Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 20. nóvember 1993 POPP MAÚNÚS GEIR CUÐMUNDSSON - með Pís of keik og Bubbleflies Líklega svo lengi sem tónlist- in hefur verió til í einni eóa annari mynd, hefur dans af einhverju tagi verið fylgifiskur hennar. Virðist þessi þörf mannsins aó hrista sig og skaka eftir ákveðnu/taktföstu ferli hljóóa (sem vió í daglegu tali köllum lög nú á tímum) raunar vera jafngamalt honum og ein af frumþörfum hans til að tjá sig. í tímans rás hefur dansinn svo þróast með tónlistinni í all- ar áttir og öðlast ótal andlit og heiti rétt eins og hún. Það er þó sennilega ekki fyrr en á seinni tímum sem menn fara beinlínis að tala um tónlist í beinni tengingu við dans, þ.e. að samasemmerki myndist með einu orói á milli, sem svo flestir þekkja þegar nefnt er. Eru ágæt dæmi um þetta ann- ars vegar Vínarvalsarnir og Samba frá fyrri tíð, (en þó ekki fyrir svo löngu) en diskóið og „breikið" hins vegar frá síóustu árum. Á allra síðustu árum og til dagsins í dag hefur svo tónlist beintengd dansi orðió meiri og fjölskrúóugri en nokkru sinni fyrr, þannig að menn hafa mátt hafa sig alla við að henda reió- ur á öllu saman. Úrlausnin hef- ur því einfaldlega verið sú aó kalla Techno, house, acid house, acid jazz, trance og hvaó þetta nú heitir allt saman, einu nafni danstónlist, sem að mestu og út af fyrir sig er gott. Það er með þessa dansflóru eins og aðra tónlist að ekki borgar sig né er nauósynlegt að skilgreina hana svo mjög. En eins og fyrr segir er dans og dans sitthvaó og á þaó svo sannarlega við um tvær af helstu danshljómsveitum ís- lands, sem nú hafa báóar nú nýlega sent frá sér sínar fyrstu plötur. Skyldar en um margt ólíkar Danstónlistin hefur líkt og víða annars staðar átt nokkuð greiða leið að eyrum íslenskra ungmenna á síðustu árstíðum og orðió hér sömuleiðis eins og í útlandinu mótvægi við harða og kröftuga rokkið, m.a. frá Se- attle, hvað vinsældirnar snertir. (Mitt á milli hefur svo auóvitað rappið/hip hoptónlistin komió sér fyrir með áhrif úr báðum áttum m.a.) Danshljómsveitir „Senn koma jólin“ - með „Betl“ og fleirum Jólunum, sem nú eru enn eina ferðina skammt undan, fylgir ekki bara sérstakar hreingerningar, matur, innkaup og bókaflóð, heldur einnig Ifka flóð í plötuútgáfu eins og við vit- um. Inn í plötuflóðinu fyrir jólin eru alltaf nokkrar plötur sem með réttu nefnast jólaplötur, meó klassískum lögum oftast beintengdum jólunum. Nokkrar slíkar verða á boó- stólnum nú sem endranær og má þar nefna meóal annarra Jól með Eddukórnum og Jól alla daga með ýmsum flytjendum frá Spor og Friðarjól, endurútgáfa frá Skífunni, þar sem Pálmi Gunnarsson syngur mörg þekkt jólalög. Að menn taki sig hins vegar til og semji ný jólalög og gefi út, er ekki mjög algengt, en það hafa nú tveir vaskir akur- eyrskættaðir piltar gert með hjálp góðra manna og kvenna, þannig að athyglisvert er. Eru þetta þeir vinirnir og frændurnir Rögnvaldur Bragi Rögnvalds- son, sem menn þekkja helst nú til dags sem bassaleikara f rokk- sveitinni góðu Hún andar, og Hrafn Laufdal, eitt sinn trommari í Möðruvallamunkunum, en hef- ur verið búsettur fyrir sunnan um árabil, sem ráðist hafa í að gefa út jólakassettu með tíu nýjum frumsömdum jólalögum. (Af óviðráðanlegum orsökum er ekki um geislaplötuútgáfu að ræða.) Kalla þeir sig stutt og laggott „Betl“ og nefnist kassettan þvf skemmtilega nafni „Skyldi það vera hjólastóll?1', sem glöggir lesendur væntanlega sjá aó er iétt skýrskotun til ákveðins jóla- lags frá Sniglunum. Ef einhver skildi halda að um eitthvað graðhestarokk sé aó ræða (sem a.m.k. annar helm- ingur „Betles" er eigi ófrægur fyr- ir) þá er það mesti misskilningur. Um er nefnilega að ræða falleg- á- poppballöðusmíðar í flestum tilfellum, sem koma alveg örugg- lega mörgum á óvart hve góðar eru. Eru lögin unnin aó mestu á tölvur, en bassaleikur Rögga m.a. er á sínum stað, Þau eru svo sungin af valinkunnum söngvurum og minna þekktum, bæði héóan frá Akureyri og að sunnan. Þeirra á meðal eru Lísa Páls, dagskrárgerðarkona á Rás tvö, sem syngur tvö lög, sjálfur Kristján Pétur úr Hún andar og fyrrum félagi Lísu í Kamarorg- hestunum sálugu syngur í þrem- ur, Inga Guðmundsdóttir, systir Bjarkar, syngur tvö eins og Lísa og það gerir ung og upprenn- andi söngkona Soffía S. Karls- dóttir einnig. Um upptökur, sem fóru fram I studiói Gný í Reykjavík, sá Jón skuggi, Sem fyrr segir kemur út- koman á óvart og er óhætt að hrósa þeim félögum tveimur og þeirra aðstoðarfólki fyrir framtak- ið. Þá er rétt aó minnast á text- ana sem eru margir hverjir bráð- sniðugir og ekki beint dæmi- gerðir jólatextar. Spóluna er hægt að nálgast í gegnum Rögnvald (s-25759) og væntan- iega víðar. Pís of keik hafa nú eftir að hafa starfað í nokkrar árstíðir loks sent frá sér frumburð sinn í geislaplötuformi. hafa aftur á móti einhverra hluta vegna átt erfiðara meó að mótast hér á landi í fyrstu, eda fram til allra síðustu árstíða að rofaó hefur til og það hressi- lega. Er niðurstaðan af því nú sem sagt sú að tvær dans- hljómsveitir eiga nýjar plötur á markaðnum, Pís of keik meó Do it og Bubbleflies meó The world is still alive. En þó báóar falli undir dansskilgreininguna, þá eru hljómsveitirnar og verk þeirra um margt ólík. Helgast það fyrst og fremst af því aó Bubbleflies notar að mestu í sinni tónlist heföbundna hljóð- færaskipan auk hljóðgervla- maskína á meðan Pís of keik notar nær eingöngu maskín- urnar. Gítar og saxafónn eru aó vísu m.a. í nokkrum lögum, en meginuppistaóan af tónlist- inni er framreidd meó hljóm- boróum og tölvum. Má því segja aó Pís of keik sé meó hreinræktaó danspopp, en Bubbleflies meó heldur flókn- ara efni úr fleiri áttum, áhrif frá fönki, hip hop og rokki. Heldur flatt en.. Það verður aó segjast eins og er að danspoppió hjá þeim Ingibjörgu Stefánsdóttur, Mána Svavarssyni og Júlíusi Kemp, er á köflum heldur kalt og flatt, eins og slík tónlist er reyndar oftast að mínu mati. Melódíurn- ar ekki margar né merkilegar. Do it er þó ekki alveg glötuð og er tónlistin á stöku staó brotin upp meó jákvæóum árangri. Gerist þaó í lögunum Quere me, þar sem Ellý Vilhjálms, móóir Mána, syngur eftirminni- lega á latneskum nótum meó Ingibjörgu, Can you see me, þar sem Þorvaldur Bjarni úr Todmobile leikur vel á gítar og í síðasta lagi plötunnar, Small song, sem er rólegt og bara nokkuö fallegt lag og eiginlega á skjön við önnur lög plötunn- Býsna ferskir Bubbleflies voru á meðal þeirra mörgu danssveita sem áttu lag á tvöföldu útgáfunni Núll & nix, sem út kom í sumar. Vakti lag- iö þeirra Strawberries eins og sum önnur þar mikla athygli og töluðu menn þá um að þarna væru á ferðinni efnilegir piltar. Veróur ekki annaó sagt en að þeir sanni það svo vel og ræki- lega með The world is still ali- ve, sem hljómar hressilega og er býsna fjölbreytt og fersk, aó mestu öfugt við Pís of keik eins og fyrr greinir. Má t.a.m. tína út þessu til staófestingar auk Strawberries lög eins og If it’s kinky? og Shades, sem eru með fönkrokkyfirbragði, Aha attila, sem hefur í byrjun afrísk- an hljóm saman vió danstakt- inn og svo síðast en ekki síst Huzley farm, sem er seið- magnaó og minnir um margt á það besta sem kom upp í „svuntuþeysabylgjunni" kring- um 1980, þar sem hljómsveitir á boró við OMD, Ultravox, Dur- an Duran o.fl. fóru fremstar í flokki. Það sem einna helst mætti gagnrýna við The World is still alive er að hljómurinn á plötunni og styrkur hans hefði mátt vera meiri, en þaó er þó ekkert sem skemmir svo mjög fyrir. Eins og fram hefur komið var Bubbleflies stödd hér á Ak- ureyri um síóustu helgi og tróö upp á tveimur stöðum í bæn- um, í ’29 á föstudagskvöldið og í Dynheimum á laugardags- kvöldið. Var þessi heimsókn víst ágætlega heppnuð og sýndi hljómsveitin að hún er ekki hvað síst góó sem tón- leikasveit. Veróur það að telj- ast heldur betur kostur vió danssveit og þaó líka fágætur. ar. Þá er þaó líka tvímælalaust kostur við plötuna, sem ber að hrósa fyrir, aó hún er mjög vel tæknilega unnin. Á þar Þor- valdur Bjarni aftur hlut að máli m.a. Lögin munu því sóma sér vel í hljóókerfum skemmtistaó- anna meó erlendri tónlist af svipuóu tagi. Er það nú gott út af fyrir sig, þó ekki sé þaó nú mikið meira meó þau sum sem fyrr segir. Risaútgáfa Eftir nokkurn vafa og vanga- veltur um útgáfuform, er nú loks komið á hreint hvernig tónleikaútgáfupakkinn frá Met- allica er vaxinn. Verður um mikió efni að ræóa, tvær mynd- bandsspólur og þrjár geislaplötur, hvorki meira né minna. Fylgir útgáfunni svo bók upp á sjötíu og tvær síður auk einhvers fleira. Kallast útgáfan, sem verður í einhverskonar töskuformi, Kive shit, binge and purge og kemur hún út op- inberlega nú eftir helgina. Var á tímabili talað um aó aóeins yrði um eina geislaplötu aó ræða í útgáfunni, en þær eru sem sagt þrjár. Það er hins vegar hætt við að erfitt verði fyrir Metallicaaódáendur hér á landi að krækja í tónleikasafn- ió, því þaó er aóeins gefió út í 10.000 eintökum, a.m.k. er fyrsta upplagið ekki stærra, hvaó sem síóar gerist. Er fjöldi útgefinna eintaka takmarkaóur, eins og kannski liggur í augum uppi vegna þess hve vióamikil Metallica eru heldur betur stórtækir í tónleikaútgáfu sinni sem nú er að koma á markað. og dýr útgáfan er, en í búó t.d. í Bretlandi mun hvert eintak kosta um 7.500 ísl. kr. Mundi hún því vart kosta undir tíu þúsund krónum hér á landi, sem þó óhætt er að fullyróa aó sumir af höróustu Metallicaað- dáendum settu ekki fyrir sig að borga. Hafa þeir Metallicafé- lagar, James Hetfield & co., reyndar verió gagnrýndir fyrir þá ákvörðun sína að hafa út- gáfuna svona, en Hetfield hef- ur svar á reióum höndum við því í nýlegu viðtali. „Þaó hefði kostaó jafnmikið bæði fyrir okk- ur og aódáendurna, aó gefa þetta út og selja í pörtum á lengri tíma, jafnvel meira," seg- ir Hetfield til réttlætingar á út- gáfuforminu. Þetta væri ein- faldlega þaó verð sem þyrfti til aö útgáfan borgaði sig, en hún er líklega sú umfangsmesta og dýrasta sem nokkur tónlistar- maður/hljómsveit hefur sent frá sér í einu lagi fyrr eða síóar. Samtals er um níu klukku- stundir af tónlist aó ræða, þar af eru myndböndin tvö hvort um sig þrjár klst. aó lengd og geislaplöturnar þrjár ein klukkustund hver. Er því um sannkallaóa risaútgáfu að ræða hjá Metallica og sögu- lega. Er bara vonandi aó ein- hver eintök nái að rata hingaó upp á „skerió".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.