Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993 EFST í HUOA SICRÍPUR ÞORGRÍM5PÓTTIR Getum við sagt nei? í dag er kosið um „mikilvægasta mál þjóðarinnar frá lýðveldis- stofnun", eins og einn ágætur maður orðaði það. Við fáum öll að neyta atkvæðisréttar okkar til að jánka eða neita sameiningu sveitarfólaga. Lýðræðið í sinni bestu mynd. Eða hvað? Fólk hef- ur kvartað undan ónógum upplýsingum um hvað sameining þýði, sagt að þetta sé eins og að skrifa upp á víxil án þess að vita upphæðina. Sumir sameiningarsinnar segja að fólk geti vel kynnt sér málin ef það vilji. Þeir segja að sveitarstjórnarmenn sjálfir standi í vegi fyrir upplýsingastreymi. Þetta má vel vera, en hvernig stendur á þvl að fólk sækir sér ekki upplýsingar ef það er svona auðvelt? Ríkisvaldió hefur að vísu ekki látið sitt eftir liggja með áróðursauglýsingum. Hvað gerist svo ef sameining verður felld? Jú, þá fá um- dæmanefndir ákveðinn frest tíl að skila nýjum tillögum, sem síð- an verður kosið um. Og ef þær verða líka felldar? Félagsmála- ráóherra hefur sagt að verkefnum verði útdeilt til sveitarfélag- anna hvernig sem allt veltist og það verða stærri sveitarfélögin sem fá verkefnin, hin fá lítið sem ekkert. Sem sé, ef við ekki samþykkjum með góðu, þá verðum við skikkuð til hlýðni með öðrum ráðum. Skikkuð af ríkinu og ríkið erum við ekki satt! Rík- isvaldið hefur verið duglegt við áróðurinn og m.a. beitt Jónasi Hallgrlmssyni fyrir plóg sinn. En hvers vegna þarf að beita slík- um áróðri ef málefnið er jafn gott og nauðsynlegt og okkur er sagt? Það ætti að duga að setja upp kostí og galla á hlutlausan og skiljanlegan máta til þess aó almúginn átti sig á gildi samein- ingar. Talað er hátt um hagræðingu, hagkvæmni og skilvirkni og enginn almennilegur maður vill standa í vegi fyrir því. Þó eflaust séu gild rök með hagkvæmni stærri stjórnareininga, get ég ekki skiliö hvers vegna sameining sveitarfélaga er eina forsendan fyrir slíkri hagræðingu. Getur ekki verið að hægt sé að finna annað samvinnu- eða samstjórnarform sem hentar sama mark- miði? Og til hvers er verið að kosta rándýrar kosningar, ef búið er að ákveða endalokin fyrirfram? Vonandi kýs fólk samkvæmt sannfæringu sinni, óháð auglýsingaskrumi. Að lokum langar mig að geta þess að grein sú eftir skáldið okkar Jónas Hallgrímsson sem vísað er í í auglýsingu frá stjórn- völdum fjallar alls ekki um sameiningu hreppanna og eru oró þjóðskáldsins slitin úr samhengi. Ef þetta er ekki ósmekklegt áróðursbragð, hvað þá! Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin gildir fyrír helgina (Vatnsberi 'N \íu\Æ\ (20. jan.-18. feb.) J Þetta veröur sennilega frekar róleg helgi en samt hamingjurík þegar ástar- sambönd eru annars vegar og aballega hjá giftu fólki. (<mÆ Ijón V^rV'lV (23. júli-22. ágúst) J Áætlun sem gerb var fyrir löngu þarfn- ast endurskobunar; sérstaklega hvab varðar tímasetningar. Þú ert örlátur svo gættu þín á óhóflegri eybslusemi. (Fiskar 'Á (19- feb.-20. majs) J (jLf Meyja A l (23. ágúst-22. sept.) J Fólk sem venjulega er á öndverðum meiði mun na saman og eiga saman góðar stundir; sérstaklega ef það er reiðubúib til ab nálgast verkefnin meb opnum huga. Fólk í kringum þig er ekki félagslynt þessa helgina og hlustar ekki á tillögur annarra. Reyndu því bara að skemmta sjálfum þér í stabinn. Hrútur \(^?> (21. mars-19. apríl) J Þab er rólegt yfir skemmtanalífinu en þab mun abeins vara í nokkra daga. Á meðan skaltu nýta hæfileika þína til einhvers annars. Kannski verbur þér hælt fyrir. (VtVo& } -Ur (23. sept.-22. okt.) J Spenna ríkir mebal fjölskyldu og vina en ef þú heldur ró þinni ættir þú ab geta slakað á þessari spennu. Reyndu ab leibbeina fólki ef þú getur. (Naut yT "V (20. apríl-20. mai) J Gættu þess að verða ekki svo upptek- inn af eigin málefnum ab þú vanrækir abra. Þú móbgar einhvern en sá fyrir- gefur þér strax. (\mC Sporödreki^i (23. okt.-21. nóv.) J Eitthvab óvænt verður til þess ab þú endurnýjar gömul kynni. Reyndu ekki ab taka að þér nein verkefni því þér verbur Iftiö úr verki. (/tvk Tvíburar 'N (21. maí-20. júní) J Þetta veröur ánægjuleg helgi þar sem fátt ber til tíbinda. Ekki ganga á eftir fólki sem stendur frammi fyrir mikil- vægum ákvörbunum. c tííf Krabbi ^ VðNc (21. júni-22. júll) J Áhugaverb tillaga skýtur upp kollinum svo þótt helgin hafi í upphafi ekkert verib spennandi, mun þab breytast skjótt. Sennilega ferbu í stutt feröalag. (Bogmaður 'N X (22. nóv.-21. des.) J Nú ert best ab halda fribinn meb því ab gangast inn á skoðanir annarra til ab forbast ágreining. Þú þarft ekki ab fórna miklu til að framfylgja þessu. (Steingeit 'N V^fTn (22. des-19. jan.) J Þér mun liba best í félagsskap fólks sem er eldra en þú um helgina. Hóabu því í fjöl- skylduna og bjóddu henni heim. Fréttir sem þú íærb hafa mikil áhrif á þig. KROSSOÁTA Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráöið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síðan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 308“. Ásta Einarsdóttir, Hlíðarvegi 18, 625 Ólafsfirði, hlaut verðlaunin fyrir helgarkrossgátu 305. Lausnarorðið var Hellisskúti. Verólaunin, bókin „Hjá fólkinu í landinu“, verður send vinningshafa. Verðlaun fyrir krossgátuna að þessu sinni er bókin „Islandingatilvera - byrðin og brosið“, eftir Jón Örn Marinósson. Utgefandi er Tákn. O £~ 7;í 0 O * ú Þ ,D: 3 T T ‘0 M A r( T E P <? u T O J <ín' u.c V- 1 T j L A 1 H á L s f R J 3 G u .■? Z‘,"“ c. cr 1 c A hi'i. 7 U G T A Ah ' i J: -S T í L ! T A N E T y £ T iHL s "l T»7. 'h L á i ; R f\ K J A s;. G £ L ‘r\ R ’O S íll » . U A G u A ‘‘.'é " F ■fí L E G T G G N <r.i R A u M 'fi V '0‘ L D A Cca A 5 's V E R P \ if ‘j L lli- C ‘G R £ / G 1 —'L ■S V 0 JJ;,' S 'k F\ y T / N u M Ji K Helgarkrossgáta nr. 308 Lausnaroróið er ........................... Nafn....................................... Heimilisfang................................ Póstnúmer og staður........................ Afmællsbarn laugardagsins Mikill stööugleiki mun einkenna flesta þætti líf þíns næstu tólf mánuðina. Undantekningin tengist breytingum á áhugamálum þínum og er þar um spennandi mál a6 ræöa. Þá er útlit fyrir ab þú kynnist ástinni í ár. Afmælisbarn sunnudagslns Þema ársins verður sameining í stab þess að fara út í afdrifaríkar breytingar. Þeir sem eru á framabraut finna fyrir stöðugleika og treysta jafnframt vin- áttuböndin. Þú ert ánægður með hvaba stefnu líf þitt er að taka. Afmællsbarn mánudagsins Reyndu ab stefna frammávib næstu mánuðina og taktu ekki óþarfa áhættu. íhugabu sérstakleja fjármálin því ein- hver hætta er a svikum. Sennilega sérbu ekki beinan árangur af verkum þínum fyrr en liður á siðari hluta ársins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.