Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 2

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993 FRÉTTIR Bæjarráðsfólk skoðar skólpdælustöð Fyrir fund bæjarráðs Akurerarbæjar á fimmtudag fóru bæjarráósmenn í skoðunarferð að Fjóróungssjúkra- húsinu þar sem þeir kynntu sér nýja skólpdælustöð sem er að komast í notkun þar. Eins og fram hefur komiö verður sú breyting á með tilkomu þessarar skólpdælustöðar að um 20% minna skólpi er veitt í Poll- inn. Þetta er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að hætta að veita skólpi í Pollinn. Á ntyndinni hér að ofan sjást þau Halldór Jónsson, bæjarstjóri, Gunnar Jóhannesson, verkfræðingur á tæknideild, og Sigríður Stef- ánsdóttir, formaður bæjarráðs, í skólpdælustöðinni. JÓH/Mynd: kk Héraðsdómur Norðurlands vestra: Hjórnn á kjörskrá á Sauðárkróki í gærmorgun var dæmt í máli Ingu Sigurðardóttur gegn Sauð- árkrókskaupstað, en hún og maður hennar voru ósátt við það hvernig staðið var að því að tilkynna lögheimilisflutning þeirra til bæjarins. Samkvæmt dómnum fá þau hjónin að kjósa á Sauðárkróki í dag. Hjónin tilkynntu flutning frá Reykjavík til Sauðárkróks á bæj- Akureyringar! Norrænni viku Gagnfræðaskóla Akureyrar lýkur með sýningu á Þrymskviðu sem nemendur skólans færa upp á sal GA fyrir almenning, sunnudaginn 21. nóvember kl. 16.00. Tónlist texti og leikmunir eru unnir af nemend- um undir stjórn Daníels Þorsteinssonar, Björns Tollan og Edwards Fuglo. Adgangseyrir er kr. 500. Skólastjóri. -y 5 Bólumarkaðsdagar til jóla Munið Bólumarkaðinn, Eiðsvallagötu 6, laugardaginn frá kl. 11-15. Meðal söluaðila verða Galler, Bardúsa með fjölbreytt úrval heimilisiðnaðar frá Hvammstanga. Einnig mikið úrval af fatnaði, keramiki, postulíni, brauði, kökum, jóladúkum og fleira. NORÐLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR. Pantanir í síma 26657, Kristín. arskrifstofu Sauðárkróks 23. ágúst sl., en flutningstilkynningin var ekki send Hagstofu fyrr en 3. sept- ember. Samkvæmt bráðabirgóa- ákvæðum um kosningar um sam- einingu sveitarfélaga er fólk á kjörskrá m.v. þjóðskrána l. sept. og miðar Hagstofan vió þær til- kynningar sem henni bárust eigi síðar en þann dag. Þessu vildu hjónin ekki una og Halldór Hall- dórsson, héraðsdómari á Norður- landi vestra, er þeim sammála. I dómnum segir m.a. að stefnandi hafí „gert það sem hon- um bar vió flutning á lögheimili" og ekki sé rétt að láta stefnanda „bera hallann af því að tilkynning þessi var ekki færð í þjóöskrá fyrr en eftir l. september". Einnig seg- ir í dómnum: „Þá ber aó hafa í huga að kosningaréttur telst til grundvallarmannréttinda, því verður ekki á því byggt að inn- sláttur aðseturstilkynningar í þjóð- skrá sé lögð til grundvallar kosn- ingarétti.“ Dómsoróin eru þau að krafa Ingu skuli tekin til greina og því er ljóst að þau hjónin fá aó kjósa á Sauðárkróki nú í dag. sþ Dalvík: Baldur EA-71 seldur tíl Nýja-Sjálands Snorri Snorrason, útgerðarmað- ur á Dalvík, hefur selt togarann Baldur EA-71 til útgerðarfyrir- tækis á Nýja-Sjálandi og var skipið afhent nýjum eigendum í gær og fékkst ásættanlegt verð fyrir hann að sögn seljenda. Ut- gerðin hefur haft kauptilboðið til skoðunar síðan í september- mánuði. I vor var gengió frá samkomu- lagi um sölu á skipinu til Rúss- lands en þaó tilboó hefur verið afturkallað. Togarinn hefur verið í slipp hjá Stálsmiðjunni í Reykja- vík en kaupendur eru að láta mála skipió og setja í það ný botn- stykki. Togarinn mun fara á búra- veiðar vió Nýja-Sjáland og Ástral- íu og mun bera áfram Baldurs- nafnið. Nýtt skip, sem ber nafnið Bald- ur EA-108, er í sandblæstri og málun í Póllandi og kemur til Dal- víkur um næstu mánaðamót. GG Norðurland vestra: Víðast lokað um jól og áramót í fíystihúsum Líklegast verður stopp hjá flest- uni flskvinnslustöðum á Norð- urlandi vestra um jól og ára- mót. Þegar er búið að segja starfsfólki Hólaness hf. á Skaga- strönd upp og starfsfólk Særún- ar hf. á Blönduósi á von á upp- sagnarbréfunum fljótlega. Ekki er búið að ákveða með stopp hjá Fiskiðjunni hf. á Sauðárkróki né hjá Meleyri hf. á Hvamms- tanga, en þar verður a.m.k. unnið í skel. Aó sögn Lárusar Ægis Guó- mundssonar, framkvæmdastjóra Hólaness, er hér um að ræða ár- vissan atburð og kvaðst hann hafa sagt fólkinu upp með löglegum fyrirvara, 6 vikum. Lokunin tekur gildi nálægt miðjum desember og þar til vinna getur hafist á ný, sem væntanlega verður í janúar. Hér er um að ræóa allt starfsfólk í rækj- unni, 50 manns, en engin vinnsla er í frystihúsinu um þessar mund- ir. Snorri Kárason, verkstjóri hjá Særúnu hf., sagóist búast vió u.þ.b. tveggja vikna stoppi, frá 22. desember, en það væri ekki alveg frágengið hve lengi stoppið varir. Starfsfólkinu, sem er nálægt 50 manns, verður sagt upp störfum og eru uppsagnarbréfin á leiðinni. Snorri segir aó nóg hafi verió að gera að undanförnu, unnið er á tvískiptum vöktum. Einar Svansson, framkvæmda- stjóri Fiskiójunnar hf. á Sauðár- króki, sem jafnframt rekur frysti- hús á Hofsósi, sagði aó ekki sé búið að ákveða hvernig vinnu um jól og áramót veróur hagaó. Hann segir líklegt aö eitthvert stopp Akureyrarmótið í tvímenningi í bridds: Magnús og Jakob uirnu sannfærandi sigur Magnús Magnússon og Jakob Kristinsson urðu Akureyrar- meistarar í tvímenningi í bridds en mótinu lauk í vikunni. Það hafði staðið yfir fimm kvöld og voru spilaðar 27 umferðir, sam- tals 135 spil. Þeir félagar hlutu 218 stig og unnu sannfærandi sigur. Pétur Guójónsson og Anton Haraldsson höfnuðu í 2. sæti meó 207 stig, Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson urðu í 3. sæti meó 176 stig og Skúli Skúlason og Stefán Stefánsson í 4. sæti meó 166 stig. Höróur Steinbergsson og Örn Ein- arsson höfnuóu í 5. sæti með 161 stig og Reynir Helgason og Sigur- björn Haraldsson í 6. sæti með 152 stig. Næsta þriójudag hefst hraó- sveitakeppni félagsins en verölaun í þeiiTÍ keppni eru gefin af Viking brugg. Þátttaka tilkynnist tii Páls Jónssonar keppnisstjóra. Eins kvölds tvímenningur er nú spilaður urn hverja heigi í Sunnu- hlíð. Síðastliðinn sunnudag fóru leikar þannig að efstir uröu þeir Pétur Guöjónsson og Tryggvi Gunnarsson. I 2. sæti urðu Magn- ús Magnússon og Sigurbjörn Þor- gcirsson og í 3.-4. sæti uróu svo Jónína Pálsdóttir og Una Svcins- dóttir annars vegar og Jón Sverris- son og Hjalti Bergmann hins veg- ar. KK verði, en fólki verði ekki sagt upp. I þessari viku var reyndar stopp í tvo daga, sem er óvenjulegt, cn þá var rússafiskurinn búinn. Einar kvaðst vonast til að fá meiri rússa- fisk, cn hinsvegar er nóg að gera hjá Fiskiðjunni núna þar sem Skafti SK-3 landaói 130 tonnum í fyrrakvöld, mestmegnis þorski. Hjá Meleyri hf. er nýhafin vinnsla á skel og veróur henni haldið áfram. Hins vegar gæti orð- iö eitthvert stopp í rækjunni, en þaó er ekki ákveðið ennþá, aö sögn Guðmundar Tr. Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra. I skelinni vinna um 15 manns en um 45 manns í rækjunni. sþ Treg rækjuveiði á Húnaflóa Engin rækjuveiði hefur verið á Húnaflóa undanfarna daga vegna ótíðar og hafa bátarnir því verið í höfn. Rækjan sem bátarnir hafa verið að fá er fremur smá, en þokkaleg að gæðum. Hjá rækjuverksmiðju Meieyrar hf. á Hvammstanga hafa þrír bátar verið í viðskipt- um en auk þess hafa fjórir bátar frá Skagaströnd landað þar vegna þess að verksmiðja Ilóla- ness hf. hefur ekki tekið við rækjunni til vinnslu vegna þess hve smá hún er. Örn Gíslason, verkstjóri hjá Meleyri hf., segir aó í hverju kílói af rækju séu frá 250 upp í 350 stykki, en þá er hún orðin „dauð- smá“ og frernur seinunnin. Afli hefur almennt verið frernur tregur í öllum flóanum og hafa bátarnir því víða verið að „skælast" í leit að fengsælli rækjumiðum. Lokið er vió að vinna alla þá innfjarðarrækju sem borist hefur og hefur því þurft að grípa til vinnslu á frosinni úthafsrækju, sem fyrirtækið hefur átt í frysti- geymslu. GG Ýdalir í Aðaldal: Tónleikarnir eru næstalaugardag Kvennakórinn Lissý og Karlakór- inn Hreimur í Suður-Þingeyjar- sýslu halda sameiginlega tónleika að Ýdölum í Aðaldal laugardag- inn 27. nóvember en ekki í kvöld eins og sagt var frá í Degi í gær. Bcðist er velvirðingar á mistökun- um. Nánar veröur sagt frá fyrir- huguðum tónleikum í Degi í næstu viku.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.