Dagur - 22.05.1993, Side 24

Dagur - 22.05.1993, Side 24
Akureyri Laugardagur 1993 Kjarasamningar loksins í höfii - atkvæðagreiðsla um samninginn strax eftir helgi Kjarasamningar Alþýðusam- bands íslands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar voru undirritaðir á sjötta tímanum í fyrrinótt. Þar með lauk langri og strangri samningalotu, sem staðið hefur yfir með hléum svo mánuðum skiptir. Gildistími samningsins er hálft annað ár, til ársloka 1994. Kjarasamningamir byggjast á fjórum forsendum. í fyrsta lagi yfirlýsingu ríkisstjómarinnar um aðgerðir í tengslum við gerð kjarasamninganna, í öðru lagi stöðugu gengi, í þriðja lagi að verð sjávarafurða hækki um 3% á þriðja fjórðungi ársins frá þeim fyrsta og fiskveiðikvótinn á næsta fiskveiðiári verði óbreyttur frá yfirstandandi fiskveiðiári. Engar launahækkanir em í samningnum, en gert er ráð fyrir láglaunabótum. Þannig fær t.d. launamaður með 60 þúsund krón- ur í mánaðarlaun 10 þúsund króna láglaunabætur, sem greiðast út 1. júní og 1. desember. Þá fá launa- menn innan ASÍ 8 þúsund króna orlofsuppbót í sumar og 13 þús- und króna desemberuppbót. I „pakka“ ríkisstjómarinnar vegna kjarasamninganna er m.a. gert ráð fyrir stöðugu gengi og einum milljarði króna á þessu ári til atvinnuátaks. Síðast en ekki síst kveður yfirlýsing rikisstjóm- arinnar á um að virðisaukaskattur á matvælum lækkar frá og með næstu áramótum úr 24,5% í 14%. Þessi lækkun á vsk á matvælum var ófrávíkjanleg krafa verka- lýðshreyfingarinnar. Lengi vel var Dagsbrún í Reykjavík ekki aðili að samn- ingnum, en á lokasprettinum sam- þykkti stjórn Dagsbrúnar að stökkva um borð. Breyting á af- stöðu Dagsbrúnar grundvallaðist á ákvæði samningsins um að hægt væri að segja honum upp með þriggja mánaða fyrirvara ef forsendur hans breyttust. Hins vegar em nokkrir hópar launamanna ekki aðilar að samn- ingnum. Nefna má sjómenn og flugvirkja, sem hvika hvergi frá boðuðu verkfalli. Þá má ekki gleyma því að ennþá er ósamið við, bankamenn, opinbera starfs- menn, BSRB, BHMR og Kenn- arasambandið. Næsta skref er að greiða at- kvæði um samninginn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Alþýðu- sambandi Islands er gert ráð fyrir að hvert og eitt verkalýðsfélag annist atkvæðagreiðslu. Fastlega má gera ráð fyrir að boðað verði til félagsfunda strax á mánudag eða þriðjudag, því við það er miðað að niðurstöður atkvæða- greiðslu skuli tilkynntar eigi síðar en um hádegi nk. miðvikudag. óþh Fardu í Grœdandi heilsubaö heima Nú getur þú fengið Græðandi - baðsalt úr Dauðahafinu og farið í græðandi bað heima, Lækningamáttur saltsins úr Dauðahafinu á gigtar- og húðsjúkdóma hefur verið þekktur í hundruð ára og fjölmargir gigtar- og psoriasissjúklingar um allan heim hafa fengið bót meina sinna með notkun baðsaltsins. Kláði minnkar, húðin styrkist, sársauki í liðamótum minnkar og sjúklingar eiga auðveldara með svefn. Fyrir aðra er almenn notkun baðsaltsins hressandi, eykur vellíðan og mýkir húð. Sigrúti Sigurjónsdóttir, sem hefurþjáðst af psoriasis í 30 ár, hefur reynt Grœöandi. Hún segir aö eftir nokkur böð hafi bún fundið greinilegan mun: „Hreistrið á húöinni hvarf og blettirtiir tninnkuðu. Ég er tnjög ánœgð tneð árangurinn og er staðráðin í að halda áfrattt böðutn tneð Grœðandisegir Sigrún. Græðandi fæst í handhægum umbúðum í lausasölu eða áskrift og þá færðu baðsaltið sent heim þér að kostnaðarlausu. Allar upplýsingar, móttaka pantana og þjónusta við landsbyggðina er hjá Hafnarbakka í síma 91-676855 mánudaga til föstudaga frá kl. 8-18. Græðandi fæst einnig í Heilsuhorninu, Skipagötu 6, Akureyri, sími 96-21889. / » HAFNARBAKKI Sérfrœðitigar t salti. Höfðabakka 1, 112 Reykiavík, símt 91-676855, fax 91-673240

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.