegar enginn bý&ur fram a&- sto& sína í vissu máli. Reyndu þá bara að hjálpa þér sjálfur. Samræ&ur ver&a til þess a& þú rifjar upp gamalt mál sem bet- ur hef&i mátt kyrrt liggja. Stutt ferðalag er fyrir dyrum sem tengist áhugamáli. (Hrútur (21. mars-19. apríl) J Þú ert mjög ákve&inn og veist. nákvæmlega hvað þarf a& gera. Ni&urstaðan ver&ur sú að þú ver&ur óþolinmó&ur í garö þinna nánustu. rnvog ^ \1Ér -Ur (23. sept.-22. okt.) J Þér hættir til a& gleyma smá- atri&um og kemur það ni&ur á þér á sí&ustu stundu. Tilbo&i þínu um a& veita aðstob ver&- ur hafnað. YSapNaut f 1 "v" (20. apríl-20. maí) J Þú átt erfitt me& a& einbeita þér að því sem þú ert a& gera og ert upp á móti fólkinu í kringum þig. Líklega væri best fyrir þig a& vera í einrúmi um helgina. {tÆC. SporödrekiÁ (23. okt.-21. nóv.) J Helgin fer fremur illa af sta& og líklega þarftu a& endurtaka einhver verk vegna þessa. Kvöldin veröa þínar bestu stundir um helgina. (/|Uk Tvíburar 'Á \^J\. (21. maí-20. júní) J Þú þarft tíma til a& íhuga mál sem þér er ekki vel kunnugt. Þar sem sjálfstraustib er ekki sem best, skaltu leita álits hjá öðrum. f Bogmaöur "á \(5lx (22. nóv.-21. des.) J Þú ert allt of örlátur og ákafur í a& þóknast ö&rum. Gættu þess því a& gefa ekki loforð sem þú getur ekki sta&ib vi& e&a taka of mikiö að þér. ( UJT Krabbi A V^ (21. júní-22. júli) J Þig langar til a& taka þab virki- lega rólega um helgina en verð- ur a& búast við einhverri truflun. Vara&u þig á a& gefa loforb sem þú getur ekki staðib við. (Steingeit Á VjT7) (22. des-19. jan.) J Vertu sérlega varkár þegar þú gerir áætlanir fyrir helgina, sér- staklega ef þú ætlar a& fer&ast. Einhver vandræði koma upp vegna rangra upplýsinga. Afmælisbarn laugardagsins Fyrstu mánubir ársins munu einkennast af vonbrigbum, sérstaklega þar sem vinátta og rómantík eru annars vegar en slík sambönd virbast ætla ab verba skammlíf. Á öbrum svibum mun allt ganga þér í haginn svo sem í starfi og fjármálum. Afmælisbarn sunnudagsins Talsverbar breytingar verba á lífi þínu næsta árib; kannski ekki í efnislegu tilliti heldur hvab varbar vibhorf og skob- anir. Þú hrífst ekki lengur af því sama og ábur og nýtt samband mun veita þér aukib sjálfstraust. Afmælisbarn mánudagsins Þær verba margar stóru stundirnar í lífi þínu næsta árib. Vissulega er ekki hægt ab horfa fram hjá óáran í efnahagslífinu og þetta setur svip á veraldlegt umhverfi en þab sem meira máli skiptir er ab árib verbur mjög gott á andlega og félagslega svibinu. Sérstaklega er bjart framundan í ástalífinu. SÁLNARUSK Sr. Svavar A. Jónsson Hundurinn í speglasalnum Lúkas 6, 31. Myndina gerði Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, nemandi á síðata ári í málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri. Myndin er unnin undir þeim hughrifum sem sálnarusk sr. Svavars kallaði fram. Maóurinn uppsker á að giska svo mikið sem hann hefur til sáð. Gömul er sú speki og nokkuð viður- kennd, nema ef til vill í íslenska launakerfinu. Um- ræðan um það ágæta kerfi einkennist af því, að þar fær annars vegar enginn nándar nógu mikið, miðað við hvað hann hefur til sáð, og hins vegar finnst öllum hinir fá töluvert meira en þeir eiga skilið. Er nema von að öll kjaraumræða hér á landi haft fyrir löngu kafnað í sjálfri sér? Ekki ætlaði ég mér að taka kjaramál hér til um- fjöllunar, þótt mér finnist eiginlega hálf blóðugt að hafa haft þessar línur hér í Degi til umráða í allan vetur án þess að hafa vikið tali mínu aö þeim. Við íslendingar fyllumst nefnilega helst réttlæt- istilfinningu þegar þau mál ber á góma. Þá erum við með það á hreinu að maðurinn eigi í stuttu máli að fá það, sem hann eigi skilið. Við fáum á hinn bóginn oftar það sem við eig- um skilið en í launaumslögunum (og nú tala ég til þeirra sárafáu, sem fá það, sem þeir eiga skilið í slíkum umslögum). Við fáum mjög oft það sem við eigum skilið í daglegri umgengni okkar við fólk. Eg umgekkst til að mynda eitt sinn manngarm einn, sem virkaði einhvem veginn þannig á mig, að hann væri fram úr hófi góður með sig, hrokagikkur og leiðindadurtur. Hann gaf sig lítið aö öðrum en það sem réð mestu um þetta álit mitt á manninum, var að vinir mínir sögðu mér hvemig maður þetta væri. Auðvitað kom ég fram við hann sem um væri að ræða hrokafullan og fram úr hófi þreytandi grobb- stert. Og komst auðvitað ekki að neinu öðm en því að vinir mínir höfðu haft alveg á réttu að standa um manninn. Mörgum árum síðar hafói ég aftur samskipti við þennan mann. Þá var ég búinn að steingleyma því hvaða mann þessi maður átti að hafa að geyma, mundi það ekki fyrr en eftir á. Auðvitað var þetta sannkallað eðalmenni. Við tölum oft um að þessi eóa hinn „virki“ þannig á okkur. Við ættum frekar að íhuga hvernig við látum ná- unga okkar virka á okkur. Við getum ekki ætlast til þess að náungi okkar dilli framan í okkur rófunni ef við sýnum honum stanslaust tennumar. „Og svo sem þér viljið, að aðrir menn gjöri við yður, svo skuluð þér og þeim gjöra.“ Eitt sinn villtist hundur inn í speglasal. Hann sá hunda um allt. Hundurinn varð reiður, urraði og sýndi tennurnar. Hundarnir í speglunum urðu að sama skapi reiðir, urruðu og sýndu tennurnar. Þá varð hundurinn hrœddur og hóf að hlaupa í hringi og hljóp uns hann datt niður dauður. Hefði honum aðeins hugkvœmst að dilla skottinu hefðu allar hans spegilmyndir líka dillað sínum skottum og end- urvarpað til hans vinarhótum. Stephen Palos.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.