Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 11

Dagur - 20.11.1993, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. nóvember 1993 - DAGUR - 11 Ný bók frá Guðlaugi Arasyni: í Hjartasaltí kemst fermmgardrengurinn að því að lífið er meira en saltfiskur Guólaugur Arason rithöfundur hefur sent frá sér nýja sköldsögu sem heitir Hjartasalt. Hér er um að ræða sjálfstætt framhald skáld- sögunnar Pelastikk, og segir frá fermingarsumri Dalvíkingsins Loga og hvernig hann breytist úr barni í karlmann á sjónum. Loga verður einnig ljóst að lífið snýst um ýmislegt fleira en sjómennsku, því í Hrísey býr falleg stelpa, Unnur, sem gerir lífið svo óskap- lega spennandi. Guðlaugur segir að efni bókar- innar hafi verið að veltast fyrir honum í mörg ár eða allt frá því að Pelastikk kom út árið 1980 en hún hefur verið vinsælt kennslu- efni í íslensku í efri bekkjum grunnskóla. En til hvaöa lesenda- hóps höfðar Hjartasalt? „Það sýndi sig mcð Pelastikk að jafnvel þótt söguhetjan sé að- eins átta ára var hún skrifuð lyrir fullorðna en hún höfðaói líka til þcirra yngri sem lásu bókina sér til ánægju. Ég held að líku sé farió meó Hjartasalt. Þctta er þjóðfé- lagslýsing og lýsir hugarhcinti fermingardrengs sem cr aö stíga fyrstu skrcfin inn í heim hinna fullorðnu. Þessi bók hét allt annað meöan ég var að skrifa hana en ég féll frá því að nota þaó nafn. Ég fór að hugsa nýtt nafn á bókina en l'ann alls ckki töfraorðið fyrr en morg- un cinn skömmu áður en bókin fór í prentun. Þennan morgun fóru dætur rnínar tvær, fjögurra og fimm ára, þess cindregið á lcit vió mig aó ég bakaói pönnupökur cn ég færðist undan. Það varð hins vegar úr að ég las annars hugar uppskriftina fyrir þær en þegar kom að hjartarsalti var eins og ég hcfði fengió hugboð, og eftir það kom ekkert annað nafn til greina, þ.e. Hjartasalt. Það er skril'að án „Þessi bók er engin „Greenpeacc- saga“. Söguhetjan Logi herir að vciða scr til matar, nýta vciðina. Þarna eru felldir höfrungar, hnísur, selir og fuglar,“ segir Guðlaugur m.a. um nýju bókina. bókstafsins R og höfóar til hjart- ans. Það á mjög vel við söguhetj- una Loga, sem verður ástfanginn þetta sumar og ýmsar aórar stað- reyndir togast á í hjartanu á hon- um en aðrar fölna scm hafa verið góðar allt fram á þcnnan dag,“ sagöi Guólaugur Arason. Þessi bók er cngin „Grecn- peacesaga", því hún er sprottin upp úr veióimannaþjóðfélagi og söguhetjan Logi lærir að veiða sér til matar, nýta veiðina. Þarna eru felldir höfrungar, hnísur, selir og fuglar, cnda segir Guólaugur aó hann voni að bókin veki jafnvcl upp einhver andsvör hjá þeirn sem ckki mega heyra á það minnst að í veiðimannaþjóðfélagi veiði menn sér til matar. GG Emil og Anna Sigga í söngför: Flytja m.a. tónlist eftir P.D.Q. Bach Sönghópurinn Emil og Anna Sigga heldur þrenna tónleika á Norðurlandi um helgina ásamt píanóleikaranum Daníel I>or- steinssyni. Þeir fyrstu verða í dag, laugardaginn 20. nóvember kl. 16.00 á Sal Gagnfræðaskóla Akureyrar; aðrir um kvöldið kl. 21.00 í Dalvíkurkirkju og þriðju tónleikarnir verða í Tónlistar- skólanum á Sauðárkróki sunnu- daginn 21. nóvember kl. 17.00. Sönghópinn skipa tenórarnir Bergsteinn Björgúlfsson, Skarp- héðinn Þór Hjaltason og Sverrir Guðmundsson, Sigurður Halldórs- son kontratenór, Ingólfur Hclga- son bassi að óglcymdri Önnu Sig- ríöi Helgadóttur mezzósópran. Sögu Emils má rekja allt aftur til ársins 1985. Var Emil fyrst um sinn lítt við kvenmann kenndur en segja má að fljótlega hafi sigið á gæfuhlióina þá er hann krækti sér í Önnu Siggu sem lífsförunaut. Emil og Anna Sigga hafa víða haldió tónleika, kornið fram bæði í útvarpi og sjónvarpi; síðast í þættinum Gestir og gjörningar sl. sunnudag. A efnisskrá hópsins á Norðurlandi um helgina kennir niargra grasa. Þar bregður fyrir þjóðlögunt frá Englandi og Skot- landi, lögum eftir Bruce Spring- P.D.Q. Bach. steen, Janis Joplin, Ladda, Elling- ton og Bítlana og einnig veróur flutt tónlist eftir P.D.Q. Bach. Em- il og Anna Sigga hafa áóur staðið fyrir kynningu á tónlist P.D.Q. Bach’s hér á landi við mikinn fögnuð enda er í henni gert þvílíkt grín aó tónlist barokktímans og þess klassíska að flytjendur þurfa að leggja á sig ómælt erfiói til þess eins að geta flutt hana ófliss- andi. (Frétlalilkynning.) Hvernig viltu hafa þinn? FaÍ1egah?A Þægilegan? Sterkan? - Ekta skinn! - Þá höfum við réttan svefnsófa fyrir þig. Margir litir Frábært verð 6&85Ö stg 10% afsláttur frá þessu verði ■ ■ þessa og næstu viku. Is-mat 77/ sýnis og sölu á [Mj C3 símí 91-6245W. Laufásvegi 17 (gamla Búsetaskrifstofan) Auglýsing um starfs- laun listamanna Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa listamönnum árið 1994, í samræmi viö ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úrfjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóói. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, á þar til geróum eyðublöðum fyrir 15. janúar 1994. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfsmenn listamanna" og tilgreina þann sjóó sem sótt er um laun til. Um- sóknareyóublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Þeir sem notið hafa starfslauna á sl. ári skulu skila skýrslu um störf sín sbr. 4. gr. laganna. Reykjavík, 17. nóvember 1993, Stjórn listamannalauna. Notum islenskar vörur - sköpum fltvinnu SIARISMANN'AI 11 A(, AKURi YIURM JAR ló.október voru gefin saman Uijónaband í Stærri-Árskógskirkju af séra Huldu Hrönn Helgadóttur brúðhjónin Hulda Njálsdóttir og Stcfán Garðar Níejsson. Heimili þeina er Ásholt 5. Hauganesi. Ljósm. NORÐURMYND Ásgrímur. 23. október voru gefin saman í hjónaband í Ak- urcyrarkirkju af séra Birgi Snæbjömssyni brúðhjónin Freyja Dröfn Axelsdóttir og Baldur Sigurðsson. Heimili þeirra er Búðafjara 3, Akureyri. Ljósm. NORÐURMYND Ásgrímur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.