Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 9

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. nóvember 1993 - DAGUR - 9 Sálarrannsóknafélagið á Akureyri 40 ára: „Tel látna móður mína ekki til illra afla“ - segir formaður félagsins - Kirkjan telur andatrú óæskilega Sálarrannsóknir eru ekki nýjar af nálinni á Akureyri. I>vert á móti virðast samskipti við fram- liðna hvergi eiga betur upp á pallborðið en bér á Norðurlandi. Andatrúarmenn halda nú stóraf- mæli Sálarrannsóknafélagsins á Akureyri hátíðlegt og vilja fá að starfa í friði. I>eir telja athæfi sitt skaðlaust og benda á að það njóti sívaxandi hylli. Engu að síður telja trúarhópar og þjóðkirkjan ríka ástæðu til að vara við anda- trú og talsmenn heilbrigðisstétt- arinnar eru ekki yfir sig hrifnir af huglækningunum sem henni fyl&ja. Sálarrannsóknafélagið á Akur- cyri hcldur upp á icrtugsafmæli sitt um þcssar mundir. Skúli Lórenz- son, formaóur félagsins, kveðst vel meðvitaður um þann styrr sem stendur um andatrú og ekki síst andalækningar hér á landi. Hann er þeirrar skoöunar að hvers konar fé- lagastarfsemi eigi rétt á sér. Hið endanlega val eigi að liggja hjá ein- staklingnum. Hann er því ekki í nokkruni vafa um að sálarrann- sóknir cigi rétt á sér og bendir á að mcðlimir í fclaginu, sem hann er í forsvari fyrir, séu um eitt þúsund talsins. En út á hvað ganga sálarrann- sóknir? Séra Gunnlaugur Garðars- son, sóknarprcstur í Glerárpresta- kalli, segir að algcngast sé að þeir aðilar, sem hallir eru undir andatrú, tclji æskilcgt að hafa samband við frámliðna. Hann bendir þó á að fyr- irbærið sé afar vandmeðfarið og margar túlkanir séu við lýði. Til að mynda segir hann að margir haldi að í andatrú fclist cinungis að trúa á lífeftir dauðann. Framliðnir ekki á reiki Andatrú er djúpstætt tilfinningamál fyrir marga, hvort sem þeir taka af- stööu mcð hcnni cða gegn. Vöröur Traustason, forstöðumaður Hvíta- sunnusafnaðarins á Akurcyri, sér ríka ástæðu til að vara við andatrú. Hann kvcður hana vcra í hróplegu ósamræmi við biblíuna og þar af lciðandi ekki frá Guði komna. Vörður bcndir á að biblían taki það skýrt fram að framliönir séu ckki á reiki, þeir séu þvcrt á móti í dyggi- lcgri vörslu skaparans og þá beri ckki að ónáða. Hann hvetur til þess að lólk stundi heldur bænalíf og lciti el'tir styrk skaparans án nokk- urrar milligöngu. Þcssari gagnrýni cr Skúli ekki sammála og leggur þunga áherslu á að hann tclji látna móður sína ckki til illra alla þótt hún vilji ná sam- bandi viö hann. Hans skoöun cr sú að ckki sé vcrið að vekja framliðna og hindra framgöngu þeirra fyrir handan. Þvcrt á móti séu það þeir scm lciti til okkar lifenda þar sem þcir geti liðsinnt okkur í lcik og starfi. Orri Páll Ormarsson er fæddur 21. júlí 1971 í Rcykjavík. Hann ólst aö mestu upp á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1990. Orri Páll lagði síöan stund á nám í stjóm- málafræði við Háskóla íslands og lauk BA-prófi nú í haust. Sr. Gunnlaugur Garðarsson. Ekki heilnæmt Séra Gunnlaugur segir að þjóð- kirkjan sé breið kirkja, þótt hún hafi traustan, kcnningalegan grund- völl. Hann vill því varast fordæm- ingar en leggur áherslu á að kirkjan telji ckki æskilegt að lcita frétta af framliónum. Prestar hafna því ekki að hægt sé að hafa samband vió framliðna en þeir álíta það hins vegarckki heilnæmt. Séra Gunnlaugur mælir því með að einstaklingurinn Ieiti huggunará annan hátt. Andatrúin lciðir fólk frá því sem mestu máli skiptir; lífinu hér og nú meö Guði. Kirkjan boðar upprisu og eilíft líf. Við eigum því að trcysta Guói fyrir þeim scm eru látnir, því hjá Honum er hjálpina, styrkinn og huggunina að l'inna. Tvíhyggja íslendinga Læknavísindin hafa fundið annan gagnrýnisflöt. Þau einblína meira á lækningamáttinn, sem margir tclja að fclist í andatrú. Huglækningar cr þckkt hugtak enda fyrirferðamikill angi á_ meiði andatrúar. Um þær segir Ólal'ur Olafsson, landlæknir: Viðhorf heilbrigöisstéttarinnar til óhcfðbundinna lækninga hlýtur að mótast af því að hún aðhyllist nátt- úruvísindi. Hann vill ckki útiloka að miölar geti haft góð áhrif á ein- staklinga, sem eigi um sárt að binda, sérstaklega ef einkennin eru af sál-líkamlegum toga. Hann full- yrðir þó að þegar í haróbakkann slær snúi flestir Islendingar sér til vióurkenndra starfsmanna heil- brigðisstéttarinnar, hal'i þeir grun um að þeir séu haldnir sjúkdómi. Olafur bendir á tvær staðreyndir máli sínu til stuðnings. Annars vcg- ar séu slys af völdum óhefðbund- inna lækninga hér á landi afar fátíð í samanburði við það sem tíðkast erlendis. Hins vegar hafi liðskönn- un hans, á þingi sem haldið var um óheföbundnar lækningar nýverið, eindregið bent til þess að áhugafólk um huglækningar nýtti sér þjónustu hcilbrigðiskerfisins. Þetta cr viss vísbending um að Islendingar séu hallir undir tvíhyggju. Landlæknir álítur þá vcra beggja blands og leiti Vörður Traustason. því eftir hjálp cl'tir því sem við á hverju sinni. I ljósi þess að Islend- ingar virða viðurkcnnd læknavís- indi sér hann því ckki ástæðu til að dæma huglækningar of harkalega. Fólk víðsýnna en áður Skúli tekur undir þetta viðhorf: Við viljum vinna mcð læknum og sann- ir huglæknar bcnda öllum á að leita til þeirra fyrst. Hann vekur þó at- hygli á að því miður séu ekki allir huglæknar ósviknir. Loddarar cru til og þeir koma óorði á sálarrann- sóknir. Skúli þvær hcndur Sálar- rannsóknafélagsins af öllu svindli og áréttar að það sé félaginu mikið hjartans mál að uppræta slíka starf- semi. Hann tekur skýrt fram að Sálar- rannsóknafélagið sé ekki trúfélag. Hann kveðst ekki þvinga andatrú upp á ncinn og vill að aðrir geri slíkt hið sama. Samtök sem hafa með hið andlega að gera hafa upp á ýmislegt að bjóða, það er síöan ein- staklingsins að ákvcða hvar hann vill staldra við. Skúli segir að áhugi á starfsemi Sálarrannsóknalclagsins hafi stór- lega aukist á síóustu misserum, sem bendi til að fólk sé orðið víð- sýnna en áöur. Það vill rækta sjálft sig, segir hann og telur sálarrann- sóknir vel til þess lallnar. Voveifleg lífsreynsla Vörður kvcðsj sannfærður um að mikill áhugi íslcndinga á andatrú byggist aðallega á forvitni. Séra Gunnlaugur tekur óbeint í sama streng. „Islcndingar eru mjög leit- andi upp til hópa“, scgir hann og álítur aö þcir séu scrlega opnir fyrir hinu andlega. „Þjóðkirkjan þolir að lolk sé leitandi en hlýtur að vara við andatrú." Hann segist ckki geta útilokað að hægt sé aö ná sambandi við framliðna l'yrir milligöngu rniðla. Allt fikt við andatrú sé hins vcgar varasamt. Sóknarpresturinn kvcðst hins vegar vera hlynntur faglegum rannsóknum á sviði dul- sálfræði. Vörður tckur cnn dýpra í árinni og telur andatrú blátt áfram hættu- lega. Hann scgist þekkja niörg dæmi þess að fólk hafi leitað til Hvítasunnusafnaðarins skelfingu lostið eftir reynslu sína af andatrú. Margir hal'i verið í mikilli sálar- kreppu eftir cinhvcrja voveiflega lífsreynslu, hvort tveggja miðlar og leikmenn. Verður alltaf til staðar Ljóst er að andatrú cr vandmeðfar- in enda hefur hún lengi verið upp- spretta heitra skoöanaskipta hér á landi. Skúli Lórenzson segir þó að Sálarrannsóknafélagið fái að mestu að starfa óáreitt á Akureyri. Hann kvíðir því ekki framtíðinni: Það er sama hvað hvcr segir andatrú verð- ur alltaf til staðar. Orri Páll Ormarsson. Höfundur er nemi í hugnýtri fjölmiölun vió Hú- skólu íslunds. Jj =S. ^ □□ •□■ ^ 1— BHH ■■■ jt rarrvWD~ KQMPASS Beinar útsendingar í Hamri frá enska boltanum Skráðir í K0MPASS Sunnudagur21. nóv. Newcastle-Liverpool kl. 15.00 eni með tromp á hendi. Mánudagur 22. nóv. Chelsea-Arsenal kl. 18.45 Sunnudagur 28. nóv. Liverpool-Aston Villa kl. 15.00 Mánudagur 20. des. Q.P.R.-Chelseakl. 19.00 Sími 91-654690 Fax 91-654692 Bæjarhrauni 10 • 200 Ilafnarfirði Sunnudagur 26. des. Man.United-Blackbum kl. 15 Mánudagur 27. des. Everton-Sheff.Wed. kl. 18.45 v OTTO pöntunarlistinn mYSU Vetrarvörur • Jólavörur UU Þýsk gæði á góðu verði Listi kr. 600 + burðar- 4 gjald endurgreiddur J&- fi. . við fyrstu pöntun. Pöntunarsími Odýr gisting í Reykjavík Ef þú ert að hugsa um að skreppa til Reykjavíkur sem einstaklingur eða í hóp þá bjóðum við ódýra gistingu. öll herbergin eru með síma/sjónvarpi og baði. Eins manns herbergi á kr. 2.700. Tveggja manna herbergi á kr. 4.500. Hópar - 10 eða fleiri - 10% afsláttur. Sjómannaheimilið Örkin Brautarholti 29, sími 91-680777 105 Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.