Dagur - 22.05.1993, Page 23
I UPPÁHALDI
Laugardagur 22. maí 1993 - DAGUR - 23
„Þetta oholla er svo gott“
- segir Tinna Óttarsdóttir
Tinna Öttarsdóttir cr
leikmaöur 1. deildar
liðs ÍBA í knatt-
spymu. Hún var í
KA-liðinu sem vann sér sæti í
dcildinni en sem kunnugt cr
vom kvennalið KA og Þórs
sameinuð. Tinnu líst vcl á
hópinn, segir að nú sé loks
samkeppni um sæti í liðinu og
allar reyni þær því að standa
sig. ÍBA leikur gegn Þrótti
Neskaupstað á Akureyri í dag
og scgir hún mikilvægt að
vinna þann leik og fá gott
start. Tinna er frá Garðsá í
Eyjafjaröarsveit og vinnur í
Rúmfatalagemum. Við slóg-
um á þráðinn til hennar.
Hvað gerirðu helst ífrístundum?
„Þær fara aðallega í knatt-
spymuæfingar, enda er fót-
boltinn aðaláhugamálið.“
Hvaða matur er í mestu uppáhaldi
hjá þér?
„Mér finnst eiginlega allt gott,
því miður. En ætli heima-
reykta hangikjötið hans pabba
sé ekki best.“
Uppálialdsdrykkur?
„Þaö er vatnið.“
Ertu hamhleypa til allra vérka á
heimilinu?
„Tja, svona mátulega held ég.
Það cr svona citt og annað
sem ég er ekkert alltof hrifin
af.“
Spáirðu mikið í heilsusamlegt líf-
erni?
„Nei, það geri ég ekki. Að
Tinna Óttarsdóttir.
vísu má kalla það heilsusam-
legt að spila fótbolta og halda
sér í formi en þetta óholla er
alltaf svo gott.“
Hvaða blöð og tímarit kaupirðu?
„Dagblaðið. Það er eina blaðiö
sem ég er áskrifandi að.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá
þér?
„Núna er það Hamingjan er
ckki alltaf ótukt, eftir Guð-
mund Hagalín minnir mig. Ég
er alltaf með einhverjar bækur
á náttborðinu."
Hvaða hljómsveitJtónlistarmaður
er í mestu uppáhaldi hjá þér?
„Það er nú bara það sem er í
útvarpinu hverju sinni, helst
eitthvað íslenskt og gott.“
Uppáhaldsíþróttamaður?
„Þeir em nokkuð margir. Ég
gct nefnt Stuart Pcarcc og
raunar allt Manchester United
liðið, Ryan Giggs og þessa
kappa.“
Hvað horfirðu helst á í sjónvarpi?
„Aðallega íþróttir og fréttir.
Svo horfi ég á Mclrose Place á
Stöð 2, en annars horfi ég lítið
á sjónvarp á sumrin.“
A hvaða stjómmálamanni hefurðu
mest álit?
„Eg verð að viðurkenna aö ég
hcf ekki ýkja mikið álit á
þeim, en ég hugsa að ég nefni
Halldór Ásgrímsson.“
Hvar á landinu vildirðu helst búa
fyrir utan heimahagana?
„Ég 'held að það gæti verið
ágætt aó búa á Egilsstöðum
svo sem eitt sumar, en ekki
mikið lengur.“
Hvaða hlut eðafasteign langar þig
mest til að eignast um þessar
mundir?
„Það væri gaman að eiga góð-
an sumarbústað einhvers stað-
ar framrni í firði.“
Hvemig hyggstu verja sumarleyf-
inu?
„Bara slaka á og hafa það gott
í sveitinni hjá mömmu og
pabba. Svo verö ég auðvitað á
kafi í fótboltanum."
Hvað œtlarðu aðgera um helgina?
„Ég ætla kannski að bregða
mér í leikhús á föstudags-
kvöldið (í gær) og sjá Leður-
blökuna og síðan fer ég að
spila á laugardaginn. Annað er
ekki planað.“ SS
Efst í huga
Sólin skein, fuglarnir sungu, blómin ilm-
uðu og önd synti með ungana sína á
tjörninni. Við vorum hamingjusamar,
rétt eins og fólk sem leitar þess jákvæða
og uppbyggandi í tilverunni og er komið
svolítið sunnar á hnattkringluna
snemma sumars, eftir langan og kaldan
vetur á íslandi.
Sagan gerðist fyrir nokkrum árum er
ég var stödd ásamt fleiri virðingarverð-
um konum í sjálfum Drottningargarðin-
um við konungshöllina í Osló. Skyndi-
lega var kyrrðin rofin er steggur kom
bagsandi gegnum loftið, beint ofan á
öndina, og það fyrir framan ungana. Og
við höfðum ekki náð andanum á ný er
annar norskur steggur kom æðandi á
sömu önd og síðan hver af öðrum. Sam-
tímis því að sá áttundi skellti sér í þvög-
una tóku íslensku konurnar til fótanna,
öndinni til aðstoðar, en hún barðist
hetjulega fyrir lífi sínu undir yfirborði
tjarnarinnar. Háskólaborgari úr okkar
hópi var skjótust að hlaupa á tjarnar-
bakkann, samtímis því að spenna upp
og sveifla regnhlífinni sinni svo ákaft að
Mary Poppins hefði roðnað. Steggirnir
tvístruðust, aðframkomin öndin yfirgaf
ungana og skjögraði undir runna, sem
við umkringdum umsvifalaust svo hún
fengi færi á að jafna sig. Norðmenn í
garðinum lágu út um allar grasflatir,
héldu um kviði sína og engdust úr hlátri
yfir aðförunum. Okkur var alveg sama
og fannst við hafa unnið hið besta verk
með því að reka hópnauðgarana ofan af
kynsystur okkar.
Hins vegar skildum við ekkert í þess-
ari uppákomu. Þetta var annað atferli en
nokkur úr hópnum hafði orðið vitni að
áður, þó þarna væru konur bæði uppald-
ar í sveitum og við andapolla. Löngu
seinna rakst ég á grein í erlendu tímariti
sem skýrði nokkuð fyrir mér málið; þar
var því haldið fram að atferli fugla í stór-
borgum breyttist þegar að þeim
þrengdi, þeir yrðu árásargjarnari og
endurnar á pollunum mættu jafnvel eiga
von á hópum óvelkominna steggja á
bakið.
Þetta atvik skoppaði efst í huga minn
er ég var að fletta bók eftir bandarískan
kvensjúkdómalækni. Þar stóð að ofbeld-
isglæpurinn nauðgun væri stöðugt að
verða algengari í mörgum hinna stærri
borga, og að. einkum þær konur sem
ættu heima í þéttbýli gætu átt slíkan
glæp yfir höfði sér.
Bændur og sveitafólk, sem ég hef
kynnst um dagana, er það besta og
vammlausasta fólk sem ég þekki. Ég ólst
upp í horninu hjá afa mínum og ömmu,
þar sem stöðugur straumur þessara
mætu borgara gekk út og inn. Margir
laumuðu einhverju í lófann á lítilli
stúlku, klöppuðu á kollinn eða tóku hana
á hné sér til að segja sögu. Og það voru
fallegri sögur en þær sem sagðar eru í
sjónvarpinu á sunnudagskvöldum, með-
an myndavélin er látin reika um sveitir
landsins og sýna býli þeirra samborgara
okkar sem hvergi mega vamm sitt vita.
Erfurða þó að sumum sárni?
Krakkar 7-10 ára
Enn eru laus pláss í Sumarbúðum kirkj-
unnar við Vestmannsvatn
í 1. flokki 8.-15. júní og 3. flokki 28. júní - 5. júlí.
Innritun í síma 96-27540
og i símum 96-26179, 96-61685, 96-43545.
m i ?i iigitiii — Aðaltölur:
; :v;■ .
Vinningstölur
miðvikudaginn: 19. maí ’93
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
EE 6a,e 1 (á ísl. 0) 21.085.000.-
n 5 af 6 LS+bónus 1 1.486.682.-
0 5af6 5 61.456.-
0 4af6 332 1.472.-
P| 3 af 6 t*J+bónus 953 221.-
,17) (22) (29)
BÓNUSTÖLUR
;37)(3á)(®
Heildarupphæð þessa viku
23.578.279.-
áísi, 2.493.279.-
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARt 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
Atvinna
Viljum ráða starfsfólk til vinnu á kvöldin og um helgar.
Upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum,
ekki í síma.
HAGKAUP
Akureyri
—
Kæru vinir.
Hjartans þakkir til yldcar allra
sem gerðu mér 75 ára afmælisdaginn
minn, þann 15. maí sl., ógleymanlegan
með heimsóknum, gjöfum, blómum
og heillaóskum.
Guð blessi yklmr.
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON,
Rimasíðu 23 c, Akureyri.