Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 6

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993 Manninn sem er í helgarviðtali að þessu sinni þarf vart að kynna fyrir Norðlendingum. Á fjórða áratug hefur hann starfað að norðlensk- um málefnum; fyrst sem bæjarstjóri á Húsavík á uppgangs- og umbrotatímum við Skjálfandaflóa, síðar á sameiginlegum vettvangi sveitarstjórnarmála í Norðlendinga- fjórðungi. Sveitarstjórnar- og dreifbýlismál hafa því orðið hlutskipti hans í starfi og áhugann hefur hvergi skort. Um það vitna meðal annars fjöldi greina í blöðum og tíma- ritum á undanförnum árum, þar sem hann hefur fjallað um áhugamál sín og viðfangsefni frá sjónarhóli þess manns, sem stendur í miðju atburða líðandi stundar. Áskell Einarsson hefur birst samferðamönnum sínum sem hugsjóna- maður byggðastefnunnar. Þannig þekkja þeir hann sem óþreytandi einstakling með orðin að vopni. En hvað kom til að maðurinn sem er fæddur í Alþingishúsinu og alinn upp á Þingvöll- um - í þjóðbraut ýmissa samtímamanna fyrir miðja öldina hélt norður yfir heiðar til að helga landsbyggðinni alla krafta sína? Að þessu sinni er ekki ætlunin að ræða málefni sveitarstjórna eða líðandi stundar. Heldur að skyggnast inn í lífsferil Áskels Einarssonar á þeim tímamótum þegar hann stendur á sjötugu og hefur látið af störfum og einnig að fjalla um kynni hans af ýmsum málum og að- stæðum á undanförnum áratugum þegar lands- byggðin var að vakna af dvala fortíðarinnar. Þar sá ég grasið gróa Á uppvaxtarárum sínum á Þingvöllum kynntist Áskell Einarsson mörgum málsmet- andi mönnum. Hann segir aö þessi kynni af margskonar fólki hafi oröið sér ákveðinn hvati og hann hafi þegar á þeim árum tekið að móta sér sjálfstæðar skoðanir um menn og málefni. Til þessa tíma megi rekja fyrstu ræt- ur áhuga síns á þjóðfélagslegum málefnum. Hann settist síðar á skólabekk í Samvinnu- skólanum og eftir vistina þar gerðist hann auglýsingastjóri Tímans. I því starfi kveðst hann hafa færst nær vanda landsbyggðarinnar en áður hafi verið. „Á Tímanum átti ég þess kost að kynnast mörgum mönnum sem lögóu leið sína í Edduhúsið við Skuggasund þar sem blaðið var til húsa. Þar voru einnig skrifstofur Fram- sóknarflokksins og þjóðmálin voru mjög í brennidepli á þessum tíma - einkum með til- liti til þeirra miklu þjóóflutninga er þá fóru fram. Kynni mín af ýmsu fólki - ekki síst landsbyggðarfólki, sem átti leið niður í Eddu- hús þegar þaó kom til Reykjavíkur, urðu til þess að ég fór að móta mér skýrari viðhorf til málefna landsbyggóarinnar.“ Trúnaðurinn við skyldurnar við landið Áskell vann ekki einvörðungu við öflun aug- lýsinga fyrir málgagn framsóknarmanna á þessum árum. Hann tók einnig virkan þátt í starfi ungliðahreyfmgar flokksins og kveðst þar hafa fundið þann pólitíska vettvang er hann gæti byggt skoðanir sínar á. Auk starfs- ins viö auglýsingarnar tók hann aó sér rit- stjórn „Vettvangs æskunnar", sem var síða er ungir framsóknarmenn höfóu umsjón með og birtist vikulega í Tímanum. „Ritstjórnarstarfið vann ég eiginlega á hnjánum utan venjubundins vinnutíma en hafði mjög frjálsar hendur hvað efnisval og alla umfjöllun varðar. Við þessa blaða- mennsku kynntist ég mörgu ungu fólki utan af landi og mér varð fljótt ljóst pólitískt hlut- skipti mitt og annarra sem aðhylltust stefnu Framsóknarflokksins væri að halda trúnaði vió hinar sögulegu skyldur þessarar þjóðar - skyldurnar við að byggja land sitt.“ Landkostastefna - leiðandi afl Áskell viðurkennir að þarna hafi orðió ákveðin straumhvörf varðandi skoðanir sínar hvað málefni landsbyggöarinnar varðar og frá þeim tíma hafi ekki verið aftur snúið í huga hans. Hann sagði að mikil spenna hafi ríkt á Suðvesturhomi landsins á þessurn ár- um. Spenna er einkum hafi stafað af umsvif- um varnarliðsins vió uppbyggingu hcrnáms- og varnarkerfa á Suðumesjum. „Margir sóttu suóur á Keflavíkurflugvöll í leit að atvinnu. í fyrstu var þetta einkum tímabundin atvinnuþátttaka sem menn sóttu frá heimilum sínum út um landið líkt og tíðk- ast hafði um vertíðarstörf. En þessi störf voru annars eðlis en vertíðarstörfm að því leyti að í flestum tilfellum var um heilsársvinnu að ræða. Menn gáfust því fljótlega upp á að - segir Áskell Einarsson, sem rifjar upp ástæður þess að hann snéri sér að byggða- málum sækja þessa vinnu utan af landi og fiuttust búferlum - annaó hvort til Suóurnesja cða höfuðborgarsvæðisins. Byggðirnar stóðu því víða eftir mannfáar og lamaðar með vannýtta landkosti til sjávar og sveita. Að mínu mati er þetta ein megin orsök þess aó margir hug- sjónamenn um málefni byggðar í landinu voru andstæóir hersetunni og snérust á sveif með þeim er voru dvöl bandaríska hersins andvígir af öðrum ástæðum.“ Áskell kvaðst á þessum tíma hafa skynjaó þörfina fyrir virka byggðastefnu hér á landi. Byggðastefnu er tæki mið af þeim raunveru- legu aðstæðum er skapast hefðu. Oraunhæft hafi verið að halda hverju býli í byggð eins og ýmsir framámenn landsbyggðarinnar töldu nauðsynlegt, en þess í stað yrói að nýta afrakstur þeirrar atvinnustarfsemi sem fram færi til uppbyggingar og framfara - til þess aó byggja upp öfiugt og fjölbreytt mannlíf sem víöast um landið. Með öðrum orðum aö taka upp landkostastefnu í staó þeirrar róm- antísku heióabýlastefnu sem margir sáu ákveðna framtíð fólgna í á þessurn árum. Nýting orkulinda - byggðajafnvægi Aftur urðu aðstæður á vinnustað Áskeli Ein- arssyni tilefni til að huga aö byggóamálum og sjá möguleikana sem í landinu fólust. Eftir að hann lét af starfi auglýsingastjóra Tímans hóf hann störf á raforkumálaskrifstofunni, scm var undanfari Orkustofnunar. Á raforku- málaskrifstofunni komst hann í kynni vió

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.